Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Verð kr.49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð í viku
15. eða 22. ágúst.
Sértilboð í ágúst - takmarkað magn!
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Fuerteventura á nokkrum brottförum
í ágúst. Bjóðum nokkrar íbúðir á Barceló Jandia Golf íbúðahótelinu á
frábæru verði. Aðstaða og allur aðbúnaður er hreint frábær. Íbúðirnar eru
nýtískulegar, mjög rúmgóðar og vel útbúnar, ýmist með einu eða tveimur
svefnherbergjum. Allar íbúðir eru með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi
og baðherbergi og svölum eða verönd með húsgögnum.
Sundlaugargarðurinn er stór og
glæsilegur. Veitingastaður og bar
er á hótelinu auk líkamsræktarað-
stöðu, lítillar verslunar með helstu
nauðsynjum o.fl. Skelltu þér til
Fuerteventura og njóttu lífsins í
sumarfríinu við frábæran aðbúnað.
Verð kr.39.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og
2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku
15. eða 22. ágúst.
Fuerteventura
15. eða 22. ágúst
Sértilboð á Barcelo Jandia Golf
frá kr. 39.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Obb-obb-obb, foringi, við verðum í vondum málum, við höfum varla átt snærisspotta til að
halda núverandi flugflota saman, hvað þá þessum ósköpum.
Verðbólgudraugurinn hefurlátið á sér kræla eina ferð-ina enn hér á landi og er
ekki útlit fyrir annað en að hann
eigi enn eftir að sækja í sig veðrið
frá því sem nú er áður en yfir lýk-
ur. Verðlagshækkunin á fyrri hluta
ársins samkvæmt mælingu vísitölu
neysluverðs er orðin 5,7%, sem er
meiri verðlagshækkun en allt árið í
fyrra þegar verðlag hækkaði um
4,1% frá upphafi til loka árs. Fjög-
urra prósenta verðbólga er þó ekki
lítil verðbólga og verulega yfir
verðbólgumarkmiði Seðlabankans
sem miðast við að halda verðbólgu
innan við 2,5% yfir lengri tíma litið.
Það er því óhætt að segja að það
hafi sigið jafnt og þétt á ógæfuhlið-
ina síðustu misserin að þessu leyt-
inu til og einnig að við greinum
okkur frá flestum nágrannalönd-
um okkar. Þannig hækkaði verðlag
hér um 1,3% milli maí og júní sam-
kvæmt samræmdri vísitölu neyslu-
verðs í ríkjum á Evrópska efna-
hagssvæðinu. Það er þrettánföld
meðalhækkun vísitölunnar í ríkj-
um EES, þar sem hækkunin var
0,1%. Mælt á þessa vísitölu hefur
verðlag hækkað næstmest hér á
landi á síðastliðnu ári eða um 5,7%.
Það er aðeins í Lettlandi sem verð-
bólgan var meiri eða 6,3%. Með-
altalið á EES síðastliðið ár er 2,5%
og í nágrannalöndum okkar í Vest-
ur- og Norður-Evrópu hefur
hækkunin verið á bilinu 1,5–2,5%
síðastliðið ár.
Við Íslendingar erum ekki
ókunnugir verðbólgunni og á síðari
hluta síðustu aldar var glíman við
hana lengst af eitt helsta viðfangs-
efni stjórnvalda. Árleg verðlags-
hækkun hljóp þá á tugum prósenta
og víxlverkanir launa og verðlags
voru daglegt brauð. Til þessa tíma
má rekja verðtrygginguna, en hún
var upphaflega heimiluð 1978 og
hafði það þá fyrst og fremst að
markmiði að koma í veg fyrir að
sparifé landsmanna brynni upp á
verðbólgubálinu, enda ekki vaxta-
frelsi við lýði á þessum tíma. Á ár-
unum í kringum 1980 fyrir 25 árum
síðan hækkaði verðlag gjarnan um
50% til 60% milli ára og þó aðeins
hafi dregið úr verðbólgunni þegar
á leið á áratuginn var árleg hækk-
un verðlags samt sem áður í kring-
um 20–30%.
Það var ekki fyrr en með þjóð-
arsáttarsamningunum svonefndu
fyrir rúmum fimmtán árum síðan
árið 1990 að það tókst að ná verð-
bólgu varanlega niður á það stig
sem hún var í nágrannalöndunum.
Það er athyglisvert að það var gert
að frumkvæði aðila vinnumarkað-
arins, atvinnurekenda og launa-
fólks, og með samstilltu átaki þess-
ara aðila og stjórnvalda, en einnig
fjármálastofnana og banka, sem að
auki lögðu sitt lóð á vogarskálarn-
ar. Samið var um litlar sem engar
launahækkanir og gert var sér-
stakt átak í að lækka verðlag á bú-
vörum. Jafnframt voru vextir
lækkaðir í áföngum, en þá voru
óverðtryggðir útlánsvextir banka
og sparisjóða langt yfir 20% og
verðtryggðir vextir uppundir 10%.
Árangurinn lét ekki á sér standa.
