Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 47
Electronic Arts munu í árs-lok 2007 senda frá sérhlutverkaleik byggðan á
Hringadróttinssögu Tolkiens.
Leikurinn verður hannaður fyrir
Xbox 360, PlayStation 3 og PC-
leikjatölvur. Ekki er gert ráð fyrir
að leikurinn komi út fyrir Nin-
tendo Wii-tölvuna. Framleiðendur
leiksins lofa mikilli veislu í mynd-
gæðum og grípandi söguþræði í
bland við æsilega bardaga.
Sjónvarpsstöðin Cartoon Net-work vinnur að þróun fjölspil-
unartölvuleiks sem á að vera af
svipuðum meiði og World of
Warcraft og Ever Quest. Eftir á
að gefa leiknum nafn, en hann á
helst að höfða til leikenda á aldr-
inum 6 til 14 ára og er vænt-
anlegur á markað árið 2008. Í
leiknum munu spilendur hitta fyr-
ir kunnuglegar söguhetjur af
Cartoon Network, eins og Mac,
Bloo og persónur þáttanna Kids
Next Door.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Cartoon Network framleiðir „al-
vöru“ tölvuleik en áður hefur fyr-
irtækið látið gera minni tölvuleiki
fyrir heimasíðu sjónvarpsstöðv-
arinnar.
Tölvuleikir
Gandalfur verður meðal þeirra sem leikmenn hitta fyrir í hlutverkaleik
Electronic Arts.
Sími - 551 9000
-bara lúxus
ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKA-
FYLLSTA OG SKEMMTI-
LEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS
FRÁ HÖFUNDI
BRING IT ON
Sýnd kl. 8 og 10 STRANGLEGA B.i. 16 ára
Sýnd kl. 10 B.i. 12 ára
Sýnd kl. 2, 4 og 6
-bara lúxus
Adam Sandler, Kate
Beckinsale og Christopher
Walken í fyndnustu
gamanmynd ársins!
Ultraviolet kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 12 ára
The Benchwarmers kl. 3, 6, 8 og 10 B.i. 10 ára
Click kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára
Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
Ísöld 2 m.ísl tali kl. 3
Rauðhetta m.ísl tali kl. 3
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 ENSKT TAL
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8 ÍSLENSKT TAL
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
Þau ætla að ná aftur hverfinu...
...einn bita í einu!
400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
eee
L.I.B.Topp5.is
ÞAÐ er hálfgert dósahljóð í vís-
indafantasíunni Útfjólublá, sem
samanstendur af heimskulegu
handriti, áberandi klaufalegri
tölvugrafík og Millu Jovovich í
þröngum ofurhetjufatnaði sem
skiptir litum.
Sagan, sem sækir grimmt í hug-
myndabanka alls frá X-mönnunum
og The Matrix til Blade Runner, á
sér stað í ímyndaðri framtíð, þar
sem rannsóknarstofuframleiddur
sjúkdómur sem stökkbreytir fólki
hefur breytt heiminum í eitt stórt
lögregluríki. Hinir sjúku eru lok-
aðir inni eða látnir hverfa og á þeim
gerðar siðlausar vísindatilraunir.
Andspyrnuher berst fyrir rétt-
indum sýktra af mikilli hörku, og er
Violet, hetja sögunnar (Milla Jovo-
vich), í þeirra hópi.
Framvindan sem spunnin er í
kjölfarið er með eindæmum ein-
feldningsleg (en tekst samt að vera
ruglingsleg), og samanstendur
mestmegnis af slagsmála- og elting-
aratriðum þar sem Milla Jovovich
breytist í illa teiknaða tölvufígúru
eða áhættuleikara meirihluta tím-
ans sem þau standa yfir. Eitt helsta
einkenni myndarinnar, fyrir utan
almenna lágkúru, er það hvernig
fyllt er upp í stóran hluta hennar
með lélegri tölvugrafík sem brestur
á í tíma og ótíma.
Reynt er að búa til afsökun fyrir
þessum höktandi umskiptum með
því að draga fram tengsl mynd-
arinnar við myndasöguformið í upp-
hafskynningunni, þar sem forsíður,
stafir og rammar úr ýmsum teg-
undum myndasagna fljóta fram og
aftur. En á meðan unnið hefur verið
með slík tengsl á áhugaverðan og
frjóan hátt í mörgum kvikmyndum
samtímans er ekki ólíklegt að að-
standendur Útfjólublárrar séu
fyrst og fremst að reyna að tengja
sig við það sem er einna heitast og
söluvænlegast í Hollywood í dag
með vægast sagt slökum árangri. Í
stað þess að gefa myndinni stílfært
svipmót í anda myndasagna færir
tölvugrafíkin hana einfaldlega niður
á plan ómerkilegs tölvuleiks með
stirðbusalegum fígúrum.
Ef ekki væri fyrir fyrirsætu-
stjörnuna Millu Jovovich myndi lík-
lega enginn fara að sjá þessa mynd
sjálfviljugur, því hér er botninum
sannarlega náð í kvikmyndagerð.
Lélegur tölvuleikur
Með Ultraviolet er botninum náð í kvikmyndagerð, að mati gagnrýnanda.
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn
Leikstjórn: Kurt Wimmer. Aðalhlutverk.
Milla Jovovich. Bandaríkin, 88 mín.
Útfjólublá (Ultraviolet) - Heiða Jóhannsdóttir