Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞESSUM Afríkumönnum, 43 talsins, var bjargað um borð í spænskan varð- bát í fyrradag en þá voru þeir á leið til Kanaríeyja í von um að komast það- an til Evrópu. Eins og sjá má var báturinn ofhlaðinn enda hafa margir far- ist á þessari leið. Langflest af þessu fólki er sent aftur til síns heima. Reuters Varasöm Kanaríeyjaför Bagdad. AP, AFP. | Að minnsta kosti 11 manns týndu lífi og nokkrir tugir særðust þegar maður, sem hafði fal- ið sprengiefni í skóm sínum, sprengdi sig upp í einni mosku sjíta í Bagdad í gær. Virðist lítið lát vera á hryðjuverkum af þessu tagi, þrátt fyrir stóraukið eftirlit og yfirlýsing- ar um mikinn árangur í baráttunni við al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin. Þetta er í annað sinn sem ráðist er gegn sjítum í Baratha-moskunni, en 7. apríl síðastliðinn létust 90 menn og um 175 særðust í þrefaldri sjálfs- morðsárás manna, sem voru dulbún- ir sem konur. Jalaluddin al-Saghir, klerkur Bar- atha-moskunnar, sagði í gær, að lík- lega hefði hann sjálfur verið helsta skotmark hryðjuverkamannanna. Sagði hann, að öryggisverðir búnir sérstökum tækjum hefðu fundið skó með sprengiefni og þá farið að leita betur. Þegar þeir nálguðust mann- inn, sem hélt á skóm, hefði hann sprengt sig upp. Var hann innst í moskunni og var líklega að bíða eftir því að Saghir hæfi bænalesturinn. Bannað er að fara á skóm inn í mosk- ur en þó leyfilegt að halda á þeim. Auk sprengingarinnar í Baratha- moskunni var skotið úr sprengju- vörpum á eitt hverfi Bagdadborgar og féllu þá tveir og 16 særðust. Hryðjuverkin í gær áttu sér stað þrátt fyrir stóraukna öryggisgæslu. Hefur 160 varðstöðvum verið bætt við í Bagdad og 26.000 íraskir her- menn, 23.000 lögreglumenn og 7.200 bandarískir hermenn eru á götum borgarinnar. Þá er leitað í húsum í þeim hverfum þar sem skæruliðar eru taldir hafa hreiðrað um sig. Engin breyting utan Bagdad Utan Bagdad hefur hins vegar engin breyting orðið á. Fjórir menn féllu og 10 var rænt í nokkrum árás- um fyrir sunnan borgina og tveir voru skotnir í Norður-Írak. Þá var súnní-klerkur og öryggisverðir hans skotnir í Basra, en þar er vaxandi óöld, einkum vegna innbyrðisátaka sjítaflokka. Lorenzo Forcieri, aðstoðarvarnar- málaráðherra Ítalíu, sagði í gær, að ítalska herliðið í Írak yrði allt flutt heim á næstu þremur eða fjórum mánuðum. Voru 3.200 menn í því þegar mest var en eru nokkru færri nú. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í Brussel í gær, að Bandaríkjastjórn væri ekki ánægð með brottflutninginn en hann yrði ræddur á fundi þeirra utanríkisráð- herra landanna, þeirra Massimo D’Alema og Condoleezzu Rice. Hryðjuverkaárás í einni mosku sjíta í Bagdad AP Svona var umhorfs eftir að skósprengjumaður sprengdi sig upp í Baratha-moskunni í Bagdad í gær. Að minnsta kosti 11 manns fórust. Maðurinn var með skóna í fangi sér og sprengdi þá þegar öryggisverðir nálguðust. DANIR hafa mestan áhuga á stjórn- málum og Íslendingar eru í öðru sæti. Kemur þetta fram í könnun, sem óháð stofnun, ESS, European Social Studies, gerði á árinu 2004 en var birt nú í vor. Almennt er nið- urstaðan sú, að dregið hafi úr áhuga á stjórnmálum og þá um leið kjör- sókn. Könnunin var gerð meðal 46.000 kjósenda í 24 Evrópuríkjum og spurt var hvort fólk hefði mikinn, töluverð- an, lítinn eða engan áhuga á stjórn- málum. Útkoman var þessi: 64,8% Dana hafa mikinn eða tölu- verðan áhuga á stjórnmálum og 63% Íslendinga. Í þriðja sæti voru Hol- lendingar, 61,1% og Svíar í því fjórða með 57,5%. Síðan koma Þjóðverjar, 