Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Tóm- as Guðmundsson, fyrrum sóknarprestur á Patreksfirði, prédikar. Brottfluttir V- Barðstrendingar, þ.á m. fermingarbörn sr. Tómasar frá 1956 og síðar, eru hvattir til að fjölmenna. Organisti Kári Þormar. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Bú- staðakirkju syngur. Organisti Arngerður María Árnadóttir. Prestur sr. Pálmi Matt- híasson. DÓMKIRKJAN: 17. júní. Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson prédikar. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari, ásamt biskupi Íslands sem lýsir blessun. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, organista. (Guðsþjónustunni er útvarpað). Messa sunnudag kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson prédikar. Dómkórinn syngur. Mar- teinn H. Friðriksson leikur á orgel. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Molasopi eftir messu. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngur Ari B. Gústafsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Björn Jónsson. Félag fyrrum þjónandi presta. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Söng- hópur úr Mótettukór leiðir safnaðarsöng undir stjórn Harðar Áskelssonar, org- anista. Eftir messu verður boðið upp á kaffisopa. Orgeltónleikar kl. 20. Br. Andr- eas Warler frá Þýskalandi, leikur. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveins- son. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Guðsþjónusta kl. 14 á Landspítala, Landakoti. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson, organisti Birgir Ás Guðmundsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur á Þingvöllum, predikar og þjónar ásamt sóknarpresti, séra Jóni Helga Þórarinssyni. Kammerkór Lang- holtskirkju syngur ættjarðarlög og sálma undir stjórn Jóns Stefánssonar, en efni messunnar verður að nokkru tileinkað þjóðhátíðardeginum. Kaffisopi eftir mess- una. LAUGARNESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20. Sr. Hildur Eir Bolladóttir þjónar ásamt meðhjálpara, kór, organista, kirkjuverði og fulltrúum lesarahóps, en Guðni Már Harð- arson, sem brátt mun vígjast sem skóla- prestur, prédikar. Messukaffi. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Halldór Reynisson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Friðrik Vignir Stefánsson. Fé- lagar úr kór Neskirkju syngja. Að lokinni messu er boðið upp á kaffi á Torginu. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl. 11. Opin kirkja til íhugunar. Prestur: Sr. Sigurður Grétar Helgason. Velkomin. ÍSLENSKA KIRKJAN Í SVÍÞJÓÐ: Stokk- hólmur: Hátíðarguðsþjónusta verður á þjóðhátíðardaginn laugard. 17. júní kl. 13 í Finnsku kirkjunni í Gamla Stan. Íslenski sönghópurinn í Stokkhólmi syngur undir stjórn Brynju Guðmundsdóttur. Einar Sveinbjörnsson leikur á fiðlu. Ingibjörg Guðlaugsdóttir leikur á básúnu. Píanóleik annast Brynja Guðmundsdóttir. Prestur er sr. Ágúst Einarsson. Eftir guðsþjónustu verður þjóðhátíðardagskrá Íslendinga- félagsins. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Kvöldmessa kl. 20. Þema messunnar er Frelsið. Anna Sig- ríður Helgadóttir og Aðalheiður Þorsteins- dóttir leiða tónlistina, þar sem frelsið er í forgrunni. Ása Björk leiðir messuna og pré- dikar jafnframt um frelsið, daginn eftir þjóðhátíðardag Íslendinga. Altarisganga. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir söng. Organisti er Ester Ólafsdóttir. Kaffisopi að guðsþjónustu lokinni. BREIÐHOLTSKIRKJA: Útvarpsguðsþjón- usta kl. 11. Einsöng syngur Magnús Bald- vinsson. Steinar M. Kristinsson leikur á trompet. Prestur sr. Bryndís Malla Elídótt- ir. Organisti Keith Reed. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Sigfús Kristjánsson. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Kór Digraneskirkju, B- hópur (www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Helgistund í Fella- og Hólakirkju kl. 20 í umsjá Sigríðar R. Tryggvadóttur æskulýðsfulltrúa kirkj- unnar. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir safn- aðarsöng. Organisti Lenka Mateova. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 – ferming. Séra Vigfús Þór Árnason pré- dikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti: Guðlaugur Vikt- orsson. Fermd verður Hekla Mekkín Sigurbergsdóttir, Skeljagranda 7. HJALLAKIRKJA: Sameiginleg guðsþjón- usta safnaðanna í austurbæ Kópavogs, Digranes-, Hjalla- og Lindasafnaða, er í júnímánuði í Digraneskirkju kl. 11. Prestar safnaðanna þjóna. Við minnum á bæna- og kyrrðarstundir í Hjallakirkju á þriðjudög- um kl. 18 (sjá einnig á www.hjalla- kirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna messuheim- sóknar kórs Kópavogskirkju, prests og organista til Winnipeg í Kanada verður ekki hefðbundin guðsþjónusta kl. 11 held- ur helgistund sem sr. Karl V. Matthíasson annast. LINDASÓKN í Kópavogi: Sameiginlega guðsþjónusta Linda-, Hjalla- og Digranes- safnaða í Digraneskirkju kl. 11. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Ólaf- ur Jóhann Borgþórsson prédikar. Sr. Val- geir Ástráðsson þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsönginn. Org- anisti er Jón Bjarnason. Sjá nánar um kirkjustarf á www.seljakirkja.is. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð, vitnisburði og fyrirbænum. Ólafur H. Knútsson predikar. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ er sýndur á Ómega kl. 14. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla miðvikudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boð- un, FM 105,5. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardagur: Kaffisala kl. 14–18. Kl. 16.30 söngstund í umsjón Miriam. Sunnudagur: Bæna- stund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Anne Gurine og Daníel Óskarsson stjórna og tala. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Sam- koma kl. 20. Gestaprédikari er Ólafur Sveinbjörnsson. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir vel- komnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma sunnudag kl. 17. Við treystum á gott veður og ætlum að hafa Mallorca-stemmningu og vera úti og grilla, auk þess verður sam- félag og Guðs orð matreitt með. Það verð- ur létt stemmning og við hvetjum alla til að koma. Samkoman hefst klukkan 17. Fólk verður að hafa með sér drykki, en KFUM og KFUK skaffar á grillið og meðlæti. Verið öll velkomin. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. English speaking service at 12.30pm. The entrance is from the car park in the rear of the building. Everyone is welcome. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Mike Jenkins frá USA. Gospelkór Fíladelfía leiðir lofgjörð. Fyrirbænir í lok samkomu. Allir velkomnir. Barnakirkja á meðan á samkomu stendur, öll börn vel- komin frá 1–12 ára. Hægt er að hlusta á beina útsendingu á Lindinni, fm 102,9 eða horfa á www.gospel.is – Á Omega er sýnd samkoma frá Fíladelfíu kl. 20. KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 árdegis á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Tilbeiðslustund er haldin í Kristskirkju á hverju fimmtudags- kvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Sunnudaginn 18. júní: Dýridag- ur, stórhátíð. Við heiðrum sérstaklega Drottin Jesúm í altarissakramentinu, þar sem Kristur gefur sig til fæðu, heiminum til lífs. Þessi hátíð var fyrst haldin árið 1247, þá að frumkvæði heilagrar Júlíönu frá Lüttich. Dýrkun hennar á hinu helga alt- arissakramenti var alkunn og fékk hún nafntogaða menn í lið með sér að koma á sérstökum messudegi til dýrðar líkama Krists. Einn þeirra var Úrbanus IV páfi. Hinn 8. september 1264 ákvað hann að Dýridagur skyldi hátíðlegur haldinn á fimmtudeginum eftir þrenningarhátíð. Hér á landi var dagurinn lögleiddur árið 1326. Fimmtudagur 15. júní sl. var Dýridagur, en nú á dögum er leyfilegt að halda hátíðina sunnudaginn þar á eftir og er það gert víð- ast hvar. Hátíðarmessa kl. 10.30. Að messu lokinni er helgiganga innan kirkj- unnar með altarissakramentið. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslustund á mánudögum frá kl. 19 til 20. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafn- Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonStóradalskirkja Guðspjall dagsins: Ríki maðurinn og Lasarus. (Lúk. 16.) Á Íslandi stóð kvennaskák illa fram eftir 20. öldinni en eins og margir vita þá tók íslenskt lið í kvennaflokki í fyrsta skipti þátt á Ólympíuskákmótinu í Buenos Aires árið 1978. Það var sannarlega tími til kominn að þetta yrði gert og í kjölfarið fór liðið í þrjú mót til við- bótar en þegar öflugustu skákkon- urnar urðu óléttar allar á sama tíma var ekki sent lið á mótið árið 1986. Heil fjórtán ár liðu þar til að lið í kvennaflokki var sent á nýjan leik á Ólympíumót en eins og fyrir mótið í Buenos Aires 1978 kostaði það blóð, svita og tár að fá því framgengt að íslenskar skákkonur tækju þátt á Ólympíuskákmótinu í Istanbúl árið 2000. Á mótinu í Istanbúl árið 2000 tóku 86 lið þátt í kvennaflokki og lenti íslenska liðið í 77.