Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 29 MINNSTAÐUR Selfoss | „Það líst mörgum mjög vel á þetta hjá okkur og sjálfur ætla ég að byggja mér hús á þessu svæði í einhverjum þeirra stíla sem fram kom í samkeppn- inni,“ sagði Ólafur B. Snorrason, framkvæmdastjóri Rækt- unarsambands Flóa og Skeiða, sem eru eigendur Hagalands á Selfossi. Fyrirtækið stóð nýlega fyrir hönnunarsamkeppni í sam- vinnu við Arkitektafélag Íslands um hönnun húsa í nýlega deili- skipulögðu íbúðahverfi. Samkeppnin er einstök að því leyti að einkaaðilar hafa ekki áður staðið fyrir sambærilegri keppni þar sem markmiðið er að ná fram heildstæðri mynd af byggðinni. Fimm tillögur bárust í keppnina og voru þær metnar af dómnefnd. Fyrstu verðlaun fyrir einbýlishús, parhús á einni hæð og raðhús á tveimur hæðum hlaut arkitektur.is og einnig fyrir átta íbúða hús á tveimur hæðum. Fyrir 22ja íbúða hús á þremur hæðum hlaut fyrstu verðlaun Ali Tabatabai arkitekt, Andersen & Sigurðsson arkitektar í samvinnu við Steinar Sigurðsson FAÍ. Tillögurnar verða til sýnis í júní á Hótel Selfossi við veitingastað- inn Riverside. Það sem fólk vill „Okkur langaði til að fá fram hugmyndir um hvort hægt væri að fá fram nýja mynd af hverfi sem fólk hefði áhuga á að búa í. Einnig vorum við með í huga að fá fram góðar teikningar af húsum í svip- uðum stíl sem gæti verið hag- kvæmt að nota aftur og aftur með einhverjum breytingum. Maður veit til þess að bæjarfélög hafa látið gera þetta eins og til dæmis Kópavogur þar sem þetta tókst mjög vel og íbúðirnar á svæðinu eru eftirsóttar. Svona íbúðasvæði eiga það sammerkt að íbúðirnar eru vinsælar. Við vildum fá fram tillögur frá fagfólki um lausnir í þessu sambandi, arkitektarnir vita hverju fólk er að sækjast eftir. Markmiðið var að finna hug- myndir sem nýtast í framtíðinni. Núna eigum við eftir að fá álit byggingameistara á þessum til- lögum og við erum að móta hug- myndir okkar. Við viljum ganga rösklega til verks og sjálfur er ég að velta fyrir mér að þarna verði reist nokkur hús, svona til að finna viðbrögð markaðarins. Í því efni erum við í viðræðum við verk- taka um að skoða möguleika í framhaldi af samkeppninni og auð- vitað geta verktakar haft samband við okkur ef þeim sýnist svo,“ sagði Ólafur. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða er með um 100 manns í vinnu við umfangsmikla verktaka- starfsemi í jarðvinnu, jarðbor- unum, og slitlags- og klæðning- arverkefnum á vegum. „Svo erum við að fikra okkur inn á bygg- ingamarkaðinn,“ sagði Ólafur sem kveðst hafa mikla ánægju af starf- inu, „maður slakar best á í vinnunni með því að hafa gaman af því sem maður er að gera og þannig erum við hérna. Svo er líka mjög gott að slaka á í laxveiðinni og í garðinum heima, það má nú ekki alveg láta starfið taka allan tímann, þó það sé gaman í vinnunni,“ sagði Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri Rækt- unarsambands Flóa og Skeiða. Nýlokið er arkitektasamkeppni um íbúðahverfi á Selfossi Morgunblaðið/Egill Bjarnason Góð niðurstaða Fulltrúar arkitektur.is sem sigruðu í samkeppni um hönnun bygginga í Hagalandi, ásamt eig- endum landsins, forráðamönnum Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, eftir að niðurstöður voru kynntar. Leitað að hugmyndum fyrir framtíðina Eftir Sigurð Jónsson Árborg | Í málefnasamningi Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks sem myndað hafa meirihluta í bæj- arstjórn Sveitarfélagsins Árborgar kemur fram að foreldrum sem kjósa að vera heima með börn sín frá níu til átján mánaða aldri verð- ur boðin greiðsla upp á 20 þúsund kr. á mánuði. Jafnframt er því lýst yfir að öllum börnum frá átján mánaða aldri verði tryggð leik- skólavist á kjörtímabilinu. Lofað er að uppbygging á full- nægjandi húsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verði í báðum þorpunum. Hönnun hefjist í ár og framkvæmdir ekki síðar en 2008. Endurbætur á Sundhöll Selfoss hefjast í ár og byggður verður upp aðalleikvangur við Engjaveg og fjölnota íþróttahús á kjörtíma- bilinu. Þá er stefnt að framtíðar íþrótta- og afþreyingarsvæði við Flugvöll Selfoss. Fram kemur að æfinga- og tóm- stundagjöld barna á grunnskóla- aldri verða greidd niður um 10 þúsund kr. á ári. Greiða foreldrum 20 þúsund á mánuði MasterCard Mundu ferðaávísunina! Rimini E N N E M M / S IA / N M 22 3 0 1 Króatía Costa del Sol Fuerteventura Benidorm Mallorca Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 21. eða 28. júní og 5. júlí í viku. 26. júlí - uppselt 2. ágúst - nokkur sæti 9. ágúst - 17 sæti 29.995 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 21. og 28. júní í viku. 26. júlí - uppselt 2. ágúst - 21 sæti 9. ágúst - nokkur sæti 34.990 kr. 39.990 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð 21. júní í 6 nætur. 27. júní í 7 nætur, kr. 5.000 aukalega. 25. júlí - nokkur sæti 1. ágúst - 18 sæti 8. ágúst - 23 sæti 29.990 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 22. eða 29. júní og 6. júlí í viku. 27. júlí - nokkur sæti 3. ágúst - 14 sæti 10. ágúst - nokkur sæti 29.990 kr. Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð. 29. júní og 6. júlí í viku. 27. júlí - uppselt 3. ágúst - 7 sæti 10. ágúst - nokkur sæti 34.990 kr. Bókaðu núna! að seljast upp! Síðustu sætin Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Aquamarina, 6. eða 13. júlí í viku. 20. júlí - nokkur sæti 27. júlí - uppselt 3. ágúst - uppselt 10. ágúst - nokkur sæti E N N E M M / S ÍA / N M 18 0 8 7 ER PABBI DÍLERINN ÞINN? Foreldrar og aðrir fullorðnir mega ekki kaupa áfengi handa börnum yngri en 20 ára. Það er lögbrot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.