56,2%; Austurríkismenn, 51,2%; Norðmenn, 49,2%; Svisslendingar, 49%; Bretar, 47,2%, og Finnar eru í því tíunda með 46%. Ef þessum tölum er snúið við sést, að 54% Finna hafa lítinn eða engan áhuga á stjórnmálum og 50,8% Norðmanna. Af ríkjunum 24 er áhuginn þó langminnstur í Tékk- landi, aðeins 18,3%, sem þýðir, að 81,3% kváðust hafa lítinn eða engan áhuga á stjórnmálum. Margar skýringar á þróuninni Nokkur umræða hefur orðið í Noregi um þessa könnun og ekki mikil ánægja með, að aðeins helm- ingur landsmanna skuli láta sig stjórnmálin einhverju varða. Þar í landi hefur kjörsóknin farið minnk- andi og hefur aldrei verið minni en í sveitarstjórnarkosningunum þar í landi fyrir þremur árum. Var hún þó heldur meiri í þingkosningunum í fyrra og er það rakið til þess, að þá þóttu kostirnir öllu skýrari en lengi hefur verið. Það ýtir alltaf undir kjörsókn eins og sjá má af því, að þegar Norðmenn hafa greitt atkvæði um aðild að Evrópusambandinu, hafa næstum allir mætt á kjörstað. Alkunna er, að mjög hefur dregið úr aðild að stjórnmálaflokkum en út af fyrir sig er það þó ekki endilega talið endurspegla minnkandi áhuga á stjórnmálum. Áhuginn kemur þá fram í öðrum málum, sem fólk telur sig geta haft áhrif á, og í mikilli fjölg- un alls kyns baráttu- eða þrýstihópa. Önnur skýring á minni áhuga er, að hinar pólitísku andstæður eru orðnar litlar, lítið um mikil ágrein- ingsmál, og þess vegna eiga margir erfitt með að gera upp á milli flokka. Hvað Norðmenn varðar, þá eru þeir líka almennt sáttir við sitt þrátt fyrir hátt bensínverð og erfitt ástand og sífelld neyðarköll frá heilbrigðiskerf- inu. Það má því segja, að minni áhugi á stjórnmálum sé eitt af einkennum velferðarkerfisins. Samt sem áður er hann þó mestur í velferðarríkjunum í norðanverðri Evrópu en minni í Suður-Evrópu svo ekki sé talað um álfuna austanverða. Undrast á áhugaleysinu Norskir fræðimenn og stjórn- málaskýrendur segja, að niðurstað- an varðandi Noreg komi vissulega dálítið á óvart enda fái norskir stjórnmálamenn mikinn tíma í sjón- varpi og öðrum fjölmiðlum. Noregur sé velferðarríki með háa skatta og því skyldi mega ætla, að fólk hefði áhuga á hvernig þeim væri varið. Ekki síst vegna þess, að það er kom- ið undir stjórnmálamönnum að hækka þá eða lækka. Aðrir, eins og Bernt Aardal, sem unnið hefur að ýmsum rannsóknum á kosningamál- um, segja, að flestir Norðmenn taki stjórnmálakerfinu eins og gefnum hlut og búist ekki við neinum breyt- ingum. Minnkandi áhugi á stjórnmálum Danir áhugasamastir og Íslendingar í öðru sæti af 24 Evrópuríkjum Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is FINNIST olía við Svalbarða, þá er hún norsk. Kom þetta fram í viðtali, sem Jonas Gahr Støre, utanríkisráð- herra Noregs, átti við fréttastofuna Avisenes Nyhetsbyrå, ANB, og birt var í gær. Sagði ráðherrann, að frá þessu yrði ekki hvikað, hvaða skoðun sem önnur ríki hefðu á yfirráðum Norðmanna á Svalbarða. Støre lýsti þessu yfir í tilefni af því, að forsætisráðherrar Norður- landanna munu eiga með sér fund á Svalbarða á sunnudag og mánudag. Hélt hann því fram, að ekkert ríki hefði hingað til efast um yfirráð Norðmanna yfir Svalbarða og 200 mílna lögsögunni þar en viður- kenndi, að ágreiningur væri um framkvæmdina. Støre var spurður hvað gerðist ef eitthvert annað ríki fyndi olíu eða aðrar auðlindir við Svalbarða og vildi nýta þær. „Við teljum, að norska lögsagan, norska landgrunnið, nái út fyrir Svalbarða. Við getum sýnt fram á það. Noregur er fullvalda ríki og ákveður leikreglurnar, þ.e.a.s., við gætum þess að mismuna engum á Svalbarða