Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórarinn Guð-mundsson fædd- ist á Hólmavík 25. apríl 1927. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson verslunar- maður, f. 17. apríl 1897, d. 28. október 1975, og Sigríður Sigurðardóttir klæðskeri, f. 17. júlí 1896, d. 13. janúar 1971. Systkini Þórarins eru Fjóla, f. 1. september 1925; Lauf- ey, f. 4. desember 1928, d. 21. júlí 1897; Einar Leó, f. 4. desember 1928, d. 26. janúar 1989; og Frið- rik Arthúr, f. 6. desember 1933. Eftirlifandi eiginkona Þórar- ins er Hulda E. Óskarsdóttir, f. 24. maí 1935. Foreldrar hennar voru Óskar Kortsson og Magný Sigurlaug Ólafsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Kolbrún Ósk, f. 20. mars 1955, gift Gísla Guðjóns- syni. Kolbrún á fjögur börn. 2) Sigríður, f. 1. des- ember 1956, gift Jóni Kristjáni Traustasyni og eiga þau fjóra syni. 3) Magný Guðmunda, f. 7. janúar 1958. Hún á eina dóttur. 4) Þráinn Þór, f. 6. nóvember 1965, í sambúð með Berg- lindi Guðmunds- dóttur og eiga þau þrjár dætur. Þórar- inn og Hulda eiga 12 barnabörn og 10 barnabarnabörn. Þórarinn fluttist til Akraness árið 1954 og bjó þar til dauða- dags. Hann lauk vélanámskeiði frá Vélskólanum á Ísafirði árið 1946. Árið 1952 lauk hann prófi frá Stýrimannaskóla Íslands. Sjó- mennska var hans ævistarf og starfaði hann sem skipstjóri og stýrimaður bæði á togurum og mótorbátum. Útför Þórarins var gerð frá Akraneskirkju 17. júlí – í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi. Nú ertu farinn til ömmu og afa og sjálfsagt skokkar Tinna við hlið þér ásamt Dottu, Kát og fleiri hundum sem verið hafa í fjöl- skyldunni, því dýravinur varstu mik- ill. Þessa helgi ætluðum við að vera á ættarmóti norður á Hólmavík til heið- urs foreldrum þínum, en amma hefði orðið 110 ára hinn 17. júlí. En það fór á annan veg, nú verður þú jarðsung- inn á þessum degi. Eftir sitja minn- ingar um yndislegan pabba. Þig sem hugsaðir alltaf meira um aðra en sjálf- an þig. Aldrei máttir þú neitt aumt sjá, þá varst þú fyrstur til að rétta hjálparhönd, og alltaf var hægt að leita til þín, þú reddaðir öllu. Minning okkar systkinanna um ferðalög vítt og breitt um landið, berjamó norður á Hólmavík sem var farið í á hverju ári og veiðitúrana sem þú hafðir unun af, enda var veiði- stöngin ávallt með í farteskinu. Og á yngri árum varstu einnig mikill áhugamaður um skotveiðar svo aldrei vantaði jólagæsina á okkar borð. Hafið og fiskveiðar áttu hug þinn allan, enda var það þitt ævistarf. Far- sæll og fiskinn sjómaður varstu og þótti mörgum heiður að vera á sama skipi, og þú tókst son þinn með þér á sjóinn og kenndir honum réttu hand- tökin. Svo gerðir þú út eigin báta, fyrst á Hólmavík bátinn Sigurfara með bróð- ur þínum og mági og seinna hér á Akranesi Bresa í félagi við Odd og Hinrik. Síðasta fleyið þitt var Ögnin sem þú rerir á yfir sumartímann. Aldrei vantaði fisk í frystikistuna hjá okkur, þú sást um það. Og ekki má gleyma ljúffengasta harðfiski í heimi sem þú dundaðir við að verka, og salt- fiskinum góða sem enginn kann að út- vatna eins og þú. Margar ljúfar stundir áttum við með ykkur mömmu í sumarbústaðn- um, Eyktarási við Þingvallavatn, þar sem þið byggðuð ykkur unaðslegan sælureit og ræktuðuð upp landið af mikilli elju og natni. Allt blómstraði í höndunum á ykkur hvort sem það voru græðlingar eða ber. Síðustu