Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
21. júlí 1996: „Innan Fram-
sóknarflokksins hefur verið
mest samstaða um að við-
halda kvótakerfinu að veru-
legu leyti óbreyttu. Halldór
Ásgrímsson, formaður
flokksins og utanrík-
isráðherra, hefur verið einn
helzti talsmaður þessa kerfis
frá upphafi. Nú er að verða
veruleg breyting á afstöðu
margra áhrifamanna í Fram-
sóknarflokknum.
Á undanförnum mánuðum
hafa einstakir þingmenn
Framsóknarflokksins látið í
það skína, að þeir teldu nauð-
synlegt að gera breytingar á
þessu kerfi. Í grein í Tím-
anum í gær gengur Guðni
Ágústsson, þingmaður Fram-
sóknarflokksins í Suður-
landskjördæmi, lengra en
flestir flokksmenn hans hafa
gert í gagnrýni á kvótakerfi
til sjávar og sveita.
. . . . . . . . . .
20. júlí 1986: Í febr-
úarmánuði sl. setti Sverrir
Hermannsson mennta-
málaráðherra reglugerð um
íslenskt tal og texta í sjón-
varpi þar sem sagði: „Efni á
erlendu máli, sem sýnt er í
sjónvarpi, skal jafnan fylgja
íslenzkt tal eða neðanmáls-
texti á íslensku eftir því, sem
við á hverju sinni. Það skal þó
ekki eiga við, þegar í hlut
eiga erlendir söngtextar eða
þegar dreift er viðstöðulaust
um gervihnött og móttöku-
stöð fréttum eða dagskrár-
efni, er sýnir atburði, sem
gerast í sömu andrá. Í síðast-
greindu tilviki skal að jafnaði
fylgja kynning eða end-
ursögn þular.“
Með hliðsjón af þessari reglu-
gerð hefur það komið mjög á
óvart, að sjónvarpið hefur
sent út íþróttaþætti, þar sem
engu af þessum ákvæðum
reglugerðar er fullnægt,
hvorki texti né tal, kynning
eða endursögn.“
. . . . . . . . . .
18. júlí 1976: „Síðastliðinn
fimmtudag kom til Amst-
erdam í Hollandi sovéski
andófsmaðurinn Andrei
Amalrik, ásamt konu sinni,
Gyusel, í útlegð. Hann hafði
fararleyfi aðra leiðina: að
heiman. Heimkoma er honum
forboðin. Það var látið heita
að þau hjón hefðu fengið leyfi
til að flytjast til Ísraels, enda
þótt hvorugt þeirra sé gyð-
ingur. Hér er verðugt íhug-
unarefni.
Að baki þessarar ferðar ligg-
ur ekki aðeins reynsla fimm
ára vistar Amalriks í þrælk-
unarbúðum. Ekki einungis
persónuleg harmsaga frjáls-
huga manns, sem lifði í eins
flokks þjóðfélagi og skoð-
analegri andstöðu við hand-
hafa alræðisins.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ö
ryggismál Íslands eru mjög
í deiglunni um þessar
mundir. Í sama mund og
það er almennt viðurkennt
að ríki heims, ekki sízt
Vesturlönd, standa
frammi fyrir nýjum ógn-
um af ýmsu tagi, ekki sízt
hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi,
gerist það að helzta samstarfsríki okkar í ör-
yggis- og varnarmálum undanfarna sex áratugi,
Bandaríkin, dregur varnarlið sitt frá landinu.
Það má færa rök fyrir því að vegna varnarsam-
starfsins við Bandaríkin og samsetningar þess
herafla, sem var hér á landi, hafi athyglin um of
beinzt að hefðbundinni hernaðarógn, sem ekki
er fyrir hendi lengur nema þá í mjög takmörk-
uðum mæli. Að Íslendingar hafi sjálfir ekki tek-
ið nægilegt frumkvæði að því bregðast við hin-
um nýju hættum, enda vanir því að annað ríki
sjái um varnar- og öryggismál okkar. En þeim
mun meira máli skiptir að við gerum nú ráðstaf-
anir til að tryggja öryggi Íslands í breyttum
heimi.
