Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegar 2ja og 3ja herb. íbúðir í nýju og glæsilegu þriggja hæða fjölbýlishúsi við Sandavað. Íbúðirnar eru mjög vandaðar og bjartar með gluggum niður í gólf að hluta til og afhendast fullbúnar og með gólfefnum nú þegar. Sér inngangur í hverja íbúð af svölum og sér stæði í bílageymslu með hverri íbúð. Svalir til suðurs á 2. hæð og stórar svalir á efstu hæð, einnig til suðurs. Sér garður með hverri íbúð á jarðhæð. Sameign er fullfrágengin með steinteppum á gólfum. Sprinklerkerfi í bílakjallara og sér geymsla inn af hverju stæði. Stutt í leikskóla og þjónustu. Möguleiki á 85% láni. Nánari upplýsingar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Sandavað 9-11 Nýjar og glæsilegar íbúðir Skoska hljómsveitin Belle &Sebastian sendi frá sérfyrr á árinu sjöundu plötusína, sem af mörgum ertalin ein þeirra allra besta. Breiðskífan, The Life Pursuit, er frábær hlustunar, ekki síst í skín- andi sumarveðri, úti í garði, eða í bílnum á hlykkjóttum sveitavegum með bylgjandi kornakra og kjarr sér við hlið. Þrátt fyrir að tónlistin sé létt er hún ekkert léttmeti, hún er ang- urvær, dramatísk, fyndin, bók- menntaleg og fersk. Bæði textarnir og tónlistin gefa meira af sér við endurtekna hlustun. Stuart Murdoch er söngvari og helsti lagasmiður sveitarinnar en Morgunblaðið fékk tækifæri til að hringja í hann þar sem hann var staddur í heimaborginni Glasgow. Hann er þægilegur viðmælandi, kurteis en líflegur, brestur meira að segja í söng tvisvar sinnum. Það er mikið um sögur í lagatext- unum. Ég hef lesið að þú skrifir smásögur, hefur það áhrif? „Ég hef reyndar bara skrifað tvær smásögur en ég elska sögur og mér finnst gaman að hugsa um persónurnar sem hluta af stærri sögu þegar ég sem textana. Í raun eins og sagan sé eitthvert tilfallandi ævintýri sem á sér stað í þeirra lífi.“ Sukie í San Francisco Hvaðan færðu innblástur? „Stundum tek ég stóran bút úr lífinu, stundum minni. Þegar ég skrifa sögu sem er uppspuni þá er líklegra að eitthvað lítið hafi komið því af stað. Eins og lagið „Sukie in the Graveyard“. Það er mikil saga í því en ég þekki í raun engan eins og Sukie. Ég var í San Francisco fyrir um tíu eða fimmtán árum og vinur minn sagði mér frá stelpu sem var í námi í listaháskóla. Há- skólanám er mjög dýrt í Bandaríkj- unum og hún hafði ekki efni á því. Hún mætti bara í tímana án þess að vera skráð. Hún átti enga pen- inga og bjó á háalofti skólans. Ég veit ekki hvort þetta er satt en sag- an spratt af þessu fræi.“ Hefurðu gaman af sérvitringum? „Já, og ég held að fólk sé stund- um látið líta út fyrir að vera sér- vitringar. Ég er það sem hægt er að kalla dramadrottning. Mér finnst gaman að finna drama, gam- an að geta málað fólk nýjum litum eins og persónur í mynd. Það er ábyggilega pirrandi ef þú þekkir mig en ég hef tilhneigingu til að taka eitthvað sem ég hef heyrt og endursegja það með fleiri smáat- riðum og ýkja aðeins.“ Uppáhalds lagið mitt á plötunni er „The Blues Are Still Blue“, það er svo skemmtilegur glysrokkblær á því, eins og fleiri lögum á henni. Hvaðan kom hann? „Ég samdi lagði þegar við vorum að taka upp Dear Catastrope Wai- tress, það var lítið að gera og ég fékk hugmynd að stefi og spilaði það fyrir Bob, bassaleikara sveit- arinnar. [Hér fer hann að syngja sí- endurtekið stefið með tilþrifum …]. Þegar ég var yngri var ég mikill aðdáandi bresku sveitarinnar Sta- tus Quo og Bob var það líka. Það sem gerist þegar maður er búinn að vera í hljómsveit í langan tíma er að maður fer að líta til fortíðar. Maður fer að hugsa, ég vildi að ég væri í hljómsveit eins og Status Quo, maður fer að láta sig dreyma um gömlu dagana. Þannig kom þetta lag til.