Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 41 DAGBÓK Við höldum með þér! Komdu v ið á næs tu Olís-s töð og fáðu stimpil í Ævintýr akortið – og æv intýragl aðning í leiðinni . Vertu m eð í allt sumar! Frábær ferðaleikur fyrir alla fjölskylduna Hvern laugardag eru farnar gönguferðirum Þingvallahraun í leiðsögn land-varðar. Nanna Teitsdóttir er einn aflandvörðum þjóðgarðsins: „Göngu- ferðirnar byrja við Þjónustumiðstöð Þingvalla kl. 13 og taka um þrjár klukkustundir. Gengið er um eyðibýli í Þingvallahrauni og sagt frá búsetu fólks í hrauninu,“ segir Nanna. „Landverðirnir haga ferðinni eftir eigin sérþekkingu um svæðið og er meðal annars gengið inn í Skógarkot, Hrauntún og Vatnskot. Tekin eru nokkur stopp á leiðinni þar sem þátttakendur fá tækifæri til að hvílast og er í göngunni lögð sérstök áhersla á að fræða göngufólk um þá jarðfræði, vatnalíf og sögu sem finna má innan þjóðgarðsins.“ Nanna segir flesta þekkja vel sögu þinghalds á Þingvöllum, og einnig jarðfræði svæðisins þar sem jarðflekar Evrópu og N-Ameríku mætast: „Færri vita að lengi hefur verið búið í Þingvalla- hrauninu, en þeir sem þar bjuggu þurftu að laga búskap sinn að hrjóstrugum aðstæðum á svæð- inu.“ Að sögn Nönnu er gangan ekki erfið: „Farið er yfir frekar flatt land. Sumir göngustígarnir eru nokkuð grýttir en á færi flestra. Sem dæmi má nefna að fyrir skemmstu voru tvö börn, 7 og 8 ára, með í göngunni og réðu vel við gönguna þótt þau væru kannski orðin þreytt þegar komið var aftur í þjónustumiðstöðina.“ Boðið er upp á margs konar fræðslu aðra í þjóð- garðinum í sumar. Á fimmtudögum fylgja fræði- menn gestum um svæðið í styttri göngum og fjalla um sögu staðarins. Á sunnudögum kl. 13 er starf- ræktur Fornleifaskóli barnanna og einnig er boð- ið upp á gönguferðir með enskri leiðsögn alla virka daga. Öll fræðsla og ferðir um Þingvelli eru ókeypis en auk leiðsöguferða býður þjóðgarðurinn upp á ýmsa þjónustu: „Fræðslumiðstöð Þingvalla uppi á Haki er mjög aðgengileg fyrir alla sem vilja fræð- ast um sögu og náttúru staðarins. Veitingastað- urinn Valhöll býður upp á fyrirtaks veitingar og gistingu og í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins á Leirum geta ferðalangar nálgast allar almennar upplýsingar um þjóðgarðinn frá landvörðum auk upplýsinga um færð og ástand vega, þjónustu í ná- grenninu og helstu ferðamannastaði.“ Í þjónustumiðstöðinni má einnig finna sérkort af þjóðgarðinum og gönguleiðum um hann og les- efni um náttúru staðarins. Landverðir veita upp- lýsingar um tjaldsvæði og veiðistaði innan þjóð- garðsins og þar er tekið við gistigjöldum og greiðslu fyrir veiðileyfi. Þingvallakirkja er opin almenningi frá 9 til 19 alla daga frá miðjum maí til 1. september. Messað er hvern sunnudag kl. 14 yfir sumartímann en mánaðarlega yfir veturinn. Í júní og júlí eru kvöldbænir í kirkjunni á fimmtudögum kl. 21.45. Nánari upplýsingar um þjóðgarðinn má finna á www.Thingvellir.is Saga | Fræðandi gönguferðir kl. 13 á hverjum laugardegi í sumar undir leiðsögn landvarðar Eyðibýli í Þingvallahrauni  Nanna Teitsdóttir fæddist á Akureyri 1983. Hún lauk diplóma frá International Schoolof the Sacred Heart í Tókýó 2001 og lagði stund á japönsk- unám við Temple Uni- versity í Japan til 2002. Hún leggur stund á nám í heim- speki við Háskóla Ís- lands. Hún hefur frá árinu 2005 starfað sem landvörður á Þingvöllum á sumrin. Foreldrar Nönnu eru Teitur Gylfason framkvæmdastjóri og Soffía Ingibjörg Friðbjörnsdóttir banka- starfsmaður. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is Blekking. Norður ♠KD6 ♥G9843 S/Allir ♦Á87 ♣64 Vestur Austur ♠G1094 ♠8732 ♥KD5 ♥76 ♦1094 ♦32 ♣K87 ♣ÁG1093 Suður ♠Á5 ♥Á102 ♦KDG65 ♣D52 Suður verður sagnhafi í fjórum hjörtum eftir grandopnun og yf- irfærslu norðurs: Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 2 tíglar * Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: Spaðagosi. Það er vandséð hvernig hægt er að vinna þetta spil, því sagnhafi mun tvís- vína í hjarta og vestur fær tvö tækifæri til að skipta yfir í lauf. Sennilega nýtir vestur annað tæki- færið, en ekki sakar að gera honum erfitt fyrir með því að spila strax þrisv- ar spaða og henda tígli heima! Þegar vestur fær fyrri hjartaslaginn mun hann örugglega skipta yfir í tíg- ultíu, sem sagnhafi tekur með ás og svínar aftur í trompi. Austur hefur vissulega haft tækifæri til að tjá sig um tígulinn, en ef varn- arreglan er sú að kalla með lægstu spilunum er erfitt fyrir vestur að lesa tígulþristinn sem frávísun, því suður gæti hafa falið tvistinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Rge2 d5 6. a3 Bd6 7. c5 Be7 8. b4 b6 9. Rf4 a5 10. Bd2 axb4 11. axb4 Hxa1 12. Dxa1 Rc6 13. Da4 e5 14. Bb5 exd4 15. Bxc6 dxc3 16. Bxc3 bxc5 17. bxc5 Re4 18. Bd4 Rxc5 19. Bxc5 Bxc5 20. 