Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 18
HVALVEIÐISINNAR biðu ósigur í
atkvæðagreiðslu um dagskrárbreyt-
ingar á ársfundi Alþjóðhvalveiðiráðs-
ins sem hófst á St. Kittis- og Nevis-
eyjunum í Karíbahafinu í gær. At-
kvæðagreiðslan var um þá tillögu
Japana að fjarlæga einn undirlið í
dagskránni og koma þannig í veg fyr-
ir umræður um verndun sjávarspen-
dýra. Stefán Ásmundsson, sem leiðir
íslensku sendinefndina, segir breyt-
ingartillöguna ekki hafa verið stór-
vægilega en að niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar gefi vísbendingar um að
hvalveiðiandstæðingar komi til með
að halda meirihluta á fundinum eins
og undanfarin ár. „Þarna kom fram
þessi venjulega flokkaskipting og
hvalveiðiandstæðingar höfðu betur í
atkvæðagreiðslunni með tveimur at-
kvæðum, 32 á móti 30,“ sagði Stefán
þegar Morgunblaðið náði sambandi
við hann í gærkvöldi. Hann bætti því
við að stærstu mál fundarins yrðu til
umræðu í dag, laugardag, en ljóst er
að talsverð spenna ríkir á fundinum.
Hvalveiðar hafa verið bannaðar frá
árinu 1986. Norðmenn eru þeir einu
sem veiða hval í atvinnuskyni. Ís-
lendingar hafa stundað hvalveiðar í
vísindaskyni frá árinu 2003 og slíkt
hið sama gera Japanir, þó í mun
meira magni. Til að aflétta banni við
hvalveiðum þarf samþykki ¾ þeirra
ríkja sem eiga aðild að ráðinu. Nið-
urstaða atkvæðagreiðslunnar í gær
kom mörgum á óvart enda hefur því
verið haldið fram að Japanir hafi með
hagsmunavörslu náð meirihluta í
ráðinu. Þeir hafa unnið ötullega að
því að fá fleiri ríki, einkum smáþjóðir,
í lið með sér í baráttu fyrir að hval-
veiðar verði leyfðar að nýju. Hefur
því jafnvel verið haldið fram að þeir
borgi fátækari aðildarríkjum ráðsins
fyrir stuðning.
Ólíklegt að hvalveiðar verði
leyfðar á næstunni
Los Angeles Times fjallaði um
málið í vefútgáfu sinni í gær og hafði
eftir umhverfisráðherra Ástrala, Ian
Campbell, að með fundinum í St.
Kitts væri runnin upp úrslitastund
fyrir afdrif hvala. Campbell er Ís-
lendingum raunar ekki alls ókunnug-
ur því hann og Árni M. Mathiesen,
þáverandi sjávarútvegsráðherra,
áttu í orðahnippingum í fyrra. Árni
svaraði gagnrýni Campbells á vís-
indaveiðar Íslendinga með því að
benda á að Ástralar sjálfir stunduðu
umfangsmikla fækkun á úlföldum og
kengúrum. Campbell svaraði nokkuð
hvasst til baka og í viðtali við blaða-
mann spurði hann hvort maðurinn
væri fífl og að út í hött væri að bera
þetta tvennt saman.
Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í
Ulsan í Suður-Kóreu í fyrra báru
Japanir upp tillögu um að takmark-
aðar hvalveiðar í atvinnuskyni hæf-
ust aftur. Alls greiddu 23 ríki at-
kvæði með tillögunni, fimm sátu hjá
en 29 ríki greiddu atkvæði gegn til-
lögunni. Ef haft er í huga að 75%
stuðning þarf til að koma slíkum
breytingum í gegn er ljóst að nokkuð
langt er í land með að breytingar
verði gerðar.
Hallar á
hvalveiðisinna
Hvalveiðiandstæðingar virðast í meiri-
hluta innan Alþjóðahvalveiðiráðsins
!"#$
%
&'!$# !(#)
*
+,-
# ./0 12 2
3 ++
!45
10,+
6
7
.++
+
1 -
3
8
1,+9
:
' ;
8 +
$2+;
2 2
,9
1-7
.
+
3
3 ,
12 ;
! "
" #! !$% !& "
%! ' " ! # !% (
!
" #
$ !
%
&'( %
) * +',,,
$ !
,
,,
+,,
-,,
,,
',,
,,
&,,
!,,
. +. . ,.! .!!.!& ! . - . . ' . . & . ! . .,, ., .,-.,+ .,
<=
&+ -
$
'
>80
)!(%$#)'?(!
@#"#
/ %
$ / +,,'0
/ %
$ ! #$%
& $A/+
2 B
C
'()
*
/)
+)(,$
) !"-.-/
0
#D8?(#E) !('"#
,
*) ,(
,* $ 1
$
%
)
!" !1#$
2 2 3
45 7 3
'
9-
!45
/B -
2--
12
18 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Allt um
íþróttir
helgarinnar
Íþróttir á mánudaginn
ÚR VERINU
STARFSMENN Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur hafa af-
hent Siv Friðleifsdóttur heilbrigð-
isráðherra undirskriftalista sem
tugir starfsmanna hafa skrifað
undir. Með undirskriftunum vilja
þeir mótmæla fyrirhuguðum
flutningi á starfsemi stöðv-
arinnar, en til stendur að flytja
hana frá Barónsstíg og upp í
Mjódd.
„Okkur finnst hrikalega dapurt
að Heilsuverndarstöðin sé seld án
þess að þeir sem standa að baki
starfseminni, starfsfólkið, hafi
nokkurn tímann fengið færi á því
að ræða við yfirvöld um hvernig
standa ætti að þessum málum,“
segir Geir Gunnlaugsson, læknir
og talsmaður starfsmanna Heilsu-
verndarstöðvarinnar. Geir bendir
á að Heilsuverndarstöðin í þeirri
mynd sem hún er núna sé miðstöð
allra heilsugæslustöðva á höf-
uðborgarsvæðinu og með því að
flytja starfsemina í tvo aðskilda
húsakosti í Mjóddinni sé komið í
veg fyrir að stöðin þjóni fram-
varðarhlutverki sínu sem skyldi.
Einnig segist Geir hafa haldið að
pólitísk sátt ríkti um samruna há-
skóla, vísindarannsókna og fram-
sækinnar heilbrigðisþjónustu í
næsta nágrenni við Heilsuvernd-
arstöðina. Svo virðist hins vegar
sem Heilsuverndarstöðin hafi ver-
ið víðsfjarri þegar sú ágæta
ákvörðun var tekin.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra tók við undirskriftunum.
Starfsmenn mótmæla
flutningi í Mjódd
NEYSLA á skelfiski, þ.m.t. kræk-
lingi, úr Hvalfirði er mjög varasöm
um þessar mundir og Hafrann-
sóknastofnun varar eindregið við
henni. Ástæðan er sú að mikið hef-
ur borið á eitruðum svifþörungum í
sjónum undanfarið en skelfiskurinn
notar þörunga sem æti og getur
borið eitrið í sér í margar vikur án
þess að bíða sjálfur tjón af því.
Um er að ræða svonefnda DSP-
eitrun sem getur valdið veikindum
hjá fólki og þá einkum magakveisu
og verkjum í kviðarholi. Áhrifin
geta varað í marga daga.
Ætlað er að um hættu sé að ræða
ef það greinast meira en 500 frum-
ur í hverjum lítra af sjó en um þess-
ar mundir hafa þær mælst allt frá
fimm þúsundum og upp í 23 þús-
und. Venjulega er mesti hættutím-
inn á sumrin og haustin.
Skelfiskur lifir á því að sía agnir
úr sjónum sem fæðu og þannig inn-
byrðir hann þörungana. Ef um eitr-
aða svifþörunga er að ræða í fæðu
skelfisks, safnast eitrið smám sam-
an upp án þess að skelin bíði nokk-
uð tjón af.
Varað við neyslu
kræklings
RAUÐI kross Íslands og Flótta-
mannastofnun SÞ halda sameig-
inlega upp á alþjóðadag flótta-
manna með ljósmyndasýningu,
leikjum og fræðsluefni í tjaldi í
Mæðragarðinum í Lækjargötu í
dag, 17. júní, kl. 14–18.
Alþjóðadagur flóttamanna er
haldinn ár hvert um allan heim
hinn 20. júní. Fulltrúi Flótta-
mannastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, Kristina Rodriguez, er stödd
hér á landi í tilefni þess að dag-
urinn er haldinn hátíðlegur hér í
fyrsta sinn. Þema ársins í ár er von.
Alþjóðadagur
flóttamanna
ÍSLENSKI togarinn Helga María
AK fann nýverið afar sjaldgæfa
fisktegund af surtlutegund á út-
hafskarfaslóðum suðvestur af
landinu en tegund þessi hefur
ekki hlotið íslenskt nafn. Fisk-
urinn ber vísindanafnið Linop-
hryne maderensis og hefur hing-
að til einungis fundist undan
ströndum eyjunnar Madeira
skammt norður af Kanaríeyjum.
Er fundur hans á svo norðlægum
slóðum mjög merkilegur, sam-
kvæmt tilkynningu frá Hafrann-
sóknastofnun.
Fiskurinn, sem er um 8 cm, er
eins og áður segir af surtluteg-
und og dregur hann nafn sitt,
maderensis, af eyjunni Madeira.
Hann er af kjaftagelgjuætt-
bálknum og telst til Linophryne-
ættkvíslarinnar en 22 tegundir
teljast til hennar. Fiskurinn held-
ur sig einkum á miklu dýpi og
samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur ekki tekist að
finna karlkyns fisk af þessari teg-
und.
Fiskurinn, sem ekki hefur fengið ís-
lenskt nafn, er ekki tiltakanlega
stór, en hann er heldur ófrýnilegur.
Sjaldgæf fisk-
tegund finnst
suðvestur
af landinu