Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 15 Ólík tækni en sama uppskera Hver eiga þá markmið reglna Evr- ópusambandsins um erfðatækni í landbúnaði að vera? ,,Ég tel að einn meginvandi erfða- tækninnar hafi verið sá að regluverk- inu er ætlað að ná yfir tvo ólíka hluti. Því er annars vegar ætlað að hafa stjórn á tækninni og hins vegar á því sem beiting tækninnar leiðir til – af- urðunum. Ég held því hins vegar fram að reglurnar ættu að beinast að afurðunum eða afrakstrinum þegar tekin er ákvörðun um að heimila ræktun erfðarbreyttra plantna en þar verður að meta hvert og eitt tilvik fyrir sig. Það sama ætti einnig að eiga við um aðra tækni en erfðatækni.“ Ef við berum erfðatækni í landbún- aði saman við önnur málefni sem þjóðir heimsins nálgast og skilgreina með ólíkum hætti eins og t.d. lofts- lagsbreytingar, hvers eðlis er málið? ,,Þar erum við að tala um gerólíka hluti. Ég lít fyrst og fremst á erfða- tækni sem nýja tækni í landbúnaði, hvorki betri né verri en aðrar eins og áður segir. Tökum til dæmis erfða- breyttar plöntur sem hafa sérstakt þol fyrir skordýrum. Skordýr valda miklum skaða í nútímalandbúnaði og hefur það oft leitt til ofnotkunar á skordýraeitri til þess að halda þeim í skefjum. Eitrið hefur þekktar auka- verkanir og getur valdið bæði um- hverfisspjöllum, heilsutjóni og dauða. Reglur Evrópusambandsins heimila slíka ræktun með aðferðum hefð- bundins landbúnaðar, þ.e. með því að nota skordýraeitur og áburð en banna ræktun erfðabreyttra skor- dýraþolinna plantna. Það er því að- ferðin eða tæknin sem reglurnar ná yfir en ekki afurðirnar en áhrif beggja aðferðanna eru þau sömu – að framleiða skordýraþolnar plöntur sem öruggt er að nota í matvæla- framleiðslu. Erfðatækni hefur þegar náð út- breiðslu í landbúnaði víða um heim. Kína, sem er eitt stærsta landbún- aðarland í heimi, hefur af eigin frum- kvæði ákveðið að nota erfðatækni þar sem það sér kosti í því og hagkvæmni. Indland er farið að íhuga sömu leið.“ Pollock segir erfðatækni í landbúnaði þó langt frá því að vera einhverja töfralausn sem hægt sé að planta nið- ur í hvaða landbúnaðarumhverfi sem er. ,,Það verða að vera ákveðnir þætt- ir til staðar, líka samfélagslegir. Það er vissulega stundum áhætta en ég hef ekki trú á því að hún sé meiri en af öðrum vestrænum tækninýjungum. Ég hef þó áhyggjur af samþjöppun þekkingar og fyrirtækja í landbúnað- argeiranum en miklu frekar í hefð- bundnum kynbótum en við beitingu erfðatækni.“ Hefur Evrópa efni á vandfýsni? Ertu þá að segja að hver þjóð eða heimshluti geti mögulega valið um að taka upp erfðatækni í landbúnaði eða mótað landbúnaðarstefnu að sínum þörfum og menningu? ,,Ég er ekki viss um að það verði valkostur þegar fram í sækir þótt Evrópa geti ef til vill leyft sér að vera vandfýsin núna. Og í þeim vangavelt- um skiptir máli hvort þú ert bjart- sýnismanneskja eða bölsýnis. Það sem Evrópa getur hins vegar ekki er að neita að eiga viðskipti með land- búnaðarvörur, nema að fyrir því sé gild ástæða. Evrópa gæti komist í vandræði ef stjórnvöld landa banna innflutning matvæla, sem innihalda erfðabreyttar lífverur. Neytendur hafa að sjálfsögðu rétt á að hafna slík- um matvælum en stjórnvöld ekki endilega nema að til staðar séu vís- indalegar niðurstöður sem benda til þess að þau hafi skaðleg áhrif. Mig, sem neytanda, gæti ef til vill ekki langað til þess að borða erfðabreytt- an maís en þó ég gerði það yrði mér ekki meint af. Þetta er pólitísk ákvörðun, ekki vísindaleg. Það eru lönd í Evrópu sem hafa barist hart gegn innflutningi mat- væla sem innihalda erfðabreyttar líf- verur og það hefur leitt til deilna bæði við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) og Bandaríkin. Hvað varðar erfðabreytta ræktun þá er það póli- tísk spurning og varðar ekki reglu- gerðir. Hvert og eitt land verður að móta stefnu þar sem mismunandi form landbúnaðar geta