árin voru þér að mörgu leyti erfið þar sem þú áttir við veikindi að stríða og viljinn var meiri en getan, en þú fannst þér alltaf eitthvað að dunda við, smíðaðir blómakassa, sveitabæi, hjólbörur, fuglahús og með því síðasta sem þú gerðir voru hamrar handa öllum langafabörnunum sem svo sannarlega glöddu lítil hjörtu. Mikill kærleikur var á milli ykkar systkina og var yndislegt að hlusta á þegar þið ávörpuðuð hvert annað ávallt systir eða bróðir. Ungur aðhylltist þú sósíalíska stefnu og varst henni trúr bæði í orð- um og verkum. Þú varst víðlesinn og fróður maður og var gaman að hlusta á þig segja frá. Elsku pabbi. Nú hefur þú varpað akkerum og ert í höfn. Takk fyrir all- ar góðu stundirnar. Hvíl þú í friði. Við biðjum góðan Guð að styrkja mömmu í hennar sorg. Við kveðjum við þig að sinni með þessum ljóðlínum eftir vin þinn Víg- þór: Elsku vinur, Guð þér gefi góða nátt. Nú siglir þú úr heimahöfn í hljóðri sátt. Þú fylgir Jesú um friðar hafið fagurblátt. Þér rís í sjónhæð sæluströnd í sólarátt. Kolbrún Ósk, Sigríður, Þráinn Þór og fjölskyldur. Elsku pabbi minn, það er sárt að kveðja þig. Þú varst mesti áhrifavald- ur í lífi mínu, þú varst minn klettur og ég veit ekki hvað ég á að gera án þín. Þú varst dóttur minni Kristínu Eddu eins og besti pabbi. Þú varst með stórt hjarta en flíkaðir aldrei til- finningum þínum heldur sýndir þær í verki eða tókst utan um mig og þá fann ég væntumþykjuna frá þér, þá var ég örugg. Þú varst barngóður og börn sóttu í þig. Þú fylgdist vel með öllum hópnum þínum og hafðir gaman af því að heyra sögur af þeim og hnyttnum tilsvörum. Ég á aldrei eftir að heyra Önnu Magný segja: ,,Heyrðu, afi Dúdó, þú ert pabbi hennar ömmu Möggu,“ og þú svaraðir: ,,Já, ég er pabbi hennar.“ Þú varst dýravinur og hundarnir í fjölskyldunni kunnu svo sannarlega að meta þig. Við fórum um næstsíðustu helgi í bústaðinn ykkar, Eyktarás, sem þið byggðuð fyrir 28 árum og lögðuð sál ykkar í og hvílíka vinnu við að rækta upp landið. Eyktarás er ykkar stolt þar sem allt vitnar um hagleik handa þinna og var þetta síðasta ferðin þín í Eyktarás. Takk fyrir alla fallegu hlutina sem þú smíðaðir fyrir mig og hversu mik- inn áhuga þú sýndir mínu starfi sem dagmömmu. Þú smíðaðir bíla, hjól- börur og ekki má gleyma hömrunum sem vöktu mikla lukku og hafa verið óspart notaðir. Þegar ég spyr: ,,Hver gaf ykkur þessa hamra?“ þá svara þau: ,,Afi Dúdó!“ Ég hugga mig við það að ástvinir þínir og vinir hafa tekið vel á móti þér. Ég sé fyrir mér þig og Gvend Sveins gera klárt til að sigla til hafs á ný. Tveir góðir skipstjórar. Elsku mamma, systkini mín og allir ástvinir okkar, megi algóður Guð styrkja okkur í okkar miklu sorg. Ég vil kveðja þig með þessu ljóði sem mér finnst lýsa þér svo vel: Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannann. Fellum saman stein og stein, styðjum hverjir annan. Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman. (M. J.) Ástarkveðja, elsku pabbi minn. Þín dóttir Magný Guðmunda Þórarinsdóttir. Hann afi Dúdó kvaddi okkur nokk- uð óvænt fimmtudaginn 6. júlí sl. Afi var sjómaður og skipstjóri alla sína ævi. Þótt það sé langt liðið frá því afi hætti á sjónum var hugur hans alltaf þar og hann fylgdist vel með. Það fór nú sjaldan mikið fyrir afa og hann var nú ekki að eyða orðum í einhvern óþarfa og fólk segði eflaust að hann hefði verið lokaður maður. Það var þó alltaf hægt að tala við afa um hans hjartans mál og eftir að ég hafði unnið hjá útgerðarfyrirtæki höfðum við oft margt að tala um. Það átti ekki við afa að vera iðjulaus og hefur hann alltaf haft eitthvað við að vera. Eftir að hann hætti á sjónum tók hann sér ýmislegt fyrir hendur sem hefur glatt okkur hin mikið. Hann þurrkaði m.a. harðfisk, bjó til falleg jólatré og nú síðast bjó hann til tréhamra fyrir öll litlu barnabarna- börnin. Afi var alltaf hörkuduglegur og þegar ég var með fjölskyldu mína uppi á Skaga rúmri viku áður en afi dó var hann uppi í stiga að mála. Ég á eftir að eiga minningu um afa frá þeirri heimsókn og er þakklát fyrir það. Afi Dúdó var uppáhald barna og þar var hann Sævar Logi engin und- antekning. Þó hann hafði ekki hitt afa oft fyrir þessa heimsókn elti hann langafa sinn á röndum og við heyrð- um óma um húsið „Tondu afi, tondu“. Þegar hann vaknaði eftir blundinn sinn og mamma var hvergi nálægt vildi hann bara vera hjá afa. Afi var 79 ára og ég veit að það eru margir sem ná ekki þeim aldri en það er samt óskaplega óraunverulegt að afi skuli vera farinn. Afi hefði ekki viljað liggja inni á sjúkrahúsi í langan tíma svo segja má að hann hafi farið eins og hann hefði viljað þó það sé allt- af of fljótt fyrir okkur hin. Ég vil trúa því að afi Dúdó sé enn til staðar og hann fylgist með okkur áfram á sinn hljóðláta hátt og að honum líði vel. Elsku afi, í dag ætla ég að setjast á ströndina og horfa út á haf og kveðja þig héðan frá Spánarströndum. Elsku amma, minn hugur er hjá þér. Harpa. Elsku besti afi minn. Ég naut þeirra forréttinda að fá að alast að miklu leyti upp á þínu heimili og þú hefur kennt mér svo margt sem ég mun búa að alla ævi. Þegar ég var yngri kenndir þú mér vísubrot eftir Einar Benediktsson sem ég gleymi aldrei. Láttu smátt, en hyggðu hátt. Heilsa kátt, ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt. Mæltu fátt og hlæðu lágt. Hvort síðustu línunni hafi sérstak- lega verið beint til mín á yngri árum veit ég nú ekki en mér finnst þessi vísa eiga svo vel við um þinn persónu- leika. Þú varst með hjarta úr gulli, elsku afi minn, aldrei máttir þú vita af einhverjum sem ætti erfitt þá fannst þér þú þurfa að gera eitthvað til að hjálpa. Þú varst alltaf boðinn og búinn ef einhvern vantaði eitthvað. Aldrei varstu mikið að kjassast í afa- og lang- afabörnunum þínum en alltaf sóttu þau í þig og vildu vera hjá þér. Ég er svo þakklát fyrir það að Anna Magný mín fékk að kynnast elsku besta afa Dúdó. Hún á eftir að sakna þín mikið og spyrja mikið um þig. Allar yndislegu minningarnar mín- ar um besta afa í heimi mun ég geyma í hjarta mínu um aldur og ævi … alla tíð. Ég veit að þú ert hjá mér. Takk fyrir allt. Þú sem eldinn átt í hjarta yljar lýsir, þótt þú deyir. Vald þitt eykst og vonir skarta verkin þín tala, þótt þú þegir. Alltaf sjá menn bjarmann bjarta blika gegnum himins tjöld. (Davíð Stef.) Þín Kristín Edda. Elsku langafi. Okkur langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði: Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Sofðu í friði, langurinn okkar. Langafabörnin. Ertu sigldur, elsku bróðir minn, uppí himininn? Þú ert og verður alla tíma elsku bróðir minn. Ég sé þig, bróðir, sigla mikinn. Og nú sé ég Jesú minn þér taka á móti opnum örmum inn í himin sinn. – Og signa sjómanninn. (Vígþór) Hvíl