Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 41 UMRÆÐAN Kristinn Pétursson: „Endur- vinna gagnagrunn ICES og Hafró“ Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar UNDANFARIN fjögur ár hef ég notið þess heiðurs og ánægju að vera for- maður menntaráðs borgarinnar. Ég þakka þeim fjölmörgu sem ég hef kynnst í starfi og stefnumótun, og met mik- ils þá grósku sem hvarvetna er í leik- og grunnskólum borgarinnar. Við erum sannarlega á réttri braut. Í dag verða afhent nemendaverð- laun menntaráðs þeim grunn- skólanemum sem skara þykja fram úr. Þetta er í þriðja sinn sem við vekjum með þeim hætti athygli á gildi frumkvæðis og dugnaðar á menntabrautinni. Í dag verða líka stofnuð ný samtök, um Framtíð- arlandið Ísland, þar sem lögð verð- ur áhersla á gildi sjálfbærrar þró- unar og menntunar og menningar fyrir okkur. Ég fagna þessum sam- tökum því ég tel að þau undirstriki þá hugsun að sjálfstæðisbarátta Ís- lendinga á nýrri öld snúist um skapandi hugsun og forræði yfir þeirri auðlind sem mannshugurinn er. Verstöðin Ísland? Vænlegasta byggðastefna fyrir Ísland í heild er menntastefna. Það er alls ekki sjálfgefið að auðlinda- ríkt land við heimskautsbaug sé að- laðandi og góður búsetukostur fyrir menntað og framsækið fólk sem gerir kröfur til þess að lifa í menn- ingarríku umhverfi. Ísland gæti orðið „verstöð“ í útjaðri Evrópu fyrir þá sem vinna í verksmiðjum á hafi úti eða inn til dala við að veiða og verka fisk eða bræða málma við rafmagnshita frá virkjunum. Á móti þessari sýn er teflt fram hugmynd- inni um samfélag í fremstu röð, þar sem fólk býr við fjölbreytta kosti um líf og störf – og umhverfi sem er félagslega nærandi, þar sem menning er fjölbreytt, og eftirsókn- arvert er að búa með þjóð sem hef- ur hlutverk meðal þjóða. Menntun fólksins er lykilþáttur í þessari framtíðarsýn um Ísland í fararbroddi þjóða. Menntun er besti fjárfestingarkosturinn Ég skil þá sem fyrst og fremst benda á þörfina á að ,,skapa störf“ eða ,,efla byggðir“. Sú hugsun skiptir máli, en hún vísar aðeins til skamms tíma. Þegar teflt er fram hugmyndinni um fjárfestingu í menntun og menningu er á óvissan að róa. Enginn veit nákvæmlega hvaða störf, hvers konar fyrirtæki eða hvernig kjör munu bjóðast með menntun sem höfuðfjárfesting- arkost fyrir smáríki. En í því sam- bandi getum við með nokkru öryggi vísað á reynslu mannskyns frá örófi alda. Að baki hverju framfaraspori manna býr hugmyndaauðgi. Sköp- unarkraftur hefur leitt fólk til betra lífs. Í hagskýrslum samtímans stendur skýrum stöfum að þeir sem mesta og besta menntun hafa búi samtímis við mesta hagsæld þegar hún er mæld með fjölbreyttum hætti. Því getum við Íslendingar með vissu um ávinning veðjað á menntun og menningu til aukinna framfara. Og sannleikurinn er sá að við höfum verk að vinna. Auðlindagnótt lands- ins er mikil, fiskur í sjó og orka á landi færir okkur auð. Það má þó ekki blinda okkur fyrir þeirri staðreynd að vinnuafl á Íslandi er mun minna menntað en í þeim löndum sem við viljum bera okkur sam- an við. Gera verður átak í fullorð- insfræðslu. Sporna verður gegn brottfalli í framhaldsskólum. Við verðum að halda áfram á þeirri vegferð að gera grunnskólana að þeim bestu í heimi, og leikskólana að fyrsta skólastiginu sem bjóðist öllum börnum. Átak á öllum sviðum menntunar, sem þarf að bjóðast fólki á öllum æviskeiðum, er ekki aðeins ákall um betra líf fyrir hvern og einn. Slík stefna er líka yfirlýs- ing um að við viljum vera þjóð með- al þjóða. Í sjálfstæðisbaráttu Ís- lendinga bar eitt sinn hæst kröfuna um forræði yfir auðlindunum. Í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu Ís- lendinga ber hæst kröfuna um for- ræði yfir okkar eigin hugsun og sköpun. Þar er menntun fólksins upphaf og endir. Menntastefna er hin nýja sjálfstæðisbarátta Íslendinga Stefán Jón Hafstein skrifar í tilefni af afhendingu nemendaverðlauna menntaráðs, sem er í dag Stefán Jón Hafstein ’Í hinni nýju sjálfstæð-isbaráttu Íslendinga ber hæst kröfuna um forræði yfir okkar eigin hugsun og sköpun. ‘ Höfundur er borgarfulltrúi í Reykjavík. 