Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigþór Jóhann-es Kristjánsson
fæddist í Klambra-
seli í Aðaldæla-
hreppi 7. desember
1920. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 8. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Kristín Þur-
íður Þorbergsdótt-
ir, f. 7. janúar 1885 á
Litlulaugum, d. 18.
ágúst 1972, og
Kristján Jóhannes-
son, f. 29. nóvember 1892 í
Klambraseli, d. 21. júlí 1987.
Systkini Jóhannesar eru: Kristín,
f. 24. mars 1922, d. 25. júlí 1942;
Sveinbjörn, f. 23. nóv. 1923; Þor-
bergur, f. 6. júlí 1926; Sigurveig, f.
26. nóvember 1928; Sigríður
Kristjana, f. 12. júlí 1930; Gísli f. 5.
des 1931; og Ásdís, f. 16. júlí 1938.
Jóhannes kvæntist hinn 1. júní
1946 Jónínu Sigríði Jónsdóttur
frá Steinholti í Skagafirði, f. 31.
des. 1923, d. 12. ágúst 2000. For-
eldrar hennar voru Jón Jóhann-
esson og Guðrún Jónsdóttir. Jó-
hannes og Sigríður eignuðust
fimm börn: 1) stúlka fædd and-
vana 14. mars 1948. 2) Hilmar, f 4.
nóv. 1949, d. 24. ágúst 1979. 3)
Kristján, f. 24. nóv. 1950, kvæntur
Kolbrúnu Friðgeirsdóttur, f. 25.
apríl 1957. Börn þeirra eru: 3a)
Ása Arnfríður, f. 5. september
1978, sambýlismaður hennar er
Sigurður Tómas Þórisson, f. 11.
apríl 1977, barn
þeirra er Þórir Kol-
beinn, f. 31. mars
2006. 3b) Hilmar, f.
1. júlí 1980, sam-
býliskona hans er
Herdís Elín Jóns-
dóttir, f. 15. mars
1979, 3c) Friðgeir
Jóhannes, f. 22. jan-
úar 1987. 4) Guðrún,
f. 28. nóvember
1953, gift Jóni Ís-
akssyni, f. 11. mars
1946. Synir Guðrún-
ar og Guðmundar
Kristjáns Guðmundssonar eru: 4a)
Sigþór Jóhannes, f. 7. júní 1975,
sambýliskona hans er Kristín
Petrína Pétursdóttir, f. 3. október
1980, 4b) Sigurður Arnar, f. 27.
apríl 1979. 5) Ragnheiður Lilja, f.
9. nóvember 1957, gift Gunnari
Hallgrímssyni, f. 4. maí 1948.
Börn þeirra eru: 5a) Hilma, f. 7.
mars 1980, 5b) Jóhannes, f. 22.
mars 1984, 5c) Anna 1. september
1989, 5d) Hafrún 31. ágúst 1994.
Jóhannes nam við Hólaskóla og
útskrifaðist sem búfræðingur
1946. Hann stundaði alla tíð bú-
skap í Klambraseli en sama ættin
hefur setið jörðina síðan 1848. Jó-
hannes gegndi um árabil ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir sveitunga
sína. Hann sat m.a. í sveitarstjórn,
var fjallskilastjóri, forðagæslu-
maður og refaskytta.
Útför Jóhannesar var gerð frá
Grenjaðarstaðarkirkju í Aðaldal
14. júní.