–81. sæti með 18 vinninga af 42 mögulegum en á næsta móti í Bled árið 2002 gekk betur þar sem liðið fékk 19 vinninga af 42 mögulegum og lenti í 66.–68. sæti af 90 keppnisliðum. Liðið styrktist mikið árið 2004 þeg- ar Lenka Ptácníková og Guðlaug Þorsteinsdóttir tefldu á Ólympíu- mótinu í Calvia þar sem liðið fékk 20½ vinning af 42 mögulegum og lenti í 47.–54. sæti af 87 keppnis- liðum. Guðlaug sem hafði ekki teflt mik- ið um langt árabil hefur síðan árið 2004 tekið virkan þátt í íslensku skáklífi og sýndi mikla keppnis- hörku á Íslandsmóti kvenna í skák árið 2005 þegar hún skaut Lenku ref fyrir rass. Lenka byrjaði að tefla fyrir Íslands hönd árið 2004 og síðan þá hefur hún orðið Norð- urlandameistari í skák og teflt af miklu öryggi á fyrsta borði fyrir ís- lenska liðið. Þær stöllur voru pott- urinn og pannan á mótinu í Tórínó þar sem íslenska liðið fékk 20 vinn- inga af 39 mögulegum. Þessi árang- ur þýddi að liðið lenti í 45.–52. sæti af 103 keppnissveitum en jafnframt var eftirtektarvert að af hinum Norðurlandaþjóðunum var ein- göngu lið Svía sem var fyrir ofan ís- lenska liðið. Í síðustu umferð mótsins mætti íslenska liðið sveit Bosníu-Hersegó- vínu og voru þær bosnísku stiga- hærri á öllum borðum. Lenka (2.183) hafði á fyrsta borði svart gegn Elenu Titovu-Boric (2.284) og alveg frá byrjun hafði Lenka frum- kvæðið í skákinni. Þegar hvítur lék 36. Rd2-Re4 kom eftirfarandi staða upp: Lenka lauk skákinni með snyrti- legum hætti þegar hún lék 36. … Hxg3+! Hrókurinn er friðhelgur þar sem eftir 37. Rxg3 Dxf2+ verður hvítur mát eftir 38. Kh1 Dxe1+. Hvítur reyndi að halda áfram með því að leika 37. Kh2 en eftir 37. … Hg6! lagði sú bosníska niður vopnin. Á öðru borði í síðustu umferðinni atti Guðlaug (2.138) kappi við Dij- ana Dengler (2.144). Um mikla stöðubaráttu var að ræða og þegar sú bosníska lék 33. … Dd8-f6 kom eftirfarandi staða upp: Guðlaug er mikill bragðarefur og nú sá hún færi á að opna taflið og virkja þannig biskupaparið sitt. 34. e4! fxe4 35. Bf4+ Ka8 36. axb5 cxb5 37. fxe4 Hxe4 38. c6 Hvítur vinnur nú mann og stuttu síðar skákina. 38. … Ha7 39. cxd7 Rb6 40. Dc8+ og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 40. … Rxc8 41. dxc8=D#. Þessir góðu sigrar Lenku og Guðlaugar í síðustu um- ferð tryggðu að íslenska liðið í kvennaflokki fékk í fyrsta skipti meira en helming vinninga síðan liðið var sent á ný til keppni árið 2000. Það er ekki eingöngu íslenska kvennalandsliðið sem er í sókn heldur hefur þátttaka stúlkna á skákmótum farið vaxandi. Þar var t.d. athyglisvert að margar stúlkur tóku þátt í Meistaramóti Skákskóla Íslands sem lauk fyrir skömmu og stóð Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir sig best þeirra, fékk 5 vinn- inga af 7 mögulegum og lenti í 3.–7. sæti. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir var einnig í toppbaráttunni í yngri flokki á Landsmótinu í skólaskák sem lauk á Hvolsvelli um síðustu helgi og endaði keppni í þriðja sæti. Af þessu samandregnu má draga þá ályktun að íslenskar skákkonur eru í sókn og það er þess vegna til- hlýðilegt að segja: Áfram stelpur! HELGI ÁSS GRÉTARSSON SKÁK Tórínó á Ítalíu ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ 2006 20. maí–4. júní 2006 daggi@internet.is Lenka Ptacnikova Guðlaug Þorsteinsdóttir Áfram stelpur! HALLSSTAÐIR - DALABYGGÐ Hallsstaðir, landnúmer 137758, í Flekku- dal í Dalabyggð. Jörðin er talin um 1200 ha að stærð og liggur í vestanverðum Flekkudal á Fellsströnd. Dalurinn er op- inn til suðurs og er láglendi nokkuð grös- ugt. Nokkurt birkikjarr er á landinu í hlíð- um Tungumúla (619 mys) er skilur á milli Flekkudals og Klofnings en norðan Klofn- ings liggur Skarðsströnd. Útsýni til suð- urs og vesturs til Breiðafjarðar. Mikil nátt- úrufegurð og friðsælt umhverfi. Jörðin er óskipt, ekkert land hefur verið tekið und- an henni. 101318 Nánari upplýsingar á skrifstofu FM s. 550 3000 einnig á fmeignir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.