Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nei, nei, þetta er misskilningur, skipstjóri, þetta er bara kona.
Annan júní sam-þykkti Alþingifrumvarp um
breytingar á lögum um
tóbaksvarnir. Breyting-
arnar, sem taka gildi 1.
júní 2007, fela það með-
al annars í sér að tób-
aksreykingar verða
óheimilar á veitinga- og
skemmtistöðum. Lögin
hafa það að markmiði að
vernda starfsmenn og
gesti veitinga- og
skemmtistaða gegn óbeinum
reykingum. Þegar meginmark-
miðið er uppfyllt búast frum-
varpshöfundar við ýmsum öðrum
ávinningi af banninu, bæði fyrir
samfélagið og einstaklinga.
Brýnir hagsmunir
mæla með banninu
Við frumvarpsgerðina var haft
samráð við Lýðheilsustöðina og
Samtök ferðaþjónustunnar. Lýð-
heilsustöð skilaði greinargerð um
frumvarpið þar sem heilsutjón er
hlýst af óbeinum reykingum er
rakið. Þar kemur fram að fyrir ut-
an vel þekkta fylgifiska óbeinna
reykinga, á borð við óþægindi í
augum og nefi, geti óbeinar reyk-
ingar valdið miklum heilsuskaða.
Eru í því samhengi nefndar al-
þjóðlegar rannsóknir sem allar
benda til þess að óbeinar reyk-
ingar auki til muna líkur á alvar-
legum sjúkdómum á borð við
krabbamein, astma og hvers kyns
hjarta- og æðasjúkdóma. Hópar
starfsfólks vínveitingabara hafa
verið rannsakaðir og kom þá í ljós
að starfsfólkið var með svipaða
þéttni nikótíns í blóði og þeir sem
reykja daglega. Lýðheilsustöð
bendir að lokum á það að árið
2000 hafi Hagfræðistofnun metið
framleiðslutap vegna óbeinna
reykinga á Íslandi og hafi það
numið 448 milljónum króna. Það
séu því mjög brýnir heilsufarsleg-
ir og fjárhagslegir hagsmunir
sem styðji bann við reykingum á
veitinga- og skemmtistöðum.
Mælist vel fyrir erlendis
Þótt íslensk stjórnvöld státi sig
oft af því að vera framarlega á
sviði heilsuverndar er fjarri lagi
að Íslendingar séu fyrstir þjóða
til að taka upp löggjöf sem mælir
fyrir um blátt bann gegn reyk-
ingum á veitinga- og skemmti-
stöðum. Bandaríkjamenn riðu
fyrstir á vaðið, en árið 1998 voru
sett lög í Kaliforníu sem banna
tóbaksreykingar á öllum vinnu-
stöðum og eru engir vinnustaðir
undanskildir. Þrátt fyrir miklar
hrakspár hafa lögin sannað gildi
sitt og voru til að mynda sett við-
móta lög í New York-ríki árið
2003 með góðum árangri. Frænd-
ur okkar í Noregi og á Írlandi
stigu skref í sömu átt árið 2004.
Eftir að bannlögin tóku gildi á Ír-
landi voru áhrifin metin af heil-
brigðisyfirvöldum. Í þeim rann-
sóknum kom í ljós að 92% Íra
sögðust fara jafnoft eða oftar á
bari í kjölfar bannsins auk þess
sem 97% þeirra sögðust hlýða
banninu. Bakslag varð hins vegar
í rekstri skemmtistaða í Noregi
og til að byrja með dró úr veltu,
sérstaklega á börum sem aðeins
seldu drykkjarföng. Hins vegar
hefur veitingaiðnaðurinn verið í
mikilli sókn þar nyrðra að und-
anförnu og veltan aukist á milli
ára, að sögn Ernu Hauksdóttur,
framkvæmdarstjóra Samtaka
ferðaþjónustunnar, sem nýverið
sat samnorræna ráðstefnu þar
sem bannmálin voru rædd.
Tímabundnar fórnir eða of
hár fórnarkostnaður?
Að sögn Ernu er þó ljóst að
menn þurfa að færa tímabundnar
fórnir til þess að bannið nái fram
að ganga. Harðast bitni bannið á
skemmtistöðum og kaffihúsum
sem aðeins séu með drykkjarföng
á boðstólum. Þrátt fyrir það telur
Erna að ávinningur fyrir veitinga-
iðnaðinn verði mikill. Hann losni
við þann gríðarlega óþrifnað sem
fylgi reykingum, gestum sem illa
þoli reyk fjölgi auk þess sem
heilsufar almennings batni til
muna. „Ef fólk hefur verið um það
bil að hætta að reykja hefur þetta
þótt gott tækifæri til þess,“ segir
Erna.
Gestur Páll Reynisson, fram-
kvæmdarstjóri á Kaffibarnum,
tekur ekki í sama streng og Erna.
Hann telur að ef stjórnvöld hafi
tekið afstöðu gegn reykingum eigi
þau að vera samkvæm sjálfum sér
og banna þær algjörlega. Það vilji
þau hins vegar ekki gera vegna
þess að með því yrðu þau af gríð-
arlegum tekjum. Markmið lag-
anna sé því óljóst og þau mót-
sagnakennd í eðli sínu.
„Sama höndin og réttir mér
pakkann bannar mér að neyta
innihaldsins víðs vegar um bæ-
inn,“ segir Gestur. Hann telur of
snemmt að segja fyrir um hvort
Kaffibarinn verði af tekjum vegna
bannsins. Reynir segir það í það
minnsta ljóst að fjárhagslegur
fórnarkostnaður staðanna sé
miklu hærri heldur en heilsufars-
legur kostnaður sem aldrei sé
hægt að koma í veg hvort sem er.
Aðspurður um sjónarmið um
vinnuvernd starfsmanna
skemmtistaðanna segir Gestur að
flestir sem sæki um vinnu á
skemmtistöðum þoli reykingar
ágætlega og í raun reyki meiri-
hluti starfsfólks Kaffibarsins.
Fréttaskýring | Breytingar á lögum um
tóbaksvarnir samþykktar á Alþingi
Reykmettaðir
barir kveðja
Veitinga- og skemmtistaðir verði alfarið
reyklausir frá og með 1. júní 2007
Ekki lengur hægt að reykja á næsta bar.
Reykingabannið hefur
víðast hvar mælst vel fyrir
Í hópi ríkja sem gripið hafa til
þess að banna reykingar á veit-
inga- og skemmtistöðum eru
Bandaríkin, Noregur, Írland,
Svíþjóð, Ítalía, Ástralía og Kan-
ada. Lögin hafa reynst vel að
mati flestra og þykir sú stað-
reynd að ekki hefur staðið meiri
styr um þau en raun ber vitni
benda til þess að samstaða ríki
um að halda áfram á sömu braut.
Ljóst er að afdráttarlaus afstaða
þessara ríkja hefur sett tals-
verðan þrýsting á íslensk
stjórnvöld.
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
Dreifing
tónleikum
Frummanna á
Arnarhóli
Diskurinn kemur formlega
út í dag kl 20:10
með
i i f l
t í l :
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111