585 9999 OPIÐ HÚS sunnudaginn 18. júní milli kl. 14 og 16 Seljavegur 5, 101 Rvk, efsta bjalla Upplýsingar í síma 844 6785 Seljavegur - Risíbúð Skemmtileg 3ja herbergja risíbúð á þessum vinsæla stað í 101. Verð 14,6 millj. Sigurður óskarsson lögg. fasteignasali Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík Stórglæsileg 105,3 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýlishúsi. Eignin skiptist í: Forstofu m. skáp, stofu með útgangi á svalir, glæsilegt eldhús opið við stofu, 2 herbergi með skápum, rúmgott hjónaherbergi með skápum, innaf því er sturtuklefi og nett innrétting. Baðherb. með sturtuklefa og baðkari. Parket og flísar á gólfi. Sérgeymsla á jarðhæð. Sam. hjóla- og vagnageymsla. Kristín og Örvar taka vel á móti ykkur í dag milli kl. 15 og 17. V. 25,9 millj. (4091) BÁSBRYGGJA 7 - 110 REYKJAVÍK Opið hús sunnudaginn 18. júní milli kl. 15 og 17 FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. OPIÐ HÚS KIÐJABERG – LÓÐ 30, HEILSÁRSHÚS ÁSAMT AUKALÓÐ NR. 29 HEILSÁRSHÚS Í LANDI KIÐJABERGS-GRÍMSNESS OG GRAFNINGSHREPPI EINSTAKT TÆKIFÆRI Húsið er 70 fm, auk 26 fm svefnlofts. í alla staði sérlega vandað og ekkert verið til sparað í byggingu þess og frágangi. Húsinu fylgir golfbílskúr ( inn í fm húss ) með góðri geymslu. Húsið stendur á 11.000 fm lóð, en jafnstór lóð við hliðina á þessari selst með. Innan hússins eru tvö svefnherbergi. Húsið er allt panelklætt að innan, furu- huðir, vatn og rafmagn komið í húsið. Úr stofunni er gengt út á c.a 170 fm timburver- önd. Húsið er sérlega vel staðsett, með stórfenglegu útsýni yfir Hvítá og er stutt í golf á fallegasta golfvöll landsins, einnig er stutt í sund. Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja eignast heilsárshús á stað með einstöku útsýni. Hestamenn athugið, hægt að geyma hesta í girðingu á Kiðjabergi. Húsið er staðsett við bakka Hvítár, laxveiði leyfð í Hvítá, spölkorn frá Hestvatni, þar er öll aðstaða er fyr- ir skemmtibáta. Leiðarlýsing; þegar komið er inn að Kiðjabergi, er farið til hægri inn á afleggjara merktum, Arnarbæli 1 og 2, og þar er svo farið annan afleggjara til vinstri og þar út í enda. Pálmar sýnir. Sími 896-1116. OPIÐ HÚS VERÐUR Á MORGUN SUNNUDAG MILLI KL. 13-15. Verð 25,5 millj. www.gimli.is - www.mbl.is/gimli FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Mjög björt og góð 85 fm 3ja herb. íbúð með sérinngangi í Hlíðunum. Íbúðin skiptist í parketlagt hol, 1 herbergi með skápum, tvær samliggjandi stofur, önnur stofan nýtt sem herb. en í dag sem eldhús og baðherbergi. Hús er í góðu ástandi að utan og sameign nýlega tekin í gegn. Góð íbúð sem gæti losnað fljótlega. Verð 19,4 millj. Íbúðin verður til sýnis á morgun, sunnudag, frá kl. 14-15 Verið velkomin. Reykjahlíð 14 Góð 3ja herb. íbúð með sérinngangi Opið hús á morgun, sunnudag, frá kl. 14-15 EINSTAKT TÆKIFÆRI VIÐ RÆTUR INGÓLFSFJALLA Erum með í sölu glæsilegan veitingastað á góðum stað austan við fjall, einungis í ca 40 mín. akstusfjarðlægð frá Reykjavík. Húsin geta tekið allt að 400 manns í sæti. Þau eru í mjög góðu standi, fallegar innréttingar, mjög góð eldunarað- staða. Mjög góð ca 19 ha eignarlóð fylgir eigninni. Glæsileg aðstaða og fallegt umhverfi sem býður upp á mikla möguleika. Einstakt tækifæri fyrir fjárfesta og athafnamenn. Óskað er eftir tilboðum í eignina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.