Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 39
Subaru Impresa '99 Subaru
Impresa '99, ekinn 150 þús, 4wd,
ný tímareim, mjög sparneytinn
bíll. Verð 550.000.- Ýmis skipti
koma til greina. Uppl. í síma
660 4890.
Subaru árg. '04 ek. 37 þús. km
Til sölu Forester XT LUX, turbo
(177 hö). Leður, lúga, cruise o.fl.
Alltaf þjónustaður! Skemmtileg-
asti smájeppinn í sínum flokki.
Upplýsingar í síma 862 8892.
Subaru árg. '02, ek. 63 þús. km
Gullfallegur Subaru Legacy 2.0
GL Sedan, sjálfsk. 2000 cc. Fjór-
hjóladr. Verð 1,4 m. Uppl. í síma
860 4444.
Nissan Almera árg. '99, bensín,
ek. 124 þús. Beinsk. Vetrardekk
á felgum, geislasp., fjarstýrð
samlæsing. Verð 400 þús. Tilboð
óskast. Uppl. í síma 892 7828.
Jeep Wrangler árg. '99, ek. 105
þús. km. Jeep Wrangler SE 4x4,
'99 árgerð, keyrður 65.000 mílur
(105 þús. km) , 31” dekk, nýr
toppur og nýlega ryðvarinn. Góð
vél og frábær bíll. Hringið í síma
868 8230 eða sendið póst á
lpdpbj1@msn.com til að fá frekari
upplýsingar.
Chevrolet Blazer '95, ek. 136
þús. mílur, krókur, vetrardekk.
Verð 75 þús kr. Uppl. í símum
567 3662 og 896 6285.
Triumph Tiger 955cc
árg. 2006, ek. 1000 km. Aukahlutir:
gelsæti, hituð handföng, miðju-
standari. Nýtt hjól. Upplýsingar
í síma 892 8380 og 552 3555.
Til sölu Suzuki Vitara árgerð
1999. 5 dyra, ekinn 90 þúsund km.
Ný tímareim og ný kúpling. Góður
bíll. Verð 590.000 kr.
Upplýsingar í símum 487 8688 og
893 8877.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Smáauglýsingar
sími 569 1100
RITSTJÓRN Frétta í Vestmanna-
eyjum og sudurland.is hafa sent
Morgunblaðinu eftirfarandi yfirlýs-
ingu. Tilefnið er bráðabirgðaskýrsla
starfshóps heilbrigðisráðuneytisins
og ummæli forsvarsmanna Lands-
flugs um sjúkraflugsþjónustu flug-
félagsins í Vestmannaeyjum.
„Þegar útboð fór fram á sjúkra-
flugi milli Vestmannaeyja og
Reykjavíkur bauð Landsflug lægst
allra og fékk samninginn. Bæði var
boðið í út frá staðsetningu vélarinn-
ar í Vestmannaeyjum annars vegar
og Reykjavík hins vegar. Það var
krafa fagaðila í Vestmannaeyjum að
vélin yrði staðsett í Vestmannaeyj-
um og um það var samið.
Í viðtölum eftir að gengið var frá
samningi við Landsflug sagði fram-
kvæmdastjóri félagsins að Dornier-
vél félagsins yrði staðsett í Vest-
mannaeyjum til að sinna fluginu.
Svo hefur ekki verið. Heldur hefur
Piper Chieftain-vél félagsins sinnt
fluginu en hún er skilgreind sem
varaflugvél fyrir Dornier-vélina.
Landsflug ber fyrir sig seinagangi
bæjaryfirvalda á að afgreiða bygg-
ingarleyfi fyrir flugskýli. Engin um-
sókn hefur borist frá Landsflugi um
byggingarleyfi til bæjarins. Hver
ber ábyrgð á seinaganginum?
Fyrsta sjúkraflug ársins var 14.
febrúar. Samkvæmt upplýsingum
frá vakthafandi lækni á þeim tíma
var um veikt barn að ræða og flokk-
aðist útkallið undir útkallsstig 1,
eða bráðaútkall. Þá hefur Landsflug
45 mínútur til að koma sér í loftið.
Það tók 75 mínútur í þessu tilfelli.
Samkvæmt upplýsingum frá flug-
félaginu var ekki um útkallsstig 1 að
ræða, heldur útkallsstig 2 og því
stóðust þeir tímamörk. Hvers vegna
er misræmi milli læknis á vakt og
flugmanna Landsflugs? Flugvél
Landsflugs var stödd í Reykjavík
þegar útkallið barst.
Annað sjúkraflug var 15. febrúar
og það þriðja hinn 16. febrúar. Sem
sagt, þrjú flug á þremur dögum og
aldrei var vélin stödd í Vestmanna-
eyjum þegar útkall kom. Þrátt fyrir
að skýrt sé tekið fram að svo eigi að
vera. Hvers vegna?