í friði, kæri bróðir, þökk fyrir allt og allt. Þín systkini Fjóla og Arthúr. Alltaf varstu, elsku frændi, kallað- ur Dúdó frá því að ég man eftir mér fyrst. Hve ég man eftir því hve mér fannst gott að taka utan um þig þegar pabbi minn Einar Leó dó aðeins 60 ára. Ég elskaði þig alla tíð og ég líkti þér ætíð við pabba. Ég veit að við deyjum öll, en ég sá í þér það sama og bjó í pabba, en það er svo margt að ég þarf ekki að telja það upp nú, því þú veist allt um það. Árið sem ég varð 16 ára hringdir þú í mig og óskaðir mér til hamingju með afmælið og ég fór að gráta og sagði að þú værir eini maðurinn sem myndir eftir afmælinu mínu. Þú vast sjómað- ur, hinn sanni karlmaður Íslands. Ég dýrkaði þig einnig vegna þess, því sjó- maður er ávallt stór í huga mínum og hjarta. Ég elskaði þig, Þórarinn frændi, í hjarta mér. Ég á jafnerfitt með að kveðja þig og pabba og Sollu systur, en það er samt mín trú og viska að við hittumst aftur, því það er líf eftir þetta. En það er skrítið að maður skuli fara í sorg þegar trúin er þessi, vegna þessa að þú yfirgafst lík- amann, því þú ert samt hér þegar þú getur í andans líkama þínum. Þá spyr ég sjálfa mig: Af hverju að gráta? Elsku Hulda, Sigga, Magga, Kolla, Þráinn og börn. Guð vakti ykkar veg og gefi ykkur styrk í stormi lífsins. Laufey Dís, Margrét Erla, Elísa Hafdís. Nú er hann dáinn hann Dúdó vinur okkar. Þórarinn Guðmundsson hét hann fullu nafni, en í huga okkar var hann alltaf Dúdó hennar Huldu. Þeg- ar Hulda, æskuvinkona okkar og Dúdó bundust tryggðarböndum fyrir rúmum fimmtíu árum, varð hann tryggur og traustur vinur okkar til lífstíðar. Andlát Dúdós varð okkur reiðarslag, enda þótt við vissum að hann gengi ekki heill til skógar og væri orðinn nokkuð þrotinn að kröft- um, grunaði okkur ekki að hann væri svo fársjúkur sem raun bar vitni. Hann var víðlesinn og fróður um margt og hafði mjög gaman af ljóðum og öðrum kveðskap, hann var dverg- hagur og listamaður til allra verka. Heimili hans og Huldu ber ríkan vott um það. Margir smíðisgripir og aðrir list- munir prýða heimilið innan dyra sem utan. Hulda og afkomendur þeirra munu sannarlega ylja sér við þær minningar og minjagripi. Dúdó bar ekki tilfinningar sínar á torg, hann var hógvær og lítillátur, en hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, hann hafði sterka réttlæt- iskennd og dró ávallt taum lítilmagn- ans. Við kveðjum Dúdó með þakklæti fyrir einlæga vináttu og tryggð öll þessi ár og biðjum honum blessunar á ókunnum slóðum. Huldu vinkonu okkar og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðarkveðjur frá okk- ur og fjölskyldum okkar. Við biðjum þess að ljúfu minningarnar um dreng góðan veiti þeim styrk í sárri sorg. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Edda, Friðrika, Svala og Ásta. ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON      Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐNI GUÐNASON, (NINNI), Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð, lést mánudaginn 17. júlí á hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu. Jónheiður Gunnarsdóttir, G. Yngvi Guðnason, Rebekka Jónasdóttir, Már Guðnason, Anna Óskarsdóttir, Rebekka Guðnadóttir, Ásgeir Rafnsson, G. Rúnar Guðnason, Anna Júlíana Þórólfsdóttir, G. Heiðar Guðnason, Sigrún Drífa Jónsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.