Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 57 DAGBÓK Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Hverjir bjuggu í skálanum? thorhallur.heimisson@kirkjan.is • Samskipti hjóna. • Leiðir til að styrkja hjónabandið. • Orsakir sambúðarerfiðleika. • Leiðir út úr vítahring deilna og átaka. • Ástina, kynlífið, hamingjuna og börnin. Á námskeiðunum er m.a. fjallað um: Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson Upplýsingar og skráning á Skráning stendur yfir á sumarnámskeið um hjónaband og sambúð í Hafnarfjarðarkirkju Sr. Þórhallur Heimisson Framtíðarlandið – félag áhugafólks umframtíð Íslands – verður stofnað í dag,17. júní. Stofnfundur félagsins verðurhaldinn í Austurbæ, Snorrabraut 37, og hefst kl. 12. „Við munum þar koma saman, hópur fólks úr öllum stigum þjóðfélagsins, og stofna formlega þetta félag. Um er að ræða fjölbreyttan og þver- pólitískan hóp fólks sem á það sameiginlegt að þykja vænt um Ísland, og langar að búa hér, en finnst að sama skapi komið nóg af röngum ákvörð- unum stjórnvalda. Við hyggjumst knýja fram breytingu, standa saman og styðja stjórnvöld til góðra verka,“ segir Birkir Björnsson, einn skipu- leggjenda fundarins í dag. „Við höfum fengið nóg af fátæklegum hug- myndum um atvinnulífið, og hvernig búið er að leiða íslenskan efnahag allan í eina átt. Við erum komin með nóg af því að vera ekki treyst til að gera hlutina sjálf,“ segir Birkir. „Félagið mun skoða í heild þá þætti er lúta að sjálfbærri þróun, umhverfi og félagsleg gildi.“ Flutt verða stutt erindi og tónlistaratriði fyrir fundargesti. Ósk Vilhjálmsdóttir flytur erindið „Frjó hugsun er hreyfiafl“. Dr. Þóra Ellen Þór- hallsdóttir prófessor í grasafræði flytur erindið „Pennastrik eilífðarinnar“ og Reynir Harðarson, deildarstjóri hjá CCP, flytur erindi sitt „Fram- tíðin er núna“. Leikkonurnar María Ellingsen og Margrét Vilhjálmsdóttir kynna dagskrána. Birkir vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundinn: „Við munum síðan nota sumarið til að skipuleggja starfið, móta stefnu þess og mynda vinnuhópa, þankateymi, sem vinna að ákveðnum málefnum, s.s. náttúruvernd, sam- félagi, velferðarmálum, og efnahagsmálum. Þann- ig geta áhugasamir fundið farveg sínum skoð- unum fyrir þau mál sem þeir leggja mesta áherslu á. Í haust höldum við stórt haustþing þar sem aus- ið verður úr viskubrunnum.“ Birkir leggur áherslu á að mánuðirnir fram- undan muni reynast afdrifaríkir fyrir framtíð landsins: „Ísland er hreinlega á teikniborðinu á næsta ári, verið að mæla landið upp og tengja við það voltmæli. Við vonumst til að þetta framtak okkar verði til þess að gott fólk leggist á eitt við að hjálpa stjórnendum að gera rétt. Því miður hugsa ráðamenn þjóðfélagsins iðulega fullþröngt, og er skemmst að minnast þingmannsins sem fullyrti í ræðustól á Alþingi í upphafi 8. áratugarins að hvalaskoðun væri uppátæki sem aldrei myndi njóta vinsælda,“ segir Birkir. „Við viljum virkja það jákvæða fólk sem vill gera Ísland að mannvænu, vistvænu, skapandi og skemmtilegu landi. Framtíðarlandið er vettvang- ur þeirra sem efast um að framtíðaráform stjórn- valda séu þjóðinni fyrir bestu. Með samtakamætti má hafa raunveruleg áhrif og stuðla að því að sveigt verði af rangri braut.“ Stjórnmál | Stofnfundur Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands, í Austurbæ Mótum framtíð Íslands á betri veg  Birkir Björnsson fæddist í Reykjavík 1975. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum við Sund 1996 og leggur stund á tölvunarfræði við HR. Hann hefur auk þess sótt ýmis sérfræði- námskeið á sviði forrit- unar. Birkir stýrði Int- ernetþjónustu Nýherja, síðar Titan, starfaði sem gagnagrunns- sérfræðingur hjá Teymi (Oracle á Íslandi) 2003–2005 og frá 2005 sem gagnagrunns- sérfræð. hjá Miracle Iceland. Birkir er kvæntur Lindu Björk Ingimars- dóttur kennara og eiga þau einn son. Góð þjónusta í Vinnufatabúðinni ÉG fór í fyrirtæki um daginn sem heitir Vinnfatabúðin við Laugaveg. Ég þurfti að fá mér föt eins og svo margir aðrir. Ég velti því fyrir mér hvort ég þyrfti ekki að fara á sauma- stofu til að láta stytta og breyta bux- um sem ég var að kaupa, en þá sagði Margrét, sem er þarna afgreiðslu- stúlka: Nei, við sjáum um alla þjón- ustu á fötum hér, þú þarf bara að koma og sækja þau. Ég var með bíl þarna beint á móti á stöðumæli og hún sá að ég var orðinn