Austan að Aðaldal í Suður-Þing-
eyjarsýslu stendur bærinn Klambra-
sel. Þar hefur fjölskylda mín búið síð-
an um miðja nítjándu öld og þar ól afi
minn, Jóhannes Kristjánsson, allan
sinn aldur. Jóhannes afi minn fædd-
ist síðla árs 1920. Hann sagði mér oft
frá því með þunga í röddu að fæðing-
arár hans hafi verið bændum í sveit-
inni sérstaklega erfitt. Vorið var níst-
ingskalt, lömbin smá um haustið og
verð sem fékkst fyrir afurðir ákaf-
lega lágt. Ég var heilluð af liðnum
tíma frá fyrstu tíð og á heimilinu var
margt sem náði að magna upp þenn-
an áhuga minn. Ólíkt flestum af
minni kynslóð þá varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að alast upp undir
sama þaki og afi minn og amma. Afi
var duglegur að segja mér sögur og
ég þreyttist aldrei á því að spyrja
hann þráfaldlega út í æsku hans og
tímann sem var svo löngu liðinn hjá
en náði með einhverju móti að heilla
mig svo mjög.
Í elsta myndaalbúmi fjölskyldunn-
ar er að finna mynd af Jóhannesi afa
mínum þegar hann var barn að aldri.
Líklega var hann um sex ára gamall
þegar myndin var tekin. Myndin sú
sýnir hnarreistan pilt á fallegum
matrósafötum. Hann stendur í þilj-
aðri baðstofu og það liggur gæru-
skinn við fætur hans. Mér fannst allt-
af óbrúanlegt bil milli þessa stráks
og hans afa míns. Lengst af trúði ég
því ekki með nokkru móti að þeir
ættu nokkuð sameiginlegt, hvað þá
að þeir væru einn og sami maðurinn.
Það var ekki laust við að ég fyndi
stundum til minnkunar þegar Jó-
hannes afi minn sagði mér frá þeim
störfum sem hann innti af hendi við
búskapinn barn að aldri. Ég skildi
snemma að hann hafði þurft að
hjálpa foreldrum sínum við öll þau
ótal handtök sem þeirra biðu á hverj-
um einasta degi. Sex ára gamall byrj-
aði hann að smala kvíaánum kvöld og
morgna og tók á sig hluta af öllum
þeim störfum sem nauðsynlegt var
að sinna á stóru heimili.
Það er ekki langt síðan ég spurði
afa hver væri fyrsta minningin sem
hann varðveitti með sér. Hann hugs-
aði sig um litla stund þar sem hann lá
ofan á rúmteppinu í herbergi sínu og
seildist svo í minningu um einhentan
mann sem kom í Klambrasel vorið
1924 til þess að sækja svarta á sem
hann átti. Það kom mér reyndar ekki
á óvart að fyrsta minning afa míns
hefði eitthvað með búskap að gera þó
svo einhenti maðurinn kynni að hafa
átt sinn þátt í því að þessi mynd sat
svo í höfði hans.
Jóhannes afi minn var besti bóndi
sem ég hef þekkt. Hann var íslensk-
ur bóndi af lífi og sál og hann prýddu
allar þær dyggðir sem slíka menn
skyldu prýða. Hann var ákaflega
vinnusamur og ætlaðist til hins sama
af öðrum. Hann fór snemma í háttinn
og snemma á fætur, hann þekkti
jörðina eins og handarbakið á sér og
kunni svo vel þá horfnu list að lifa í
sátt við náttúruna og lífið sem í henni
býr. Ég held að bestu stundirnar hafi
Jóhannes afi minn átt uppi á afrétt
við að fylgjast með fé sínu á góðum
dögum. Hann fylgdist af alúð og
áhuga með skepnunum og ég velktist
aldrei í vafa um það að hann var á
réttri hillu í lífinu.
Frá því ég man eftir mér var ég
ákaflega stolt af Jóhannesi afa mín-
um og sótti í að dunda ýmislegt með
honum úti við. Hann var greindur og
athugull maður og fylgdist vel með
því sem var að gerast í heiminum
þótt hugurinn væri alltaf bundinn
heima í Klambraseli. Hann var ákaf-
lega barngóður og hann átti alltaf
tíma fyrir okkur barnabörnin þó
þreyttur væri eftir erfiðan dag við
bústörfin. Hann átti það til að ærsl-
ast svo mjög með okkur krökkunum
að henni Sigríði ömmu minni þótti
nóg um.
