Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ U ng íslensk kona, Ingibjörg Þórð- ardóttir, er nú stríðsfréttamað- ur fyrir BBC í Beirút í Líbanon. Hún fór þangað í gær, laug- ardag, og hefur væntanlega störf þar í dag. „Ég þekki sögu þessa svæðis mjög vel og get unnið þar fyrir báðar fréttastöðvar BBC, bæði innanlandsdeildina News 24, sem ég starfa nú við og World News, erlendu deildina, þar sem ég starfaði áður,“ segir Ingibjörg en blaðamað- ur ræddi við hana í þann mund sem hún var að leggja af stað til Beirút. Ingibjörg er með mastersgráðu í alþjóða stjórnmálum og hefur sérhæft sig að auki í al- þjóðlegum stríðsátökum og farið víða til frétta- öflunar í þeim málaflokki. Hún var spurð hvernig hún mæti ástandið í Líbanon núna. „Það lítur ekki vel út, ég held að tvísýnt sé hver útkoman verður og að Ísraelar séu harð- ákveðnir í að kveða niður Hizbollah og tilbúnir að beita þeim aðferðum sem til þarf, þeir eru búnir að beita loftárásum og eru nú að undirbúa landhernað sem er næsta skref. Þær þjóðir sem hafa ekki verið tilbúnar að fordæma þessar að- farir algjörlega, svo sem Bretland og Bandarík- in, hafa réttlætt afstöðu sína þannig að ekkert annað land myndi líða það að hryðjaverkamenn eins og Hizbollah skjóti eldflaugum inn á annað landsvæði, en auðvitað má deila um hvort að- gerðir Ísraela séu í réttu hlutfalli við það sem þeir þurfa að líða.“ Hvernig leggst þessi ferð í þig? „Þetta verður erfitt, takmarkað svæði sem við getum unnið á af öryggisástæðum. Ég býst við að sjá hörmungar, fólk sem á um sárt að binda og hefur misst heimili sitt. Ég býst sem sagt við miklum erfiðleikum en er jafnframt fullviss um nauðsyn þess að segja umheiminum hvað þarna er raunverulega að gerast.“ Ingibjörg mun ásamt samstarfsfréttamönn- um annast stöðugan fréttaflutning fyrir BBC af framvindu mála í Beirút og Suður-Líbanon. Lærði alþjóðastjórnmál í London En hver er Ingibjörg Þórðardóttir og hvernig hefur hún komist í þessa stöðu hjá BBC? „Ég fæddist 1972 og bjó fyrstu mánuðina í Hafnarfirði en ólst svo upp í Reykjavík,“ segir hún Þórður Halldór Ólafsson, faðir hennar, er umhverfisfulltrúi Íslands við Evrópusambandið í Brussel, móðir hennar er Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri hjá Express-ferðum. Ingibjörg bjó lengst af í uppvextinum í Foss- vogshverfi, lauk grunnskólanámi við Hvassa- leitisskóla og stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík. „Ég vildi endilega komast í MR og fór til Guðna rektors með níurnar mínar úr sam- ræmdu prófunum. Hann leit á einkunnirnar og sagði: „Þetta er fínt, þú er komin inn.“ Menntaskólaár mín voru skemmtileg og skól- inn stóð undir væntingum. Ég átti góða skóla- félaga sem ég held sambandi við enn í dag. Ég lauk stúdentsprófi frá nýmáladeild, tungumála- kunnáttan hefur komið mér mjög vel í mínu starfi, ég get þó alltént sagt á ýmsum málum: „Halló, má ég taka upp hér?“ Ingibjörg er það sem kallast Senior Broad- cast Journalist: „Þetta stig er varla til á Íslandi, þetta er næsta stig fyrir neðan ritstjóra, við erum þrjú þar staðsett á News 24. Ég ber samt ritstjórn- arlega ábyrgð á útsendingum á mínum frétta- þáttum og þótt við séum innlend fréttastöð sendum við út erlendar fréttir líka,“ segir hún. „Ég set að jafnaði saman klukkutíma frétta- þátt 5 til 6 sinnum á 10 tíma vakt, ákveð í hvaða röð fréttirnar eigi að koma og hvernig eigi að setja þær saman. Ég get breytt röð og efn- istökum fram á síðustu stundu