Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
María Magdalenahefur löngum ver-ið sveipuð ein-hverjum dular-fullum og óræðum
hjúp í kirkjusögunni. Vangaveltur
um þátt hennar í tilurð kristin-
dómsins eru ekki nýjar, þær hafa
verið lengi í umræðunni og gefið af
sér ýmsar kenningar. Ástæðan er
hin mikla þögn Nýja testamentisins
um þessa konu, sem öll guðspjöllin
segja að hafi staðið hjá krossi
meistarans á Golgata forðum og
komið að legstaðnum að morgni
páskadags. Af þeim tekur Jóhann-
esarguðspjall dýpst í árinni, þar
kemur hún ein að gröfinni; annars
staðar er hún fyrst í röð vitna
(Mark. 16:1–11; Matt. 28:1; Lúk.
24:10; Jóh. 20:11–18 og 1. Kor.
15:5–8).
Almennt er talið, að María hafi
verið kennd við bæinn Magdala
Nunayya á suðvesturströnd Galí-
leuvatnsins, skammt frá Tíberías.
Sagnir geta um kirkju þar á síðari
helmingi 4. aldar, sem var helguð
Maríu, og á 10. öld töldu menn sig
geta bent á æskuheimili hennar.
Þegar rússneski ábótinn Daníel
(1106) og fransiskanamunkurinn
Quaresimus (1616) fara um þær
slóðir heitir bærinn Magdalia.
Hann er nú á tímum kallaður El-
Mejdel og er smáþorp á milli Tab-
aryya og ‘Ain Tabgha.
Engum blöðum er um það að
fletta, að María Magdalena var
áhrifamesta konan í lærisveinahópi
Jesú. Fornir kirkjufeður gáfu henni
snemma virðingarheitið apostola
apostolorum, eiginlega „postula
postulanna“, þ.e.a.s. bjuggu til
kvenkynsmynd latneska orðsins
apostolus (postuli); á íslensku
myndi það samt útleggjast „postuli
postulanna“.
Enginn veit neitt um hana að
ráði. Sumir kalla hana þekktustu
gleðikonu sögunnar, en í raun bend-
ir ekkert í frásögn Nýja testament-
isins til þess, að sú hafi verið iðja
hennar. Hvergi segir, að bersynd-
uga konan á heimili Símonar farísea
í borginni Nain, sem lesa má um í 7.
kafla Lúkasarguðspjalls, sé „María,
kölluð Magdalena, er sjö illir andar
höfðu farið úr“, í 8. kafla sama guð-
spjalls. Ekki er heldur minnst á
nafn hennar í Jóhannesarguðspjalli,
8:1–11, þegar menn draga fyrir
Jesú „konu, staðna að hórdómi“ og
vilja að hún sé grýtt. Allt frá önd-
verðu hefur austurkirkjan t.d.
greint hér á milli, en Gregoríus I
páfi (540?–604) taldi þær eina og
sömu konu, og að auki væru þær
allar María í Betaníu, systir Mörtu
og Lazarusar. Þessi skoðun hans
gerði það að verkum að hróður
Maríu Magdalenu óx hröðum skref-
um í vesturkirkjunni og fóru menn
að líta á hana sem afbragðsdæmi
um hinn djúpþenkjandi og iðrandi
syndara. Varð hún einn vinsælasti
miðaldadýrlingurinn. Á málverkum
er hún gjarnan sýnd fáklædd, með
sítt og mikið, rautt hár, eflaust
vegna áðurnefndra meintra tengsla
við bersyndugu konuna eða þá hór-
seku; þetta er tákn fyrir ástríðu og
beljandi lífskraft.
Það var svo ekki fyrr en árið
1969, að rómversk-kaþólska kirkjan
yfirgaf túlkun Gregoríusar páfa, um
að allar væru Maríurnar ein og hin
sama, og tók upp skoðun austur-
kirkjunnar.
Nú á tímum er farið að gera því
skóna, að María Magdalena hafi
verið mun áhrifameiri í frumkirkj-
unni en talið hefur verið. Er það
m.a. í kjölfar mikillar fornleifaupp-
götvunar um miðja 20. öld, nærri
egypska bænum Nag Hammadi, en
þá fundust handrit sem geyma um
fimm tugi rita frá bernskuárum
kristninnar og er umtalsverður
fjöldi þeirra ekki varðveittur annars
staðar. Eitt þeirra er Tómasarguð-
spjall, annað brot úr Maríuguð-
spjalli svo kölluðu (þ.e. Magdalenu),
og hið þriðja er Filippusarguðspjall,
en öll eru þau af gnóstískum upp-
runa og hlutu því ekki náð fyrir
augum þeirra manna, sem völdu í
endanlegt ritsafn Biblíunnar í
kringum aldamótin 400. Þykja ritin,
borin saman við guðspjöllin fjögur í
Nýja testamentinu, endurspegla
átök í röðum lærisveinanna, einkum
hvað varðar forystu, og er Pétur
sýndur í hlutverki þess afbrýðisama
í garð Maríu. Hafa sumir fræði-
menn jafnvel gengið svo langt að
fullyrða, að Jóhannesarguðspjall sé
verk hennar að mestu leyti, en það
hafi síðar verið ritskoðað og áhrif
hennar minnkuð í því eins og hægt
var. Þar hafi karlaveldið verið með
fingurna í málum.
