Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 43 UMRÆÐAN Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla, bláan sæ, hún unir grandvör, farsæl, fróð og frjáls – við ysta haf. Svo hljómar annað erindi „Hver á sér fegra föðurland“ sem flestir kunna. Svo sannarlega er ástæða til að fagna í dag, og alla daga, frelsi, friði og farsæld þjóðarinnar. Ein- angrun landsins hefur átt stóran þátt í að tryggja okkur frið, frelsi fengum við 1918 og fullveldi 1944. Uppúr því og ekki síst hina síðustu áratugi, hefur farsæld aukist a.m.k. ef miðað er við lífsgæði og fjárhag. Að stórum hluta er það að þakka dugnaði og stórhug þjóð- arinnar sem oft hefur með samhug og djörf- ung lyft Grettistaki. Þessu getum við fagnað og verið stolt af. Við getum líka verið þakk- lát fyrir landið okkar. Margar þjóðir búa við þurrka eða flóð sem eyði- leggur uppskeru og eignir. Hvirf- ilbylir sem leggja heilar borgir í eyði eru óþekktir hér. Þar að auki höfum við jarðhita og gnægð vatns bæði til neyslu og raforkufram- leiðslu. Ef við lítum til annarra landa blasa við vandamál sem við höfum sloppið við: Trúarbragðadeilur, ætt- bálkaerjur, landamæradeilur og kynþáttaóeirðir svo eitthvað sé nefnt. Við höfum að mestu tekið því sem sjálfsögðum hlut að slíkt gerist ekki hér. Það skýrist af sögu okkar og fjarlægð frá öðrum þjóðum. En rétt eins og við trúðum því fyrir um 30 árum að fíkniefnavandi myndi aldrei berast til Íslands, getur slíkt gerst. Við verðum að læra af sög- unni og öðrum þjóðum. Nú þegar heimurinn er að breyt- ast getum við ekki leng- ur tekið frið og frelsi sem sjálfgefnu ástandi. Við höfum látið hafa okkur út í þátttöku í stríðsrekstri – þannig getur friður glatast. Sumir ráðamenn þjóð- arinnar svo og hags- munaaðilar, róa að því öllum árum að við göng- um í ESB – þannig glat- ast sjálfstæðið. Lífsgæði eru að breytast. Þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari – þann- ig glatast farsæld þjóð- arinnar. Við skulum renna augum yfir ljóðlínurnar hér að ofan og átta okk- ur á hvað skiptir mestu – hvað hjartað kallar á. Um leið skulum við hafa hugfast að við erum okkar eigin gæfu smiðir. Lærum af fortíð og nútíð. Mótum framtíðina. En það er sérstök ástæða til að gleðjast í dag. Við höfum það enn umfram aðrar Evrópuþjóðir að hafa ekki bundið okkur á klafa ESB – og getum þess vegna hafnað því. Við búum ekki við trúarbragða- og kynþáttadeilur – og getum enn stýrt því að svo verði ekki. Farsæld, jafnrétti, réttlæti og jöfnun þjóðarauðs er í okkar hönd- um – og við getum því enn mótað þá þætti þjóðfélagsins. Hér er með öðr- um orðum ekkert að sem ekki má laga. Lýðveldið Ísland er 62 ára í dag. Fögnum því frelsi að öll þessi mál eru enn í okkar höndum, og látum hendur standa framúr ermum – það er verk að vinna. Lýðveldi þýðir ein- mitt það; þjóðin ræður. Fögnum því í dag og alla daga. Lesum þriðja erindi „Hver á sér fegra föðurland“ og spyrjum okkur aftur: Hvað skiptir okkur mestu, hvernig þjóðfélag viljum við og hvernig viljum við skila af okkur til barna okkar og barnabarna? Ó, Ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur líti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð. Gleðilega þjóðhátíð. Hátíð frjálsrar þjóðar Baldur Ágústsson skrifar á þjóðhátíðardegi ’… við erumokkar eigin gæfu smiðir. Lærum af fortíð og nútíð. Mótum framtíðina.