ef ég tel þess þörf eða eitthvað nýtt þarf að komast að, einnig er ég yfir svokölluðum „pródúsentum“, þeim sem búa til fréttirnar. Ég hóf fyrst störf hjá World News hjá BBC, þeir senda ekki út í Bretlandi heldur senda þeir út fréttir til þeirra sem hafa ensku sem annað eða þriðja mál. Það gerir þær kröfur að frétt- irnar séu settar fram á máli sem útlendingar eiga auðvelt með að skilja. Þar stóð ég betur að vígi en Bretarnir, ég var jú sjálf útlendingur. Ég sagði einfaldlega við samstarfsfólk mitt: „Ef ég skil þetta ekki get ég ekki ætlast til að fólk víða um heim skilji hvað verið er að segja.“ Fréttir eru raunar alltaf nokkuð „frasas- kenndar“, maður notar talsvert sömu orð og orðtök, þannig að þetta kemur fljótt. BBC er stór stöð og ég fann mig fljótlega vel í ritstjórnarstöðu. BBC hefur mikinn fjölda fréttamanna sem eru sérhæfðir hver á sínu sviði. Ég þarf aftur sem ritstjóri að vera vel inni í öllum málum, geta pikkað upp fréttir á hvaða sviði sem er – vita frekar mikið um allt en ekk- ert rosalega mikið um neitt, eins og það er kall- að.“ Ingibjörg lærði stjórnmálafræði við Háskóla Íslands eftir stúdentspróf 1992. „Ég tók þetta nám á fjórum árum, vann með til þess að þurfa ekki að taka námslán og er feg- in nú. Ég útskrifaðist 1996 og skrifaði lokarit- gerð um konur í stjórnmálum, þar á meðal Margaret Thatcher. Ég lauk ritgerðinni í Bret- landi. Oft hef ég hugsað að skemmtilegra hefði verið að skrifa þessa ritgerð núna, þegar ég veit svo miklu meira um bresk stjórnmál, ég hefði líklega tekið annan pól í hæðina núna í skrif- unum. Thatcher setti sannarlega mark sitt á bresk stjórnmál en hún gerði margt innanlands sem menn eru að bíta úr nálinni með núna, vel- ferðarkerfið varð einkum fyrir barðinu á henni og verkamannaflokkurinn hefur verið að reyna að snúa við ýmsu sem leiddi af ákvörðunum hennar, svo sem hvað snertir járnbrautakerfið sem hún lét einkavæða. Járnfrúin fyrrverandi er ekki elskuð, nema þá hjá allra hörðustu íhaldsmönnum, en almenningur ber enn fyrir henni óttablandna virðingu. Stjórnmál í Bretlandi erfið Stjórnmál í Bretlandi eru erfið af því þau eru tveggja flokka kerfi. Áherslurnar eru mjög mis- munandi og það verður mikil breyting ef það verða stjórnarskipti. Verkamannaflokkurinn hefur í sinni tíð verið að reyna að bæta hag ein- stæðra foreldra og láglaunafólks yfirleitt. Sam- steypustjórnir eru að mínu mati heppilegri að því leyti að meiri líkur eru fyrir því að ákveðin stefna standi lengur og umskipti verði ekki eins harkaleg við stjórnarskipti. En þess ber að geta að verkamannaflokk- urinn hefur ráðið í Bretlandi þau tíu ár sem ég hef búið hér. En spillingin nær flokkum ef þeir eru lengi við völd, það er gott að skipta um með reglulegu millibili.“ Starfsferill Ingibjargar í fjölmiðlun hófst hjá þýskri konu sem gerði heimildarmyndir. „Hún gerði þætti um sérstöðu Breta, fólk Nú verða sagðar stríð Nú er stödd í Beirút í Líbanon Ingi- björg Þórðardóttir sem er einn yf- irmanna News 24 hjá breska rík- issjónvarpinu BBC. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Ingi- björgu, sem hefur oft áður unnið við fréttaöflun á átakasvæðum og mun annast stöðugan fréttaflutning ásamt samstarfsfólki sínu frá Beirút næstu daga fyrir fréttastöð sína. Morgunblaðið/ÞÖK Ingibjörg Þórðardóttir á BBC ásamt syni sínum Joshua, henni finnst erfitt að yfirgefa hann til að fara til starfa á stríðssvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.