Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Ýmislegt til skemmtunar á þjóðhátíð- ardaginn HÁTÍÐAHÖLDIN á Akureyri, í til- efni þjóðhátíðardagsins, hefjast ár- degis með því að Lúðrasvseit Akur- eyrar ekum um bæinn og heimsækir Dvalarheimilin Hlíð og Kjarnalund. Það er Knattspyrnufélag Akureyrar sem hefur veg og vanda af dag- skránni að þessu sinni. Hátíðardagskrá hefst í Lystigarð- inum kl. 13. Þar verður hugvekja, kórsöngur og ávarp forseta bæjar- stjórnar og kl. 13.30 heldur skrúð- ganga, leidd af skátum, lögreglu og lúðrasveit, af stað áleiðis niður á Ráðhústorg. Fjölskylduskemmtun hefst í mið- bænum kl. 14, þar sem Gunni og Fel- ix skemmta, fjallkona, nýstúdent og bæjarstjórinn á Akureyri ávarpa samkomuna og boðið verður upp á tónlistar- og önnur skemmtiatriði. Kvöldskemmtun hefst á sama stað kl. 20, þar sem Gunni og Felix skemmta aftur, hljómsveitirnar Hugsýki og Infinity leika, fjöllista- maðurinn Les Bubb leikur listir sín- ar, eins og fyrr um daginn og meðal þeirra sem einnig koma fram eru Laddi og Ína Idolstjarna. Hljóm- sveitin Sent skemmtir og leikur svo fyrir dansi til kl. 1 eftir miðnætti. Kl. 12 á miðnætti koma nýstúd- entar úr MA fylktu liði á Ráðhús- torgið. Árleg bílasýning Bílaklúbbs Akur- eyrar verður við Oddeyrarskólann frá kl. 10 til 18. Kaffisala | Kvenfélagið Baldursbrá hefur í mörg ár verið með kaffisölu á þjóðhátíðardaginn og svo verður einnig í dag; í safnaðarsal Gler- árkirkju á milli kl. 15 og 17. Á sama tíma verður opin myndlistarsýning Laufeyjar Pálsdóttur í safnaðar- salnum og anddyri kirkjunnar. Nonni og Manni fara á sjó – á þýsku BÓKAÚTGÁFAN Hólar og Nonna- hús hafa undanfarin ár endurútgefið nokkur ævintýri Jóns Sveinssonar, Nonna, með fallegum myndskreyt- ingum eftir Kristin G. Jóhannsson. Nú hefur hefur ein þessara bóka verið gefin út á þýsku. Það er bókin Nonni og Manni fara á sjó; Nonni und Manni geraten in Seenot, í þýð- ingu Geselu Rabe-Stephan, mennta- skólakennara. „Útgáfan er mikill fengur fyrir Nonnahús. Margir þýskir ferða- menn þekkja Nonna og hafa heillast af sögum hans og margir hafa keypt bækurnar á íslensku undanfarin ár einfaldlega vegna þess hve mynd- irnar eru fallegar,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, safnstjóri í Nonna- húsi. Þýska forlagið Herder á útgáfu- réttinn á Nonnabókunum í Þýska- landi, en veitti leyfi til þess að 1.000 eintök af Nonni und Manni geretan in Seenot yrðu gefin út hér og seld innanlands. Landsbankinn styrkti Zonta klúbbinn vegna verkefnisins, en klúbburinn sér um rekstur Nonnahúss. Á næsta ári eru 150 ár frá fæð- ingu Nonna og að sögn Brynhildar hyggur Herder á einhverja útgáfu af því tilefni og Nonnahús stendur fyrir margskonar uppákomun vegna tímamótanna. Nonnahús hefur einnig gefið út bæklinginn Á Nonnaslóð á íslensku, þýsku og ensku með upplýsingum um merktar gönguleiðir í Innbæn- um. Brautskrán- ing og opið hús í MA MENNTASKÓLANUM á Akureyri verður slitið með athöfn í Íþrótta- höllinni á Akureyri í dag. Athöfnin hefst klukkan 10 árdegis. Skólameistari, Jón Már Héðins- son, brautskráir að þessu sinni 133 stúdenta. Fulltrúar nokkurra af- mælisárganga flytja stutt ávörp og kveðjur til gamla skólans síns og Edda Hermannsdóttir, fráfarandi formaður Hugins, skólafélags MA, flytur ávarp nýstúdenta. Klukkan 14.15 verður athöfn við hið gamla íþróttahús MA, en þar verður afhjúpaður minningarsteinn um hjónin Þórhildi Steingrímsdóttur og Hermann Stefánsson. Bæði kenndu þau íþróttir við skólann ára- tugum saman og settu mikinn svip á menningarlíf skólans. Hús skólans verða opin gestum og gangandi síðdegis. Klukkan 14-17 verða léttar veitingar á boðstólum í Kvosinni á Hólum. Gestum gefst kostur á að ganga um húsin, skoða þau og listaverk skólans, ásamt ljós- myndum af gömlum nemendum, á göngum Gamla skóla. Að kvöldi 17. júní er hátíðarsam- koma nýstúdenta í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þetta er einhver fjölmenn- asta veisla ársins í Höllinni. Að þessu sinni lítur út fyrir að gestir verði yfir 1.000 talsins. Myndlist | Almenn lokasýning frá Myndlistarskóla Arnar Inga hefst í Arnarauga, Óseyri 6, í dag kl. 16. Fjölmargir nemendur sýna myndir af ýmsum toga, en í þetta sinn ber óvenju mikið á ungum listamönnum. Sýningin er opin til kl. 22 í kvöld og frá 14 til 18 á morgun. MATTHÍAS Gestsson, kennari og myndatökumaður, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun til stuðn- ings þess að Akureyrarvöllur verði byggður upp sem alþjóðlegur keppnisleikvangur þar sem hann er í dag, en frestur til þess að skila at- hugasemdum vegna fyrirhugaðs að- alskipulags rennur út eftir ellefu daga, 28. júní kl. 16. Matthías kveðst í forsvari hópa sem kalla sig Vallarvini og Huldu- herinn, en aðrir einstaklingar í hóp- unum ætla ekki að koma fram í sviðsljósið að sinni. Stolt – tákn Hann segir íþróttavöllinn undir klöppunum eiga sér langa og merka sögu og vill að þar verði end- urbyggður frjálsíþróttavöllur með átta hlaupabrautum allan hringinn og með knattspyrnuvöll inni í hringnum skv. Evrópustaðli. „Aðal- leikvangur í hjarta bæjarins er stolt hans og tákn og vegleg umgjörð um útihátðir ýmiss konar. Þarna á að verða leikvangur til framtíðar - völl- ur númer tvö á Íslandi,“ segir Matt- hías. „Vorið kemur að meðaltali þrem- ur vikum fyrr á aðalleikvangi bæj- arins en á svæðum félaganna,“ segir hann, en bæjaryfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að Akureyrarvöllur verði tekinn undir annað, verslun, þjónustu og íbúðir, en keppn- isaðstaða byggð upp á völlum stóru félaganna í bænum, Þórs og KA. Matthías bendir á að fjöldi bíla- stæða sé í grennd við aðalleikvang- inn, m.a. við verslunarmiðstöðina Glerártorg, en mjög af skornum skammti á svæðum beggja félag- anna. Verslanir undir vellinum Matthías telur stórmál hér á ferð- inni og telur bæjarbúa veita því allt of litla athygli. „Ég kem hér fram fyrir hinn þögla hóp. Peningafurs- tarnir vilja gleypa svæðið, fyrst og fremst undir verslun – en ég vona að menn verði jafn framsýnir varð- andi uppbygginu Akureyrarvallar og þeir voru sem byggðu Mennta- skólann og Samkomuhúsið fyrir um það bil 100 árum,“ segir hann og varpar fram þeirri hugmynd, að verslunarmiðstöð geti hæglega ver- ið undir Akureyrarvelli, eftir að hann yrði byggður upp. Sumum kann að finnast hug- myndin um verslunarmiðstöð undir vellinum skrýtin, en til gamans má geta þess að Matthías er gjarnan á undan sinni samtíð; hann varpaði fram þeirri hugmynd fyrir nokkrum áratugum, ásamt Tryggva Helga- syni flugstjóra, að gerð yrðu göng fyrir bílaumferð í gegnum Vaðla- heiðina vegna þess að vegurinn yfir heiðina lægi of hátt. Hugmyndin þótti ekki gáfuleg þá, en nú vildu allir Lilju kveðið hafa og Vaðlaheið- argöng verða líklega orðin að veru- leika áður en langt um líður. Morgunblaðið veit að fleiri undir- skriftasafnanir standa yfir þess efn- is að Akureyrarvöllur verði ekki lagður niður. Akureyrarvöllur verði byggður upp Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is SIGRÚN Björk Jakobsdóttir, sem skipaði 2. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins við bæjarstjórn- arkosningarnar á dögunum, hefur verið kjörin for- seti bæjarstjórn- ar Akureyrar og Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinn- ar, er nýr formaður bæjarráðs. Þetta var samþykkt á fyrsta fundi nýs bæj- arráðs í vikunni. Þar var Kristján Þór Júlíusson einnig formlega kjör- inn bæjarstjóri. Sigrún Björk Jakobsdóttir Sigrún Björk forseti bæjar- stjórnar ♦♦♦ ♦♦♦ Vorhappdrætti Blindrafélagsins – Útdráttur 9. júní 2006 Vinningaskrá Vinninga ber að vita innan árs á skrifstofu Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, sími: 525 0000. Birt án ábyrgðar. Audi A3 Sportback 2.0, 5 d. sjálfskiptur frá Heklu hf., kr. 2.830.000 – 82111 Skoda Octavia Ambiente, 1,6 l. 4 d. sjálfskiptur frá Heklu hf., kr. 2.090.000 – 43281 Mitsubishi Colt 1,5 I. 5 d. sjálfskiptur frá Heklu hf., kr. 1.680.000 – 27538 Ferðavinningur að eigin vali með Heimsferðum, kr. 300.000 2522 2837 9813 22596 41019 62545 84002 94018 100041 113433 Ferðavinningur að eigin vali með Heimsferðum, kr. 150.000 1647 11596 21362 33447 39729 49644 70101 75999 93856 106260 2445 13480 21601 33455 40417 50297 70496 76145 94803 109855 4413 14255 25134 33664 41737 52230 70877 78289 95995 110376 4992 16266 25369 36358 42332 53449 71980 79239 98645 111805 5197 18323 25976 36713 44569 62544 72430 79649 99993 112531 7082 18371 26051 36882 46805 65996 73238 80060 101383 112625 7628 18790 26269 38056 47433 66629 73840 84532 102067 113127 10155 20128 27928 39258 48681 68974 74316 87534 102680 114094 11506 21307 33034 39304 49234 69683 75998 91033 103537 116124 Gistivinningur á einhverju Fosshótelanna fyrir tvo í 2 nætur m/morgun- og kvöldverði, kr. 43.700 116 9503 25317 36913 44031 51465 62438 72251 79434 100774 3550 15442 28451 37217 44710 52943 65120 73561 82794 109420 4235 20189 31212 37849 45312 58601 67019 74463 83933 111686 6965 21224 31719 39690 46657 61489 69276 74641 97778 113237 9048 24136 36133 41488 51371 62137 72138 75467 98542 115046 H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI C-1000 FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR KALDBAKUR EA, ísfisktogari Brims, liggur nú bundinn við bryggju á Akureyri eftir að hann kom úr síðustu veiðiferð sinni á veg- um fyrirtækisins fyrir nokkrum dög- um. Skipverjum öllum, um 20 manns, var sagt upp fyrir þremur mánuðum, að undanskildum tveimur vélstjórum. Kaldbakur EA-1 kom til Akureyr- ar í nóvember 1974, en hann var smíðaður fyrir Útgerðarfélag Akur- eyringa hf. í San Juan á Spáni. Tog- arinn leysti af hólmi samnefndan síðutogara. Kaldbakur er annar tveggja svokallaðra Spánartogara ÚA. Árið 1994 fór fram umfangsmik- il endurnýjun á skipinu í Gydinya í Póllandi. Þá voru endurnýjuð tæki, innréttingar í brú, búnaður á vinnsluþilfari og síðum lokað. Einnig var togvindubúnaður endurnýjaður og skipið búið Iberica rafvindukerfi ásamt flotvörpuvindu. Kaldbakur hefur á þessum tíma landað um 137.300 tonnum eftir 908 veiðiferðir. Meðalafli á ári er því um 4.300 tonn. Kaldbak EA hefur verið lagt Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kaldbakur við togarabryggjuna.       AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.