Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „Yfirmönnunum er því vant, undirsátarnir hnýsa grannt eftir því, sem fyrir augun ber; auðnæmast þó hið vonda er. Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það.“ S vo orti Hallgrímur Pét- ursson í 22. Pass- íusálmi. Oft eru loka- línurnar hafðar yfir þegar vísað er til þess að óbreyttur almúginn feti í fót- spor þeirra sem eru hærra settir. Og auðnæmast er hið vonda, eins og fyrri daginn. Hallgrímur orti í þessu tilviki „Um krossfestingarhróp yfir Kristó“ en spekin er söm og lík- lega hefði hann sjálfur yfirfært hana á starfslokasamninga, væri hann uppi og yrkjandi á þessum síðustu og verstu tímum. Starfs- lokasamningar eru eitt af þessu nýja, vonda, sem er auðnæmast. Hér þarf ekki að tíunda starfs- lokasamningana sem gengið hafa fram af siðferðisvitund almenn- ings, hundrað milljónir hér og þar til fólks sem er ýmist að kveðja fyrirtæki eftir áratuga starf, eða víkja úr sæti yfirmanns eftir stutt stopp. Auðvitað skýtur skökku við að einstaklingur, sem hefur þegið milljónir á milljónir ofan í laun, þurfi sérstakan kveðjupakka þegar að starfs- lokum kemur. Og eitthvað er undarlegt við að fólk fái sömu svimandi upphæðirnar þegar í ljós kemur eftir stuttan reynslu- tíma að það hentar ekki fyr- irtækinu, eða fyrirtækið hentar því ekki. Öll þessi umræða um starfs- lokasamninga höfðingjanna hefur getið af sér dálítið sérkennilegt fyrirbæri. Núna er nefnilega svo komið að fólk er algjörlega hætt að hætta í vinnunni, eða segja upp eins og það hét í gamla daga. Og fyrirtæki og stofnanir virðast oft eiga í mesta basli með að segja fólki upp störfum, jafnvel reka það eins og það hét einu sinni. Núna eru bara gerðir starfslokasamningar. Maður, sem starfaði í nokkra mánuði hjá fyrirtæki á höf- uðborgarsvæðinu og var svo lát- inn víkja, sagði mér fullum fetum að hann væri ánægður með starfslokasamninginn sinn. Hið rétta reyndist vera, að fyrirtækið lét hann taka pokann sinn og hverfa á braut samdægurs, en hann fær greiddan umsaminn þriggja mánaða uppsagnarfrest. Það er nú allur starfslokasamn- ingurinn. Annað dæmi kann ég af manni, sem hafði starfað í mánuð í al- mennri verkamannavinnu hjá ís- lensku stórfyrirtæki. Að loknum þessum mánuði var honum sagt að ekkert gæti orðið af fyrirhug- aðri fastráðningu hans, enda hafði hann mætt illa í vinnuna og heldur lítið þótti liggja eftir hann í dagslok. Maðurinn kippti sér ekkert upp við þessar fréttir, heldur óskaði eftir fundi með starfsmannastjóra fyrirtækisins, til að ræða starfslokasamning! Og enn eitt dæmið rak á fjörur mínar nýlega. Þar var um að ræða millistjórnanda í stóru, íslensku fyrirtæki. Þegar gerðar voru ákveðnar skipulagsbreyt- ingar hjá fyrirtækinu vonaðist þessi millistjórnandi eftir að fá stöðuhækkun. Af því varð hins vegar ekki. Millistjórnandinn til- kynnti að hann væri ósáttur og sagði upp starfi sínu. Hættur og farinn að eigin ósk. En bætti því svo við að hann vildi setjast nið- ur með yfirmönnum sínum og ganga frá starfslokasamningi. Skilaboðin voru sem sagt að hann kærði sig ekki um að vinna þarna lengur og úr því að svo væri komið þyrfti fyrirtækið að greiða honum væna summu. Stutt leit í gagnasafni Morg- unblaðsins færði mér heim sann- inn um að starfslokasamningar eru ótrúlega algengir. Fæstir hætta í vinnunni sinni lengur, þeir gera bara starfslokasamn- ing. Íslenskur handboltamaður gerði starfslokasamning við lið í Þýskalandi um leið og hann gekk í lið á Spáni (Guð forði okkur frá því að slík ráðning verði kölluð starfsupphafssamn- ingur!). Og íslenskur fótbolta- kappi gerði starfslokasamning við lið í Belgíu í fyrra. Reyndar eru starfslokasamningar vinsæl- ir í boltaheiminum og hefur t.d. verið skýrt frá því að landsliðs- þjálfari Englands í knattspyrnu þurfi ekki að hafa áhyggjur þeg- ar hann lætur af störfum, enda með veglegan starfslokasamn- ing. En þá erum við auðvitað komin aftur að höfðingjunum, sem hermt er eftir. Á síðasta ári varð talsvert ha- varí um starfslokasamninga við starfskonur gæsluvallanna í Reykjavík. Borgaryfirvöld