Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SAMKVÆMT fjölmiðlakönnun
Gallup, sem framkvæmd var í maí-
mánuði, mældist meðallestur Morg-
unblaðsins 54,3% og er það rúm-
lega 4 prósentustiga aukning frá
fjölmiðlakönnun sem gerð var í jan-
úar síðastliðnum en þá mældist
meðallestur á blaðinu 50,23%.
Meðallestur á Fréttablaðinu
jókst um 5,74 prósentustig á sama
tímabili, fór úr 62,56% í 68,3%.
Lestur á Blaðinu jókst um 0,51 pró-
sentustig, fór úr 32,39% í 32,9%.
Ef litið er á lestur eftir búsetu þá
mælist meðallestur Morgunblaðsins
á höfuðborgarsvæðinu 59,3%,
Fréttablaðinu 72,9% og Blaðinu
47,1%. Á landsbyggðinni er lestur á
Morgunblaðinu 45,8%, Frétta-
blaðinu 60,5% og á Blaðinu 8,7%.
Lestur á sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins mælist 56,3% en Frétta-
blaðsins 61,9%.
Aukinn lestur á tímaritum
Í könnuninni kemur fram að lest-
ur á tímaritum hefur aukist víðast
hvar. Tímaritið Birta mælist með
54,2% meðallestur á tölublað sem
er 1,6 prósentustiga aukning frá
síðustu könnun sem gerð var í
október í fyrra, Tímarit Morgun-
blaðsins mælist með 49,9% lestur
og aukningu um 8,0 prósentustig á
sama tímabili. Meðallestur á Við-
skiptablaði Morgunblaðsins er
32,6% og eykst um 4,9 prósentustig
frá því í október og Markaðurinn
mælist með 31,0% lestur og eykst
um 2,0 prósentustig. Lestur á M –
tímarit um mat og vín mælist 23,6%
sem er 10,1 prósentustiga aukning,
21,4% lestur er á Gestgjafanum og
er það aukning um 2,2 prósentu-
stig. Lifun mælist með 18,9% og
eykur lestur um 4,4 prósentustig,
Hús og híbýli eykur lestur um 1
prósentustig og mælist nú með
16,4% lestur og Veggfóður mælist
með 12,0% lestur. Lestur á Mann-
lífi jókst á tímabilinu um 5,6 pró-
sentustig og er nú 20,4% og lestur
á Nýju lífi jókst um 3,9 prósentu-
stig og er nú 19,3. Meðallestur á
Séð og heyrt mælist nú 35,6% og er
það aukning um 12,7 prósentustig
en lestur á Hér og nú dróst saman
um 1,1 prósentustig og er nú
18,9%.
Könnunin, sem framkvæmd var
18.–24. maí síðastliðinn, mældi lest-
ur á dagblöðum, tímaritum og net-
miðlum á umræddu tímabili. End-
anlegt úrtak var 1.333 manns á
aldrinum 12–80 ára og svöruðu 618
manns, eða 46,4% úrtaksins.
Í KÖNNUN Gallup var einnig mældur fjöldi heimsókna á netmiðla og
hefur meðalfjöldi heimsókna á viku aukist á öllum miðlum sem mæld-
ir voru. Mbl.is jók heimsóknafjöldann úr 5,3 heimsóknum á viku í 6,8,
ruv.is jók heimsóknir úr 1,0 á viku í 1,6 og textavarp.is jók heimsóknir
sínar úr 0,6 í 1,0 á viku.
Ef litið er á kynjasamsetninguna þá sækja fleiri karlar en konur
netmiðlana. Karlar heimsækja mbl.is að meðaltali 7,7 sinnum í viku en
konur 5,9. Karlar heimsækja ruv.is 2,1 sinnum í viku en textavarp.is
1,5 sinnum í viku en konur heimsækja ruv.is 1,1 sinnum í viku og
textavarp.is 0,5 sinnum í viku.
Lestur á Morgunblaðinu
eykst um 4 prósentustig
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is
Mbl.is langmest sótti netmiðillinn
Lokað fyrir innlagnir
TRAUÐLEGA gengur að ráða
mannskap til sumarafleysinga
við Heilbrigðisstofnun Austur-
lands á Egilsstöðum. Hefur af
þeim sökum verið lokað fyrir
innlagnir á sjúkradeild og ekki
er víst að unnt verði að heimila
innlagnir á nýjan leik að aflokn-
um sumarleyfum. Langlegu-
sjúklingum er þó ekki vísað frá
og heilsugæsla og bráðamóttaka
starfa eðlilega, en starfsemin á
Egilsstöðum dregst töluvert
saman.
