Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 40
Kalvin & Hobbes SLÆMAR FRÉTTIR PABBI! ÞÚ ERT Á NIÐURLEIÐ Í KÖNNUNUM KÖNN- UNUM? JÁ, SÉRSTAKLEGA MEÐAL TÍGRIS- DÝRA OG 6 ÁRA HVÍTRA KARLMANNA EF ÞÚ VILT HALDA ÁFRAM AÐ VERA PABBI ÞÁ VERÐUR ÞÚ AÐ GERA LYKILBREYTINGAR Á ÞVÍ HVERNIG ÞÚ STJÓRNAR EITTHVAÐ SÉRSTAKT SEM ÞÚ MÆLIR MEÐ AÐ ÉG GERI? AF ÞEIM SEM TÓKU ÞÁTT Í KÖNNUNINNI VORU FLESTIR HLYN- TIR VASAPENING OG ÖKUKENNSLU Kalvin & Hobbes HVAÐA MORGUNKORN ERTU AÐ BORÐA? NÝJA UPPÁHALDIÐ MITT. SÚKKULAÐIHÚÐAÐAR SYKURSPRENGJUR VILTU SMAKKA? JÁ TAKK HVAAAA... AALLLLLT... OFFF... SSSÆÆTT! MÉR FINNST ÞETTA FREKAR BRAGÐLAUST ÞANNIG AÐ ÉG BÆTI ALLTAF VIÐ SYKRI Kalvin & Hobbes ÞAÐ ER KOMIN NÝ STELPA Í BEKKINN HVAÐ HEITIR HÚN? HVER VEIT?! ER HÚN SÆT? HVERJUM ER EKKI SAMA?! ERTU SKOTINN Í HENNI? NEI! Kalvin & Hobbes ÞARNA KEMUR NÝJA STELPAN HEYRÐU SOLLA! ER ÞETTA ANDLITIÐ Á ÞÉR EÐA ERTU MEÐ ÞVOTTABJÖRN Á HAUSNUM?! ÉG VONA AÐ ÞÚ DETTIR Á HÖFUÐIÐ, ÓGEÐIÐ ÞITT!! HÚN ER SÆT, FINNST ÞÉR EKKI? ÞEGIÐU HOBBES Kalvin & Hobbes MÁ ÉG SITJA HJÁ ÞÉR Í MATARTÍMANUM KALVIN? NEI ÉG ER MEÐ SÚPU Í DAG. EN ÞÚ? SAMLOKU MEÐ AUGUM NEI, ÞÚ ERT AÐ PLATA. ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR LITHIMNAN ER BARA SVO GÓÐ KENNARI! KALVIN ER ÓGEÐSLEGUR! VILTU FÁ BITA EÐA VARSTU AÐ FARA? Kalvin & Hobbes MÁ ÉG FARA UPP? NEI, EKKI FYRR EN ÞÚ KLÁRAR LAX- INN ÞINN MÁ ÉG TAKA MATINN OG BORÐA HANN Á MEÐAN ÉG LÆRI? ÆTLI ÞAÐ EKKI ÉG KOM MEÐ MAT HANDA ÞÉR. HVERNIG GENGUR? ÉG VAR EKKI AÐ FATTA ÞETTA FRÁDRÁTTAR DÆMI. ÉG SVARAÐI BARA: OSLÓ, NOREGI Dagbók Í dag er sunnudagur 23. júlí, 204. dagur ársins 2006 Víkverji var nýlegaað pæla í því hvers vegna borgin hans væri svona sviplaus, jafnvel ljót, sam- anborið við borgir eins og Amsterdam, Lund- únir og París. Það sem kom Vík- verja fyrst í hug var ósamræmi borg- armyndarinnar: Úti um alla borg standa hlið við hlið hús byggð á ólíkum tímum og í ólíkum stíl. Reykjavík dreifði úr sér í und- arlegum vaxtarkippum þar sem stagað var í göt fyrri tíma með arkitektúr samtíðarinnar. Klass- ík, fúnkís og hinn sérkennilegi ís- lenski nútímastíll hrærast í graut. Hver stíll er oft ágætur út af fyrir sig, en ólíkir stílar blandast yfirleitt illa saman. Hitt er líka vandamál, að á helstu blóma- og uppbyggingarskeiðum ís- lensks efnahagslífs hefur tískan í arkitektúr verið frekar óspennandi, á meðan miðborgir Parísar, Lundúna og Amsterdam mótuðust á tímum klassískrar fagurfræði. Munurinn er augljós, klassíkinni í hag. Loks er það að íslensk húsagerð- arlist er næsta gersneydd íburði. Má í besta falli telja á fingr- um beggja handa þau hús í höfuðborginni sem eru ríkulega skreytt. Í miðborgum evrópskra stórborga úir og grúir af marmarasúlum, lág- myndum og ufsagrýl- um. Íburðarleysið á Ís- landi orsakast eflaust af því að hér hefur ekki verið jafnsvakalegur auður og í hinum borg- unum. – Það eru auðvit- að meiri peningar á Ox- ford Street en á Laugavegi. Og þá kemur Vík- verji að sínu aðaláhyggjuefni: Nú þegar við eigum nóg af peningum, menntun og biturri reynslu til að byggja á virðumst við samt ekki geta byggt virkilega falleg hús – hús sem sannarlega fegra borgarmyndina. Nýju húsin sem vellauðugar fjár- mála- og ríkisstofnanir eru að byggja yfir sig úti um allan bæ eru í besta falli sæmileg. Þau eru sjaldan svo slæm að kalla megi þau ljót, en minna í fegurð og glæsileika helst á mjólk- urfernur. Það er leitt að ekki skuli vera byggð fallegri hús á Íslandi, nú þegar við höfum alla burði til að gera virki- lega vel í þeim efnum. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is   Útivist | Viðey er sannkölluð paradís fyrir fjölskyldufólk. Siglingin til og frá Viðey er mikil upplifun fyrir börnin og í eyjunni sjálfri hafa verið sett upp ný leiktæki og um eyjuna alla liggur fjöldi göngustíga sem gera fólki auðvelt að ganga um og sjá unga nýskriðna úr eggjum og fjölda jurta í blóma. Spenn- andi tilboð fyrir gesti milli kl. 13–17: Vaffla með sultu og rjóma, kaffi/kakó og ferjutollur á aðeins 1.100 kr. Fyrir börnin er boðið upp á vöfflu, safa og ferju- toll fyrir einungis 600 kr. Morgunblaðið/Golli Viðey og vöfflur MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.