Ég varði miklum tíma með afa
mínum þegar ég var yngri. Honum
var einkar lagið að telja mér trú um
að ég gerði honum mikið gagn með
því að fylgja honum hvert fótmál. Ég
fylgdi honum til gegninga, við
brenndum sinu og rökuðum dreifar.
Hann tók mig líka gjarnan með í
girðingarvinnu á vorin. Stundum fór-
um við á hesti og hann reiddi mig fyr-
ir framan sig meðan hann kenndi
mér helstu örnefnin í heiðinni og
sagði mér þolinmóður nöfn á helstu
fuglum og blómum sem urðu á leið
okkar. Þannig mun ég muna Jóhann-
es Kristjánsson afa minn. Ég mun
muna hann þar sem hann situr hnar-
reistur jarpan hest árla morguns
einn ljúfan vordag í maí. Hann reiðir
vírastrekkjara og sleggju fyrir fram-
an sig og á fyrir höndum langan dag
við girðingarvinnu uppi í heiði.
Um leið og ég lít í augun á ungum
pilti á matrósafötum og horfi á eftir
jörpum hesti hverfa mér sjónum inn í
þokuna á heiðinni kveð ég afa minn,
Jóhannes Kristjánsson, bónda í
Klambraseli, með þakklæti og virð-
ingu. Ég óska honum góðrar ferðar
og þakka honum ánægjulega sam-
fylgd í 26 ár.
Hilma Gunnarsdóttir.
Mig langar til þess að minnast afa
míns með nokkrum orðum. Afi minn
var bóndi af gamla tímanum og
gegndi því erfiða starfi með miklum
sóma. Ég verð ævinlega þakklát for-
eldrum mínum fyrir að hafa sent mig
í Klambrasel, í viku og viku yfir sum-
arið, þegar ég var krakki. Þannig
fékk ég að kynnast lífinu í sveitinni
og ekki síst afa og ömmu. Siggu
ömmu sem var svo fín og góð. Búin
að baka dúnmjúka marmaraköku og
bestu kleinur í heimi. Hún saumaði
listavel út, keypti Nýtt líf og í stofu-
glugganum blómstruðu pelargóníur
og begóníur. Jói afi var alltaf úti að
sinna ám og kúm og féll aldrei verk
úr hendi. Þegar við fundum hann inni
við skrifborðið sitt laumaði hann að
manni súkkulaðibita, það var alltaf
Mónu-hjúpsúkkulaði. Eftir matinn
lagði hann sig uppi í sófa og fékk
dropa í augun. Mér er minnisstætt að
í eitt sinn er ég dvaldi í sveitinni bað
afi Ragnheiði frænku að útbúa fyrir
mig nesti því ég skyldi koma með
honum upp á afrétt til að gera við
girðingu. Ég var svo stolt að hann
skyldi hafa valið mig, kaupstaðar-
barnið, til að aðstoða sig. Það kárnaði
þó heldur gamanið, þegar ég móð og
másandi elti afa, sem sat á hesti, upp
brekkurnar. Það hefur örugglega
ekki tíðkast í barnæsku afa að setja
hnakk undir börn. Hrafnar sveimuðu
yfir gilinu og það hvarflaði að mér að
þetta yrði mitt síðasta. Upp á fjalls-
brún komst ég þó og fannst ég
standa mig vel í girðingarvinnunni.
Best var þó að borða nesti á þúfu með
afa, fjarri mannabyggðum, og auðvit-
að loksins þegar hann leyfði mér að
sitja hestinn á leiðinni heim. Það er
alltaf nóg að gera í sveitinni og þegar
við heimsóttum afa og ömmu um
helgar var afi yfirleitt úti en það
mátti stóla á að hann kæmi inn í kaffi
og ef vel lá á honum taldi hann á
manni tærnar. Eftir að amma dó brá
afi búi og flutti á elliheimilið á Húsa-
vík. Afi sagði mér að hann væri nú
ekki mikið fyrir að spássera í kaup-
stað nema hann ætti þangað erindi.