Alla vega er ljóst, að eitthvað
mikið liggur á bak við það, að María
er gerð að fyrsta upprisuvotti.
Austurkirkjan segir, að María
Magdalena hafi fylgt Jóhannesi
lærisveini og postula og Maríu
guðsmóður til Efesus, nærri Selçuk
í Tyrklandi nútímans, og dáið þar
og verið grafin og jarðneskar leifar
hennar síðar, eða árið 886, verið
fluttar til Konstantínópel og séu þar
enn. Frakkar segja hins vegar, að
María hafi kristnað allt Provens-
hérað í suðaustanverðu Frakklandi
og eytt síðustu 30 æviárunum í helli
í frönsku Ölpunum.
Á kaþólskum tíma á Íslandi var
hún nafndýrlingur Deildartungu-
kirkju og aukadýrlingur (þ.e.a.s.
verndardýrlingur, ásamt með öðr-
um, mismörgum) sex annarra
kirkna: í Felli í Kollafirði, Hvammi í
Hvammsveit, Meðalfelli í Kjós,
Skarði á Skarðsströnd, Stað í
Grunnavík og Þerney með Sundum.
Einkenni þessa dýrlings eru
slegið hár, eins og áður er nefnt, og
buðkur með smyrslum.
María
Magdalena
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Maríumessa Magda-
lenu var í gær, 22.
júlí. Árið 2002 birt-
ist hér skrif um þá
ágætu konu, en
vegna mistaka í um-
broti féll partur út.
Sigurður Ægisson
ákvað því að endur-
birta að mestu fyrri
pistil, og rifja upp
sögu þessa vinsæla dýrlings kaþólskra manna.
FRÉTTIR
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði á einum besta stað í Kópavogi. Eignin
skiptist í fjórar hæðir, þrjár efstu hæðirnar snúa að Hamraborg en neðsta
hæðin snýr út að Hamrabrekku. Mest allt rýmið er í útleigu, tvær neðstu
hæðirnar með verslunum og þjónustufyrirtækjum, efstu tvær hæðirnar með
skrifstofum. Möguleiki er á að byggja eina hæð til viðbótar og liggur teikn-
ing fyrir. Þar gæti verið t.d. um að ræða þakíbúð með glæsilegu, óspilltu
útsýni eða skrifstofur.
Óskað er eftir tilboðum í eignina.
Hamraborg 7 - Miðbær Kópavogs
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 552 1400 ● Fax 552 1405
www.fold.is ● fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er 694 1401.
Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali.
Við seljum atvinnuhúsnæði - mikil eftirspurn.
Vantar eignir á skrá.
● Hef kaupanda að einbýlishúsi í Garðabæ eða
Kópavogi, stærð 200 m2 lágmark.
Má kosta allt að 100 milljónir.
● Hef kaupanda að einbýlishúsi í Hafnarfirði sem
má kosta allt að 32 milljónir. Par með eitt barn.
● Hef kaupanda að 4ra herbergja íbúð
í Garðabæ.
● Leita fyrir tvö pör að 3ja herbergja íbúðum
í 101 Reykjavík.
Rúnar S Gíslason hdl. og löggilur fast.
ÁTVR veitti Umhverfisstofnun ný-
lega fimm milljóna króna styrk úr
Pokasjóði til framkvæmda við Gull-
foss. Jónína Bjartmarz umhverfis-
ráðherra tók við framlagi frá
ÁTVR.
Þetta er í þriðja sinn sem ÁTVR
hefur milligöngu um styrkveitingu
til framkvæmda við Gullfoss. Með
þessu er verið að fylgja eftir því
framlagi sem ÁTVR hafði milli-
göngu um að veitt væri til fram-
kvæmda við Gullfoss á árunum
1992–1994. Þá lögðu framleiðendur
Heineken-bjórs og umboðsmaður
þeirra, Rolf Johansen & co, fram
rúmar 5 millj. króna fyrir milli-
göngu ÁTVR til að bæta aðstöðu
ferðamanna við Gullfoss. Fé þetta
var nýtt til smíði útsýnispalls og
stígagerðar.
Árið 2004 veitti pokasjóður
ÁTVR Umhverfisstofnun styrk til
að vinna að gerð plankastéttar á
efra plani við Gullfoss sem bætir að-
gengi ferðamanna að útsýnispalli
fyrir ofan fossinn. Gangstéttin tekur
við ofan við tröppurnar sem tengja
efri og neðri aðkomu og liggja að
útsýnispalli fyrir ofan fossinn. Eldri
gangstígurinn var tekinn að
skemmast og orðinn illfær að hluta.
Á síðasta ári var lokið við að
smíða um 200 metra og nú veitir
ÁTVR 5 millj. kr til að ljúka við gerð
plankastéttarinnar þannig að hún
nái að gestastofunni.
Pokasjóður
ÁTVR styrkir
gerð göngustígar
við Gullfoss
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn