Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 18
HVALVEIÐISINNAR biðu ósigur í atkvæðagreiðslu um dagskrárbreyt- ingar á ársfundi Alþjóðhvalveiðiráðs- ins sem hófst á St. Kittis- og Nevis- eyjunum í Karíbahafinu í gær. At- kvæðagreiðslan var um þá tillögu Japana að fjarlæga einn undirlið í dagskránni og koma þannig í veg fyr- ir umræður um verndun sjávarspen- dýra. Stefán Ásmundsson, sem leiðir íslensku sendinefndina, segir breyt- ingartillöguna ekki hafa verið stór- vægilega en að niðurstaða atkvæða- greiðslunnar gefi vísbendingar um að hvalveiðiandstæðingar komi til með að halda meirihluta á fundinum eins og undanfarin ár. „Þarna kom fram þessi venjulega flokkaskipting og hvalveiðiandstæðingar höfðu betur í atkvæðagreiðslunni með tveimur at- kvæðum, 32 á móti 30,“ sagði Stefán þegar Morgunblaðið náði sambandi við hann í gærkvöldi. Hann bætti því við að stærstu mál fundarins yrðu til umræðu í dag, laugardag, en ljóst er að talsverð spenna ríkir á fundinum. Hvalveiðar hafa verið bannaðar frá árinu 1986. Norðmenn eru þeir einu sem veiða hval í atvinnuskyni. Ís- lendingar hafa stundað hvalveiðar í vísindaskyni frá árinu 2003 og slíkt hið sama gera Japanir, þó í mun meira magni. Til að aflétta banni við hvalveiðum þarf samþykki ¾ þeirra ríkja sem eiga aðild að ráðinu. Nið- urstaða atkvæðagreiðslunnar í gær kom mörgum á óvart enda hefur því verið haldið fram að Japanir hafi með hagsmunavörslu náð meirihluta í ráðinu. Þeir hafa unnið ötullega að því að fá fleiri ríki, einkum smáþjóðir, í lið með sér í baráttu fyrir að hval- veiðar verði leyfðar að nýju. Hefur því jafnvel verið haldið fram að þeir borgi fátækari aðildarríkjum ráðsins fyrir stuðning. Ólíklegt að hvalveiðar verði leyfðar á næstunni Los Angeles Times fjallaði um málið í vefútgáfu sinni í gær og hafði eftir umhverfisráðherra Ástrala, Ian Campbell, að með fundinum í St. Kitts væri runnin upp úrslitastund fyrir afdrif hvala. Campbell er Ís- lendingum raunar ekki alls ókunnug- ur því hann og Árni M. Mathiesen, þáverandi sjávarútvegsráðherra, áttu í orðahnippingum í fyrra. Árni svaraði gagnrýni Campbells á vís- indaveiðar Íslendinga með því að benda á að Ástralar sjálfir stunduðu umfangsmikla fækkun á úlföldum og kengúrum. Campbell svaraði nokkuð hvasst til baka og í viðtali við blaða- mann spurði hann hvort maðurinn væri fífl og að út í hött væri að bera þetta tvennt saman. Á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Ulsan í Suður-Kóreu í fyrra báru Japanir upp tillögu um að takmark- aðar hvalveiðar í atvinnuskyni hæf- ust aftur. Alls greiddu 23 ríki at- kvæði með tillögunni, fimm sátu hjá en 29 ríki greiddu atkvæði gegn til- lögunni. Ef haft er í huga að 75% stuðning þarf til að koma slíkum breytingum í gegn er ljóst að nokkuð langt er í land með að breytingar verði gerðar. Hallar á hvalveiðisinna Hvalveiðiandstæðingar virðast í meiri- hluta innan Alþjóðahvalveiðiráðsins  !"#$ % &'!$# !(#)         * +,- # ./0 12 2  3 ++ !45 10,+  6 7 .++ + 1 - 3 8  1 ,+9 : ' ; 8 +  $2+;   2 2   ,9  1-7 . +    3 3 , 12 ;                                                 ! "             "  #!  !$% !&   "       %!    '  " !   #  !%  (                                !  "  #   $ ! %  &'(     %   ) *   +',,,       $ !  , ,, +,, -,, ,, ',, ,, &,, !,, . +. . ,.! .!!.!& ! . - . . ' . . & . ! . .,, ., .,-.,+ ., < =  &+ - $  '  >80 )!(%$#)'?(! @#"# / % $ /  +,,'0 / % $ ! # $ % & $A/+  2  B  C '()   *   /)   +)(, $  )   !"-.-/  0 #D8?(#E) !