‘ Baldur Ágústsson Höfundur er fv. forstjóri og frambjóð- andi í forsetakosningum 2004. baldur@landsmenn.is Hér með auglýsa Faxaflóahafnir sf. lóðir undir atvinnustarfsemi lausar til umsóknar við Fiskislóð í Reykjavík. Um er að ræða níu lóðir, sbr. neðangreinda afstöðumynd og gilda um nýtingu þeirra ákveðnir skilmálar sem gerð er grein fyrir hér á eftir. Deiliskipulag svæðisins hefur verið auglýst og er gert ráð fyrir að staðfest deiliskipulag liggi fyrir á seinni hluta ársins 2006. Lóðirnar verða byggingarhæfar í tveimur áföngum, annars vegar vorið 2007 og hins vegar haustið 2007. Umsóknum um lóðirnar skal skilað til Faxaflóahafna sf., Hafnarhúsinu við Tryggvagötu eigi síðar en fimmtudaginn 6. júlí nk. Í umsókn skulu koma fram áform um stærð bygginga og þá starfsemi sem ætlunin er að vera með á viðkomandi lóð. Um úthlutun, skilmála og greiðslur fyrir lóðir gilda samþykktir Faxaflóahafna sf. Stjórn Faxaflóahafna sf. mun leggja mat á framkomnar umsóknir og taka afstöðu til úthlutunar lóðanna. Nánari upplýsingar veitir Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna sf., í síma 525 8900. Hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. Lóðir við Fiskislóð í Vesturhöfn í Reykjavík Verslunar- og þjónustusvæði. Þar er gert ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi sem hentar á mörkum hafnasvæðis, íbúðarsvæðis og miðborgarsvæðis. Á þessu svæði er heimilt að reka verslun og þjónustu sem ekki getur talist til hafnsækinnar starfsemi. Hafnsækin starfsemi. Þar er gert ráð fyrir fiskverkun og fullvinnslu fiskafurða og annarri matvælaframleiðslu ásamt annarri þjónustu sem tengd er útgerð, fiskvinnslu, sölu og þjónustu og rekstri hafnar. Blanda af hafnsækinni starfsemi, verslun og þjónustu. Hluti aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024 Lóðir til byggingar vorið 2007 • Fiskislóð 27: Lóð fyrir verslun og þjónustu. Lóðarstærð: 2.502 m² Hámarksbyggingarmagn: 1.251 m² • Fiskislóð 29: Lóð fyrir hafnsækna starfsemi, verslun og þjónustu. Lóðarstærð: 3.843 m² Hámarksbyggingarmagn: 1.922 m² • Fiskislóð 31: Lóð fyrir hafnsækna starfsemi, verslun og þjónustu. Lóðarstærð: 3.843 m² Hámarksbyggingarmagn: 1.922 m² • Fiskislóð 43: Lóð fyrir verslun og þjónustu. Lóðarstærð: 3.685 m² Hámarksbyggingarmagn: 1.843 m² Lóðir til byggingar haustið 2007 • Fiskislóð 33: Lóð fyrir hafnsækna starfsemi. Lóðarstærð: 4.059 m² Hámarksbyggingarmagn: 2.030 m² • Fiskislóð 35: Lóð fyrir hafnsækna starfsemi. Lóðarstærð: 4.087 m² Hámarksbyggingarmagn: 2.044 m² • Fiskislóð 37: Lóð fyrir hafnsækna starfsemi. Lóðarstærð: 4.353 m² Hámarksbyggingarmagn: 2.177 m² • Fiskislóð 39: Lóð fyrir hafnsækna starfsemi. Lóðarstærð: 5.395 m² Hámarksbyggingarmagn: 2.698 m² • Fiskislóð 41: Lóð fyrir hafnsækna starfsemi. Lóðarstærð: 5.130 m² Hámarksbyggingarmagn: 2.565 m² Fiskislóð Vorum að fá í einkasölu mjög gott atvinnuhúsnæði, alls um 335 m2. Húsnæðið skiptist í verkstæðishluta með mikilli lofthæð og tvennum stórum innkeyrsludyrum, milliloft yfir hluta þess rýmis. Þá er sérinngangur og stigi upp í skrifstofuhluta á efri hæð með suðurgluggum. Húsnæðið hefur allt verið endurnýjað að innan nýlega. Ný gólfefni, nýjar raflagnir, hitakerfi og ofnar, snyrtingar (ný tæki). Vönduð og góð eign sem getur losnað fljótlega. Nánari upplýsingar: Þórhallur s. 899-6520 og Jón Sigfús s. 893-3003. Kaplahraun - Hafnarfirði Jón Sigfús Sigurjónsson, Hdl.& Löggiltur FFS. gsm: 893 3003, netfang: jon@vidskiptahusid.is Jóhann Ólafsson, Löggiltur FFS. gsm: 863 6323, netfang: johann@vidskiptahusid.is Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali. Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Einna fremstir í bújörðum Lúxusbyggð við Úlfljótsvatn Stórar eignarlóðir á þessum fallega stað úr landi Efri-Brúar. Enn eru nokkrar lóðir óseldar, sjá merktar lóðir á www.holl.is/lodir. Vegur, heitt og kalt vatn, rafmagn og ljósleiðari að lóðarmörk- um. Í boði er allt að 90% fjármögnun. Sölumaður verður við síma á morgun 18. júní milli kl. 16 og 18. Allar lóðir vel merktar og auðveldar til skoðunar. Gríptu tækifærið til að eignast stóra og fallega lóð með stangaveiðileyfi á þessum eftirsótta stað. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.