KVÖRTUN Söru Lindar Eggertsdóttur á
hendur íslenska ríkinu telst tæk til málsmeð-
ferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu og
hefur dómstóllinn óskað hefur eftir upplýsing-
um frá íslenska ríkinu um málsmeðferð fyrir
Hæstarétti og læknaráði.
Hæstiréttur hnekkti í apríl árið 2002 dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði íslenska
ríkið af skaðabótakröfu Söru Lindar vegna
meintra mistaka lækna við og eftir fæðingu
hennar.
Sara Lind fæddist á kvennadeild Landspít-
alans 5. mars 1998 en ekki fór allt að óskum við
og eftir fæðinguna og þurfti að ljúka henni með
bráðakeisaraskurði. Foreldrar stúlkunnar
töldu að mistök hefðu orðið sem hefðu leitt til
þess að hún varð fyrir umtalsverðum heila-
skemmdum og hlaut 100% varanlega örorku og
miska. Í héraði var LSH dæmt skaðabótaskylt
og voru Söru Lind dæmdar 28,5 milljónir
króna í bætur. Hæstiréttur hnekkti dóminum
eins og áður greinir en lögmaður foreldra
stúlkunnar sendi málið til mannréttindadóm-
stólsins þar sem málsmeðferðin þótti óeðlileg.
„Þegar málið kemur til Hæstaréttar er búið
að fella dóm í héraði um skaðabótaskyldu rík-
isins vegna mistaka sem orðið hafa og það eru
sérfróðir meðdómendur sem komast að þeirri
niðurstöðu,“ segir Heimir Örn Herbertsson,
lögmaður foreldranna. „Og það er hin óvenju-
lega og gagnrýnisverða málsmeðferð, sem ég
tel að hafi verið viðhöfð í þessu máli fyrir
Hæstarétti, sem leiðir til þess að héraðsdómi
er snúið við.“
Leitaði umsagnar læknaráðs
Eftir að lögmenn málsaðila höfðu lýst
gagnaöflun lokið og þremur dögum áður en
flytja átti málið munnlega í Hæstarétti barst
tilkynning frá réttinum um að hann hygðist
afla umsagnar læknaráðs þar sem að mati
dómenda væri erfitt að gera sér grein fyrir því,
með skoðun á framlögðum gögnum og vitn-
isburðum, hvað í raun orsakaði skaða stúlk-
unnar. Fengu lögmenn málsaðila ekki tækifæri
til að tjá sig fyrirfram um þessa fyrirætlan
réttarins. Heimir Örn segir þessi afskipti
Hæstaréttar afar sérstök og þau hafi m.a. orð-
ið til þess að Sara Lind fékk ekki sanngjarna
og réttláta málsmeðferð. „Það fyrsta sem er
við þetta að athuga er að það er alls ekki ráð-
gert í lögum, að því er ég tel, að Hæstiréttur
geri þetta sjálfur. Lög gera ráð fyrir þeim
möguleika að leitað sé til læknaráðs með fyr-
irspurnir um læknisfræðileg álitaefni sem
reynir á í málum en það gerist á þann hátt að
dómstóllinn beinir því til annars hvors aðilans
að hafa milligöngu um það,“ segir Heimir Örn
og bætir við að túlka beri heimildina með þess-
um hætti einfaldlega vegna þess að hér á landi
ríki málsforræðisregla, sem þýðir að aðilar
hafa forræði á því hvernig þeir reka mál sín,
s.s. á hvaða gögnum og sjónarmiðum þeir
byggja. Því sé afar gagnrýnivert að dómstóll-
inn blandi sér inn í ákvarðanatöku sem þessa
og gerist þátttakandi í rekstri málsins við hlið
annars málsaðila með því að hefja gagnaöflun
fyrir hann.
