Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 28
Fáðu
fréttirnar
sendar í
símann þinn
28 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
GÓÐAN daginn, herra borgarstjóri.
Ég vinn á Morgunblaðinu, sem er
nýflutt í Hádegismóa 2. Ég hélt að ég
færi létt með að sinna starfi mínu þar
áfram, þó að út í móa væri komið. En
það er öðru nær, leið S5 er hætt að
ganga svo þetta hefur versnað mikið,
og var þó ekki glæsilegt fyrir. Ég hef
ferðast með strætó frá 1965 og þessi
rúmlega 40 ár hefur stöðugt verið
dregið úr þjónustu. Þegar Morg-
unblaðið var í Aðalstræti komst ég í
vinnuna á um 10 mínútum og þá var
um tvo vagna að velja í Kleppsholt-
inu, þá voru gósentímar.
Blaðið flutti í Kringluna 1993 og ég
tók nr. 8 í vinnuna og nr. 9 heim, frá
Kleppsvegi að Listabraut. En báðar
voru þessar leiðir lagðar af og ég fór
niður á Hlemm og þurfti nú að taka
tvo vagna í vinnuna. Oft var vagninn
frá Hlemmi troðfullur af skólafólki,
svo ég þakkaði fyrir ef ég gat haldið
mér í eitthvað, ekki var nú sætunum
fyrir að fara, svo ég hafi þetta nú svo-
lítið skrautlegt. Um tíma voru vand-
ræði með nr. 5 á Sundlaugavegi, en
það var lagfært. Rétt að taka fram að
þetta er ekki sama leiðin og S5 ekur í
dag. Síðustu árin hef ég gengið niður
á Sundlaugaveg og tekið nr. 14 (5) að
Listabraut. Þetta tók mig samtals um
40 mínútur. Á vetrum er þar snjór og
klaki, allt hallar þarna niðurávið, og
ég hef slasað mig þar a.m.k. tvisvar.
Um mánuður er frá því við fluttum
í Hádegismóa og þá keyrði þjónustan
loks um þverbak.
Fyrst þarf ég að ganga í átt að
Klettagörðum, og taka leið 16 við
Dalbraut. Þennan mánuð sem liðinn
er hefur vagninn aðeins tvisvar verið
á réttum tíma í Ártún, 1 mín. fyrir og
19 mín. yfir heila tímann. Þar tók ég
leið S5, sem hinkraði eftir mér í flest-
um tilvikum, og fór með þeim vagni
eins nálægt Morgunblaðinu og unnt
var að komast. Fundur mun hafa ver-
ið með Ásgeiri Eiríkssyni, fram-
kvæmdastjóra Strætó bs., og sam-
þykkt að láta okkur út við hringtorgið
vestan við gjána (Suðurlandsveg).
Ljótt er til frásagnar, en vagnstjór-
arnir eru allir ekki jafnþjónustuliprir,
þó margir gull séu af manni.
Þegar heim er farið, þarf að ganga
langa leið að næstu stoppistöð.
Heimur versnandi fer
Svo kom áfallið, leið S5 hætti að
ganga. Nú þarf að taka leið 19, fara úr
vagninum við verslunina Nóatún í
Rofabæ og ganga þaðan dágóðan spöl
og þar eð ég er ekki kunnug á þessum
slóðum vandaðist nú málið. Fyrsta
ferðin mín var í lagi, bílstjórinn sagði
mér til og lét mig út eins nálægt og
hægt var. Þegar ég fór í annað sinn
spurði ég vagnstjórann, það er alltaf
nýr maður í hverri ferð, og nú varð
fátt varð um svör en farþegi sem var
að fara út sagði mér, því miður, rang-
lega til vegar. Daginn þann var ég
rúman klukkutíma í vinnuna.
Margir í vandræðum
Margar sögur hef ég heyrt um fólk
sem var úrræðalaust og miður sín eft-
ir breytingarnar og sér enga lausn á
sínum málum. Breytingar sem gerð-
ar voru á fyrra kerfi voru reyndar
ekki heldur til bóta. Tvær konur
hættu að vinna þá, sem ég veit um.
Önnur þeirra missti af vagni ef hún
fór alla leið á Hlemm, fór því úr á
Laugavegi, hljóp þar yfir götuna og
náði þannig næsta strætó. Var allt í
einu stressuð, en hafði alltaf verið
mjög róleg og yfirveguð öll árin sem
við vorum samferða.
Nágranni minn, 87 ára og eldhress,
þarf nú að fara yfir miklar umferð-
argötur til að komast í verslanirnar í
Holtagörðum, því vagninn stansar
ekki lengur þar. Svo er ómögulegt að
komast yfir Sundabrautina á grænu
ljósi, það kemur í augnablik og maður
hleypur af stað, en nær aldrei nema
hálfa leið yfir götuna. Mér var sagt
frá fullorðnu fólki sem hætti að fara
þangað og var að leita að verslunum
sem kæmu í staðinn.
Er ekki hægt að sjá til þess að
borgarbúar, sem greiða sína skatta
og sinna sínum skyldum, fái betri
þjónustu en þetta? Ég bara spyr.
Með minnkandi þjónustu fækkar
farþegum, það er ósköp einfalt mál.
Með von um bót og betrun, enda er
þetta verðugt verkefni fyrir ykkur til
að öðlast vinsældir. Kveðja,
AÐALHEIÐUR
JÓHANNESDÓTTIR
Rauðalæk 32, Reykjavík.
Bréf til nýkjörins borgarstjóra
Frá Aðalheiði Jóhannesdóttur:
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Laugavegur
2ja herb. glæsiíbúðir í nýju húsi
Nýjar og glæsilegar 2ja herb. íbúðir í nýju og vönduðu lyftuhúsi í miðborg-
inni. Um er að ræða tvær íbúðir: 2ja herb. 70 fm íbúð á 3. hæð. Verð 26,9
millj. og 2ja herb. 78 fm útsýnisíbúð á tveimur hæðum, 4. og 5. hæð.
