Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.lyfja.is - Lifið heil FLJÓTVIRKT VERKJALYF VIÐ M.A. TÍÐAVERKJUM. INNIHELDUR ENGIN ÁVANABINDANDI EFNI. VoltarenDolo FÆST ÁN LYFSEÐILS ÍS LE N SK A AU G L† SI N G AS TO FA N /S IA .I S LY F 33 20 4 06 /2 00 6 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Selfossi - Laugarási Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töflur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum. Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfið er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eða önnur bólgu- eyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfja- fræðings um milliverkanir við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. VIÐ uppgröft á Hólum í Hjaltadal nú í sumar hefur komið í ljós ein- stakt mannvirki frá 13. eða 14. öld. Að sögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings, sem stýrt hefur Hólarannsókninni frá upphafi, gæti húsið, sem fannst í ösku- haugnum sunnan við bæjarstæðið á Hólum, varpað mikilvægu ljósi á byggingarsöguna á Íslandi. „Eitt af markmiðum Hólarann- sóknarinnar er að skoða húsakost Hólastaðar í 900 ár. Hér eru hús sem ekki eru þekkt annars staðar, eins og t.d. prenthúsið og Auð- unarstofa. Með þessum uppgreftri teljum við okkur geta fyllt í eyð- urnar í byggingarsögunni. Þessi fundur er auðvitað mjög spennandi í því tilliti,“ segir Ragnheiður og tekur fram að gaman sé að hafa komist niður á þetta miðaldahús á 900. afmælisári Hólastaðar. Langan tíma tekur að komast niður á miðaldirnar Aðspurð segir Ragnheiður markmiðið með uppgreftrinum í sumar hafa verið að grafa í ösku- haug hins gamla Hólastaðar og komast niður á miðaldaminjar sem rannsakendur vissu þar um, en strax fyrsta sumar rannsóknarinn- ar árið 2002 var tekið snið niður í jörðu til þess að meta þykkt mann- vistarlaga á svæðinu sem gáfu til kynna að í öskuhaugnum leyndust bæði eldstæði og gólf. „Upphaflega töldum við okkur hafa komið niður á skálaform líkt og finna má á Stöng, sem er mun þekktara bygg- ingarlag hérlendis, en þetta hús hefur ekki það form,“ segir Ragn- heiður og tekur fram að í ljós hafi komið mannvirki sem telja megi einstakt hérlendis. Að sögn Ragnheiðar minnir hús- ið að forminu til á þekkt hús í Skandinavíu frá sama tíma, t.d. í Noregi. „Hér er um að ræða mjög stórt hús, sem er um 30 fermetrar að innanmáli og inngangurinn er á gaflinum en ekki á hliðunum, sem er óvanalegt,“ segir Ragnheiður og tekur fram að húsið minni að form- inu til talsvert á Auðunarstofu, en þau mannvirki eru bæði ferköntuð. Segir Ragnheiður merkilegt að finna byggingarform eða hús sem ekki hafi þekkst hérlendis áður í fornleifarannsóknum. „Miðalda- húsasagan hérlendis er mjög tak- mörkuð, því að við höfum ekki grafið mikið upp frá 13. eða 14 öld,“ segir Ragnheiður og bendir á að ein ástæða þessa sé hversu flók- ið sé að grafa upp bæjarstæði, því að þar sem búið hafi verið lengi á sama stað taki langan tíma að komast niður á miðaldirnar og hvert skeið eins og fléttast saman við annað. Að sögn Ragnheiðar á enn eftir að ákvarða nákvæman aldur húss- ins, auk þess að gera meiri sam- anburð. „En þrátt fyrir það er ég á þessu stigi sannfærð um að við séum með byggingu sem sé mjög óvenjulegt mannvirki,“ segir Ragnheiður. Aðspurð hvort hægt sé að gera sér grein fyrir hvað það hafi hýst á sínum tíma segir Ragn- heiður sennilegast að um sé að ræða íbúðarhús eða jafnvel veislu- hús. „Þetta er greinilega mjög íburðarmikið hús og burðugt mannvirki. Líklega hafa ekki margir sofið þar, en hugsanlega gætu hafa verið setstokkar innan- dyra og eitt rúmstæði,“ segir Ragnheiður og bendir á að enn eigi eftir að rannsaka húsleifarnar nán- ar, enda um mörg byggingarskeið að ræða sem grafa þarf í gegnum. Aðspurð segir hún enn enga gripi hafa fundist í þessu húsi, en eftir sé að fara nánar ofan í gólflögin. Spurð um framhaldið segist Ragnheiður gera sér vonir um að fjármagn fáist til þess að halda uppgreftri í öskuhaugnum áfram næsta sumar. „Við erum að meta það hvort við getum lokað svæðið af yfir vetrartímann og geymt þetta hús fram á næsta sumar til þess að klára þá vinnuna. Þarna eru mörg byggingarskeið og hefur oft verið gert við húsið í tímans rás. Þarna eru mörg gólflög, sem við myndum vilja geta tekið hvert fyrir sig og rannsakað til þess að sjá hvaða starfsemi hefur farið fram í húsinu og það er ekkert áhlaupaverk.