Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÉG vakna við reykinn og fer að at- huga hvað sé að gerast og þá var kviknað í,“ segir Guðrún Guðmunds- dóttir, ábúandi á Hólmaseli í Gaul- verjabæjarhreppi, sem vaknaði við það í fyrrakvöld að íbúðarhúsið var alelda. „Ég reyni að komast út um gluggann á svefnherberginu en get ekki opnað hann nægilega né brotið hann svo ég sting hausnum út til þess að anda og kalla á hjálp. Þá komu nágrannarnir að, brutu gluggann og hjálpuðu mér út.“ Guðrún var farin að hósta ansi mikið á þeirri stundu og fékk súrefni í sjúkrabíl þegar hann kom að. Henni bauðst að leggjast inn á sjúkrahús en taldi sig ekki það slæma að hún þyrfti þess. Mikill eldur var í húsinu og er það gerónýtt. „Það er allt farið. Ég átti páfagauka og hamstur sem fórust í eldinum og það þykir mér sárt en hundurinn vildi ekki vera inni í nótt þannig að hann slapp. Það fer eftir veðri hvort hann vill vera inni eða ekki á næturnar og miðað við hvern- ig veðrið var þetta kvöld þá hefði hann átt að vilja vera inni en hann hefur kannski fundið eitthvað á sér.“ Guðrún er einstæð móðir og segir hún það mikla heppni að sonur henn- ar skyldi fara óvænt til föður síns á fimmtudaginn. „Hann átti annars ekki að fara til hans fyrr en í dag [föstudag]. Ég veit ekki hvernig hefði farið fyrir honum, ef hann hefði verið heima, því hann sefur uppi í koju og ég hefði ekki komist til hans vegna elds.“ Hólmasel er þríbýli og búa móðir Guðrúnar og systir þar sín í hvoru húsinu. Hvorug þeirra vaknaði við eldinn. „Ég mun búa hjá mömmu núna til að byrja með og svo fer ég að líta í kringum mig, annars hef ég ekki hugsað út í það á þessari stundu hvað ég geri.“ Guðrún er ánægð með þjónustu slökkviliðsins sem kom fljótt á vett- vang. Ekkert liggur enn fyrir um eldsupptök. Nágrannarnir opnuðu leiðina út Ljósmynd/Guðmundur Karl Guðrún gat ekki opnað gluggann nægilega né brotið hann svo hún stakk höfðinu út til að anda og kalla á hjálp. Bjargað út um glugga í eldsvoða á Hólmaseli í Gaulverjabæjarhreppi Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Búlgörsk þjóðlög í Menningarveislu Sólheima MENNINGARVEISLA Sólheima er í fullum gangi og undanfarna tvo laugardaga hafa farið þar fram vel sóttir tónleikar. Veislan stendur yf- ir til 7. ágúst nk. en um hverja helgi koma fram listamenn og spila í Sól- heimakirkju. Á morgun verður hægt að hlýða á búlgörsk þjóðlög í flutningi þeirra Gests og Páls, sem voru samnem- endur í tónsmíðum í Listaháskóla Íslands. Auk þess eru opnar sýn- ingar á svæði Sólheima, s.s. í Ingu- stofu þar sem m.a. eru sýnd óhefð- bundin hljóðfæri sem unnin eru úr tré af Lárusi Sigurðssyni. Einnig er hægt að skoða ljósmyndasýningu þar sem getur að líta afrakstur íbúa Sólheima, en tuttugu einnota myndavélum var dreift til þeirra. Að sögn sr. Birgis Thomsen, sem er umsjónarmaður sýningarinnar, hefur veislan gengið afar vel og voru m.a. á annað hundrað manns á opnuninni laugardaginn 3. júní. Birgir segir menningarveisluna opna öllum og enginn sé aðgangs- eyririnn. Búlgörsku þjóðlögin fara svo að heyrast í kirkjunni um kl. 13.30. Nýr aðstoðarmað- ur borgarstjóra JÓN Kristinn Snæhólm hefur verið ráðinn að- stoðarmaður Vil- hjálms Þ. Vil- hjálmssonar borgarstjóra. Á vef Reykja- víkurborgar kemur fram að Jón Kristinn hafi starfað sem verkefnisstjóri hjá Umhyggju, fé- lagi til stuðnings langveikum börn- um. Jón var í kosningastjórn Vil- hjálms í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins sl. vetur. Jón Kristinn Snæhólm FULLTRÚAR Íslandsvina, Alcoa- Fjarðaáls, Bechtel, Landsnets, Landsvirkjunar og sýslumannsins og lögreglunnar á Seyðisfirði fund- uðu á Hótel Sögu í gær. Tilefni fund- arins voru fyrirhugaðir „Friðsam- legir fjölskyldudagar“ Íslandsvina sem haldnir verða undir Snæfelli við Kárahnjúka dagana 21. til 31. júlí nk. Að sögn Helenu Stefánsdóttur Ís- landsvinar gekk fundurinn afar vel en tilgangur hans var að reyna að greiða fyrir samskiptum hagsmuna- aðila. „Við vorum sammála um að vera ósammála,“ segir Helena og hlær við. „En það er afar mikilvægt fyrir okkur, sem erum að standa að fjölskyldudögunum, að vera í sam- skiptum við t.a.m. lögregluna og að hún sé með okkur í liði.