Morgunblaðið - 17.06.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 31
MENNING
Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI Íslands,
17. júní, verður sérstök hátíð-
ardagskrá í Árbæjarsafni. Allir
helstu fornbílar landsins safnast
þar saman og verða til sýnis fram
til kl. 11, en þá leggja þeir af stað
niður í miðbæ. Klukkan 14 geta
gestir fylgst með hvernig faldur,
faldblæja og spöng eru sett upp
og borin við skautbúning. Leið-
sögumenn safnsins munu enn-
fremur klæðast fjölbreyttum bún-
ingum í eigu safnsins, peysufötum,
upphlut og skautbúningi. Gestir
eru ennfremur hvattir til að mæta
í eigin þjóðbúningum í tilefni
dagsins og er fólk af erlendum
uppruna sérstaklega boðið vel-
komið og hvatt til að mæta í þjóð-
búningum síns heimalands.
Í safnhúsinu Suðurgötu 7 stend-
ur yfir gullsmíðasýning Dóru
Jónsdóttur sem nefnist „Nútíð
byggð á fortíð“. Dóra kappkostar
að setja þjóðlegt handverk í nýtt
samhengi og tengja það við tísku-
strauma nútímans.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur
stígur á svið kl. 15 og sýnir listir
sínar. Karl Jónatansson leikur á
harmóniku við Árbæ og Dillons-
hús, handverksfólk verður í hús-
unum og húsfreyjan í Árbæ bakar
lummur í tilefni dagsins.
Þá voru opnaðar tvær nýjar
sýningar í safninu í gær. Önnur
ber heitið „Húsagerð höfuðstaðar“
og er þar farið yfir sögu húsa-
gerðar og byggingartækni í
Reykjavík á tímabilinu 1840-1940.
Hin nefnist „Diskó og pönk – ólík-
ir straumar?“ og er sýningunni
ætlað að varpa ljósi á menningu
ungs fólks í Reykjavík og ná-
grenni á árunum 1975-1985. Eru
þar hinir tveir tískustraumar
þessara ára, diskó og pönk, í for-
grunni.
Safnið er opið frá kl. 10-17 og
verður aðgangur ókeypis þennan
dag fyrir börn að 18 ára aldri, elli-
lífeyrisþega, öryrkja og í tilefni
dagsins fyrir alla gesti sem klæð-
ast þjóðbúningum.
Árbæjarsafn | Fornbílar, þjóðdansar og fleira skemmtilegt í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní
Ókeypis
fyrir þá
sem klæð-
ast þjóð-
búningi
Gestir geta fylgst með hvernig faldur, faldblæja og spöng eru sett upp og
borin við skautbúning í Árbæjarsafni í dag.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Fornbílar verða í Árbæjarsafni í dag til kl. 11, en þá leggja þeir af stað nið-
ur í miðbæ. Hér gefur að líta Buick Super árgerð 1958.
LISTVINAHÚS og
leirmunagerð Guð-
mundar Einars-
sonar frá Miðdal
og samverkafólks
hans, stofnuð
1927, eru löngu
orðin kunnar
stærðir í sögu
lista og hönnunar
í landinu. Í nýrri bók er birt vandað yfir-
lit yfir rúmlega 170 styttur, líkneski,
listgripi og nytjahluti, ásamt sam-
antekt á sögu fyrirtækisins og leir-
munaframleiðslunnar frá 1930 til
1956.
Höfundar texta eru Eiríkur Þorláks-
son listfræðingur og Ari Trausti Guð-
mundsson, rithöfundur og jarðeðlis-
fræðingur, sem ritstýrði einnig verk-
inu. Myndgerð annaðist Ragnar Th.
Sigurðsson.
Bókin er 150 bls. í allstóru broti
með nálægt 200 hágæðalitmyndum
og enskum jafnt sem íslenskum
texta.
Útgefandi er Arctic bækur ehf.,
m.a. með tilstyrk Kópavogsbæjar, en
meðal tilefna útgáfunnar er yfirlitssýn-
ing á verkum Guðmundar sem opnuð
var í Listasafni Kópavogs, Gerð-
arsafni, og í Náttúrustofu Kópavogs
laugardaginn 6. maí og nú stendur yf-
ir. Upplag bókarinnar er aðeins 800
eintök.
Nýjar bækur
q q q q q q q q q q q q q q q q
q q q q q q q q q q q q q q q q
q q q q q q q q q q q q q q q q
q q q q q q q q q q q q q q q q
Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun
Sumarið er okkar tími!
Tilvalið að líta inn
Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is
og í síma 515 9000.
Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar.
M
IX
A
fí
t
6
0
3
2
9
Kynnist Kárahnjúkavirkjun!
Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar
ásamt ferðamennsku og útivist norðan
Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en
haldið er upp á Fljótsdalsheiði.
Végarður í Fljótsdal
List og saga
„Andlit Þjórsæla – mannlíf fyrr og nú“.
Málverkasýning Hlífars Snæbjörnssonar.
Athyglisverð sölusýning á landslags-
málverkum.
Sultartangastöð ofan Þjórsárdals
Með krafta í kögglum!
Sýning á myndum Halldórs Péturssonar
listmálara við Grettissögu.
Kynnið ykkur orkumannvirki sem kemur
á óvart.
Blöndustöð, Húnaþingi
Orka í iðrum jarðar!
Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið
myndir frá Kröflueldum.
Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu.
Kröflustöð í Mývatnssveit
„Hvað er með Ásum?“
Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjöl-
skylduna. Goðastyttur Hallsteins
Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar,
þjóðháttafræðings.
Laxárstöðvar í Aðaldal
Ísland í augum innflytjenda
Hvaða sýn hafa innflytjendur á land og
þjóð? Listsýning nokkurra innflytjenda.
Skemmtidagskrá margar helgar í sumar.
Ljósafossstöð við Sog