Við höfum áfram varnarsamning við Banda-
ríkin og hljótum að gera ráð fyrir áframhald-
andi samstarfi við þau um öryggi og varnir
landsins á breiðum grundvelli. Við erum aðild-
arríki NATO, þar sem fram fer víðtækt sam-
starf á sviði öryggismála. En við verðum jafn-
framt að leggja vaxandi áherzlu á samstarf við
ríki Evrópusambandsins og Schengen-sam-
starfsins, ekki sízt vegna þess að þar er meg-
inþunginn í borgaralegu samstarfi á sviði ör-
yggismála en ekki hernaðarsamstarfi. Ríki ESB
hafa með sér víðtækt samstarf gegn hryðju-
verkum og alþjóðlegri glæpastarfsemi, svo sem
fíkniefnasmygli og mansali. Þetta samstarf er
fyrst og fremst á vegum borgaralegra stofnana
á borð við lögreglu og tollgæzlu og Ísland á því
að geta verið þar fullgilt samstarfsríki þótt það
standi utan ESB, enda stendur það til boða.
Nýjar
ógnir
Hryðjuverkaógnin er
raunveruleg og ná-
læg. Öfgamenn hafa
ráðizt á skotmörk í
nágrannalöndum okkar, sem við höfum einna
mest samskipti við. Skemmst er að minnast
árásanna á New York, Washington, London og
Madríd. Það getur gerzt hvenær sem er að hóp-
ur Íslendinga sé staddur á fjölförnum stað í ná-
lægri stórborg, þar sem hryðjuverkamenn
ákveða að láta til skarar skríða. Og það er eng-
an veginn hægt að útiloka að þeir beini sjónum
að Íslandi, landi sem sagan sýnir að hefur verið
auðvelt að ráðast inn í eða ná valdi á þegar þar
hefur skort trúverðugar varnir. Viljum við að
þeir geti fundið höggstað á okkur – glufu í vörn-
um vestrænna ríkja gegn áformum þeirra um
að ráðast gegn öllu sem vestrænt er? Viljum við
að t.d. blaðamenn eða stjórnmálamenn, sem
segja eða skrifa eitthvað sem öfgahópum fellur
ekki í geð, þurfi að óttast um líf sitt og fjöl-
skyldu sinnar vegna líflátshótana öfgamanna,
eins og gerðist í skopmyndamálinu svokallaða í
Danmörku og Noregi?
Umræðan um hinar nýju ógnir við öryggi
okkar snýst oft aðallega um hryðjuverk, en
skipulögð glæpastarfsemi er ekki síðri ógnun
við öryggi borgaranna. Í löndum, sem eru ekki
fjarlæg okkur, eru glæpasamtök stundum eins
og ríki í ríkinu. Viljum við t.d. að alþjóðlegir
fíkniefnahringar nái fótfestu hér, eins og æ
fleira bendir til að þeir reyni? Að fíkniefnaheim-
urinn útdeili sínu eigin „réttlæti“ og „refsing-
um“ eins og alltof mörg dæmi eru um nú þegar
hér á landi?
Viljum við að Ísland verði griðastaður fyrir
glæpasamtök sem smygla fólki milli heimshluta,
selja það í ánauð og þvinga til vændis? Viljum
við að hér á landi þrífist veruleiki á borð við
þann, sem lýst var í ógleymanlegri, sænskri
kvikmynd að nafni Lilja að eilífu?
Svarið við öllum þessum spurningum er auð-
vitað nei, við viljum ekki að neitt af þessu ger-
ist. En það dugir ekki að við óskum þess nógu
heitt að það gerist ekki. Við þurfum að grípa til
aðgerða til að tryggja að við eigum í fullu tré
við þau öfl, sem ógna okkur og nágrannaríkjum
okkar. Halda mætti að um slíkar aðgerðir ríkti
pólitísk samstaða, nú þegar kalda stríðinu er
löngu lokið og engin stjórnmálaöfl hér innan-
lands eiga hugmyndafræðilega samleið með hin-
um utanaðkomandi ógnum. Engu að síður
bregður svo við, að það eru sömu raddirnar og
hvöttu til varnarleysis Íslands á dögum kalda
stríðsins, sem nú draga í efa þörfina á að gera
sömu ráðstafanir og öll önnur vestræn ríki hafa
gert til að tryggja öryggi sitt og borgara sinna.
Sérsveitin
sem varð her
Þegar Björn Bjarna-
son dómsmálaráð-
herra réðst í þá eðli-
legu og tímabæru
ráðstöfun að efla sérsveit lögreglunnar, fékk
hann skammir fyrir, meðal annars frá Ögmundi
Jónassyni, formanni þingflokks Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, Ágústi Ólafi Ágústs-
syni, varaformanni Samfylkingarinnar, og fleiri
þingmönnum þess flokks, s.s. Helga Hjörvar og
Lúðvík Bergvinssyni. Ekki stóð á upphrópunum
um „íslenzkan her“ þótt fáum, sem til þekkja,
hafi nokkurn tímann dottið í hug að sérsveit
lögreglu, hvort sem í henni eru 20 eða 60 menn,
geti talizt her. Sérsveitin er einfaldlega nauð-
synlegur lágmarksviðbúnaður, annars vegar við
hugsanlegum hryðjuverkum og hins vegar við
vaxandi vopnaburði og ofbeldi, ekki sízt í fíkni-
efnaheiminum. Vilja andstæðingar þess að efla
sérsveitina bíða þess að glæpagengi yfirbugi
lögregluna? Eða að fáeinir menn með byssur
taki opinberar byggingar í Reykjavík?
