Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Alþjóðaskrifstofa Háskólastigsins óskar eftir húsnæði til leigu fyrir erlenda skiptistúdenta sem eru að koma á íslensku- námskeið í Háskóla Íslands í ágúst nk. Við leitum eftir herbergjum, búnum húsgögnum og með aðgangi að baði og eldhúsi. Staðsetning nálægt Háskóla Íslands æskileg. Leiga 25-30 þús. Leigutími 31. júlí – 31. ágúst 2006. Alþjóðaskrifstofan óskar einnig eftir húsnæði til leigu fyrir erlenda skiptinema í vetur. Leigutími 1. september – 15 maí. Áttu laust herbergi í ágúst? Allar nánari upplýsingar veitir: Þorgerður Eva Björnsdóttir teva@hi.is verkefnisstjóri Alþjóðaskrifstofu Háskólastigsins Neshaga 16, 107 Reykjavík, símar 525 4311 / 525 4469. BAUGUR Group hyggst selja fast- eignir Magasin du Nord til fasteigna- félagsins Atlas Ejendomme, sem er í eigu fasteignafélagsins Stoða sem er hluti af samstæðu Baugs, að því er kemur fram í danska viðskiptablaðinu Børsen í gær. Samkvæmt fréttinni er salan stærstu fasteignaviðskipti sem farið hafa fram í Danmörku í ár. Haft er eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni, yfirmanni fjárfestinga Baugs á Norðurlöndum, að til standi að selja fast- eignir Magasin í Lyngby, Óðinsvéum, Ár- ósum og Kaupmanna- höfn. Um sé að ræða fjórar bygging- ar og salan verði frágengin í júlí nk. Samkvæmt heimildum Børsen nema viðskiptin þremur milljörðum króna, eða 38 milljörðum íslenskra króna, en Skarphéðinn Berg vildi ekki staðfesta þá upp- hæð. Blaðið segir jafn- framt að í kjölfar við- skiptanna verði fasteignafélagið Atlas, sem Baugur keypti fyrir fáeinum mánuðum á þrjá milljarða danskra króna, eitt allra stærsta fasteigna- félag í Danmörku með eignir upp á sex milljarða danskra króna, um 77 milljarða íslenskra króna. Baugur selur fasteignir Magasin fyrir 38 milljarða         @  , 2 +:=   +: 3 , 1/3 8 =1B &+ -+        )* ! + ,  - ) !*  - ) % + ,  - .%%/ + ,  - 0"!' 1  - 23 + ,  - 2" + ,  - +  '%  - 4, " .%  - 3!'% 5!!  - 6   - 6! * 2! !  - 7  8.  ! 29 -'%  - :!!  -    !"  )  + ,  - ;. +   - ;, 9  -  <* * + ,  - => 9  - ?@2 ) * ?  A "" " !/   - B !!/   - # $"%&" ' ( 2 !% C 9 9   -  7 &" 7 ! ! - ')*  +" <DCE 7#!  !%-             8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 .   "    !%-  8 8 8  8 8  8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 F 8  G F 8  G F  G F 8  G F  G F 8  G F 8  G F 8  G F 8  G 8 F  G F  G F 8  G F 8 G 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 ;   !% , "! ! A ' # % "!( 4, 7 - - - - -   -   -  -  - - - -   - - 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8              8 8 8 8 8                   8 8  B !% , # 1!- % - )A;- H )"  ! 29/  !% ,           8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF lækkuðu í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan lækk- aði um 0,38% og var lokagildi hennar 5.392,47 stig. Óvenjulítil viðskipti voru á hlutabréfamarkaði í gær en alls námu viðskiptin 738 milljónum króna. Mest hækkuðu bréf Marels eða um 1,5%, bréf Mosaíks hækkuðu um 1% og bréf Dagsbrúnar hækkuðu um 0,9% Mest lækkuðu bréf Össurar eða um 1,4%, bréf Straums Burðar- áss lækkuðu um 0,6% og bréf Glitnis sem lækkuðu einnig um 0,6%. Þá lækkuðu bréf FL Group um 0,57% í gær. Hlutabréf lækka ● DAGSBRÚN hefur boðað til hlut- hafafundar föstudaginn 23. júní næstkomandi þar sem meðal dag- skrárliða er tillaga stjórnar um skipt- ingu félagsins í tvennt. Tillagan hljóðar eftirfarandi: „Stjórn Dags- brúnar hf. leggur til að fyrirhuguð skipting Dagsbrúnar hf. í tvo hluta og samruni annars þeirra við Og fjar- skipti ehf. í samræmi við fyrirliggj- andi skiptingar- og samrunagögn frá 25. apríl 2006 verði samþykkt.“ Dagsbrún skipt í tvennt ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var að meðaltali 2,4% frá maí 2005 til sama mánaðar í ár. Mest var hún í Lettlandi, 7,1%, en næstmest á Íslandi og í Slóvakíu, eða 4,8%. Á evrusvæðinu var verð- bólgan 2,5%. Minnst var hækkun samræmdrar vísitölu í Póllandi, eða 1,5%, og 1,7% í Finnlandi. Sam- ræmda vísitalan í ríkjum EES mæld- ist 102,4 stig í maí sl., hafði hækk- að um 0,3% frá fyrri mánuði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 103,9 stig og hafði hækkað um 1,2% milli mánaða. Næstmest verðbólga á Íslandi stofnana þess á þjónustu og útvist- un á ýmsum rekstrarþáttum sem ríkið hefur með höndum. Í svonefndri útvistunarstefnu er þeim tilmælum beint til ráðuneyta og ríkisstofnana að þau fari með skipulögðum hætti yfir hagkvæmni og árangur þeirra rekstrarverk- efna sem ríkið annast með beinum MEÐ útvistun á ýmsum rekstr- arþáttum (e. outsourcing) stefnir ríkissjóður að því að ná fram 1.600 milljóna króna ávinningi árin 2007 til 2010, eða 400 milljónum króna á ári. Í vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að ríkisstjórnin hafi, að tillögu fjármálaráðherra, sam- þykkt stefnu um kaup ríkisins og hætti, eða hafa þegar verið falin einkaaðilum. Fram kemur í vefritinu að kostnaður vegna kaupa ríkisins á vörum og þjónustu nemi árlega um 90 milljörðum króna, með innkaup- um sé ríkið þannig í sterkri stöðu til að efla samkeppni og skapa ný tækifæri á markaðnum. Frekari útvistun verkefna styðji við þessa þróun. Með þessari stefnu eru ríkis- stofnunum sett mælanleg markmið um útvistun verkefna og ávinning af henni. Stefnt er að því að hlut- fall innkaupa á vöru og þjónustu af útgjöldum ríkisins, án tilfærslna og vaxtagjalda, aukist um 2% á ári. Ávinningur af útvistun 1.600 milljónir REYNSLA þjóðarinnar af einkaframkvæmdum í samgöngumálum er góð og er það mat Viðskipta- ráðs Íslands að full ástæða sé til þess að skoða frekar kosti slíkra framkvæmda. Þetta kemur fram í sérritinu Skoðun Viðskiptaráðs. Hvalfjarðargöng eru nefnd sem lýsandi dæmi um þetta en nú er ljóst að það mun taka mun skemmri tíma að borga upp gerð ganganna en þau 20 ár sem upphaflega var áætlað að það tæki. „Mikil ánægja hefur verið með göngin og er fyllsta öryggis vegfarenda gætt í þeim. Verður því ekki annað sagt en að reynsla af þessu einkarekna sam- göngumannvirki hafi verið góð eins og í öðrum til- vikum einkarekstrar,“ segir í Skoðun VÍ og er því bætt við að miðað við hina góðu reynslu af Hval- fjarðargöngunum sé full ástæða til að ætla að hraða megi frekari samgöngubótum með því að fela einkaaðilum fleiri slík verkefni. Einkaaðilar geta að mati VÍ frekar haldið kostnaði í skefjum en hið opinbera þar sem einka- aðilar eru háðari því að verkefni séu hagkvæm. „Að sama skapi fer því fjarri að aðeins sé hag- kvæmt að fela einkaaðilum framkvæmdir ef um- talsverð áhætta er fólgin í fyrirhuguðum verkefn- um, enda hafa einkaaðilar náð miklum árangri og náð að lækka stórlega meðalkostnað, t.a.m. við byggingu skólahúsnæðis þar sem fáir ef einhverjir óvissuþættir eru til staðar,“ segir í Skoðun VÍ. Bent er á að nágrannalöndin hafi einnig góða reynslu af einkaframkvæmdum í samgöngu- málum og jafnframt að kostir einkarekstrar í vegamálum séu ýmsir. Framtíðarsýn VÍ er sú að næsta áratug verði meirihluti allra nýrra og stærri samgöngumannvirkja byggður, fjármagnaður og rekinn af einkaaðilum. Ennfremur er bent á að það gæti orðið til þess að lækka eldsneytisverð ef einkaaðilar önnuðust samgöngumannvirki en nú renna um 50–60% elds- neytisverðs til ríkisins að sögn VÍ. „Hugsunin var í upphafi sú að þessi gjaldtaka væri til þess að greiða niður hluta kostnaðar við vegakerfi lands- ins. Eðlilegt verður að teljast að samfara aukinni aðkomu einkaaðila að fjármögnun og rekstri sam- göngumannvirkja dragi verulega úr sértækri gjaldtöku af þessu tagi. Slíkt gæti skapað svigrúm til umtalsverðrar lækkunar á eldsneytisverði,“ segir í Skoðun VÍ. VÍ vill frekari einkafram- kvæmdir í samgöngumálum Morgunblaðið/Sverrir Lýsandi dæmi Reynslan af Hvalfjarðargöngunum er það góð að íhuga ætti að leggja fleiri sam- göngumannvirki til einkaframkvæmda að mati Viðskiptaráðs Íslands. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is SÆNSKA ríkið hefur tekið til- boðum stóru norrænu flugfélag- anna, SAS og Finnair, í farþega- flug á vegum þess. Fly Me og Sterling, sem bæði lúta stjórn íslenskra aðila, skiluðu tilboðum sínum inn þegar frest- urinn til þess var liðinn. Fredrik Skanselid, forstjóri Fly Me, segir í samtali við flugfrétta- vefinn Flyg- torget að það hafi verið með vilja gert að skila tilboðun- um inn of seint og að um mót- mæli hafi verið að ræða. Kerfið virki ekki og því hafi ekki verið um mistök að ræða. „Það hefur enga þýðingu að vinna svona útboðskeppnir því ríkisstarfsmenn ferðast eins og þeir hafa gert áður, oftast með ríkisflugfélaginu þar sem þeir fá vildarpunkta,“ segir Skanselid. Ríkið tók tilboði Fly Me árin 2004 og 2005 en samkvæmt Dagens Industri fól það ekki í sér aukna sölu hjá félaginu. Þess má geta að hjá SAS reikna menn með að sala til ríkisins aukist um 25% vegna samning- anna. Jorma Kujansuu, hjá flutn- ingadeild sænska hersins, segist ekki kannast við mótmæli og í samtali við DI segir hann að um kæruleysi hafi verið að ræða hjá flugfélögunum. Tilboð Fly Me og Sterling bárust of seint =!I 7J?    2A7C 0)K      D)D L6K    L6K 4/  = %%      <DCK 0M N!  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.