0-0 d4 21. exd4 Bd6 22. Rd3 Dg5 23. He1 Dd2 24. Hd1 Dc3 25. h3 Be6 26. d5 Bf5 27. Bb5 Hb8 28. Dc4 Da5 29. Bc6 h6 30. Dc2 Da3 31. De2 Dc3 32. g4 Bg6 33. Ba4 Dc4 34. Bc2 Staðan kom upp á hollenska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Hilversum. Stórmeistarinn Jan Werle (2.529) hafði svart gegn alþjóðlega meistaranum Jeroen Bosch (2.465). 34. … Hb2! 35. De8+ Kh7 36. Rxb2 Dxc2 37. Ha1 hvítur gat ekki varnað því að svartur fengi tvo létta menn fyrir hrók þar sem 37. Db5 yrði svar- að með 37. … Be5. 37. … Dxb2 38. Ha8 Db1+ 39. Kg2 Be4+ 40. f3 Dc2+ og hvítur gafst upp enda stutt í mátið. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Blessað strætisvagnakerfið ER ekki tími til kominn að við- urkenna að nýja strætisvagnakerfið var mistök og eitt klúður? Málið er að það þarf að byrja frá grunni þótt það kosti sitt. Hvernig væri að allar leiðir færu á 15 mínútna fresti í stað 10 mínútna ferða sem umferð- in annar ekki? Einnig er það órétt- látt og ekkert jafnrétti í því að á meðan sumir taka strætó á 10 mín- útna fresti þá bíða aðrir uppí hálf- tíma eftir strætó, t.d. nr. 14 sem er aldrei á tíma. Málið er að stofnleiðirnar aka nánast allar sömu leið, t.d. Suð- urgata – Miklabraut. Hvers vegna fer enginn lengra, t.d. út Hring- brautina út á Granda? Furðulegt hvers vegna enginn stofnleið fer t.d. Sæbrautina, þá miklu umferð- aræð. Svo er þetta orðið þannig í Reykjavík að það er ekki lengur nóg að tala sitt eigið tungumál til að ferðast með strætó, heldur ekki ensku, margir bílstjórar skilja hvor- ugt. Hvað erum við að láta bjóða okkur? Núverandi strætisvagna- kerfi er algjörlega að bregðast. Hvað ætlar nýja stjórnin að gera? Jú, hún lofaði að bæta þjón- ustuna en ekki skerða. Eru þetta ekki svikin loforð? Hvað segir stjórn Strætó um það? Viðskiptavinur Strætó. Olympus-myndavél týndist VIÐ vorum stödd í bænum við Reykjavíkurhöfn 19. júlí að skoða seglskútu og vélin hefur mjög lík- lega dottið út úr bílnum þar, við Ís- búðina við Hagamel eða á bílastæð- inu við húsdýragarðinn í Laugardalnum. Myndavélin er staf- ræn að gerðinni Olympus Stylus Verve 4.0 megapix. og blá að lit. Inná myndavélinni eru ómetanlegar myndir sem teknar hafa verið sl. daga, um 300 talsins. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beðinn um að hringja í 897 6823 eða 893 1909. Kettlingur fæst gefins 12 vikna þrílit læða með brún augu fæst gefins. Sandkassi o.fl. fylgir. Upplýsingar í síma 692 4052. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn 90 ÁRA afmæli. Í dag, 23. júlí, erníræð Sveinbjörg Stef- ánsdóttir frá Svalbarði, Norðfirði, til heimilis í Fellsmúla 5, Reykjavík. Hún er að heiman í dag. 80 ÁRA afmæli. Á morgun, 24.júlí, verður áttræður Sigurður Haukur Sigurðsson, kennari. Hann fagnar þessum tímamótum í dag, sunnudaginn 23. júlí, ásamt ættingjum og vinum á heimili sínu og sonar síns í Eyktarási 21. 70 ÁRA afmæli. Í dag, 23. júlí, ersjötug Birthe Annelise Ped- ersen, Fróðengi 6, Reykjavík. 60 ÁRA afmæli. Á morgun, mánu-daginn 24. júlí, verður sextug Þóra Einarsdóttir, launafulltrúi, Garðatorgi 7, Garðabæ. Hún og eig- inmaður hennar, Ingjaldur Ásvalds- son, taka á móti gestum á afmælisdag- inn milli kl. 18 og 20 í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10, Reykjavík. OPIÐ hús verður í dag í Króki á Garðaholti í Garðabæ. Næstu þrjá sunnudaga verður opið fyrir al- menning. Krókur er lítill bárujárns- klæddur burstabær sem var end- urbyggður úr torfbæ árið 1923. Í Króki eru varðveitt gömul hús- gögn og munir sem voru í eigu hjónanna Þorbjargar Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar. Þorbjörg flutti í Krók vorið 1934 og bjó þar til ársins 1985. Afkomendur Þorbjargar og Vilmundar í Króki gáfu Garðabæ bæjarhúsin í Króki ásamt úti- húsum og innbúi árið 1998. Að- gangur er ókeypis. Krókur er á Garðaholti, á ská á móti samkomu- húsinu í nágrenni Garðakirkju. Morgunblaðið/Þorkell Opið hús í Króki á Garðaholti í Garðabæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.