Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 37 DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ Þegar þetta tækifæri komupp í hendurnar á okkur,að kaupa húsið, ákváðumvið að láta slag standa því heilsárshótel hefur aldrei áður verið rekið á Dalvík og það vantaði til- finnanlega,“ segir Reynald Jónsson sem opnaði nýtt hótel á Dalvík í byrjun júní ásamt Sigurði bróður sínum. Hótelið er rekið í húsi sem var byggt á níunda áratugnum og var áður heimavist Dalvíkurskóla. Bræðurnir keyptu húsið af ríkinu í febrúar síðastliðnum og hófu strax á því gagngerar breytingar. „Húsið var alveg tekið í gegn og allt end- urnýjað. Við bræðurnir erum mjög stoltir því þetta er nú orðið glæsi- legt lítið hótel sem fékk nafnið Hót- el Sóley.“ Sóley er fyrsta fullbúna hótelið í Dalvíkurbyggð. Þar eru 25 tveggja manna herbergi með snyrtingu, sjónvarpi og öðru tilheyrandi og veitingasalur, þar sem fjallahringur Svarfaðardals blasir við út um glugga. „Við ætlum ekki að vera sjálfir með kokk og það er aðeins opið fyrir hópa sem panta með fyr- irvara. Maturinn verður keyptur af verktaka sem fær aðstöðu í eldhús- inu. Við förum eins gætilega í þetta og hægt er á meðan við erum að átta okkur á þessu,“ segir Reynald og bætir við að á veggjum hótelsins hangi myndir frá Dalvík fyrr á ár- um úr safni Jóns Þ. Baldvinssonar áhugaljósmyndara og gefi þær staðnum sérstakt og skemmtilegt yfirbragð. Þýskur hótelstjóri bankaði uppá Aðspurður afhverju Sól- eyjarnafnið varð fyrir valinu á hót- elið segir Reynald að það sé bara nefnt eftir blóminu sóley. „Þetta er hlýtt og fallegt nafn sem lætur mjög vel í munni á erlendum tungum. Svo er húsið gult að utan eins og sóley.“ Bræðurnir höfðu aldrei komið ná- lægt hótelrekstri áður og voru því mjög ánægðir þegar þýski hótelrek- starfræðingurinn Claudio Wabner bankaði uppá hjá þeim og bauð fram krafta sína. „Wabner bjó í Svarfaðardalnum í þrjú sumur og tók miklu ástfóstri við hann. Hann lærði hótelrekstarfræði í Þýska- landi og starfaði um árabil á ferða- skrifstofu sem á og rekur 15 hótel þar í landi. Hann kom aftur til Ís- lands og ætlaði að taka við ein- hverju hóteli en það datt uppfyrir. Í leiðinni heimsótti hann kunningja sinn í Svarfaðardalnum og frétti þar að við værum að byggja hótel svo hann leit inn til okkar og við réðum hann á staðnum og nú hefur hann keypt sér hús á Dalvík.“ Reynald segir Wabner ekki hafa sett neinn þýskan blæ á hótelið en hann hafi samt fengið að vera með í ráðum og lítist vel á, hann er eini fastráðni starfskrafturinn þeirra. Sumarið að komast á skrið Reynald og Sigurður hafa á prjónunum frekari framkvæmdir við uppbyggingu hótelsins. Áformað er að fjölga gistiherbergjunum og hugmyndir eru einnig uppi um að byggja 150-200 manna veislu- og ráðstefnusal við húsið. „Við erum með stóra lóð og ætlum að reyna að byggja ráðstefnusal við því hann er nauðsynlegur ef reka á hótel allt ár- ið.“ Talsvert er um bókanir á Sóley í sumar, meðal annars hafa nokkrir hópar boðað komu sína í júní og júlí. Fyrsti hópurinn, fjörtíu manns frá Þýskalandi, kom strax um þjóðhá- tíðarhelgina. Þá eru væntanlegir gestir Dalvíkinga á Fiskideginum mikla í ágúst farnir að bóka gist- ingu. „Það er nokkuð vel bókað hjá okkur í sumar m.v að við vorum að opna. Við erum samt mikið að stíla allt inn á næsta sumar en þá verð- um við komin á skrið, það tekur svolítinn tíma að kynna sig,“ segir Reynald og bætir við að þeir bræð- urnir séu miklir bjartsýnismenn og trúi ekki öðru en að þetta muni ganga vel. Reynald og Sigurður eru báðir fæddir og uppaldir á Dalvík. „Sig- urður býr þar ennþá en ég hef búið á höfuðborgarsvæðinu seinustu fjör- tíu ár. Ég ber samt mjög sterkar taugar til staðarins og er þar mik- ið.“ Íbúar Dalvíkur hafa tekið þessari framkvæmdargleði bræðrana vel og eru almennt sammála um að slíkt hótel hafi vantað í bæinn. Að sögn Reynalds stendur Hótel Sóley á fallegum stað í Dalvík þar sem Svarfaðardalurinn blasir við út um alla glugga og sundlaugin og skíðabrekkan eru í göngufæri.  FERÐALÖG | Bræðurnir Reynald og Sigurður Jónssynir opna Hótel Sóley á Dalvík Vantaði heilsárshótel Sigurður Jónsson, Claudio Wabner hótelstjóri og Reynald Jónsson. Hótel Sóley á Dalvík er gult og glæsilegt. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.i s TENGLAR ..................................................... www.hotel-soley.com Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Flogið verður til höfuðborgar Þýskalands, Berlínar og ekið áfram til Dresden þar sem gist er í 3 nætur. Í Dresden er mikið af sögu- frægum byggingum og þar verður einnig hægt að kynnast þjóðar- broti, Sorbum, sem búa á þessu svæði, en sérstætt tungumál þeirra og menning á í vök að verjast. Eftir áhugaverðar skoðunarferðir í Dresden er haldið aftur til Berlínar, þar sem gist er í 4 nætur, en leiðin þangað liggur í gegnum Speewald, þar sem upplagt er að fara í skemmtilega bátsferð frá Lubbenau. Skoðunarferð um Berlín, til Potsdam og Stettin í Póllandi. Fararstjóri: Auður Gunnarsdóttir Verð: 97.460 kr. Örfá sæti laus! Sumar 11 Dresden-Berlín -Pólland s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R 24. - 31. ágúst Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r SMS FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.