Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNINGAlþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 23. júlí kl. 12.00: Sophie-Véronique Cauchefer- Choplin, organisti frá París, leikur verk m.a. eftir Bédard, Bach, Pierne, Mulet og Duruflé. Sígild tónlist í sögulegu umhverfi 28.-30. júlí 2006 Tónleikarnir verða haldnir í Reykholtskirkju. Miðapantanir í síma 891 7677. Miðasala við innganginn. Nánari upplýsingar www.vortex.is/festival Opnunartónleikar föstudaginn 28. júlí kl. 20.00 Tónlist eftir W.A. Mozart. Meðal flytjenda er hljómsveitin Virtuosi di Praga. Stjórnandi Oldrich Vleck. Miðdegistónleikar laugardaginn 29. júlí kl. 15.00 Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur íslensk og ítölsk lög og óperuaríur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur með á píanó. Tríó tónleikar laugardaginn 29. júlí kl. 20.00 Trio Polskie flytja verk eftir Beethoven, Brahms, Haydn og Shostakovich. Lokatónleikar sunnudaginn 30. júlí kl. 16.30 Virtuosi di Praga flytja m.a. verk eftir Respighi, Dvorak og Samuel Barber. Einnig verður flutt Adagio og Rondo eftir Schubert. 10 ára ehf PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA Í SÍMA 437 1600 Leikstjóri: Peter Engkvist LEIKHÚSTILBOÐ Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - kr. 4800 Sýningar í júlí og ágúst Fös. 28. júlí kl. 20 örfá sæti laus Lau. 29. júlí kl. 20 örfá sæti laus Sun. 30 júlí kl. 15 aukasýning Sun. 30. júlí kl. 20 nokkur sæti Fös. 4. ágúst kl. 20 Lau. 5. ágúst kl. 20 Sun. 6. ágúst kl. 15 Sun. 6. ágúst kl. 20 Lau. 19. ágúst kl. 20 Sun. 20. ágúst kl. 15 Sun. 20 ágúst kl. 20 Fös. 25. ágúst kl. 20 Sun. 27. ágúst kl. 15 Sun. 27. ágúst kl. 20 KATRÍN Sigurðardóttir er tilnefnd til Sjónlistarorðunnar 2006 í flokki myndlistar fyrir verkið High Plane III. Verkið var til sýnis á sýningunni The Here and Now í The Renaissance Society í Chicago í Bandaríkj- unum. Um er að ræða fimmtán fermetra hvít- málað viðarborð með óræðu, blálituðu hrjóstri sem rís víðsvegar upp af sléttum fletinum og myndar smágert lands- lag, „hálfraunverulegt og hálfímyndað“, að sögn listakonunnar. Áhorf- endur standa sjálfir upp úr yfirborð- inu þegar þeir lesa sig upp í annan af tæplega fjögurra metra háum stig- um og smeygja höfðinu í gegnum annað tveggja gata á plankanum. Þessi stelling áhorfandans gerir það að verkum að landslagið er í beinni sjónlínu, sem aflagar tilfinninguna fyrir raunverulegum hlutföllum. Hrjóstrið birtist stórbrotnara en það í rauninni er og virðist breiða úr sér. Inntakið túlkunaratriði Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að það sem einkenni verk Katrínar sé að þau eru eitt en um leið eitthvað annað. Jafnframt segir að hrjóstrið sé eyjar sem sæki fyr- irmynd sína í eyjarnar á Breiðafirði. Katrín segir að sú túlkun sé eins rétt og hver önnur þótt það sé ekki sú hugmynd sem farið hafi verið af stað með. „Fyrir mér eru verkin mín í sjálfu sér tóm, eins konar ílát fyrir minningar, hugmyndir og túlkanir þeirra sem horfir á þau. Það að um eyjar sé að ræða er túlkunaratriði og svo sem alveg rétt túlkun ef fólk upplifir það þannig. Aðrir upplifa verkið sem fjöll og ég var satt best að segja meira að horfa á myndir af fjöllum en eyjum þegar ég gerði þetta landslag. En það er sama, það er einnig túlkunaratriði. Aðrir sjá ís- jaka og enn aðrir eitthvað allt annað. Þegar ég er búin að gera verkið á ég inntak þess í rauninni ekki lengur. Verkið á sig eiginlega sjálft.