Gerðist hann því kyrrsetumaður og
þar sem hann var mikið fyrir sætindi
tók hann að bæta á sig í ellinni. Það
þótti okkur barnabörnunum sumum
spaugilegt, þar sem afi hafði alltaf
verið tággrannur. Eftir að ég flutti
suður gáfust færri tækifæri til að
heimsækja afa og brátt hætti hann
að þekkja mig. Ég hætti líka að
þekkja afa, útitekið andlit hans varð
fölt og vinnulúnar hendurnar silki-
mjúkar. Ég kom tvisvar til afa undir
lokin með son minn rúmlega tveggja
mánaða, fyrsta barnabarnabarn afa.
Afi bara svaf, það var ró yfir gamla
manninum og þó svo það drægist
held ég að hann hafi farið ljúflega inn
í eilífðina. Um leið og ég syrgi afa
minn syrgi ég það að sonur minn
skyldi ekki fá að kynnast langafa sín-
um, sem hefði getað kennt honum að
syngja „Einn var að smíða ausutet-
ur“ og telja hvort tærnar hans séu
ekki örugglega tíu. Hafðu þökk fyrir
allt afi minn. Megir þú hvíla í friði.
Ása Arnfríður Kristjánsdóttir.
JÓHANNES
KRISTJÁNSSON
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
LEGSTEINAR
SteinsmiðjanMOSAIK
Hamarshöfða 4 – sími 587 1960
www.mosaik.is
Elskulegur faðir okkar,
PÉTUR ÞORBJÖRNSSON
skipstjóri,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 8. þessa mánaðar á
Landspítalanum Hringbraut verður jarðsunginn
frá Víðistaðakirkju Hafnarfirði mánudaginn
19. júní kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið.
Börn, tengdabörn, barna- og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar , tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN MARINÓ JÓNSSON
klæðskeri,
Mýrarvegi 113,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn
19. júní kl. 13.30.
Hulda Jónatansdóttir,
Guðný Jónsdóttir, Ragnar Sverrisson,
Sigurbjörg Jónsdóttir, Birgir Arason,
Jón M. Jónsson, Brynja Sigurðardóttir,
afabörn og langafabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
BIRGIR ÁRSÆLSSON
flugvélstjóri,
Lúxemborg,
Ásholti 28,
Reykjavík,
sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut að morgni sunnudagsins 11. júní,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 19. júní kl. 15.00.
Aðalheiður Árnadóttir,
Jónína Birgisdóttir, Skarphéðinn Njálsson,
Anton Birgisson,
Ársæll Birgisson
og barnabörn.
Okkar hjartkæra
SVALA EYJÓLFSDÓTTIR,
Miðleiti 7,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 21. júní kl. 15.00.
Hákon Jóhannsson,
Katrín Hákonardóttir, Arthur Echelberger,
Jóhann Hákonarson, Dagný Jóhannsdóttir,
Erna Hákonardóttir, Gernot Pomrenke,
Tryggvi Hákonarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGURLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Tjaldanesi 3,
Garðabæ,
sem lést fimmtudaginn 8. júní, verður jarðsungin
frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðjudaginn 20. júní
kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á hjúkrunarheimilið Holtsbúð í Garðabæ, sími 535 2220.
Jón Kr. Sveinsson,
Kristján Þ. Jónsson, Sveinbjörg Guðmarsdóttir,
Inga Sveinbjörg Jónsdóttir,
Jóna F. Jónsdóttir, Þorsteinn Ingi Jónsson,
Sigurður M. Jónsson,
Svala Rún Jónsdóttir, Guðmundur Óli Reynisson,
barnabörn og barnabarnabörn.