Verðbólgan snarlækkaði og komst
fljótlega á svipað stig og í ná-
grannalöndunum. Þannig hækkaði
verðlag að meðaltali milli áranna
1993 og 1994 um 1,4% og framhald-
ið það sem eftir lifði áratugarins
var með svipuðum hætti.
Það var ekki fyrr en í upphafi
nýrrar aldar að aftur fór að síga á
ógæfuhliðina og verðlag fór að
hækka á nýjaleik umfram það sem
gerist í okkar nágrannalöndum,
þar sem mun betur hefur gengið að
glíma við verðbólgu en hérlendis.
Verðlag fór hækkandi í kjölfar
þenslu og góðæris árin 1999 og
2000 og frá upphafi til loka ársins
2001 hækkaði verðlag um nærfellt
10%. Árið eftir fór verðbólga hins
vegar hratt lækkandi. Þannig
hækkaði verðlag milli áranna 2002
og 2003 einungis um rúm 2% og um
3% árið eftir. Síðan hefur ástandið
smám saman farið versnandi, eink-
um síðustu mánuðina eins og áður
sagði, og mánaðarlegur verðbólgu-
hraði verið svipaður og hann var á
vormánuðum 2001. Sérfræðingar á
þessu sviði spá því nú að verðbólg-
an muni verða upp undir 10% seint
á þessu ári áður en hún fer að
lækka aftur og það muni taka lung-
ann úr næsta ári að ná henni aftur
á það stig sem er í nágrannalönd-
unum og verðbólgumarkmið Seðla-
bankans miðast við. Þannig er
reiknað með að ferillinn verði ekki
ósvipaður og hann var árin 2001 og
2002. Aðilar almenna vinnumark-
aðarins hafa lagt höfuðáherslu á að
verðbólgan náist niður og nýgerða
endurskoðun kjarasamninga
þeirra í síðasta mánuði má rekja til
þeirrar viðleitni. Boðaðan niður-
skurð opinberra framkvæmda má
rekja til þess sama og Seðlabank-
inn hefur enn eina ferðina hækkað
vexti sína til að stemma stigu við
þenslunni. Árangurinn eigum við
eftir að sjá næstu mánuðina.
Fréttaskýring | Verðbólgudraugurinn
Næsthæstir
innan EES
Síðastliðið ár hefur verðbólga aðeins
verið hærri í Lettlandi en hér á landi
Kaupmáttur launa hér með
því mesta sem þekkist
Kaupmáttur launa á íslenskum
vinnumarkaði hefur vaxið hröð-
um skrefum eftir að tókst að ná
verðbólgunni niður í upphafi síð-
asta áratugar. Þannig hefur
kaupmáttur launa farið jafnt og
þétt vaxandi frá miðjum síðasta
áratug og er með því mesta sem
gerist í heiminum í dag. Athygl-
isvert er að verðbólguskotið 2001
varð ekki til þess að draga úr
kaupmætti hér svo nokkru næmi.
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
VERSLUN 10–11 var opnuð í gær,
laugardag, í húsinu Hamborg sem
hefur verið endurgert við göngu-
götuna á Akureyri, á horninu gegnt
Bautanum og Hótel KEA. Í Ham-
borg var lengi vel Krambúð Jó-
hannesar. Er þetta önnur verslun
10–11 á Akureyri og er henni ætlað
að þjóna ferðamönnum og mið-
bænum. Fleiri verslanir úr keðjunni
verða opnaðar á næstunni. Næst-
komandi miðvikudag verður versl-
un opnuð á fríhafnarsvæði Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar. Hún
verður á 100 fermetra svæði og for-
svarsmenn 10–11 benda á að hún
verði fyrsta matvöruverslunin á Ís-
landi til að selja áfengi. Fyrr í mán-
uðinum var lítil verslun opnuð í
komusal Leifsstöðvar.
10–11 opnuð
á Akureyri
JAN PETTER Sissener, forstjóri
Kaupþings í Noregi, var með um 75
milljónir íslenskra króna í tekjur í
fyrra. Tekjur
Sissener eru í
formi launa, bón-
usa og kauprétt-
arsamninga en
samkvæmt frétt
vefjarins Nær-
ingsliv24 var
verðbréfastofa
Kaupþings í Ósló
rekin með meira
en 300 milljóna ís-
lenskra króna
tapi í fyrra. Hafa menn því undrast
bónusgreiðslurnar til Sissener þrátt
fyrir mikið tap.
„Nú, þetta verður væntanlega
ekki svona til frambúðar, ef svo má
segja,“ sagði Sissener þegar Dagens
Næringsliv spurði hann um bónus-
greiðslurnar.
Sissener er oft beinskeyttur í
svörum og mörg ummæli hans í fjöl-
miðlum hafa vakið athygli. Þannig
sagði Sissener til að mynda að Kaup-
þing í Noregi hafi verið „pylsu-
sjoppa“ en ekki verðbréfastofa þegar
hann hafi tekið við stjórninni í fyrra.
Sissener með
sex milljónir
á mánuði
Jan Petter
Sissener
♦♦♦