þrifist hlið við hlið. Það er hægt. Bóndi sem notar ekki skordýraeitur og stundar líf- ræna ræktun býr núna við hlið bónda sem notar slíkt eitur og þeir komast báðir af. Ég sé ekki neina ástæðu fyr- ir hvers vegna bóndi sem stundar erfðabreytta ræktun ætti ekki að geta komið við hliðina á þeim líka. Spennan og togstreitan er hins vegar mikil og pólitíkin. Ég held að Hol- lendingarnir hafi dottið niður á lausn- ina. Það er sagt að þeir hafi sett full- trúa allra sjónarmiða í landbúnaði inn í herbergi, lokað því og sagt þeim að þeir fengju ekki að koma út fyrr en þeir kæmu með einhverja skynsam- lega lausn að regluverki um sam- ræktun,“ segir grasafræðingurinn velski að hlær. ,,Þetta er fyrst og fremst pólitísk ákvörðun, ekki stjórn- unar- eða öryggisákvörðun.“ Nú ert þú formaður ACRE, ráð- gjafanefndar bresku ríkisstjórnar- innar um sleppingu erfðabreyttra líf- vera í umhverfið, hvað ráðleggur þú hr. Blair, forsætisráðherra Bret- lands, í þessum efnum? ,,Það er mjög mikilvægt að átta sig á að það er ekki hægt að fara eftir ákveðinni stefnu í þessum málum. Ráðgjafanefndin lítur á sérhvert mál kerfisbundið og metur á grunni vís- indalegra staðreynda og hugsanlegra áhrifa á umhverfið. Nefndin hefur því stundum ráðlagt bresku ríkisstjórn- inni að sleppa erfðabreyttum lífver- um út í umhverfið og stundum ekki,“ segir Pollock að lokum og það virðist engin pólitík í því, hvorki til hægri né vinstri, ef til vill bara umhverfisvæn. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. ,,Við þurfum nýja tækni til þess að framleiða bóluefni fyrir þróun- arlöndin. Þar þarfnast fólk nauðsynlega ódýrs bóluefnis sem auðvelt er að koma til þess. Þess vegna höfum við kosið að þróa bóluefni sem hægt er að taka í einum eða fleiri skömmtum, líkt og lyf í töfluformi. Hefðbundin bóluefni sem framleidd eru í dag eru oftast í fljótandi formi sem gefa þarf með sprautu í æð og þau þarf að geyma í kæli allt frá því að þau eru framleidd og þar til þau eru notuð. Það skapar oft vandamál, bæði varðandi flutning þeirra og geymslu, sér- staklega í þróunarríkjunum, þar sem kæligeymslur eru ekki á hverju strái. Dreifing bóluefnisins yrði því miklu öruggari, auðveld- ari og kostnaðarminni ef hægt væri að framleiða það í töfluformi,“ segir dr. Arntzen en rann- sóknir hans hafa beinst sérstaklega að lausnum á vandamálum þróun- arlanda hvað varðar heil- brigðismál og mat- vælaframleiðslu. Sérstaklega hefur hann unnið að þróun bóluefnis gegn mannskæðum veirusjúkdómum eins og lifrarbólgu og eyðni, og gegn ban- vænum niðurgangspestum í börnum í þróunarlöndunum. En hvernig kemur erfðatækni í land- búnaði við sögu lyfjaþróunar? Lyfjaframleiðsla með erfðatækni Bóluefni gegn banvænum niðurgangspestum Erfðatækni í landbúnaði snýst ekki aðeins um matvæli. Dr. Charles Arntzen er frumkvöðull í framleiðslu bóluefna í plöntum til þess að verja menn og skepnur fyrir sjúkdómum og hélt er- indi á ráðstefnunni um framleiðslu lífvirkra lyfja úr plöntum. Dr. Charlez Arntzen ,,Við notum raunar bæði erfða- tæknina, að splæsa geni fyrir tiltekið veiruprótein í plöntur, og aðferðir mat- vælatækninnar til þess einfaldlega að framleiða lífvirk prótín úr plöntunum. Hér er því ekki veiran sjálf notuð í bóluefninu, einsog í flestum bóluefn- um í dag, heldur aðeins eitt prótín úr henni sem unnið er úr plöntunni. Bæði er kostnaðurinn minni og árangurinn jafnvel ekki síðri. Algengar veirur og bakteríur, eins og kólera og E.coli, valda dauðsföllum milljóna í þróun- arlöndunum. Bólusetning gæti því bjargað lífi margra. Það skiptir máli fyrir þetta fólk hvað bóluefnið kostar, að hægt sé að framleiða það og dreifa því með sem minnstum tilkostnaði og fyrirhöfn. Þess vegna skiptir þróun- arvinna á þessu sviði máli og að við finnum lausnir. “ E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 6 6 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.