“ Að sögn Ragnheiðar verður grafið að Hólum til og með 15. ágúst nk. og lýkur sumarstarfinu með stórri alþjóðlegri ráðstefnu fornleifafræðinga á Hólum sem hefst 16. ágúst og stendur í þrjá daga. Einstakt mannvirki sem fylla mun upp í eyðurnar Ljósmynd/Ragnheiður Traustadóttir Horft í vestur yfir miðaldahús sem liggur undir öskuhaugnum á Hólum. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SAMTÖK um sögutengda ferða- þjónustu hafa gefið út kynning- arbæklinga þar sem rúmlega 20 að- ilar samtakanna kynna starfsemi sína. Er þar um að ræða þrjá bækl- inga þar sem söfn, sýningar, minj- ar, mannvirki, hátíðir, slóðir ákveð- inna Íslendingasagna og ýmislegt fleira er kynnt fyrir Íslendingum jafnt sem erlendum ferðamönnum. Samtökin stóðu fyrir formlegri kynningu á starfsemi sinni og kynn- ingarefninu á Gásum við Eyjafjörð í gær, laugardag, en þar fara fram svonefndir Miðaldardagar um helgina. Samtök um sögutengda ferða- þjónustu voru stofnuð á vordögum með það að markmiði að vera sam- vinnu- og samráðsvettvangur þeirra er stunda sögutengda ferða- þjónustu á Íslandi. Vonast er til þess að stofnun samtakanna leiði til aukinnar samvinnu í kynning- armálum og gæðamálum og stuðli að aukinni fagmennsku í sögulegri ferðaþjónustu. Ákveðið var að sam- tökin skyldu fyrst um sinn leggja áherslu á arfleið íslenskra miðalda- bókmennta, fyrstu aldir Íslands- byggðar og miðaldamenningu, þ.e. tímabilið frá landnámi fram til um 1300. Yfir 30 aðilar sem stunda sögutengda ferðaþjónustu eiga að- ild að samtökunum. Bæklinga samtakanna er að finna á helstu ferðaþjónustustöðum og einnig á www.sagatrail.is. Söguslóðir kynntar Morgunblaðið/Þorkell Frá alþjólegu víkingahátíðinni í Hafnarfirði. SJÓSUNDKAPPINN Benedikt S. Lafleur var nýstiginn upp úr rúm- lega þrettán gráða heitum sjónum við bækistöðvar björgunarsveit- arinnar Ársæls við Bakkavör á Seltjarnarnesi þegar blaðamann og ljósmyndara bar þar að garði um hálfsjöleytið í gærmorgun. Hann hafði þá lokið fyrsta áfang- anum af þremur í svokölluðu Reykjavíkursundi en hann lagði af stað frá Nauthólsvík klukkan þrjú aðfaranótt laugardags. Reykjavíkursundið er um 20 kílómetra langt og synti Benedikt meðfram strandlengju höfuðborg- arinnar eins og kostur var. „Þessi fyrsti áfangi gekk vel en ég var orðinn nokkuð kaldur undir lokin,“ segir Benedikt en hann ætlaði sér að ljúka sundinu við Bryggjuhverfi í Grafarvogi um klukkan átta í gærkvöldi. Áður en Benedikt lagði af stað í annan áfanga leiðarinnar, frá Bakkavör að bækistöðvum Lýsis [við Örfirisey], hvíldi hann lúin bein í heitri laug. Þannig náði hann nokkurri hlýju í kroppinn og eflaust ekki vanþörf á, því Bene- dikt syndir ósmurður og klæðist einungis síðum sundbuxum og ber sundhettu á höfði. „Ég er alveg ósmurður. Þeir sem stunda sjósund nú til dags eru yfirleitt ekki smurðir en það getur verið mönnum til trafala þrátt fyr- ir að það veiti hlýju.“ Alheimurinn og vættirnar í umhverfinu hjálpa til Reykjavíkursundið var liður í undirbúningi Benedikts undir sund sem hann ætlar að ráðast í yfir Ermarsundið einn dag á tíma- bilinu 30. ágúst til 5. september undir yfirskriftinni „Synt gegn mansali – til varnar sakleysinu“. Benedikt segist hafa viljað tengja bæði sundin við einhverja æðri hugsjón. „Ég hef trú á því að þegar mað- ur vinni þannig starf þá sé það bæði gott fyrir málstaðinn og einnig veki það fólk til umhugs- unar,“ segir Benedikt en hann er ekki frá því að þau jákvæðu gildi sem sundið er tileinkað hafi hjálp- að sér á leiðinni. „Það er eins og alheimurinn og vættirnar í umhverfinu hjálpi til og orkan hallist öll á sveif með mér því þetta er í góðum tilgangi. Í dag [í gær] sjáum við að veðrið gæti ekki verið betra og ég gæti ekki fengið betri aðstæður,“ sagði Benedikt áður en hann lagði af stað í næsta áfanga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Benedikt leggur af stað frá Bakkavör í fylgd björgunarsveitarinnar Ársæls og aðstoðarmanna sinna. Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Benedikt Lafleur undirbýr sig fyrir Ermarsundssundið í haust Synti ósmurður umhverfis Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.