“ Helena segir það afar mikilvægt að andstæðingar stóriðju fái viðhorf sín viðurkennd og það hafi allir verið sammála um það á fundinum. Hver að verða síðastur Tilefnið með fjölskyldudögunum er að skapa vettvang fyrir þá sem vilja sýna hug sinn varðandi stíflu- framkvæmdir Landsvirkjunar á Kárahnjúkum á friðsamlegan hátt. Hefst dagskráin með dagsferð um svæðið sem fer undir vatn ef Hálslón verður fyllt en einnig verða þar ýmis umhverfis- og náttúruverndarsam- tök með aðstöðu í upplýsingatjaldi og geta gestir kynnt sér áhrif stór- iðju á samfélag og umhverfi. Ýmsir góðir gestir, bæði tónlistarmenn og fræðimenn, munu auk þess heiðra fólk með nærveru sinni meðan á dög- unum stendur. Í tilkynningu frá Ís- landsvinum segir að enginn Íslands- vinur ætti að missa af þeirri stórkostlegu upplifun að berja þess- ar náttúruperlur augum, ekki síst þar sem hver fari að verða síðastur til þess. Ræddu framkvæmd mótmæla við Kárahnjúka Morgunblaðið/ÞÖK Fundur Íslandsvina með þeim sem tengjast Kárahnjúkavirkjun í gær fór fram á kurteislegum nótum. Menn voru sammála um að vera ósammála. GEIR H. Haarde forsætisráðherra hefur veitt Jóni Sigurðssyni launalaust leyfi frá störfum sem bankastjóri Seðlabanka Ís- lands frá og með 15. júní til 31. ágúst. Ingimund- ur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, hefur tekið við stöðu Jóns í bankastjórn á sama tímabili. Athygli vekur að Jón skuli ekki láta af störfum hjá Seðlabankanum formlega en í samtali við Morgun- blaðið sagði hann þetta vera eðli- lega atburðarás á meðan menn ræddu launakjör og annað slíkt og hugðist hann ekki fara aftur í Seðlabankann í lok sumars. Að- spurður um hvort að hann hygðist fara í framboð fyrir Framsóknar- flokkinn í næstu kosningum sagði Jón ekki sitt að svara því heldur fé- lagsmanna og að hugur þeirra kæmi í ljós fyrir kosningar. Jón Sigurðsson í launalausu leyfi frá Seðlabanka Jón Sigurðsson Getur verið að þú sért með ofnæmi? Það er engin ástæða til að láta sér líða illa á besta tíma ársins. Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur. Við hlustum! Lóritín og Histasín fást án lyfseðils Byrjar þú að hnerra um leið og allt fer að lifna við á vorin? Þannig er um marga án þess að þeir átti sig á því að um ofnæmi geti verið að ræða. Lóritín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Loratadin. Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum ofnæmis. Lyfið er ætlað við frjókorna- og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnum með alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla af Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2–14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04 Histasín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Cetirizín. Notkunarsvið: Histasín er ofnæmislyf. Histasín virkar gegn öllum algengustu tegundum ofnæmis, svo sem frjóofnæmi og rykofnæmi. Histasín er líka notað við ofnæmisbólgum í nefi og ofnæmiseinkennum eins og útbrotum og kláða. Varúðarreglur: Lyfið getur dregið úr viðbragðsflýti og skal það haft í huga við akstur og nákvæmnisvinnu. Aukaverkanir: Einstaka sinnum veldur lyfið munnþurrki og syfju. Skömmtun: 1 tafla á dag fyrir fullorðna og börn frá 12 ára aldri. Börnum 6–12 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04 20 % afsláttur dagana 16 - 20 júní HINN 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt. Af því tilefni ætla ýmis samtök um jafnrétti kynjanna að mála bæinn bleikan hinn 19. júní næstkomandi. Eru allir sem vilja sýna stuðning við jafnrétti í verki hvattir til að gera eitthvað bleikt þennan dag en það má útfæra með ýmsu móti, svo sem að klæðast bleiku eða bera eitthvað bleikt, flagga bleiku, setja bleika útstillingu í glugga eða búa til bleikan drykk. Dagskrá í tilefni hátíðahalda verður fjölbreytt. Kl. 15.30 heldur Anja Andersen stjarneðlisfræð- ingur fyrirlestur í hátíðarsal að- albyggingar HÍ sem hún kallar „Dularfullt hvarf kvenna úr vís- indum – hvert hafa allar ungu konurnar farið?“ Klukkan16.45 verður safnast saman við aðal- byggingu HÍ og haldið í göngu í Kvosina undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur í boði Kvenna- sögusafns Íslands. Dagskrá á Hall- veigarstöðum hefst kl. 18 og kl. 20.30 Kvennamessa við þvotta- laugarnar í Laugardal. Um kl. 20 hefjast bleikir tónleikar Ungliða- hóps Femínistafélagsins á Barn- um, Laugavegi 22. Þá verður tímaritinu 19. júní dreift frítt og bleik armbönd UNI- FEM verða til sölu á völdum út- sölustöðum. Hvetja alla til að nota bleika litinn 19. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.