Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 61
MENNING
Þjóðráð“ taldi ég það vera aðskrifa nokkur orð um þjóð-legar listir í dag. Allt þar til
ég fór að uppgötva að þær er
hvergi að finna. Þær eru ekki til.
Ekki misskilja mig, við eigum
okkar þjóðmenningu sem samnefn-
ara yfir alls konar listræn fyr-
irbæri. Við höfum hannyrðir og út-
saum sem lengi voru greinar sem
hver kona varð að kunna. Út-
skurður er sömuleiðis þjóðleg
grein, og höfðaletrið sem notað
var til að skera út er alíslenskt.
Við eigum okkar þjóðlög, langspil
og fiðlur, sem og þjóðdansa og
vikivaka.
Ekkert þessa getur hins vegar
talist listgrein í hefðbundinni
merkingu orðsins, er það? Finnum
við eitthvað af þjóðlegu fyrirbær-
unum á listasöfnunum?
Það sem líklega kemst næst því
að vera þjóðleg listgrein er ljóða-
gerðin; kveðskapur og rímurnar.
Þó er fljótt á litið einhverja að-
greiningu þar að finna.
Rímurnar teljast varla vera mik-
il „list“, þó ljóðagerð teljist vera
það. Það skýtur skökku við að nota
orðin á þennan hátt. Rímurnar eru
aftur á móti rammþjóðlegar þótt
nútímaljóðlist sé það alls ekki.
Mitt á milli mætti nefna hefð-
bundinn kveðskap, með stuðlum,
rími og höfuðstaf sem líklega einu
listgreinina, þjóðlega og hefð-
bundna í senn. Og sú grein lifir
góðu lífi eins og aðdáendur hag-
yrðingahornsins vita.
Stakan virðist samt vera eitt-
hvað svo plebbaleg og gamaldags
að hún getur varla talist mikil list-
grein, eða hvað? Ég man t.d. ekki
eftir mörgum stökusöfnum sem
fengu tilnefningar sem bestu fag-
urbókmenntirnar að mati kjör-
nefnda íslensku bókmenntaverð-
launanna.
Listin virðist einfaldlega ná útfyrir hið þjóðlega, stað-
bundna. Hún er í eðli sínu þannig
að heimóttarlegar venjur teljast
seint listir, hún gerir kröfu um að
vera alltaf ný og ná út fyrir landa-
mæri eða bæjamörk.
Hins vegar er ekki hægt aðneita því að listhugtakið
sjálft er skemmtilega loðið. Þannig
er hægt að segja að ýmis verk, vel
unnin, séu listavel eða jafnvel listi-
lega vel gerð. Og ýmis störf fá
endinguna list, því þau þykja erfið
eða krefjast lagni. Læknislistin er
augljósasta dæmið en einnig mætti
nefna listina að elda og listina að
lifa (prófið bara að gúggla orðin
„listin að“ og sjá sjálf.)
Samkvæmt þessari málnotkun
ætti ekki að vera lítið mál að tala
um „listina að dansa þjóðdans“
„listina að vinna gott handverk“ og
„listina að semja stöku“. En að
sama skapi er þessi múr sem ég
benti á að ofan þarna á milli, þann-
ig að þessar athafnir eru ekki list-
greinar, eða hvað? Það er semsagt
hægt að tala um listina að vinna
gott handverk, en samt er hand-
verk ekki list.
Annars mætti allt eins telja
hverja einustu venjutítlu sem Ís-
lendingar halda upp á eða taka
upp eftir hver öðrum, til listgreina.
Listina að demba kokkteilsósu á
mat til dæmis eða listina að vera
fegurðardrottning; nú eða listina
að safna skuldum, listina að
stressast og vinna mikið, og svo
allar hinar „listirnar“ sem fólk
kannast við.
Annars hef ég ekki hugmyndum hvað list „sé“ en efast
stórlega um að það sé eitthvað eitt.
Gleðilegan þjóðhátíðardag!
Í leit að þjóðleg-
um listgreinum
’Stakan virðist samtvera eitthvað svo plebba-
leg og gamaldags að hún
getur varla talist mikil
listgrein, eða hvað?‘
hsb@mbl.is
AF LISTUM
Hjálmar S. Brynjólfsson
Morgunblaðið/Eggert
Listhugtakið er loðið, listin nær út fyrir hið þjóðlega og staðbundna en
samt er málnotkunin svo víðfeðm að þjóðvenjurnar geta verið „listir“.
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Tilboð til áskrifenda
Morgunblaðið býður áskrifendum að kaupa hina
vönduðu og stórbrotnu heimildarmynd um
Heim farfuglanna á DVD á aðeins 1.000 kr.
Myndin er til sölu í Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1.
Einnig er hægt að kaupa myndina á mbl.is
Tilboðið gildir til 1. júlí
Heimur farfuglanna er stórmerkileg heimildarmynd sem
hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim.
Í myndinni er áhorfendum boðið í flug með
farfuglum heimsins á milli áfangastaða.
BERGVÍK
Kynnir
nýjasta meistaraverk Jacques Perrin:
Leikstjóri: Jacques Perrin Handrit: Stéphane Durand og Jacques Perrin
Kvikmyndatökumenn: Michael Benjamin, Sylvie Carcedo-Dreujou, Laurent Charbonnier, Luc Drion,
Laurent Fleutot, Philippe Garguil,Dominique Gentil, Bernard Lutic, Thierry Machado, Stéphane
Martin, Fabrice Moindrot, Ernst Sasse, Michael Terrasse og ThierryThomas Klipping: Marie-Josèphe
Yoyotte Tónlist: Bruno Coulais. Frönsk. Sony Pictures Classics. Sýningartími: 98 mínútur.
Eyes Weekly bbc films rolling stone roger ebert
Á ÞAKINU
Frumsýnt 29. júní
í Borgarleikhúsinu
ÞORVALDUR DAVÍÐ HALLA VILHJÁLMS
www.minnsirkus.is/footloose
Miðasala er í síma 568 8000
www.borgarleikhus.is
17. júní dansleikur
Karma í kvöld
Opnum kl. 17 fyrir matargesti
www.kringlukrain.is sími 568 0878