“ Sama verkið í mismunandi útfærslu Katrín segir að innsetningar sínar fylgi ákveðinni forskrift. „Það eru viss atriði sem þurfa að framkvæm- ast eða fyrirbæri sem þarf að skapa eða setja inn, til dæmis blá fjöll, hvít- ur pallur og tveir stigar. Verkin eru svo mismunandi eftir því hvar fram- kvæmdin á sér stað, hvernig rýmið sem þau fara inn í er. Að því leyti eru þau aðskilin verk en að öðru leyti má líta á þau sem eitt verk sem tekur á sig ólíka mynd eftir því hvar það er sett upp. Það er þess vegna sem High Plane er númer eitt, tvö, þrjú eða fjögur og svo framvegis.“ Fyrsta High Plane verkið setti Katrín upp árið 2001 í Galleríi Sæv- ars Karls. Leikurinn var svo end- urtekinn í galleríi í Brooklyn ári síð- ar. Eins og áður er getið er hún svo tilnefnd fyrir verkið sem sett var upp árið 2005 í Chicago. Eftir það var High Plane IV sett upp í Svíþjóð og svo er ráðgert að setja upp fimmta verkið í PS1 í New York, sem er hluti af Museum of Modern Art. Heiður listamannsins fólginn í tækifæri til einlægra verka Aðspurð hvaða þýðingu tilnefn- ingin til Sjónlistarorðunnar hefur segir Katrín að hún sé alltaf þakklát þegar athyglin beinist að því sem hún er að gera. Eins sé fjárhags- legur stuðningur ætíð dýrmætur, það kosti jú peninga að búa til list. „En ég get sagt það beint út að það hefur enga meiningu fyrir mig að vera raðað upp ásamt kollegum mín- um í lóðrétta röð, þar sem einn er settur ofar öðrum. Ég skil þessi verðlaun heldur ekki þannig og ég vona að almenningur geri það ekki heldur. Ef svo er villir það fyrir til- gangi starfs okkar. Það er ef til vill eins konar almennatengslaatriði að setja þetta svona upp en við erum svo sannarlega ekki að keppa hvert við annað og höfum aldrei gert. Ef litið er á þessi verðlaun sem keppni veit ég ekki í hverju heiðurinn er fólginn. Það sem mér finnst skipta mestu máli er að hafa tækifæri til að gera verkin mín á einlægan og sann- an hátt. Og það er miklu innrænna ferli.“ Íslensk myndlist afburða góð „Það er mjög mikið af góðri mynd- list á Íslandi,“ segir Katrín þegar hún er innt eftir skoðun sinni á stöðu íslenskrar myndlistar. „Og ég hef al- gjörlega samanburðinn þar sem ég er mikið innan um erlenda lista- menn. Ísland á sér flotta sögu í sam- tímalist en ég held að listafólk á Ís- landi geri sér ekki grein fyrir því hvað það er afburða gott. Það er mjög lifandi menning og heit deigla í íslenskri myndlist og Listaakademi- an okkar er á heimsmælikvarða. Það er margir listamenn á Íslandi sem ber ekki endilega mikið á en eru að hugsa og gera svo flotta hluti. Myndlist er eins og ísjaki. Það eru aðeins tíu prósent af honum fyrir of- an yfirborðið. Það á bæði við um list- sköpun hvers og eins og sömuleiðis um okkur myndlistamenn sem sam- félag. Ég er þakklát þeim listamönn- um sem ég hef litið upp til í gegnum tíðina og eins er mjög inspírerandi að fylgjast með því hvað yngri koll- egar mínir eru að gera. Sú athygli sem ég get fengið út á tilnefninguna myndi ég helst vilja spegla til baka til þeirra sem hafa verið og eru upp- spretta minna verka og umhverfi minnar sköpunar.