Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRÍLITI (hvíti, rauði og blái) fáninn var vígður þjóðfáni Íslands, hins frjálsa og fullvalda íslenska ríkis, sunnudaginn 1. desember 1918. Hugmyndin að gerð og gildi neð- anskráðs ljóðs, Til þjóðfánans, er að miklu leyti sótt í ljóð Einars skálds Benediktssonar: Til fánans, þ.e. Hvítbláans, „Rís þú unga Íslands merki“. Einar Benediktsson var, eins og kunnugt er, mikill hvatamaður þess að íslenski fáninn yrði þannig gerð- ur: Hvítur kross á bláum feldi. Þegar á reyndi að þessi yrði gerð fánans kom í ljós að hann líktist of mikið gríska fánanum og reyndar þeim sænska líka, til þess að sú hugmynd næði fram að ganga. Úr því bætti Matthías Þórðarson, síðar þjóð- minjavörður. Á fundi í Stúdentafélagi Reykja- víkur þann 27. september 1906 lagði hann fram og sýndi mynd af nýjum krossfána með þeirri breytingu að inni í þeim hvítbláa miðjum var nú kominn rauður kross. Þar með voru komnar tvær gerðir, hinn tvíliti og þríliti fáni fyrir Ísland. Deilt var lengi og allhart um þessar tvær fána- gerðir, bæði utan þings og innan. En áfram miðaði að langþráðu takmarki. Hin þrílita fánagerð varð sérfáni og siglingafáni Íslendinga. Dagurinn rann upp sunnudaginn 1. desember 1918, þegar sam- bandslögin gengu í gildi og Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Fjöl- mennt var fyrir framan stjórn- arráðshúsið, íslenski fáninn var dreginn að húni. Af þrepum hússins flutti settur forsætisráðherra, Sig- urður Eggerts, ræðu til mannfjöld- ans og sagði þá m.a.: „Og í gær hefur konungurinn gefið út úrskurð um þjóðfána Íslands, sem blaktir frá því í dag yfir hinu íslenska ríki … Fán- inn er tákn fullveldis vors … Fáninn er ímynd þeirra hugsjóna, sem þjóð- in á fegurstar, hvert stórverk sem unnið er af oss, eykur veg fánans, hvort sem það er unnið á höfum úti í baráttu við brim og úfnar öldur, eða á svæði framkvæmdanna, eða í vís- indum og fögrum listum. Því göfugri, sem þjóð vor er, þess göfugri verður fáni vor. Vegur hans og frami er frægð þjóðar vorrar … Vér biðjum alföður að styrkja oss til að lyfta fán- anum til frægðar og frama …“ Á Stjórnarráðshúsinu blakti ís- lenski fáninn við hún í fyrsta skipti sem þjóðfáni hins íslenska frjálsa og fullvalda ríkis. Þannig fór það saman – vígsludagur þjóðfánans og fullveld- isdagurinn. Og vígsluorð þjóðfánans áðurnefnd, vel mælt lýsingar- og bænarorð ráðherrans – hins eldheita hugsjónamanns, sem undirritaður þekkti mjög vel af persónulegum kynnum. Með þetta tákn þjóðarinnar erum við í dag Íslendingar. Leitast er við að gera orðum ráðherrans skil í ljóð- inu um þjóðfánann. Til þjóðfánans Sjá, friðarbogi í skýjum skín, svo skartar Íslands fáni. Þitt geislar útlit - ásýnd þín, hér eins og sól og máni. Kær fagurbláinn helgist hann sem hvítt og rautt kross merkið, næst jökulísnum eldhraun brann, er Íslands kraftaverkið. Skín yfir fáni Alþingis og æðst á vakt hann standi til forsjónar og fulltingis, þar fyrir þjóð og landi. Í musterum og menntasal, á miðum – landsbyggð yfir, á ystu strönd sem innst í dal, hjá öllum fáninn lifir. Hér ruddi braut Jón Sigurðsson, vor sómi lands og þjóðar. Og frelsið kom hans fremsta von, varð fáni tákn þess óðar. Ó, vernda, Drottinn, borg sem byggð og bæði loft og sæinn. Þín eilíf varir ást og tryggð, þú Íslands blessar daginn. (Í greinargerð þessari er stuðst við Ágrip af sögu íslenska fánans eftir Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra.) PÉTUR SIGURGEIRSSON, biskup. Til þjóð- fánans Frá Pétri Sigurgeirssyni: Morgunblaðið/Kristinn Heiðblár, mjallhvítur og eldrauður: Íslenski fáninn var vígður þjóðfáni Ís- lands sunnudaginn 1. desember 1918. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is 20. JÚNÍ er al- þjóðadagur flótta- manna. Hér á Íslandi munu Rauði krossinn og Flóttamannastofn- un Sameinuðu þjóð- anna nota 17. júní til að vekja athygli á stöðu flóttamanna og allra þeirra sem vegna stríðsátaka, ofsókna eða ofbeldis eru neyddir til að vera fjarri heim- ilum sínum. Flóttamenn eru ósköp venjulegt fólk sem hefur orðið fórnarlömb hörmulegra aðstæðna í heimalandi sínu. Öfugt við Íslendinga og aðra sem kjósa að flytjast á milli landa af ýmsum ástæðum, þá kjósa flóttamenn ekki að flytjast búferl- um í ókunnugt og framandi land. Flóttamenn neyðast til að flýja heimili sín, neyðast til að fara frá fjölskyldu sinni og vinum. Bak- grunnur og saga hvers flóttamanns er mismunandi. Sumir eru efnaðir, aðrir fátækir Sumir vel menntaðir og aðrir ómenntaðir. Sumir eru ungabörn á meðan aðrir eru háaldraðir. Allir eiga þeir þó einn sameiginlegan draum sem tengir þá saman: þá dreymir um og vonast eftir bjartari framtíð og möguleika á friðsælu lífi í öruggu landi eins og annað fólk. Þema alþjóðadagsins í ár er VON en það er einmitt í krafti vonarinnar sem flóttamenn um all- an heim hafa yfirunnið gífurlega erfiðleika til þess að reyna að byggja líf sitt upp að nýju. Hver flóttamaður á sína sögu en saga allra er sigur vonar yfir örvænting- unni. Samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna er flóttamað- ur sá sem er utan heimalands síns „og af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands …“. Það er mikilvægt að hafa í huga að flóttamenn eru ekki aðeins fórn- arlömb. Flóttamenn koma með mikinn mannauð og lífga upp á menningu landa. Allir vita hver Al- bert Einstein var. Það vita hins vegar ekki allir að hann var flótta- maður. Madeleine Albright, fyrr- verandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, var líka flóttamaður og sömuleiðis Miriam Makeba sem ný- lega söng á Listahátíð í Reykjavík. Árið 1950 var Flóttamannastofn- un Sameinuðu þjóðanna stofnuð. Mikilvægasta hlutverk hennar er að tryggja að grundvallarmannrétt- indi flóttamanna séu virt og að enginn sé sendur nauðugur til lands þar sem hætta er talin á að viðkomandi verði fyrir ofsóknum. Flóttamannastofnun vinnur oft náið með ríkisstjórnum og biðlar stund- um til þeirra um að taka á móti flóttafólki sem getur ekki snúið til heimkynna sinna og vantar öruggt land til að búa í. Flóttamannastofnun SÞ hefur á síðastliðnum 55 árum hjálpað yfir 50 milljónum manna við að byggja líf sitt upp að nýju og það starf heldur áfram í 100 löndum. Í dag aðstoðar Flóttamannastofnunin um 20 milljónir einstaklinga. Stofnunin hefur tvívegis fengið friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín í þágu flótta- fólks, árin 1954 og 1981. Rauða kross hreyfingin hefur aðstoðað flóttamenn frá árinu 1875. Íslensk stjórnvöld hafa frá árinu 1956 tekið á móti um 450 flótta- mönnum í samvinnu við Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóð- anna, Rauða krossinn og sveitarfélög á Íslandi. Á síðasta ári tók Reykjavíkurborg í samvinnu við Rauða krossinn á móti 31 flóttamanni frá Kólumbíu og Kos- ovo. En einnig koma hingað til lands einstaklingar sem óska eftir hæli á Íslandi sem flóttamenn og á undanförnum 10 árum hafa um 500 einstaklingar sótt um hæli á Ís- landi. Hefur hluta þeirra verið veitt landvistarleyfi af mannúðar- ástæðum og einn fengið stöðu flóttamanns. Í tilefni alþjóðadags flóttamanna munu Rauði kross Íslands