Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 23
L
engi hafa hérlendir verið vel vit-
andi um hina mikla sögu Vínar á
umliðnum öldum og hinir fróðari
að borgin var aðsetur Habsborg-
aranna frá 1278 og til loka fyrri
heimsstyrjaldarinnar. Einnig að
hinn goðumkenndi Franz Jósef
II., síðastur keisari Austurríkis, og konungur
Ungverjalands frá 1867, var þar yfirhöfuð frá
1848–1916. Hátignin jafnframt stofnandi þrí-
veldisbandalagsins með Þýskalandi og Ítalíu
1882, var andstæður lýðræðisöflum og þjóðern-
issinuðum hreyfingum, hafði illan bifur á stjórn-
málaflokkum en velunnari hámenningar.
Um daga keisarans var Vín meðal annars há-
borg leik- og tónlistar, ræktaði arfinn frá meist-
urum eins og Haydn, Mosart, Beethoven og
Schubert. Jafnframt borg Mahlers, Schönbergs
og Straussfeðganna, óviðjafnanlegra og íburð-
armikilla bygginga og lystigarða. Að öllu sam-
anlögðu ein merkasta og frjósamasta menning-
arborg Evrópu, miðstöð mikilla afreka í
vísindum og gegndi fram til loka fyrri heims-
styrjaldarinnar leiðandi hlutverki í þeim efnum.
Á hinn veginn mun borðleggjandi að margur
geri sér minni grein fyrir þýðingu Vínarborgar
um döngun nýhugmynda í myndlist og listiðnaði
í Evrópu á umliðinni öld, margt lengi vel rang-
fært og einangrað í þeirri sagnfræði.
Uppskipti álfunnar eftir fyrri heims-styrjöldina áttu sinn þátt í þróuninniog ollu miklum hvörfum, borgin umleið minna í sviðsljósinu en Lundúnir,
París og Berlín. Hinir glæstu stórveldistímar
Austurríkis og Ungverjalands að baki og vísindi
og listir ekki með sama bakland og fyrrum. Nú
var hennar helst minnst sem borgar íburðar
gleði og laufléttrar tónlistar, vínarvalsa og
glæstrar fortíðar á tónlistarsviðinu, þó var mikil
gerjun á fleiri sviðum og mannlífsflóran lifandi
og fjölþætt eins og hin fræga bók Stefans
Zweig; „Veröld sem var“ er til vitnis um. Zweig
upplifði aldamótahvörfin og fagra tímabilið í
Evrópu „Belle Epoque“ þegar listir og lista-
menn, vísindi og vísindamenn voru mál mál-
anna. Þar á eftir umbyltinguna eftir fyrri
heimsstyrjöldina er stjórnmálamenn tóku völd-
in í sínar hendur, kreppuna og uppgang þjóð-
ernisinna, loks upphaf seinni heimsstyrjaldar-
innar.
„Andstætt vilja mínum hef ég orðið vitni að
ægilegasta ósigri mannlegrar skynsemi og
trylltustu sigurför villimennskunnar, sem sagan
getur. Aldrei hefur nokkur kynslóð á jafnháu
andlegu þroskastigi – ég segi þetta ekki af
stolti, heldur blygðun – beðið slíkt siðferðilegt
skipbrot og okkar. Á þeim stutta tíma frá því
mér tók að spretta grön og þar til ég fór að
grána fyrir hærum, á þessari hálfu öld, hafa
gerst róttækari breytingar og byltingar en ann-
ars á tíu mannsöldrum; og öllum finnst okkur að
minna hefði mátt gagn gera. Svo ólík er nútíðin
mínum fyrri dögum, slík andstæða eru mín
góðu og vondu ár, að margsinnis finnst mér ég
ekki hafa lifað eitt æviskeið heldur mörg.“
Þessi umskipti urðu einnig til þess að norð-
austur í álfunni komu fram stjórnmálaöfl sem
hötuðust við fortíðina, rætur hennar skyldu
rifnar upp, mannauði aldanna ýtt út úr mynd-
inni. Sáu sér hag í því að siga ólæsum fáfróðum
múg á andleg afrek, djásn og gersemar fyrri
alda, sem var meira lagi dapurlegt í ljósi þess að
höfundar þeirra voru yfirleitt helstir boðberar
nýhugmynda. Og listamenn tímanna greindu
síður óvininn í fyrri menningargildum né nið-
urrifi þeirra ei heldur frelsi og jafnrétti í því að
listir og vísindi skyldu handstýrð af pólitískum
öflum. Að því kom að hinn mikli rithöfundur
missti trúna á framtíð mannkynsins og lagði
höld á sig 1942, þá landflótta í Brasilíu, syrgður
af öllum heiminum. En seint mun hann hafa
ímyndað sér að nær hver áratugur til aldarloka
bæri í sér tæknileg umskipti heilla alda og
ómerkti um leið hinn fyrri. Eða að við lok henn-
ar yrði mesta vá jarðarinnar ekki nasistar held-
ur taumlaus sérhyggja, græðgi og hernaður
stjórnmálaafla gegn náttúrunni.