“ Einkasýning í i8 í vetur Katrín er fædd í Reykjavík árið 1967. Hún stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskólann frá 1986– 1988 áður en hún hélt til Bandaríkj- anna þar sem hún stundaði fyrst nám við San Fransisco Art Institute og síðan framhaldsnám við Rutgers- háskóla þaðan sem hún útskrifaðist með MFA-gráðu. Hún hefur rekið vinnustofu í New York síðan 2001. Fyrstu einkasýningu sína á Ís- landi hélt Katrín árið 1993 í galleríi Sævars Karls en hún sýndi hér síð- ast í Listasafni Reykjavíkur árið 2004. Hún hefur haldið einkasýn- ingar á Ítalíu, í Mexíkó og Banda- ríkjunum, en árið 2005 tók hún þátt í samtals tólf samsýningum í Banda- ríkjunum og Evrópu. Fjórum sinnum hefur Katrín hlot- ið starfslaun úr Launasjóði mynd- listarmanna, nú síðast í fyrra, auk þess sem hún fékk styrki frá The Louis Comfort Tiffany Biennial Award og The Rema Hort Mann Foundation. Á þessu ári eru framundan fjórar einkasýningar á verkum Katrínar. Ein þeirra verður á Íslandi, í galleríi i8 í Reykjavík. Einnig tekur Katrín þátt í ýmsum samsýningum, að ógleymdri sýningunni í Listasafninu á Akureyri í tengslum við Sjónlist 2006. Sjónlist | Katrín Sigurðardóttir er tilnefnd til Sjónlistarorðunnar 2006 Ílát fyrir minn- ingar, hugmyndir og túlkanir Katrín Sigurðardóttir segir að heiður listamannsins sé fólginn í því að geta gert verk sín á einlægan og sannan hátt. Í umsögn dómnefndar segir m.a. að verk Katrínar einkennist af því að þau séu eitt en um leið eitthvað annað. Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is SUMARTÓNLEIKARÖÐ á Gljúfrasteini heldur áfram í dag og er nú komið að hinu uppátækjasama tríói Flís að skemmta gestum í stofu nóbelsskáldsins. Þeir félagar Davíð Þór Jónsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Helgi Svavar Helgason stofnuðu tríóið árið 1998 og segir Davíð Þór að fyrst hafi verið lögð mest áhersla á að spila í hefð- bundnum djassstíl en það hafi fljótt breyst. „Við byrjuðum að blanda raf- hljóðum inn í þetta og síðan breytt- ist tónlistin meira í einhvern rokk- djass og við höfum líka spilað „drum ’n’ bass“, reggae og þjóðlagatónlist. Við erum svo „kaótískir“ í þessu. Það er það skemmtilega við þetta.“ Að sögn Davíðs Þórs er dagskráin ekki alltaf fullmótuð þegar tríóið kemur fram og því oft stutt í spun- ann. „Við höfum meira að segja verið með nokkur „gigg“ þar sem við höf- um eingöngu búið til tónlistina á staðnum.“ Hann spilaði á tónleikum á Gljúfrasteini um daginn með Ragn- hildi Gísladóttur og segir að það hafi verið frábært að spila í stofunni frægu. „Flís kom fram á fimmtíu ára nóbelsafmæli skáldsins í Þjóðmenn- ingarhúsinu fyrir skömmu og þá sömdum við nokkur lög út frá lestri Halldórs. Við fórum í gegnum fullt af upptökum þar sem hann er að lesa og það var einhver „rytmi“ í lestr- inum sem okkur fannst alveg frá- bær,“ segir Davíð Þór og býst við því að tríóið muni hugsanlega taka upp á því að spila einhver lög í þessum stíl. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og að- gangseyrir er 500 kr. Tónlist | Tríóið Flís spilar á stofutónleikum Gljúfrasteins í dag „Kaótískur“ djass í stofunni Morgunblaðið/Kristinn Þeir Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Davíð Þór Jónsson lögðu í upphafi áherslu á að spila í hefðbundnum djassstíl en fóru svo að blanda alls kyns tónlistarstefnum saman. www.gljufrasteinn.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.