Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Knútur ArnbergBjarnason múr- arameistari fæddist í Borgarnesi, 9. júní 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 6. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru þau Bjarni Jónsson, f. á Kletti í Reykholtsdal 13. desember 1893, d. 23. maí 1966 og Jó- hanna Hallsdóttir frá Stóru-Fljótum í Biskupstungum, f. 10. júní 1892, d. 13. janúar 1976. Systkini Knúts eftirlifandi eru Sig- ríður Unnur, f. 27. desember 1925, maki Einar Árnason (látinn) og Ágúst Hallur, f. 20. ágúst 1929, maki Guðrún Vilhjálmsdóttir. Knútur flutti með foreldrum sínum og systkinum til Akraness er hann var 12 ára og bjó þar æ síðan. Knútur kvæntist Þorgerði Sveinsdóttur, f. í Arnardal við Ísa- fjörð 4. maí 1930, 31. desember 1953. Börn þeirra eru: 1) Jóhann Bjarni, kvæntur Unni Arn- ardóttur og eiga þau Sigurlínu, Knút Örn og Sonju og tvö barnabörn. 2) Sig- ríður, f. 1956, á Tryggva, Hildi og Snorra Jónsbörn. 3) Gunnhildur, f. 1958, gift Ragnari Hjör- leifssyni, eiga Hjör- leif, Þorgeir og Ragnhildi. 4) Sveinn Arnar, f. 1959, giftur Elínu Sigurbjörnsdótt- ur, eiga Þorgerði og Ögmund. 5) Hólmfríður, f. 1964, gift Guðmundi Ragnarssyni, eiga Álfheiði. 6) Kristín Björg, f. 1968, á Þórhall Arnberg Sigurjónsson og Tryggva Klemens Tryggvason. Knútur var jarðsunginn frá Akraneskirkju í kyrrþey á 74 ára afmælisdegi hans. Þá hefur elskulegur pabbi okkar fengið hvíldina sína. Eftir standa ljóslifandi minningar um frábæran mann sem studdi okk- ur börnin sín í hvívetna, gat alltaf lagt til góð orð og gagnrýninn á gjörðir okkar og áætlanir. Hann kom alltaf strax ef hann vissi að hann gat lagt til aðstoð með hvað eina sem við- kom verkum sem kröfðust handlagni eða þegar þurfti að passa litlu afa- börnin. Þolinmæði pabba var einstök við okkur börnin sex. Þó svo að hann hefði unnið ansi langan vinnudag þá var hann einhvern veginn yfir og allt um kring vegna þess að hann var alltaf til staðar í frístundum sínum, spjallaði og spilaði við mann … og hlustaði þolinmóður á píanóæfingar okkar systkina sem þá tónmennt stunduðu. Þetta heita víst gæða- stundir í uppeldi dagsins í dag. Þeg- ar við vorum að alast upp tíðkaðist það líka að hittazt heima í hádeginu í hléinu frá skóla og vinnu. Það voru ómetanlegar og uppbyggjandi stundir. Á kvöldin var iðulega sest við eldhúsborðið í kvöldkaffinu og málin rædd fram og tilbaka og lá enginn á skoðunum sínum í þeim umræðum. Pabbi kenndi okkur að vera hreinskilin, vinnusöm og stund- vís. Hann vílaði það ekki fyrir sér að mæta í vinnu þótt aðrir lægju í flensu, hristi það af sér – að skila verki á réttum tíma var hans hjart- ans mál. Trúfestan gagnvart sinni vinnu og fjölskyldu var algjör. Við trúum því að pabbi sé kominn að yztu sjónarrönd og hafi það virki- lega gott við ölduklið, en hafið togaði hann ætíð til sín allt frá blautu barnsbeini. Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma lönd. (Örn Arnarson.) Guð blessi minningu pabbans okk- ar og styrki móður okkar, klettinn í lífi pabba og okkar allra. Betri sam- ferðamanneskjur gátum við börnin ekki fundið. Börnin. Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma lönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. (Örn Arnarson.) Elsku pabbi minn, nú er runnin upp kveðjustund hjá okkur, ég hef átt því láni að fagna að hafa átt sam- leið með þér í gegnum lífið sem son- ur þinn, vinur þinn og samstarfs- maður í marga áratugi, það eru mér ómetanlegir tímar sem ég mun minnast alla ævi. Á uppvaxtarárum mínum var ómetanlegt að njóta umhyggju þinn- ar og leiðsagnar, þegar þú varst í sjómennsku þá tókstu mig einu sinni með þér um borð og var það stór stund fyrir mig að sjá hversu vel þér leið þegar þú varst á sjónum þar sem þú sást um að elda matinn og baka fyrir áhöfnina um borð. Jafnframt notaðir þú hverja stund sem þú hafð- ir aflögu og fórst út á dekk til að hjálpa félögum þínum í aðgerðinni á milli þess sem þú þurftir að sjá um eldamennskuna, vinnusemi þín og ósérhlífni var takmarkalaus, sem gerði að verkum að samstarfsmönn- um þínum og félögum leið vel með þér hvar sem þú fórst. Þegar leið að fullorðinsárum mín- um þá vildi ég ekkert frekar en að fá að njóta leiðsagnar þinnar áfram til að búa mig sem best undir lífið sem beið á næsta leiti og varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fullorðnast undir þinni leiðsögn, sem og að eiga með þér ævilangt samstarf bæði í leik og starfi, og varst þú óþreytandi í að leggja mér lið í öllu sem ég tók mér fyrir hendur í stóru og smáu. Elsku pabbi minn, ég sakna þín svo mikið þegar þú ert nú farinn á betri stað þar sem ég veit þér á eftir að líða vel og bið ég guð að geyma þig og vaka yfir þér, takk fyrir sam- veruna samstarfið og vináttuna. Þinn sonur, Sveinn Arnar Knútsson. Hann Knútur tengdafaðir minn er látinn. Frá því ég kom í þessa fjölskyldu fyrir um 30 árum hefur hann verið stór partur í mínu lífi. Mér var strax vel tekið í hans stóru fjölskyldu og alltaf liðið vel í þeirra návist. Knútur var mikill fjölskyldumaður og hugsaði vel um sína, var alltaf tilbúinn að aðstoða við hvað sem var. Þegar við Sveinn fórum að byggja 18 ára gömul studdi hann okkur með ráðum og dáð. Þegar börnin okkar fæddust varð hann þeim alveg yndislegur afi, hlýr og umhyggjusamur og lét þau finna að þau væru alveg sérstök, og fyrir það erum við þakklát. Hann var okk- ur vinnusömum foreldrum okkar besta barnfóstra. Hann var rólegur, hlýr og glettinn og öll börn löðuðust strax að honum, og þegar fjölskyldualbúmin eru skoðuð situr oftast barn í hans fangi. Fyrir 20 árum varð Knútur fyrir slysi og varð ekki samur, sú byrði var þung fyrir hann aðeins 54 ára gamlan, en Gerða tengdamóðir mín stóð traust eins og klettur við hlið hans alla tíð. Fyrir þremur árum fékk hann svo annað áfall sem leiddi hann svo til dauða. Hann var síðustu tvö árin á E-deild SHA þar sem hann naut frá- bærrar umönnunar og fyrir það er- um við þakklát. Hann var jarðaður á 74 ára afmæl- isdaginn sinn og höfðum við fjöl- skyldukaffi í hans anda. Ég kveð hann með þakklæti og virðingu, mér þótti mjög vænt um hann og gleymi honum aldrei. Bless- uð veri minning hans. Elín tengdadóttir. Það eru 30 ár frá því að ég kynnt- ist Knúti, þegar elsta dóttir hans og ég vorum að hefja sambúð okkar. Flestar helgar var farið á Skagann og oftar en ekki setið langt fram á nótt með Knúti í eldhúsinu á Still- holti og tókust með okkur góð kynni. Hann hafði þægilega nærveru, var með góða kímnigáfu og var hvers manns hugljúfi en gat verið einstak- lega stríðinn þegar færi gafst. Hann hafði gaman af að ræða allt milli him- ins og jarðar og var ótrúlega vel að sér í mörgum efnum og í rökræðum gerði mér grein fyrir því hve greind- ur maður Knútur var. Maður átti fullt í fangi að halda í við hann þegar rætt var um pólitík, sem hann hafði yndi af að tala um, enda Knútur eð- alkrati að upplagi og jafnaðar- mennskan og réttlætiskennd honum í blóð borin. Knútur var borinn og barnfæddur Borgnesingur og sagði oft frá upp- vexti sínum og minntist margra kyn- legra kvista í Borgarnesi, en hann var ákaflega stoltur af þessum upp- runa sínum. Enda fór hann í bíltúra þangað reglulega, sérstaklega með barnabörnin og sýndi þeim Skalla- grímsgarðinn og hvar hann hafði leikið sér á þeirra aldri. Hann sagði þeim frá Agli og Skalla-Grími og þegar hann sýndi börnunum mínum hvar þeir höfðu búið, þá höfðu þau þá á orði hve þeir bjuggu veglega. Sagði Knútur þessa sögu oft og hafði alltaf jafn gaman af að segja frá þessum viðbrögðum þeirra við að líta heim að Borg á Mýrum. Fastir liðir í þessum ferðum var að sýna þeim hvar hann hafði dottið í sjóinn við klettana við Brákarsund og þótti þeim það toppurinn á Borg- arnesrúntinum. Knútur átti afar gott með að umgangast börn og bjó yfir þeim fágæta eiginleika að geta talað við þau eins og vitiborið fólk en ekki eins og óvita. Hann var þolinmóður KNÚTUR ARNBERG BJARNASON      Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JARÞRÚÐUR JÓNSDÓTTIR frá Halldórsstöðum í Reykjadal, síðast til heimilis á elliheimilinu Grund, lést þriðjudaginn 6. júní sl. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Samband íslenskra berklasjúklinga. Bjarnrún Júlíusdóttir, Kristján H. Ólafsson, Valgarður Júlíusson, Kolbrún Harpa Matthildardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín, JÓNÍNA SIGURVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, Dalbraut 16, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 8. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts hennar. Fyrir hönd systkina og annarra ættingja, Guðrún Guðmundsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR SIGURÐSSON fyrrv. flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, lést að kvöldi fimmtudagsins 15. júní. Borghildur Aðils, Jón Aðils, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Jakob Gunnarsson, Þuríður Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, KRISTINN GUÐMUNDSSON, Háaleitisbraut 39, Reykjavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi föstudaginn 9. júní sl. Útför hans verður gerð frá kapellunni í Fossvogi þriðjudaginn 20. júní kl. 15.00. Halldór Guðmundsson. Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR HJALTI JÓNSSON fyrrv. bifreiðarstjóri, Strandgötu 79a, Eskifirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað að morgni fimmtudagsins 15. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Tómas Hjaltason, Guðjón Hjaltason, Elín Hjaltadóttir. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN SIGURÐSSON, Hraunbæ 168, Reykjavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar fimmtudaginn 15. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Marlis Sólveig Hinriksdóttir, Brynja I. Hafsteinsdóttir, Karl Guðmundsson, Signý Hafsteinsdóttir, Garðar Garðarsson, Hafsteinn Hafsteinsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.