('"# , *) ,( ,*  $ 1           $    %      )        !" !1#$ 2  2 3  45 7 3 ' 9-  !45      /B - 2-- 12 18 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Allt um íþróttir helgarinnar Íþróttir á mánudaginn ÚR VERINU STARFSMENN Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur hafa af- hent Siv Friðleifsdóttur heilbrigð- isráðherra undirskriftalista sem tugir starfsmanna hafa skrifað undir. Með undirskriftunum vilja þeir mótmæla fyrirhuguðum flutningi á starfsemi stöðv- arinnar, en til stendur að flytja hana frá Barónsstíg og upp í Mjódd. „Okkur finnst hrikalega dapurt að Heilsuverndarstöðin sé seld án þess að þeir sem standa að baki starfseminni, starfsfólkið, hafi nokkurn tímann fengið færi á því að ræða við yfirvöld um hvernig standa ætti að þessum málum,“ segir Geir Gunnlaugsson, læknir og talsmaður starfsmanna Heilsu- verndarstöðvarinnar. Geir bendir á að Heilsuverndarstöðin í þeirri mynd sem hún er núna sé miðstöð allra heilsugæslustöðva á höf- uðborgarsvæðinu og með því að flytja starfsemina í tvo aðskilda húsakosti í Mjóddinni sé komið í veg fyrir að stöðin þjóni fram- varðarhlutverki sínu sem skyldi. Einnig segist Geir hafa haldið að pólitísk sátt ríkti um samruna há- skóla, vísindarannsókna og fram- sækinnar heilbrigðisþjónustu í næsta nágrenni við Heilsuvernd- arstöðina. Svo virðist hins vegar sem Heilsuverndarstöðin hafi ver- ið víðsfjarri þegar sú ágæta ákvörðun var tekin. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra tók við undirskriftunum. Starfsmenn mótmæla flutningi í Mjódd NEYSLA á skelfiski, þ.m.t. kræk- lingi, úr Hvalfirði er mjög varasöm um þessar mundir og Hafrann- sóknastofnun varar eindregið við henni. Ástæðan er sú að mikið hef- ur borið á eitruðum svifþörungum í sjónum undanfarið en skelfiskurinn notar þörunga sem æti og getur borið eitrið í sér í margar vikur án þess að bíða sjálfur tjón af því. Um er að ræða svonefnda DSP- eitrun sem getur valdið veikindum hjá fólki og þá einkum magakveisu og verkjum í kviðarholi. Áhrifin geta varað í marga daga. Ætlað er að um hættu sé að ræða ef það greinast meira en 500 frum- ur í hverjum lítra af sjó en um þess- ar mundir hafa þær mælst allt frá fimm þúsundum og upp í 23 þús- und. Venjulega er mesti hættutím- inn á sumrin og haustin. Skelfiskur lifir á því að sía agnir úr sjónum sem fæðu og þannig inn- byrðir hann þörungana. Ef um eitr- aða svifþörunga er að ræða í fæðu skelfisks, safnast eitrið smám sam- an upp án þess að skelin bíði nokk- uð tjón af. Varað við neyslu kræklings RAUÐI kross Íslands og Flótta- mannastofnun SÞ halda sameig- inlega upp á alþjóðadag flótta- manna með ljósmyndasýningu, leikjum og fræðsluefni í tjaldi í Mæðragarðinum í Lækjargötu í dag, 17. júní, kl. 14–18. Alþjóðadagur flóttamanna er haldinn ár hvert um allan heim hinn 20. júní. Fulltrúi Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, Kristina Rodriguez, er stödd hér á landi í tilefni þess að dag- urinn er haldinn hátíðlegur hér í fyrsta sinn. Þema ársins í ár er von. Alþjóðadagur flóttamanna ÍSLENSKI togarinn Helga María AK fann nýverið afar sjaldgæfa fisktegund af surtlutegund á út- hafskarfaslóðum suðvestur af landinu en tegund þessi hefur ekki hlotið íslenskt nafn. Fisk- urinn ber vísindanafnið Linop- hryne maderensis og hefur hing- að til einungis fundist undan ströndum eyjunnar Madeira skammt norður af Kanaríeyjum. Er fundur hans á svo norðlægum slóðum mjög merkilegur, sam- kvæmt tilkynningu frá Hafrann- sóknastofnun. Fiskurinn, sem er um 8 cm, er eins og áður segir af surtluteg- und og dregur hann nafn sitt, maderensis, af eyjunni Madeira. Hann er af kjaftagelgjuætt- bálknum og telst til Linophryne- ættkvíslarinnar en 22 tegundir teljast til hennar. Fiskurinn held- ur sig einkum á miklu dýpi og samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur ekki tekist að finna karlkyns fisk af þessari teg- und. Fiskurinn, sem ekki hefur fengið ís- lenskt nafn, er ekki tiltakanlega stór, en hann er heldur ófrýnilegur. Sjaldgæf fisk- tegund finnst suðvestur af landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.