Verð 29,9 millj. Íbúðirnar eru innréttaðar á afar vandaðan og smekklegan
hátt með sérsmíðuðum innréttingum og vönduðum tækjum. Parket á gólf-
um, nema á baðherbergi er flísalagt í gólf og mósaíklagt í veggi að hluta.
Íbúðunum fylgir sérgeymsla/þvottaherb. í kj. Sérþakgarður með hvorri
íbúð fyrir sig til suðurs og með heitum potti. Einnig svalir út af hvorri íbúð
sem snúa út að Laugavegi. Glæsilegar íbúðir í hjarta miðborgarinnar.
Glæsibær
Fallegt og vel staðsett 210 fm ein-
býlishús á einni hæð, þ.m.t. 33 fm
bílskúr. Eignin skiptist m.a. í eldhús
m. þvottaherb. og búri innaf, tvær
stofur, önnur með arni, 3 herb. auk
húsbóndaherb., gestasnyrtingar og
flísalagðs baðherb. Ræktuð lóð
með timburverönd og skjólveggj-
um. Hellulögð innkeyrsla. Stutt í
skóla, sundlaug og þjónustu. Laust
fljótlega. Verð 49,0 millj.
Blikanes - Garðabæ
Vel staðsett 430 fm einbýlishús á
tveimur hæðum m. innb. 71 fm bíl-
skúr á Arnarnesi í Garðabæ. Eignin
skiptist m.a. í hol, eldhús, þrjár
stórar stofur með arni, borðstofu, 5
svefnherbergi, hellulagða sólstofu,
bókaherbergi, baðherb. auk gesta-
snyrtingar og sauna. Stór, skjól-
góður og ræktaður garður. Stór
suðurverönd.
Fornaströnd - Seltjarnarnesi
Vel staðsett 249 fm einbýlishús á
einni hæð m. innb. 39 fm tvöf. bíl-
skúr. Eignin skiptist m.a. í rúmgott
hol, samliggj. borð- og setustofu
með útsýni til sjávar, stórt eldhús,
sjónvarpsstofu, 4 herb., húsbónda-
herb. og flísalagt baðherb. auk
gestasalernis. Úr sjónvarpsstofu er
gengið í hellulagðan sólskála og á
verönd. Falleg ræktuð lóð. Verð
64,9 millj.
Norðurbraut- Hafnarfirði. Sérhæð
MJÖG BJÖRT OG FALLEG 151,5
FM HÆÐ Á GÓÐUM STAÐ Í HAFN-
ARFIRÐI. Eignin skiptist í hol, 4
parketl. svefnherb., flísal. baðher-
bergi, búr, eldhús, geymslu, stofu
m. útg. á stórar suðvestursvalir og
borðstofu. Hæðin sjálf er 137,5 fm
og geymsla á jarðhæð er 14,0 fm.
Stór verönd og stór lóð með mikla
möguleika. Verð 34,9 millj.
Sumarbústaður - Borgarfirði
Nýtt og sérlega vandað sumarhús,
staðsett á um 2.650 fm leigulóð á
Litla-Ási í Munaðarnesi, Borgarfirði.
Húsið er 60 fm auk 20 fm svefnlofts
og skiptist í 3 góð herb., gott rými
með stofu og eldhúsi sem er með
fallegri innréttingu og sérlega
glæsilegt baðherb., flísalagt og
með nuddsturtu. Gegnheilt parket
á gólfum, kanadískur hlynur. Hitaveita, rafmagn og heitt og kalt vatn. Góð
verönd og lagnir fyrir heitan pott. Verð 17,9 millj.
Höfum til leigu um 731 fm skrifstofuhúsnæði á 2. og 3. hæð í þessu glæsilega skrifstofuhúsi
miðsvæðis í Reykjavík. Um er að ræða um 315 fm á 2. hæð hússins og um 315 fm á 3. hæð sem
skiptast í fjölda lokaðra skrifstofuherbergja auk móttöku, salerna o.fl.
Glæsilegt útsýni er af hæðunum að Viðey og út á sundin. Sameiginlegt mötuneyti með öðrum
leigutaka sem þegar er í eigninni. Eignin er í mjög góðu ástandi hið innra sem ytra.
Auðvelt að breyta öllu innra skipulagi eignarinnar þar sem allir veggir eru kerfisveggir.
Hæðirnar geta leigst út saman eða í sitthvoru lagi.
Húseignin er samtals að heildargólffleti 2.952,0 fm og skiptist þannig að skrifstofuhús er 1.895,7 fm
og lager er samtals 1.056,3 fm að stærð. Stigahús er í húsinu norðanverðu sem og lyftuhús.
Tölvustýrðar læsingar eru á hurðum úr stigahúsi og inn á hæðir og fullkomið þjófavarnakerfi er í
húsinu. Mjög góð aðkoma er að húsinu og góð malbikuð bílastæði.
Húsnæðið er laust til afhendingar strax.
Þegar hafa verið leigðir út u.þ.b. 2.200 fm í
húsinu og eru leigutakar að þeim Nýherji og
Iceland Seafood.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Köllunarklettsvegur
Skrifstofuhúsnæði til leigu
LANDSBYGGÐIN
Veitingastaðurinn Matstofan í
Borgarnesi ásamt húsnæði.
Áhugaverður rekstur með mikla
stækkunarmöguleika fyrir rétta
aðila. Staðurinn hefur leyfi til
sölu léttra og áfengra drykkja.
180176
Nánari upplýsingar á skrifstofu FM, s. 550 3000, einnig á fmeignir.is