“ Hvernig fóru lagasmíðarnar á þessari plötu fram? „Sum lögin voru meiri samvinna en önnur. „Sukie“ var fyrsta lagið sem ég samdi. Við vorum að koma úr tónleikaferðalagi og stilltum upp í æfingaherbergi í september 2004. Ég var ekki kominn með nein lög en fékk hugmyndina að „Sukie“ í göngutúr, það kom okkur af stað. Ég mætti og tilkynnti að ég hefði hugmynd að lagi, ég ætlaði að ganga í garðinum í tíu mínútur til að semja textann og svo kæmi ég aftur. Það er ein leið til að semja tónlist. Önnur er meiri samvinna. Til dæmis fyrsti hlutinn af „Act of the Apostle“, fyrsta lagið, það er lag frá Stevie [Jackson gítarleikara], lagið er að miklu leyti komið frá honum. Hann sat við píanóið og spilaði fyrir mig og mér fannst þetta frábært. Ég fór að syngja yfir lagið á ind- verskan hátt, eins og í Bollywood. [Og til áherslu brestur hann í söng í annað skipti!] Hann stakk upp á því að ég semdi texta sem væri ein- hvers konar bæn til mannkynsins, nokkurs konar hugleiðsla. Ég end- aði á því að semja meiri sögu í stað- inn og hann var ekkert hrifinn af því í fyrstu. Ég þurfti að eyða heil- miklum tíma í að sannfæra hann.“ Það seldist snemma upp á báða tónleikana á Íslandi, þið eigið marga dygga aðdáendur hérlendis. Kom það á óvart? „Það sem kom mér á óvart var að við værum að fara að spila á Ís- landi! Við vorum á túr í Evrópu og ég hélt það væri enn bara hugmynd að koma til landsins. Þá hittum við Íslendinga sem spjölluðu við okkur og sögðu að við værum á leiðinni. Ég vissi það ekki og sagði að við værum ekki búin að staðfesta. Svar þeirra var: „Allir vita þetta, Reykjavík er lítill bær.“ En þetta gekk upp, ég er ánægður.“ Verður prógrammið á þessum tvennum tónleikum mismunandi? „Munurinn fer eftir fólkinu, það verður áhugavert að sjá hver kem- ur að sjá okkur í bænum og hver úti á landi. Hvort margir fylgi okk- ur út á land eða ekki. Ég held að hvað sem gerist þá verði settin tvö mjög mismunandi. Við spilum yf- irleitt ekki það sama frá kvöldi til kvölds, við skiptum yfirleitt um helmingnum út.“ Spara ekki smellina Fá Íslendingar að heyra ein- hverja smelli fyrst þetta er í fyrsta skipti sem þið spilið á Íslandi? „Ó, já,“ segir hann ákveðið „en til að vera hreinskilinn, margir verða hissa á því þegar þeir sjá okkur spila, að við spilum enn svona mörg lög af Tigermilk, og If You’re Feel- ing Sinister [fyrstu tveimur plöt- unum] en málið er, við erum ekkert að pína okkur til að gera þetta, við höfum bara svo gaman af þessu. Okkur finnst frábært að geta leitað aftur í gömlu lögin.“ Þegar þú byrjaðir í tónlist, bjóstu við því að gera þetta að atvinnu? „Ég vildi ekki gera þetta að at- vinnu minni. Í raun var það tak- mark að gera það ekki. Ég hélt að það myndi eyðileggja allt, ef ég yrði atvinnutónlistarmaður og færi að túra. Ég hélt það tæki mann á brott frá hversdagslífinu og þar með myndi heiðarleiki og dýpt hverfa úr lögunum. En með árunum varð annaðhvort að gera þetta að at- vinnu eða hætta. Þetta er búið að vera áhugavert. Innblásturinn hef- ur alls ekki þornað upp heldur þýð- ir þetta að maður sér meira af heiminum.“ Þið eruð að túra núna, ekki satt? „Já, við erum búin að vera úti um allt. En sem betur fer er ég í dag heima, ég er í Glasgow. Ég er að horfa út og það er rigning en allt er mjög grænt.“ Fylgistu enn með tónlistarsen- unni í Glasgow? „Ég er búinn að vera heima í nokkra daga en hef verið í burtu svo mikið á árinu, að ég þrái að finna fyrir borginni aftur og komast að því hvað er að gerast. Geng um göturnar til þess að fá tilfinningu fyrir senunni, spyr fólk hvað sé í gangi. Það er alltaf eitthvað í gangi en maður missir af því þegar maður er í burtu.