og innan fjögurra mílna landhelginnar en utan þeirra gilda norsk lög,“ sagði Støre og bætti við, að engir gætu leitað eftir olíu við Svalbarða nema með leyfi Norð- manna. Eigna sér olíu við Svalbarða RÉTTARHÖLD hófust yfir Zhao Yan, blaðamanni New York Times í Kína, í gær en honum hefur verið haldið í varðhaldi í 22 mánuði vegna ákæra fyrir að hafa lekið ríkisleynd- armálum í fjölmiðla. Mál Zhao hefur valdið spennu á milli kínverskra og bandarískra stjórnvalda en það þyk- ir prófsteinn á málfrelsi í Kína. Það vakti því athygli þegar Hu Jintao, forseti Kína, lét óvænt kær- urnar gegn Zhao falla niður í mars, skömmu áður en hann hélt til fundar við George W. Bush Bandaríkjafor- seta í Washington. Zhao, sem er rannsóknarblaðamaður fyrir NYT, var hins vegar ekki sleppt úr haldi. Handtöku Zhao má rekja til fréttar sem birtist í NYT í septem- ber 2004 um að Jiang Zemin, sem þá var æðsti yfirmaður heraflans, hygð- ist segja af sér. Þessar upplýsingar voru ríkisleyndarmál þegar fréttin birtist, en allt að dauðarefsing liggur við slíkum uppljóstrunum í Kína. Aðspurð um mál bróður síns í við- tali við AFP-fréttastofuna í gær sagði Zhao Kun að samkvæmt lög- fræðingum Zhao myndi hann lýsa sig saklausan af ákærum stjórn- valda. „Ég lagði fram beiðni um að fá að vera viðstödd réttarhöldin en þeir sögðu að þau væru lokuð og að mér yrði ekki hleypt inn,“ sagði Zhao fyrir utan dómsalinn í Peking í gær. Mannréttindasamtökin Human Rights in China (HRIC) hafa for- dæmt kínversk stjórnvöld vegna málsins og sagt að það endurspegli leyndina yfir starfsemi kínverska kommúnistaflokksins og skort á gagnsæi í stjórnsýslunni. Ritstjórar NYT harðorðir Eins og gefur að skilja hefur mik- ið verið fjallað um mál Zhao í NYT og hefur ritstjórn blaðsins gagnrýnt kínversk stjórnvöld harðlega vegna málsins og jafnframt hafnað því að hann hafi lekið ríkisleyndarmálum. Þannig sagði í leiðara blaðsins á fimmtudag að á þeim tíma sem Zhao hefði verið í haldi væri ljóst „að kín- versk stjórnvöld hefðu notað málið sem aðvörun“. „Ósanngjörn málsmeðferð af hálfu saksóknara hefur þann tilgang að minna blaðamenn í Kína á að eng- inn sé óhultur þegar fjallað er um mál sem varða hagsmuni ríkisins,“ sagði í leiðara blaðsins á fimmtudag. „Ef Zhao verður fundinn sekur þýðir það að þrátt fyrir framfarir Kínverja á ýmsum sviðum eru stjórnvöld og dómskerfið á leið til fortíðar. Það þýðir að stjórnin er að herða eftirlit með upplýsingum. Dvöl blaðamannsins í fangelsi er svartur blettur á kínversku stjórn- inni og – að sjálfsögðu – harmleikur fyrir fjölskyldu hans og vini.“ Réttað yfir Zhao Yan í Kína Blaðamaður New York Times 22 mánuði í haldi Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kaupmannahöfn. AFP. | Sumir lög- reglumenn í Danmörku eru svo upp- teknir við að horfa á fótboltann, að þeir sinna ekki áríðandi óskum frá fólki. Fram kom í Ekstra Bladet í gær, að maður nokkur í Gladsaxe hefði hringt í lögregluna og látið hana vita af því, að tveir menn á vélhjóli hefðu ráðist á 14 ára gamlan son hans og stolið af honum farsíma. Bað hann, að bíll yrði sendur á staðinn enda ræningjarnir trúlega ekki langt und- an. „Því miður, við höfum engan mannskap í það,“ var svarið, sem maðurinn fékk. Hann ákvað þá að fara niður á stöðina og gefa skýrslu. Þegar þangað kom, brá honum í brún. Þar sátu um átta lögreglu- menn og voru að horfa á einn leikinn í HM. Allan Enevoldsen, háttsettur maður í lögreglunni í Gladsaxe, hef- ur nú fyrirskipað rannsókn á málinu. Löggæsla í HM-fríi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.