og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna standa saman að kynn- ingu á málefnum flóttamanna og hælisleitenda heima og heiman og verður dagskrá í Mæðragarðinum í Lækjargötu á milli kl. 14 og 18 hinn 17. júní. Fulltrúar frá Reykja- víkurborg og Rauða krossinum kynna flóttamannaverkefnið í Reykjavík. Einnig verður ljós- myndasýning með myndum úr flóttamannabúðum, spil og fræðslu- efni af ýmsu tagi. Atli Viðar Thor- stensen og Ómar H. Kristmundsson fjalla um flóttamenn á Íslandi ’Íslensk stjórnvöldhafa frá árinu 1956 tekið á móti um 450 flóttamönnum í sam- -vinnu við Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna, Rauða kross- inn og sveitarfélög á Íslandi.‘ Atli Viðar er verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands. Ómar er for- maður Rauða kross Íslands. Ómar H. Kristmundsson Alþjóðadagur flóttamanna haldinn hátíðlegur Atli Viðar Thorstensen_ LÍKLEGA horfa fleiri Íslendingar á fótbolta þessar vikurnar en nokkru sinni áður. Í gegnum þann áhuga er líklega málkennd fleiri Íslendinga ógnað eða henni spillt en nokkru sinni fyrr. Með orðskrípinu knattspyrna. Eins og Kristján Albertsson benti á fyrir bráðum sjötíu árum er orðið knattspyrna vanskapningur. Í fót- bolta er ekki leikið með knött heldur bolta. Fornmenn léku með knött, sem er gegnheill hlutur úr viði eða málmi. Bolti er hins vegar léttur og holur að innan, fylltur af lofti. Það liggur í orðsins hljóðan. Og þessum bolta er ekki spyrnt, heldur er honum sparkað. Það er spyrnt í það sem veitir viðnám, þungan hlut eða illhagganlegan. Bolti er hvorugt. Það eru helzt íþróttafréttamenn sem tala um „að spyrna knettinum vel“ þegar bolta er sparkað af list. Þetta gera þeir líklega gegn betri málvitund, kannske af ótta við að vera skammaðir enn einu sinni fyrir slæmt málfar. Þegar upphefst óform- legt spjall í myndveri kemur hins vegar í ljós hver máltilfinning þeirra er. Þá er bolta sparkað eins og eðli- legt er. Afleidd orð, svo sem aukaspyrna, vítaspyrna, markspyrna og horn- spyrna, eru ekki bara vitlaus heldur óþörf. Þær heita aukaspark (eða fríspark), víti, útspark og horn á eðli- legu íslenzku máli. Sem betur fer er ekki svo komið að strákar hringi dyrabjöllu hjá vinum sínum og spyrji: „Viltu koma út í knattspyrnu?“ Þeir fara enn í fót- bolta. Við ættum að gera slíkt hið sama. Og sparka knettinum út í hafs- auga. KARL TH. BIRGISSON, áhugamaður um fótbolta. Spyrnum við fótum fyrir boltann Frá Karli Th. Birgissyni: Karl Th. Birgisson Magnea Sverrirsdóttir, löggiltur fasteignasali MURURIMI - FALLEGT PARHÚS Mjög fallegt u.þ.b. 180 fm parhús á eftirsóttum stað í Grafarvogi. Eign- in skiptist í tvær hæðir og innbyggðan bílskúr. 3-4 svefnherbergi. Fal- legar innréttingar, ljóst parket og mikil lofthæð í stofu. Planið er hellu- lagt og upphitað. Góður hellulagður sólpallur með skjólveggjum. Fallegur garður í góðri rækt. Húsið er staðsett í enda botnlanga. Stutt er í skóla og alla þjónustu. V. 40,5 m. 5809 Hraunhamar kynnir: Glæsileg, ný sumarhús á kjarrivöxnu eignar- landi í Grímsnesinu. Húsin eru fjögur, nr. 1, 3, 5 og 7 við Álfahraun í landi Miðengis, afleggjari til vinstri rétt fyrir ofan Kerið. Húsin eru 60 fm og auk þess eru 25 fm gestahús, samtals 85 fm og 150 fm afgirt verönd með potti. Húsunum verður skilað algjörlega fullbúnum að utan sem innan með öllum tækjum, parketi á gólfum en án húsgagna. Allur frágangur er til mikilla fyrirmyndar. Frábær staðsetning, ca 50 mín. frá Rvk. Verð 24,5 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sumarhús - Grímsnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.