Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 59 DAGBÓK gie Art Award árið 2006. Sýningin endurspeglar brot af því helsta í norrænni samtímalist en meðal sýnenda eru fjórir ís- lenskir listamenn, meðal annars listmálar- inn Eggert Pétursson sem hlaut önnur verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabil- um í list Errós þær nýjustu frá síðastliðnu ári. Við vinnslu málverka sinna gerir Erró samklipp, þar sem hann klippir og límir saman myndir sem hann hefur sankað að sér úr prentmiðlum samtímans. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portrettum Sigur- jóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánu- daga 14–17. Kaffistofan opin á sama tíma. Sumartónleikar hefjast 11. júlí. Listasalur Mosfellsbæjar | Þórdís Alda Sigurðardóttir sýnir lágmyndir sem gerðar eru m.a. úr járni og textíl. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar. Til 24. júní. Pakkhúsið í Ólafsvík | Hugrenningar – Mál- verkasýning Sesselju Tómasdóttur mynd- listarmanns til 17. júlí. Viðfangsefni sín sækir hún í Snæfellsjökul og hugsandi and- lit, sem hún vinnur með akríl- og olíu- málningu á striga. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í Evrópu; Karin Sander & Ceal Floyer, sýna nýleg verk sín í bland við eldri, sem eru í eigu Safns. Sýningin er opin mið.–fös. kl. 14–18 og lau.–sun. kl. 14–17. Safn er stað- sett á Laugavegi 37. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn á laugardögum. www.safn.is Saltfisksetur Íslands | Í Saltfisksetrinu stendur yfir sýning í máli og myndum um fiskveiðar Portúgala á norðurslóðum. Sýn- ingin kemur frá Ílhavo vinabæ Grindavíkur og segir frá fiskveiðum Portúgala frá árinu 1500 til dagsins í dag. Þetta er bæði skemmtileg og fræðandi sýning sem vert er að sjá. Til 10. júlí. Skaftfell | Nú stendur yfir sýning bræðr- anna Sigurðar og Kristjáns Guðmundssona í Skaftfelli, menningarmiðstöð myndlistar á Austurlandi. Sýningin er opin daglega frá kl. 14–21 í sumar. Suðsuðvestur | Þórunn Hjartardóttir límir í Suðsuðvestri. Sýningin stendur til 18. júní. Opið fimmtud. og föstud. frá kl. 16 til 18 og um helgar frá kl. 14 til 17. Þjóðminjasafn Íslands | Í Myndasal eru til sýnis ljósmyndir Marks Watson og Alfreds Ehrhardt af Íslandi sumarið 1938. Af mynd- um ferðalanganna má sjá hve ljósmyndin getur verið persónulegt og margrætt tján- ingarform. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning Borgarskjalasafns í anddyri Laugardals- laugar um Laugarnesskóla í 70 ár. Sögu- legur fróðleikur, ljósmyndir og skjöl. Opin á opnunartíma laugarinnar. Allir velkomnir. Til 30. júní. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu- leiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is og í 586 8066. Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarnarfirði sem er bústaður galdramanns og litið er inn í hugarheim almúgamanns á 17. öld og fylgst með hvernig er hægt að gera morgundaginn lítið eitt bærilegri en gærdaginn. Sýningin er opin alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst. Listasafn Árnesinga | Tvær sýningar í safninu. Sýningin HÉR er verðlaunasýning Hrafnhildar Sigurðardóttur, en hún tók við norrænu textíllistaverðlaununum í Svíþjóð 2005. Sýningin FORMLEIKUR – GEO- METRIA er sýning Sonju Hakansson, en hún var tilbúin með þessa einkasýningu sama ár og hún lést, árið 2003. Til 18. júní. Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýning. Ef þú giftist? Brúðkaupssiðir fyrr og nú. Ef þú giftist fjallar um brúðkaup og brúðkaups- siði í gegnum tíðina. Sýningin er unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og er opin alla daga milli 10 og 17. Til 15. sept. Perlan | Sögusafnið í Perlunni er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja sög- una frá landnámi til 1550. ww.saga- museum.is Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr og veiðitengdir munir, skotvopn o.fl. Opið 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is Þjóðmenningarhúsið | Handritin – Saga handrita og hlutverk um aldir. Fyrirheitna landið – fyrstu Vestur-Íslendingarnir. Það gisti óður – Snorri Hjartarson 1906–2006. Síðustu forvöð að sjá sýninguna um Snorra, henni lýkur 17. júní. Þjóðminjasafn Íslands | Nú stendur yfir sýning á níu fornleifarannsóknum Kristnihátíðarsjóðs í Rannsóknarýminu á 2. hæð. Hér gefst tækifæri til að skoða úr- val gripa sem komið hafa úr jörð á síðustu árum en mikil gróska hefur verið í forn- leifarannsóknum. Vafalaust munu niður- stöður þeirra með tímanum breyta Ís- landssögunni. Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreyttar sýningar, fræðslu og þjónustu. Þar er safnbúð og kaffihús. Safnið hlaut sérstaka viðurkenningu í sam- keppni um safn Evrópu árið 2006. Opið alla daga kl. 10–17. Bækur Listasafn ASÍ | ASÍ – Fraktal – Grill. Huginn Þór Arason og Unnar Örn J. Auðarson unnu sýninguna í sameiningu með safnið í huga. Listamennirnir reyna að fletta ofan af illsýnilegum, óskráðum en kannski aug- ljósum hliðum þess samfélags/umhverfis sem þeir starfa innan. Opið 13–17. Aðgang- ur ókeypis. Til 26. júní. Skemmtanir Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson spilar og syngur. Dubliner | Hljómsveitin Sólon spilar í kvöld. Hressó | Hljómsveitin Bermuda leikur í garðinum á Hressó 17. júní kl. 22–1. Kringlukráin | „Labbi í Mánum“ öðru nafni Ólafur Þórarinsson og hljómsveitin Karma leika í kvöld. Úthlíð í Biskupstungum | Dúettinn Sessý og Sjonni skemmta 17. júní, kl. 23–2. Vélsmiðjan Akureyri | Danshljómsveit Friðjóns spilar í kvöld. Húsið opnar kl. 22, frítt inn til miðnættis. Uppákomur Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Fimm- kallahringurinn eftir fjöllistahópinn Norðan Bál. Lifandi ljósastaurar. Að sjá er upplifun. Staðsetning verksins er á túnreitnum fyrir utan Gerðarsafn í Kópavogi. Fyrri verk Norðan Báls eru m.a. opnunaratriði Vetrar- hátíðar í Reykjavík sl. tvö ár og túlípanar á ljósastaurum. Fyrirlestrar og fundir Kaffi Reykjavík | Fyrsta alþjóðlega ráð- stefna trúleysingja sem haldin er hérlendis fer fram 24. og 25. júní. Fyrirlesarar eru m.a. Richard Dawkins, Julia Sweeney, Brannon Braga og Dan Barker. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Dagsferð í Borgarfjörð Lundarreykjadalur–Húsafell– Reykholt 20. júní. Eldri borgarar velkomnir. Skráning í síma 892 3011. GA-fundir | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstandendur? Fáðu hjálp! Hringdu í síma: 698 3888 Börn Reykjavíkurborg | Í sumar verða opnir leikvellir á vegum ÍTR fyrir 2–5 ára börn í hverfum borgarinnar. Þar er boðið upp á útivist og leik í öruggu umhverfi. Komu- gjald er 100 kr. Nánari upplýsingar á www.itr.is og í síma 411 5000. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Miðvikudaginn 21. júní verður farið í Jónsmessuferð í Básinn í Ölfusi. Ólafur B. Ólafsson leikur á harmonikkuna og Stefán Helgi Stefánsson syngur. Kaffihlað- borð í sérflokki að hætti hússins í Básnum. Skráning í síma 411 2700, verð 2.300 kr. Lagt af stað frá Afla- granda kl. 12.30. Allir velkomnir. Bergmál, líknar- og vinafélag, | Sumarferð félagsins verður farin 25. júní nk. Lagt af stað frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 10 fh. Ekið á Akranes og farið í messu í Akra- neskirkju kl. 11. Söfnin að Görðum skoðuð, ekið að Skessubrunni þar sem matur verður fram borinn. Verð 2.500 kr. Uppl. og skráning hjá Þórunni, s. 568 1418 eða 820 4749 og hjá Karli í síma 552 1567 og 864 4070. Dalbraut 18–20 | Brids mánudaga kl. 14. Félagsvist þriðjudaga kl. 14. Bónus miðvikudaga kl. 14. Hádeg- isverður og síðdegiskaffi. Heitt á könnunni og dagblöðin liggja frammi. Opið kl. 9–16. Allir vel- komnir. Sími 588 9533. Félag eldri borgara, Reykjavík | Þórsmerkurferð 20. júní. Ekið er til Hvolsvallar og að Seljalandsfossi. Stoppað er hjá Jökullóninu undir Gígjökli og litið inn í Stakkholtsgjá. Kaffihlaðborð í Hestheimum. Uppl. og skráning í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Hátíðardagskrá verð- ur í dag, 17. júní og er húsið opnað kl. 14.30 og hefst dagskrá kl. 15. Meðal efnis er einsöngur og tví- söngur, upplestur, einleikur og dú- ett á fiðlu. Um hátíðarkaffihlaðborð sér Íþróttafélagið Glóð. Allir vel- komnir. Félagsstarf Gerðubergs | Þjóðhá- tíðarkveðjur til allra þátttakenda í félagsstarfinu, samstarfsaðila og velunnara um land allt. Hæðargarður 31 | Opið öllum kl. 9– 16. Listasmiðjan opin. Ganga leik- fimihóps á þriðjudag og fimmtudag kl. 10. Gönuhlaup á föstudag kl. 10. Út í bláinn laugardag kl. 10. Bónus þriðjudag kl. 12.40. Nánari uppl. 568 3132. Vesturgata 7 | Jónsmessuferð. Farið verður í Básinn í Ölfusi 21. júní kl. 12.30. Ekið verður um Heiðmörk á leið austur. Ólafur B. Ólafsson spilar á nikkuna. Stefán Helgi Stefánsson syngur. Kaffihlaðborð. Skráning og upplýsingar í síma 535 2740. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Biblíulestur á ensku kl. 19. Allir vel- komnir. English speaking bible- teaching at 7 pm. Everyone is wel- come. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is HM í Veróna. Norður ♠-- ♥Á954 N/Enginn ♦Á732 ♣98752 Vestur Austur ♠G7642 ♠ÁKD1053 ♥KG87 ♥62 ♦KG9 ♦1054 ♣4 ♣G3 Suður ♠98 ♥D103 ♦D86 ♣ÁKD106 Sveit Íslands varð í öðru sæti í sínum riðli í Rosenblum-keppninni á heims- leikunum í Veróna. Sveitin hlaut 214 stig úr 11 leikjum, eða 19.45 að með- altali úr leik. Sveit Nick Nickells skaust upp í efsta sætið í síðustu um- ferð með 216 stig samtals, en Nickell- sveitin er skipuð margföldum heims- meisturum sem lengi hafa haldið hóp- inn, þeim Hamman, Soloway, Rodwell, Meckstroth, Freeman og Nickell. Magnús Magnússon og Matthías Þorvaldsson