ákváðu að loka völlunum og menntaráð samþykkti að ganga til starfslokasamninga við kon- urnar. Þær fengu svo uppsagn- arbréf, þar sem fram kom að þær fengju laun í uppsagn- arfresti, eins og kjarasamningar þeirra gerðu ráð fyrir. Þá upp- hófust auðvitað hróp um svik við konurnar. Í grein í Morg- unblaðinu var sagt að það sem venjulegt fólk kallaði kjara- samningsákvæði, kallaði R- listinn starfslokasamning. Ekki verður betur séð en að það sé alveg hárrétt. En til að gæta allrar sanngirni er rétt að benda á að fólkinu á R-listanum, sem að þessari ákvörðun stóð, var vorkunn. Skilningur þess var í samræmi við viðhorf almenn- ings, sem reynir þannig að apa eftir hegðun höfðingjanna. Satt best að segja finnst mér fárán- legt að ætla að gera sérstakan starfslokasamning, um greiðslur umfram kjarasamninga, við einn hóp borgarstarfsmanna, þótt að- eins sé hægt að segja gott eitt um störf hans. Hvar myndu þau ósköp enda? Vilja þeir sem borga brúsann, borgarbúar sjálfir, standa frammi fyrir slíku í hvert skipti sem eitthvert starf er lagt niður hjá borginni? Hættum að gera starfsloka- samninga. Segjum upp ef við er- um óánægð í vinnunni og prís- um okkur sæl fyrir ákvæði kjarasamninga ef okkur er sagt upp. Hið vonda er auðnæmast Skilaboðin voru sem sagt að hann kærði sig ekki um að vinna þarna leng- ur og úr því að svo væri komið þyrfti fyr- irtækið að greiða honum væna summu. rsv@mbl.is VIÐHORF Ragnhildur Sverrisdóttir REYNIR Vilhjálmsson framhalds- skólakennari segir að umræða um kynferðisofbeldi sé komin á hættu- lega braut á Íslandi og vísar þar m.a. í fyrirlestur annars greinarhöfunda sem greint var frá í Morgunblaðinu þann 7. maí sl. Greinarhöfundar hafa undanfarin misseri staðið fyrir fræðslu fyrir starfsfólk í skólum og leikskólum um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þar hefur verið lögð áhersla á að leiðbeina þurfi börnum varðandi kynferðislega hegðun, rétt eins og aðra hegðun. Börn þroskast kynferðislega rétt eins og líkamlega, félagslega og and- lega og því er mikilvægt að kenna þeim hvers konar hegðun fer út fyrir þau mörk sem talin eru eðlileg. Ein mikilvægasta reglan að okkar mati er að kenna börnum muninn á góðum og vondum leyndarmálum. Góð leyndar- mál eiga að vera um skemmtilega hluti eins og að gefa afmælisgjafir. Þá má ekki segja hvað er í pakkanum áður en hann er tekinn upp. Vond leyndarmál eru aftur á móti um slæma hluti. Til dæmis að gera börn að þátttakendum í kynferðislegum athöfnum fullorðinna og banna þeim að segja frá, sem er refsivert lögum samkvæmt og skaðlegt fyrir börn. Þarna verðum við, fullorðna fólkið að leiðbeina og kenna börnum til að vernda þau en því miður getum við það ekki nema börnin treysti sér til að brjóta trúnað við þann sem beitti þau ofbeldinu og bannaði þeim að segja frá. Kynferðisbrotamenn nota einmitt stundum þá aðferð að segja barninu að þetta sé „leyndarmál“ til að tryggja þagmælsku. Það að geta ekki sagt frá leyndarmálinu getur verið börnum álíka þungbært og ofbeldið sjálft. Rannsóknir sýna að börn og unglingar segja gjarnan jafnöldrum sínum fyrst frá kynferðisofbeldi, hugsanlega til að meta viðbrögðin áð- ur en þau treysta sér til að segja full- orðnum. Það er ekki í höndum þeirra sem hlýða á slíka frásögn að meta hvort hún sé sönn eða ekki, það er í höndum fagfólks. Það er okkar mat að önnur lögmál gildi um trúnað barna en fullorðinna. Fullorðnir eiga að hafa náð þeim þroska að fara með trúnað eins og siðareglur segja til um og er trún- aður velflestra starfsstétta mik- ilvægur. Hins vegar ætti Reynir að þekkja það sem framhaldsskólakenn- ari að tilkynningarskylda skv. 17. grein barnaverndarlaga nr. 80/2002, sem lýtur að þeim starfstéttum sem vinna með börnum, er þagnarskyld- unni yfirsterkari. Viðkomandi starfs- manni ber því lögum samkvæmt að brjóta trúnað við barnið og koma upplýsingum um slæman aðbúnað þess, m.a. ofbeldi, til barnavernd- arnefndar. Í 16. grein bvl. er fjallað um tilkynningarskyldu almennings en almenningi ber einnig skylda til að tilkynna til barnaverndarnefndar um slæman