“ Lífið í Glasgow Nú eru nokkrar þekktar hljóm- sveitir frá Glasgow, eins og Franz Ferdinand, hittirðu þær eitthvað? „Franz Ferdinand er frá Glasgow en maður sér þá aldrei núna. Það er næstum því eins og að eftir að þeim byrjaði að ganga vel hafi þeir farið að vinna og aldrei komið aftur. Við vorum líka vinir hljómsveitar sem heitir Snow Patrol, spiluðum fótbolta með þeim. Það sama gerð- ist fyrir þá. Þeir fengu smell og þá var næstum því eins og þeim hefði verið rænt. Ég held að þessir strák- ar búi ekkert hérna lengur, ég sé þá allavega aldrei. Ég vona að þetta gerist ekki fyrir okkur, ég þarf að komast heim og búa í borginni.“ Hvað sækirðu í borgina? „Þetta er heimili mitt. Ég flutti til Glasgow árið 1985 til að fara í háskóla. Ég verð að viðurkenna að það tók átta eða níu ár að finnast ég tilheyra samfélaginu. Núna þeg- ar ég hef fundið þetta samfélag vil ég ekki sleppa af því hendinni.“ Þið fáið einhverja frídaga á Ís- landi. Hvað ætlið þið að gera? „Spila fótbolta. Ég held jafnvel að múm sé að skipuleggja fótbolta- leik. Síðasta skipti sem við spil- uðum fótbolta við múm var í Japan. Við sigruðum naumlega svo mig grunar að þau vilji hefna sín. Hlustarðu á múm og aðra ís- lenska tónlist? „Stundum en í raun hlusta ég sjaldan á plötur. Ég kýs frekar að sjá hljómsveitir á tónleikum. Ég hef séð múm margoft á mismunandi stöðum. Síðustu tónleikarnir sem ég sá voru endurkoma hljómsveit- arinnar The Vaselines,“ segir hann en sveitin sú var í miklu uppáhaldi hjá Kurt Cobain úr hinni sögulegu sveit Nirvana. „Hljómsveitin starfaði á níunda áratugnum með vini okkar Eugene Kelly í fararbroddi.“ Tvöföld áhrif Hvernig gerðist það að tvíbur- arnir úr múm, Kristín og Gyða Val- týsdætur, voru á umslagi plötu ykk- ar, Fold Your Hands Child, You Walk Like a Peasant? „Við hittum þær á tónlistarhátíð í Suður-Englandi, árið 1999 tel ég. Vegna þess að stelpurnar voru tvær, Gyða og Kristín, þá höfðu þær mikil áhrif á hljómsveitina. Ég held að fólk hafi ekki áttað sig á því í fyrstu að þær væru tvíburar. Svo þegar ein fór þá kom hin til baka. Þessi manneskja virtist hafa tvöfalt meiri orku en allir aðrir og geta drukkið tvisvar sinnum meira. Það var ekki fyrr en um morguninn að við áttuðum okkur á því að þær væru tvær! Ég kom til Íslands til að taka myndirnar fyrir umslagið. Það fyrsta sem mamma þeirra sagði við mig var: Hvað, eru engir tvíburar í Skotlandi?“ Eins og sönnum fótboltaáhuga- manni sæmir fylgdist Murdoch með heimsmeistaramótinu í fótbolta af kappi, sem stóð sem hæst þegar viðtalið fór fram. Margir drauma hans hafa ræst en ekki um sig- urliðið í ár. „Ég vona að England vinni. Kannski óvenjulegt fyrir Skota, en ég get ekki að því gert, ég finn tengslin.“ Dramadrottning og sögusmiður Stuart Murdoch upplýsir í viðtalinu að hann hafi verið mikill aðdáandi Status Quo þegar hann var yngri og má greina áhrifin á nýju plötunni, The Life Pursuit. Stuart Murdoch er for- sprakki skosku hljómsveit- arinnar Belle & Sebastian, sem heldur tvenna tónleika hérlendis í vikunni. Hann söng í símann fyrir Ingu Rún Sigurðardóttur. Fyrri tónleikar Belle & Sebastian verða á Nasa í Reykjavík fimmtu- daginn 27. júlí og þeir seinni í Bræðslunni á Borgarfirði eystri laugardaginn 29. júlí og er uppselt á þá báða. ingarun@mbl.is ’Ég hef tilhneigingutil að taka eitthvað sem ég hef heyrt og endursegja það með fleiri smáatriðum og ýkja aðeins.‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.