Störfuðu á LSH
Í læknaráði sitja níu læknar og af þeim
starfa fjórir á LSH, sem var gagnaðili Söru
Lindar í héraði. Af hálfu Söru Lindar var þess
krafist að þeir starfsmenn LSH sem sæti áttu í
læknaráði myndu víkja sæti við afgreiðslu
málsins vegna vanhæfis. Á þetta var ekki fall-
ist. Málið var afgreitt í svokallaðri réttarmála-
deild læknaráðs þar sem eiga sæti þrír læknar
og voru þeir allir starfsmenn LSH. Að mati
Heimis Arnar stenst þessi framkvæmd ekki
lög: „Það getur ekki skipt máli þegar fjallað er
um vanhæfi að læknarnir starfi á annarri deild
en þeirri sem mistökin áttu sér stað á,“ segir
Heimir Örn og bendir á að undir rekstri máls-
ins fyrir Hæstarétti hafi verið lögð fram sér-
fræðiálit tveggja lækna á LSH þar sem nið-
urstaða héraðsdóms hafi verði gagnrýnd.
„Þannig að LSH fékk starfsfólk sitt til að
vinna sérfræðiskýrslur sem síðar fengust lagð-
ar fram fyrir Hæstarétti, þótt engin heimild sé
í lögum fyrir þess háttar sönnunarfærslu.
Læknaráðið sem Hæstiréttur leitar til er síðan
eingöngu skipað starfsmönnum LSH sem hafði
beina hagsmuni af niðurstöðu málsins.“
Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á rök lög-
manna Söru Lindar um vanhæfi læknaráðs.
Meirihluta mála vísað frá dómi
Kvörtunin sem send var Mannréttindadóm-
stól Evrópu snýr að því að Sara Lind hafi ekki
notið réttlátrar málsmeðferðar skv. 6. gr.
Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem Hæsti-
réttur hafi tekið sjálfstæða ákvörðun um öflun
sönnunargagna án þátttöku málsaðila en í
þágu annars þeirra og án þess að gefa þeim
færi á að tjá sig um þetta. Einnig vegna þess að
Hæstiréttur byggði dómsniðurstöðu sína á
sjónarmiðum starfsmanna annars málsaðilans
eftir að hafa ranglega leyst úr aðfinnslum um
vanhæfi læknaráðs.
Þykja það mikil tíðindi að dómstólinn taki
málið fyrir en meirihluti þeirra mála sem ber-
ast dómstólnum eru afgreidd með frávísun eða
ummælum um að ekki sé talin þörf á frekari
skoðun málsins. Það eitt að hann taki málið
fyrir þykir sterk vísbending um viðhorf rétt-
arins. Eins og áður segir hefur verið kallað eft-
ir greinargerð og gögnum frá íslenska ríkinu,
s.s. atvikalýsingu og skýringu á tilteknum at-
vikum. Hefur ríkið frest þar til í september til
að svara.
Mál Söru Lindar Eggertsdóttur tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu
Góð vísbending um viðhorf dómstólsins
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
RÁÐLEGT er að fara að fordæmi
stúlkunnar sem mundar skiptilyk-
ilinn á myndinni og klæða sig vel ef
veðurguðirnir sitja við sinn keip, en
það rigndi og blés hraustlega í höf-
uðborginni í gær. Kappklæddir
starfsmenn Reykjavíkurborgar létu
það ekki á sig fá og unnu ótrauðir
að því að setja upp fána fyrir hátíð-
arhöldin á þjóðhátíðardaginn.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Allt klárt fyrir 17. júní
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hyggst gera upplýs-
ingar um stöðu jafnréttismála hjá hinu opinbera að-
gengilegar á heimasíðu sinni frá og með kvenrétt-
indadeginum, 19. júní. Þetta kemur fram á
minnisblaði sem Magnús Stefánsson félagsmálaráð-
herra lagði fram á sínum fyrsta ríkisráðsfundi.
Á heimasíðu ráðuneytisins er fyrirhugað að birta
upplýsingar um kynjahlutfallið í stjórnum og ráðum
ráðuneytanna, sem lituð verða eftir sömu reglum og
sveitarfélögin á Íslandskorti sem Jafnréttisstofa og
félagsmálaráðuneytið gáfu nýverið út.
Á heimasíðunni, sem uppfærð verður reglulega,
verður einnig að finna upplýsingar um kynjahlutfall
einstakra hópa embættismanna og starfsstétta sem
starfa á vegum hins opinbera. Enn fremur vinnur
ráðuneytið að því að safna upplýsingum um kynja-
hlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum hjá sveit-
arfélögunum.
Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt
karla og kvenna skal áætlunin endurskoðuð á tveggja
ára fresti og ráðherra skal samhliða kynna þinginu
stöðu mála.
Tölur um jafnréttismál á netið