áhyggju- fullur yfir því og rétti hún mér þá 50 kr. og sagði mér að láta í stöðumæl- inn og miðann í bílinn og koma aftur og slaka á hjá þeim. Þetta er fram- úrskarandi þjónusta og eiga þau hrós skilið. Hafliði Helgason. Líkingamál er fagurt en vandmeðfarið ÖMURLEGT er að heyra málfar sumra fréttamanna ríkisútvarpsins. Ekki eru þeir barnanna bestir, sem heita fornnorrænum mannanöfnum. Óðinn, sá sem heitir nafni alföður, er ekki barnanna bestur. Hann talar um að „draga lappirnar í viðræðum“. Í fyrsta lagi ganga menn á fótum og eiga fótum fjör að launa, en flýja ekki á löppum. Auk þess fara við- ræður ekki fram á gönguför heldur við fundarborð og þar tefja menn mál með þrasi og málalengingum, en rökræða einnig af viti og þekkingu. Líkingamál er fagurt en vand- meðfarið. Pétur Pétursson, þulur. Hver þekkir Marinó? SONY stafræn myndavél fannst í Nauthólsvík í maí. Í vélinni var þessi mynd. Þeir sem kannast við að eiga vélina eru beðnir að hafa samband í síma 569 1324. Keyrsla HR. skipstjóri Kristján Guðmunds- son hefir hér á síðum blaðsins gagn- rýnt nýútkomna siglingahandbók. Það er alveg rétt hjá Kristjáni að svona bækur verða að vera vel skilj- anlegar og allir verða að leggjast á árar við að viðhalda okkar merkilega tungumáli. Vandasamt verk er að ís- lenska svona efni eins og alþjóða siglingareglur. Halldór heitinn Dungal hefði ráðið við þetta, en dýrt að gera út miðil til að spyrja Halldór um það sem betur mætti fara. Nú hafa þrír „Offíserar“ mótmælt málflutningi Kristjáns og hafa nokkuð til síns máls. Eitt verð ég þó að taka undir með þeim, en það er keyrslan á gufukatlinum. Einfaldast hefði verið að nota orðið kynda, en þar sem hitaveita er orðin útbreidd er ekki víst að það skiljist nógu vel. Katla er vel hægt að keyra, gamaldags eimreiðar eins og not- aðar voru við hafnargerð í Reykjavík eru bara katlar á hjólum. Vitamála- skrifstofan átti heljarmikinn gufu- ketil á hjólum, sá stóð upp á endann og var með bómu sem notuð var til að hífa grjót. Það er spurning hvort stórir kranar, sem eru að vinna nið- ur við sjó, eigi ekki að vera með sér- stök einkennisljós svo ekki sé villst á þeim og skipum. Gestur Gunnarsson. Armbandsúr týndist MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 7. júní týndist arbandsúr á Sunnuvegi í Reykjavík einhverstaðar á milli húsana númer 1 til 27. Skilvís finn- andi vinsamlegast hringi í Lilju í síma 820 2845. Emil er týndur í Kópavogi EMIL er 3 ára smávaxinn svart- ur og hvítur geld- ur fress. Hann hvarf frá heimili sínu að Tungu- heiði í Kópavogi 4. júní s.l. Emil var nýbúinn að týna ólinni sinni, en hann er eyrnamerktur 1260. Emils er sárt saknað og biðjum við þá sem kunna að hafa orðið varir við hann að hafa samband í síma 554 5462, 694 1116 eða 517 4511. Þess má geta að hann er oft á varðbergi gagnvart ókunnugum. Hægt er að lokka hann með harðfisk! Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Í dag, 17. júní, erníræð Lára Gunnarsdóttir, fóstra og fyrrv. forstöðukona. Lára mun vera elsti núlifandi leikskólakenn- ari á landinu. Hún ver deginum með fjölskyldu sinni. 90 ÁRA afmæli. Svanhvít Ólafs-dóttir, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, Sóltúni 2, Reykjavík, verður 90 ára mánudaginn 19. júní nk. Svan- hvít bjó lengst af á Suðureyri við Súg- andafjörð og var gift Páli Friðberts- syni útgerðarmanni. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur bjó hún í Mið- leiti 7. Hún ætlar að fagna þessum tímamótum með opnu húsi sunnudag- inn 18. júní í samkomusalnum í Sóltúni kl. 16–18. Svanhvít hlakkar til að sjá sem flesta vini og vandamenn á þess- um tímamótum og samfagna með sér. 70 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnu-daginn 18. júní, er sjötugur Sævar Magnússon, fyrrverandi garð- yrkjubóndi, Seljavegi 11, Selfossi. Eiginkona hans er Karítas Óskars- dóttir. Þau verða að heiman á afmælis- daginn. Háskólaútgáfan hefur gefið út bókina Littera- ture and Visual Culture í ritstjórn Dagnýjar Krist- jánsdóttur. Um er að ræða safnrit þar sem bók- menntir og sjón- menntir eru skoðaðar frá ýmsum mismunandi sjónarhornum. Þannig er bókinni ætlað að veita hjálp í leit- inni að nýjum skilningi á samspili og samruna myndar og texta í nútíman- um, bæði á hefðbundinn og nýjan hátt. Bókin er 437 blaðsíður. Nýjar bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.