aðbúnað barna. Brot á til- kynningarskyldu varðar allt að tveggja ára fangelsisvist. Vissulega er tilkynningarskyldan ákveðið trún- aðarbrot við viðkomandi einstakling en hagsmunir og öryggi barnsins verða að hafa forgang. Börn og unglingar hafa ekki þroska til að skilja tilkynningarskyld- una. Þess vegna þurfa þau að finna einhvern fullorðinn sem þau geta treyst til þess að segja frá slíkum upplýsingum. Það er íþyngjandi fyrir sálarlíf barna að halda trúnað undir slíkum kringumstæðum, vitandi að hugsanlega heldur ofbeldið áfram ef þau greina ekki frá. Vissulega getur verið erfitt fyrir börn og unglinga að rjúfa gefin loforð en hvor kosturinn er betri? Að rjúfa þögnina og stöðva þar með hugsanlegt of- beldi eða að láta of- beldið viðgangast? Reynir virðist hafa meiri áhyggjur af því hvaða afleiðingar slík- ar frásagnir hafa á fjöl- skylduna en afleið- ingum ofbeldisins á börn. Reynir virðist einnig hafa áhyggjur af því að börn geti ekki metið hvort sá full- orðni sem þau velja að segja frá sé traustsins verður. Með fræðslu til barna og unglinga og þeirra starfs- stétta sem hvað mest vinna með börnum er til dæmis hægt að koma því áleiðis að börn og unglingar geti leitað til þessara starfsstétta með erf- iðleika. Reynir fjallar um stefnu kaþólsku kirkjunnar varðandi skriftir og að sú leynd sem þar hvíli geri jafnvel morð- ingja fært að tala við einhvern um glæp sinn og að þannig megi hugsan- lega afstýra fleiri glæpum. Hefur Reynir einhverjar rannsóknir sem styðja að það að tala um glæpi sína verði til þess að afstýra fleiri glæp- um? Takandi dæmi um kaþólsku kirkjuna komumst við ekki hjá því að hugsa til umfjöllunar um kynferðisof- beldi kaþólskra presta á ungum drengjum. Reynir segir líka að for- eldrar geri best með því að segja börnum sínum að þvílíkar aðstæður (að heyra um kynferðisofbeldi frá vinum) séu hluti af lífinu og að enginn geti flúið eigin samvisku. Hvaða ráð eru það til barna okkar? Að kynferð- isofbeldi sé hluti af lífinu, leyndarmál séu leyndarmál og að mikilvægara sé að halda trúnaðinn við vin sinn en að koma honum til hjálpar? Greinarhöf- undar benda á mikilvægi vandaðrar og faglegrar umfjöllunar þegar kem- ur að málefnum barna sem sæta kyn- ferðisofbeldi og telja að umfjöllunin sé loks að komast á þann stað að auð- veldara er fyrir börn og unglinga að rjúfa þögnina. Þökk sé samtökum eins og Blátt áfram og Stígamótum og hetjum á borð við Thelmu og fleiri sem þora að stíga fram og segja sögu sína. Munurinn á góðum og vondum leyndarmálum Þorbjörg Sveinsdóttir og Ragna Guðbrandsdóttir svara grein Reynis Vilhjálmssonar um kynferðislegt ofbeldi ’Greinarhöfundar bendaá mikilvægi vandaðrar og faglegrar umfjöllunar þegar kemur að málefn- um barna sem sæta kynferðisofbeldi …‘ Þorbjörg er BA í sálfræði og verkefna- stjóri sálfræðiþjónustu geðsviðs LSH. Ragna er félagsráðgjafi MSW hjá Barnavernd Reykjavíkur og í stjórn Blátt áfram. Þorbjörg Sveinsdóttir Ragna Guðbrandsdóttir SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. BANKASTRÆTI 5 - ÖLL HÚSEIGNIN Vorum að fá í einkasölu eitt glæsilegasta verslun- ar- og skrifstofuhúsnæði í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða verslunar- og skrifstofubyggingu á fjórum hæðum ásamt kjallara, samtals 1535 fm. Eignin hefur öll verið endurnýjuð á smekklegan hátt að innan sem utan og er í 1. flokks ástandi. Lyfta er í húsinu. Skipting eignar: Jarðhæð og kjallari: Veitingarstaðurinn B-5, versluninn 66° Norður og lager í kjallara. 1. 2. og 3. hæðin eru allar innréttaðar sem þrjár mjög glæsilegar, bjartar og smekklegar skrifstofur og er vandað til allra verka. Í dag eru öll rými eignarinnar í útleigu með traustum leigutökum og góðum leigutekjum. Ef horft er til framtíðarskipulags miðborgarinnar, Kvosarinnar og hafnarsvæðisins með tilliti til uppbyggingar, telst þetta mjög álitlegur framtíðar fjárfestingarkostur. Óskað er eftir tilboði í eignina. Nánari upplýsingar veita Ólafur B. Blöndal og Sveinn Eyland á skrifstofu fasteignasölunnar Fasteign.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.