Til þess tekið hve listir voru í miklumblóma á tímum Franz Jósefs keisaraog listamenn mikið í sviðsljósinu, enþetta var einfaldlega eins konar línu-
leg þróun frá endurfæðingunni er listhugtakið
var formað og lagt að jöfnu við æðri vísindi. En
með auknum styrk misheiðarlegra stjórnmála-
afla og öllum þeim óheilbrigðu afleiðingum sem
fylgdu, beindist kastljósið frá mjúkum gildum
og listamönnum að beinhörðum hagsmuna-
tengdum lífsviðhorfum og kenningum, tak-
markaði um leið vægi skapandi atriða, tækni og
hagstjórn skyldu ráðandi afl. Listum þrengt í
bakgrunninn sem sérviskulegum óarðbærum
tiltektum einstaklinga, var þó notuð til skrauts
á tyllidögum og listamönnum klappað á axlirn-
ar.
Það var fyrst fyrir nokkrum áratugum,þegar hátækniundrin voru í sjónmáli,að menn áttuðu sig aftur á grunnvægimjúkra gilda og spáðu þeim miklum
uppgangi sem víðast hefur gengið eftir. Vísinda-
menn töldu einfaldlega að hin hörðu gildi gætu
ekki gengið án fulltingis og eldsneytis skapandi
atriða. Voru þar ósjálfrátt komnir á upphafsreit
siðmenningarinnar, kenninga Platóns um gildi
og þýðingu eðlislægs sköpunarmáttar á
framþróunina …
Gustav Klimt, elsti sonur leturgrafarans og
gullsmiðsins Ernst Klimt, í Baumgarten í ná-
grenni Vínarborgar, kom í heiminn 14. júlí 1862
og ól þar allan aldur sinn. Talinn fremstur
fulltrúi Vínar-æskustílsins svonefnda, á frum-
málinu „Wiener-Jugendstil“, sem þróaðist um
og eftir aldamótin 1900, myndheimur hans þýð-
ingarmikill fyrirboði draumórakennda raunsæ-
isins. Nam í Listiðnaðarskóla Vínarborgar
1876–82 og vann næstu árin í anda erfðavenj-
unnar jafnt í málverki sem skreyti, meðal ann-
ars með hinum aldna og fjölhæfa sögu- og port-
rettmálara Hans Makart. Ásamt Ernst yngri
bróður sínum stofnaði hann fyrirtæki um vegg-
skreytingar, og fengu þeir nokkur umfangsmik-
il verkefni,meðal annars í Burgtheater (1886–
1888) og Listasögusafninu 1891. Eftir dauða
bróðurins 1892 fjarlægðist hann æ meir hefð-
bundin akademísk vinnubrögð og var í forystu-
sveit yngri kynslóðar framsækinna sjónlistar-
manna. Yfirgaf samtök myndlistarmanna í
borginni og átti sem fyrr segir hugmyndina að
stofnun svonefndra aðskilnaðarsinna 1897;
„Wiener Secession“.
Viðamiklar veggskreytingar sem hannútfærði á næstu árum og stungunokkuð í stúf við hefðina hlutuóvægna gagnrýni lærðra sem leikra
jafnvel svo að verkkaupendur veigruðu sér við
að greiða þær, þar á meðal ríkið. Árið 1905
vendir hann kvæði sínu í kross, segir sig ásamt
félögum sínum úr samtökum aðskilnaðarsinna
hvar hann alla tíð hafði verið í fyrirsvari. Árið
eftir er hann með í stofnun Austurríska mynd-
listarsambandsins og forseti þess frá 1912, en
næstu árin á faraldsfæti í Evrópu og tekur þátt í
mörgum sýningum meðal annars Tvíæringnum
í Feneyjum 1910.
Myndverk Klimts voru upphaflega í anda
þess sem ofarlega var á baugi í lok aldarinnar,
tímabilið skilgreint með heitinu “Fin de Siècle“,
ásamt samruna áhrifa frá Makart, Puvis de
Cavannes, Jan Toorop og Fernand Knopf.
Einnig Impressjónisma, táknsæi og margvís-
legra myndbirtinga úr fortíð svo sem mósaik í
Ravenna, sem var honum opinberun, egypsks
skreyti og annarri táknskrift fornaldar.
Mikið af þessu virðist renna saman í málverk-
inu af Adelu Bloch- Bauer og skyldi til viðbótar
ekki mega rekja eitthvað til uppeldisins í föð-
urgarði, leturgrafarans og gullsmiðsins í
Baumgarten?
Þrátt fyrir að hafa áhrifaríka aðila á mótisér, einkum er fram í sótti varð hinnóstýriláti og brokkgengi Gustav Klimteftirsóttasti portrettmálari hinnar list-
glöðu yfirstéttar Vínarborgar. En þó um væri
að ræða gríðarlegan áhrifavald og að yngri kyn-
slóðir málara líkt og Egon Schiele og Oskar Ko-
koschka sóttu stíft í smiðju til hans, var honum í
þrígang hafnað í prófessorstöðu, hins vegar
gerður að heiðursprófessor við konunglegu aka-
demíuna í München 1906 og listakademíu Vín-
arborgar 1917. Klimt og Schiele létust báðir af
völdum spönsku veikinnar 1918, varðandi Klimt
kom einnig heilablóðfall við sögu, en Kokoschka
lifði til hárrar elli, lést 1980.
Þetta voru ásarnir þrír í austurrískri mynd-
list, athyglisvert að Kokoschka náði að hinum
liðnum og í nýjum og breyttum heimi trauðla
sömu hæðum í list sinni og fyrrum. Gefur auga
leið um þýðingu þess að vera á réttum stað á
réttum tíma, andrúmið samkeppnin og víxl-
verkunin fyrir öllu.
Framanskráð tíundað vegna þess að menn
standa enn einu sinni á þröskuldi mikilla hvarfa
í heimslistinni og eins og fyrri daginn koma þau
ófarvarandis beint upp í hendur listamanna. Á
ég ekki við heimsvæðinguna í viðskiptaheim-
inum heldur hina mikla uppstokkun í listheim-
inum undanfarið ásamt uppgangi á fjarlægum
slóðum með milljarða íbúa. Þýðir að nýir heimar
og ferskir markaðir eru að opnast framsæknum
viðhorfum, sem síður ber að einangra. Safaríkar
einstaklingsbundnar lifanir verða nefnilega
ekki frekar en fyrri daginn beislaðar né þeim
handstýrt, en staðlaðar nýlistir dagsins bera
sem fyrri daginn í sér dauða og burtkústun.
(Framhald)
Vín og Gustav Klimt
Gustav Klimt í blóma lífsins.
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson
Fasteignafélagið Kirkjuhvoll
Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160 karl@kirkjuhvoll.com
VANTAR ÞIG
ATVINNUHÚSNÆÐI?
Til leigu og afhendingar nú þegar
2.000 fm nýtt, glæsilegt skrifstofuhúsnæði á einum besta stað við Borgartún.
Fallegt útsýni til sjávar.
1.400 fm skrifstofubygging á þremur hæðum á horni Fellsmúla og Grensásvegar.
Sterkt auglýsingalegt gildi. Lyfta. 33 bílastæði.
4.000 fm verslunar-, þjónustu-, iðnaðar- eða lagerhúsnæði í Garðabæ. Þar af skrifstofu- og
starfsmannaaðstaða um 800 fm. Leigist í heilu lagi eða hlutum. Stór malbikuð athafnalóð.