Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 31 MENNING Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI Íslands, 17. júní, verður sérstök hátíð- ardagskrá í Árbæjarsafni. Allir helstu fornbílar landsins safnast þar saman og verða til sýnis fram til kl. 11, en þá leggja þeir af stað niður í miðbæ. Klukkan 14 geta gestir fylgst með hvernig faldur, faldblæja og spöng eru sett upp og borin við skautbúning. Leið- sögumenn safnsins munu enn- fremur klæðast fjölbreyttum bún- ingum í eigu safnsins, peysufötum, upphlut og skautbúningi. Gestir eru ennfremur hvattir til að mæta í eigin þjóðbúningum í tilefni dagsins og er fólk af erlendum uppruna sérstaklega boðið vel- komið og hvatt til að mæta í þjóð- búningum síns heimalands. Í safnhúsinu Suðurgötu 7 stend- ur yfir gullsmíðasýning Dóru Jónsdóttur sem nefnist „Nútíð byggð á fortíð“. Dóra kappkostar að setja þjóðlegt handverk í nýtt samhengi og tengja það við tísku- strauma nútímans. Þjóðdansafélag Reykjavíkur stígur á svið kl. 15 og sýnir listir sínar. Karl Jónatansson leikur á harmóniku við Árbæ og Dillons- hús, handverksfólk verður í hús- unum og húsfreyjan í Árbæ bakar lummur í tilefni dagsins. Þá voru opnaðar tvær nýjar sýningar í safninu í gær. Önnur ber heitið „Húsagerð höfuðstaðar“ og er þar farið yfir sögu húsa- gerðar og byggingartækni í Reykjavík á tímabilinu 1840-1940. Hin nefnist „Diskó og pönk – ólík- ir straumar?“ og er sýningunni ætlað að varpa ljósi á menningu ungs fólks í Reykjavík og ná- grenni á árunum 1975-1985. Eru þar hinir tveir tískustraumar þessara ára, diskó og pönk, í for- grunni. Safnið er opið frá kl. 10-17 og verður aðgangur ókeypis þennan dag fyrir börn að 18 ára aldri, elli- lífeyrisþega, öryrkja og í tilefni dagsins fyrir alla gesti sem klæð- ast þjóðbúningum. Árbæjarsafn | Fornbílar, þjóðdansar og fleira skemmtilegt í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní Ókeypis fyrir þá sem klæð- ast þjóð- búningi Gestir geta fylgst með hvernig faldur, faldblæja og spöng eru sett upp og borin við skautbúning í Árbæjarsafni í dag. Morgunblaðið/Árni Torfason Fornbílar verða í Árbæjarsafni í dag til kl. 11, en þá leggja þeir af stað nið- ur í miðbæ. Hér gefur að líta Buick Super árgerð 1958. LISTVINAHÚS og leirmunagerð Guð- mundar Einars- sonar frá Miðdal og samverkafólks hans, stofnuð 1927, eru löngu orðin kunnar stærðir í sögu lista og hönnunar í landinu. Í nýrri bók er birt vandað yfir- lit yfir rúmlega 170 styttur, líkneski, listgripi og nytjahluti, ásamt sam- antekt á sögu fyrirtækisins og leir- munaframleiðslunnar frá 1930 til 1956. Höfundar texta eru Eiríkur Þorláks- son listfræðingur og Ari Trausti Guð- mundsson, rithöfundur og jarðeðlis- fræðingur, sem ritstýrði einnig verk- inu. Myndgerð annaðist Ragnar Th. Sigurðsson. Bókin er 150 bls. í allstóru broti með nálægt 200 hágæðalitmyndum og enskum jafnt sem íslenskum texta. Útgefandi er Arctic bækur ehf., m.a. með tilstyrk Kópavogsbæjar, en meðal tilefna útgáfunnar er yfirlitssýn- ing á verkum Guðmundar sem opnuð var í Listasafni Kópavogs, Gerð- arsafni, og í Náttúrustofu Kópavogs laugardaginn 6. maí og nú stendur yf- ir. Upplag bókarinnar er aðeins 800 eintök. Nýjar bækur q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q q Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. M IX A • fí t • 6 0 3 2 9 Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiði. Végarður í Fljótsdal List og saga „Andlit Þjórsæla – mannlíf fyrr og nú“. Málverkasýning Hlífars Snæbjörnssonar. Athyglisverð sölusýning á landslags- málverkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals Með krafta í kögglum! Sýning á myndum Halldórs Péturssonar listmálara við Grettissögu. Kynnið ykkur orkumannvirki sem kemur á óvart. Blöndustöð, Húnaþingi Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjöl- skylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal Ísland í augum innflytjenda Hvaða sýn hafa innflytjendur á land og þjóð? Listsýning nokkurra innflytjenda. Skemmtidagskrá margar helgar í sumar. Ljósafossstöð við Sog
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.