urðu efstir í butler-reikn- ingi riðilsins, þar sem árangur er veg- inn saman á öllum borðum. Þeir skor- uðu 1.18 IMPa að jafnaði í spili. Meckstroth og Rodwell komu næstir með 1.04 IMPa, en Bjarni Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson urðu í sjötta sæti með 0.68 skoraða IMPa. Spilið að ofan er frá 9. umferð. Það má vinna fjóra spaða í AV, en í leik Ís- lands og Nickells fóru bæði NS-pörin í fimm lauf. Sá samningur lítur ekki sér- lega vel út við fyrstu sýn, en er þó óhnekkjandi í suður ef sagnhafi velur rétta leið. Út kemur spaði, sem sagn- hafi trompar, tekur ÁK í laufi og sting- ur spaða. Spilar svo hjarta á tíuna og gosa vesturs. Nú er vestur illa enda- spilaður og getur ekkert gert sér til bjargar. Fimm lauf unnust á báðum borðum. Í gær (föstudag) hófst útsláttar- keppni 64 sveita og er skorið niður um helming á hverjum degi. Þegar þetta er ritað er ekki ljóst hvernig íslenska liðinu reiddi af, en auðvelt er að fylgj- ast með mótinu á Netinu, bæði á bridgebase.com og swangames.com. Þægileg byrjun er að fara í gegnum heimasíðu BSÍ, bridge.is. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. O- O-O Bd7 9. f4 b5 10. Bxf6 gxf6 11. Kb1 Db6 12. Rxc6 Bxc6 13. De1 Ha7 14. Bd3 h5 15. Dh4 Bg7 16. Hhe1 Kf8 17. f5 b4 18. Re2 e5 19. Rg3 Df2 20. Hf1 Dc5 21. Rxh5 d5 22. exd5 Bxd5 23. Dg4 Hh7 24. Hfe1 a5 25. Be4 Bxe4 26. Hxe4 Hc7 27. He2 Ke7 28. Rxg7 Dc4 Staðan kom upp í opnum flokki á Ólympíuskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Torínó á Ítalíu. Hinn 21 árs tékkneski ofurstórmeistari, David Navara (2658), hafði hvítt gegn Evrópumeistaranum í skák, króatíska stórmeistaranum Zdenko Kozul (2606). 29. Hxe5+! fxe5 30. f6+ Kxf6 31. Df5+ og svartur gafst upp þar sem hann er óverjandi mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Bergstaðastræti - Þingholt Glæsilegt og mjög mikið endurnýjað 274 fm einbýlishús á þessum eftirsótta stað. Húsið stendur hátt upp í lóðinni og fallegt útsýni er af svölum. Innbyggður bílskúr. Húsið hefur verið endurnýjað á einstaklega vandaðan og glæsilegan máta. Sunna við hús hefur verið útbúin flísalögð verönd með steyptum heitum potti. Falleg lóð til suðurs. Nánari uppl. gefa Sverrir og Kjartan 5896 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali BÓKAÚTGÁFAN Hólar hefur gefið út bókina What the Red Devils Said. Hún er til- einkuð minningu knattspyrnukapp- ans George Best og inniheldur til- vitnanir í fram- kvæmdastjóra og leikmenn Man- chester United í gegnum tíðina. Meðal þeirra má nefna Sir Matt Busby, Sir Alex Ferguson, Eric Cantona, Roy Keane, David Beckham og svo auðvitað Best. Bókin er á ensku og það var Guðjón Ingi Eiríksson sem safnaði saman til- vitnunum. Nýjar bækur ÚT ER komið 6. tölublað Stiklna um menningar- og landkynningar- mál 2006. Í 6. tölublaði er fjallað um sýningu í Brussel á leikritinu „And Björk of course“, þátttöku Ís- lands í alþjóðlegri barna- og ung- lingabókakaupstefnu á Spáni og sýningu á íslenskum verkum í Suð- ur Kína. Stiklur má einnig nálgast sem vefrit á pdf-formi. Vefslóðin er http://www.stiklur.is. Sjötta tölublað Stiklna komið út Innihaldið skiptir máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.