Ráðstafanir dómsmálaráðherra varðandi sér-
sveitina snúa einfaldlega að því að gera eins og
öll önnur vestræn ríki hafa gert; að vera viðbúin
hinu versta. Sérsveitarmenn í lögreglunni sinna
alla jafna venjulegum lögreglustörfum, eru
óvopnaðir eins og allir lögreglumenn á Íslandi í
daglegum störfum sínum og hjálpa fólki að opna
bílana sína eða hafa uppi á hundinum sínum ef
svo ber undir. Það hefur engin eðlisbreyting
orðið á störfum löggæzlunnar. En við erum bet-
ur viðbúin óvæntum uppákomum en áður.
Umræðurnar um eflingu sérsveitarinnar eru
eitt dæmi um það, hvernig mörgum stjórn-
málamönnum á vinstri kantinum finnst alveg
sjálfsagt að Ísland sé jafnvarnarlaust gegn ut-
anaðkomandi hættum og þeir hafa alltaf viljað
hafa það. Annað dæmi og nýlegra er umræð-
urnar um störf greiningardeildar eða þjóðarör-
yggisdeildar ríkislögreglustjóra.
Segja má að þær umræður skiptist í tvo
kafla. Annars vegar eru þær umræður, sem
fram fóru um frumvarp dómsmálaráðherra til
nýrra lögreglulaga. Hins vegar þær umræður,
sem orðið hafa síðustu vikur um skýrslu tveggja
sérfræðinga Evrópusambandsins um hryðju-
verkavarnir hér á landi.
Greining-
ardeildin
sem varð
leyniþjónusta
Þegar Björn Bjarna-
son dómsmálaráð-
herra mælti fyrir
frumvarpi sínu um
breytingar á lög-
reglulögum í febrúar
síðastliðnum, útskýrði
hann ágætlega hvernig ákvæði um sérstaka
greiningardeild innan embættis ríkislögreglu-
stjóra væru til komin. Björn rifjaði upp að í þá-
gildandi lögreglulögum væru ákvæði um að rík-
islögreglustjóri skyldi starfrækja lögreglu-
rannsóknardeild, sem rannsakaði landráð og
brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórn-
völdum þess. Það væri því misskilningur að slík
ákvæði væru að koma inn í lögin í fyrsta sinn.
Dómsmálaráðherra sagði síðan í flutnings-
ræðu sinni: „Í þessari grein frumvarpsins segir
að ríkislögreglustjóri skuli „starfrækja lög-
reglurannsóknardeild og greiningardeild sem
rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan
ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess og leggur
mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri
glæpastarfsemi.“ Með ákvæðinu um greining-
ardeild er lögð áhersla á þær skyldur lögreglu
að rannsaka ekki aðeins afbrot sem hafa verið
framin, heldur stundi hún einnig rannsóknir til
að koma í veg fyrir að afbrot verði framin. Mik-
ilvægt er, eins og rakið er í skýrslu verkefn-
isstjórnar um nýskipan lögreglumála, að hugað
sé sérstaklega að leiðum til að stemma stigu við
hættum á skipulagðri og alþjóðlegri glæpastarf-
semi. Lögreglan verður að leggja sig fram um
að greina skipulagða glæpastarfsemi, safna á
einn stað upplýsingum frá innlendum og erlend-
um lögregluliðum og leggja mat á hættu sem
tengist t.d. fíkniefnabrotum, mansali, skipu-
lögðu vændi, peningaþvætti og öðrum afbrotum
sem hafa alþjóðlega vídd.
Hið sama á við vegna hryðjuverka.“
Í greinargerð með frumvarpi dómsmálaráð-
herra sagði um þetta ákvæði: „Deildin end-
urspeglar þróun hjá lögregluembættum ná-
grannalandanna og auðveldar þar með
íslenskum lögregluyfirvöldum samstarf við slík-
ar deildir annars staðar, það er að segja lög-
regludeildir sem gegna því hlutverki að greina
og meta hættu á afbrotum, sem oftast teygja
sig til margra landa og kennd eru við skipu-
lagða eða alþjóðlega glæpastarfsemi og hryðju-
verk. Lagaákvæði um greiningardeild tryggja
að þannig sé um hnúta búið hér að þeir sem fal-
SVEIGJANLEIKI
EÐA AGALEYSI?
Í Morgunblaðinu í gær, laugar-dag, er rætt við nokkra erlendastarfsmenn á íslenzkum vinnu-
stöðum. Einn þeirra, starfsmaður frá
Hollandi, segir að sveigjanleikinn á
íslenzkum vinnustöðum sé meiri en í
Hollandi. Hann segist sérstaklega
hrifinn af hugtakinu „að skreppa“,
sem sé „notað sem eins konar alhliða
afsökun fyrir því að þurfa að stússast,
fara í banka, klippingu eða verslun og
virðist vera viðurkennt meðal Íslend-
inga“. Hollendingurinn segir að þetta
myndi ekki þekkjast í hans heima-
landi, þar sem „sveigjanleikinn“ sé
minni.
Glöggt er gests augað, eins og þar
stendur. Sjálfsagt finnst mörgum út-
lendingum þessi sveigjanleiki á ís-
lenzkum vinnustöðum heillandi. Og
að mörgu leyti er hann jákvætt ein-
kenni á íslenzku samfélagi. En um
leið ber eilíft „skrepp“ auðvitað vott
um það agaleysi, sem sömuleiðis ein-
kennir íslenzkt atvinnulíf. Fólk er
ekki að vinna á meðan það skreppur
frá, þótt það sé á launum á meðan.
Þetta er ein undirrót þess, að fram-
leiðni er minni á Íslandi en í sam-
keppnislöndunum. Og lítil framleiðni
er ástæða þess að Íslendingar þurfa
að vinna lengri vinnudag til að njóta
sambærilegra lífskjara og t.d. grann-
þjóðir okkar í Skandinavíu.
Mörgum útlendingum og Íslend-
ingum, sem hafa búið og starfað í
löndum, þar sem meiri agi ríkir,
finnst „sveigjanleikinn“ í meðallagi
heillandi. Íslenzk fyrirtæki liggja t.d.
oft með miklu meiri birgðir en sam-
bærileg fyrirtæki erlendis vegna
þess að viðskiptavinirnir hafa ekki
þolinmæði til að bíða eftir vöru eins
og fjölskyldubíl eða sófasetti, verða
að fá hana strax. Það má segja að það
sé frábær þjónusta að geta afhent
jafnvel þungavöru undir eins, en í
sumum löndum sættir fólk sig ein-
faldlega við að varan sé ekki fram-
leidd fyrr en hún hefur verið pöntuð
og biðtíminn sé nokkrar vikur. Og allt
framleiðslu- og afhendingarferli
verður hagkvæmara fyrir vikið, sem
skilar sér í betri rekstri og bættri
framleiðni í atvinnulífinu.
Kannski þurfum við einn daginn að
velta því fyrir okkur hvort við viljum
velja sveigjanleikann eða agann,
hvort við viljum t.d. sleppa því að
skreppa úr vinnunni en ljúka vinnu-
deginum þess í stað á skemmri tíma
og eiga meiri tíma fyrir fjölskylduna.
Íslenzki sveigjanleikinn hefur ver-
ið hafinn til skýjanna, ekki sízt í útrás
íslenzkra fyrirtækja, en útlendi aginn
hefur líka sína kosti.
HJÁLPUM LÍBÖNUM
Alþjóðahreyfing Rauða krossinshefur sent út hjálparbeiðni og
fer fram á aðstoð fólks um allan heim
við bágstadda í Líbanon. Sólveig
Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Rauða
krossins, segir í Morgunblaðinu í gær
að kallað sé eftir fjárstuðningi til
þess að geta haldið úti sjúkraflutn-
ingum og veitt særðum læknisaðstoð.
Sprengjuárásir Ísraela á landið bitni
verst á óbreyttum borgurum og verði
sífellt erfiðara að veita læknisaðstoð.
Íslenzkum borgurum og fólki frá
öðrum vestrænum löndum var bjarg-
að frá Líbanon. Íbúar landsins, sem
ekkert geta farið, eru varnarlausir
gegn sprengjuregninu.
Minnug þess að okkar eigin lands-
menn voru lánsamir og eru komnir í
öryggið heima á Íslandi, eigum við að
hjálpa þeim, sem eftir eru í þessu
stríðshrjáða landi og láta eitthvað af
hendi rakna til hjálparstarfs Rauða
krossins.