Alls hafa verið flogin 33 sjúkra-
flug frá áramótum til 27. júní sl. Í
níu tilvikum var vél Landsflugs ekki
staðsett í Vestmannaeyjum. Þess er
getið í bráðabirgðaskýrslu ráðu-
neytisins en engin sérstök athuga-
semd gerð við það. Í bráðabirgða-
skýrslunni stendur: „Samkvæmt
samningi við Landsflug á sjúkra-
flugvél að vera staðsett í Vest-
mannaeyjum allt árið um kring.
Einu undantekningarnar eru þegar
aðal sjúkraflugvélin er að sinna
öðru sjúkraflugi eða skyndileg bilun
hefur orðið í henni.“
Samt telur nefndin að Landsflug
hafi staðið við gerða samninga í öll-
um tilvikum nema einu en þá mun-
aði fimm mínútum í að félagið stæð-
ist tímamörk.
Alvarlegasta atvikið átti sér stað
30. júní en einhverra hluta vegna
sleppir Landsflug því flugi í skýrslu
sinni og ekkert er rætt um það flug í
bráðabirgðaskýrslu ráðuneytisins.
Hins vegar er rætt um atvik 10. júlí
en þá var sjúkraflugvél Landsflugs í
áætlunarflugi þegar útkall kom. Þar
sem ekki var um bráðaútkall að
ræða komst nefndin að þeirri nið-
urstöðu að Landsflug hafi staðið við
gerða samninga. Það þrátt fyrir að
vél sem á að sinna sjúkraflugi hafi
verið í áætlunarflugi.
Í fyrrnefndu tilviki, 30. júní sl.,
rétt eftir klukkan 21.00, þurfti að
flytja konu mikið veika til Reykja-
víkur. Var það mat fagaðila á Heil-
brigðisstofnun Vestmannaeyja að
konan væri í lífshættu. Hún hafði
verið mikið veik fyrr um daginn og
var því haft samband við Landsflug
og þeir beðnir um að hafa vélina til-
búna ef á þyrfti að halda. Vélin var
þá í Reykjavík en svör Landsflugs
voru á þá leið að vélin yrði gerð klár
og send strax til Eyja. Þetta var
rétt eftir hádegi. Þegar útkallið
kom eftir klukkan níu um kvöldið,
sjö klukkustundum eftir símtalið
við starfsmenn Landsflugs, var vél-
in hins vegar ekki enn kominn til
Eyja og svörin voru á þá leið að þeir
gætu komið eftir 90 mínútur. Ekki
þótti ráðlagt að bíða svo lengi með
helsjúka konuna og því var þyrla
Landhelgisgæslunnar kölluð út.
Brot á samningum? Svari nú hver
fyrir sig.
Allt þetta hafa Fréttir og sudur-
land.is fjallað um. Sagt hefur verið
frá staðreyndum málsins og hafa
forráðamenn Landsflugs ekki gert
athugasemd við eitt einasta atriði er
varðar umfjöllun okkar um sjúkra-
flug í Eyjum. Margoft hefur verið
reynt að ná tali af forráðamönnum
Landsflugs til að fá skýringar en
það hefur gengið illa. Að skella
skuldinni á fjölmiðla í Eyjum eða
aðra er ódýr leið forsvarsmanna fé-
lagsins til að firra sig ábyrgð.
Ritstjórn Frétta og sudurland.is
hefur enga skoðun á því hvaða flug-
félag sinnir sjúkraflugi milli Vest-
mannaeyja og Reykjavíkur og hvað
þá hvaðan það er. Hins vegar hefur
ritstjórnin skyldum að gegna gagn-
vart lesendum sínum að segja frá
því sem miður fer, ekki síður en því
sem vel er gert.
Eyjamenn vita, að oft er hægt að
taka á loft frá Vestmannaeyjum þó
ekki sé hægt að lenda vél hér. Það
er ástæða þess að skýr krafa er um
staðsetningu vélarinnar í Eyjum.
Hingað til hafa ekki orðið alvarleg-
ar afleiðingar af samningsbrotum
Landsflugsmanna en litlu munaði
hinn 30. júní sl. þegar líf sængur-
konu var í hættu.
Hér eru nokkrar spurningar til
forráðamanna Landsflugs?
Hvað marga daga hefur sjúkra-
flugvél ekki verið staðsett í Eyjum
frá 1. janúar til 30. júní?
Hvað með loforð um fjölgun ferða
yfir sumarmánuðina?
Hvað varð um stærri flugvélar á
flugleiðinni Reykjavík – Vest-
mannaeyjar sem átti að taka í gagn-
ið 15. maí sl.?
Ritstjórn Frétta.
Ómar Garðarsson, ritstjóri.
Sigursveinn Þórðarson, blaða-
maður.“
Yfirlýsing frá ritstjórn
Frétta og sudurland.is
FORSVARSMENN Landsflugs
segja margt rangt koma fram í yf-
irlýsingu frá ritstjórn Frétta og
sudurland.is, hér til hliðar, og að
ómaklega hafi verið vegið að fyr-
irtækinu í fjölmiðlum undanfarið.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu
sem Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
hefur sent frá sér fyrir hönd Lands-
flugs vegna deilna um sjúkraflug.
Draga hlutleysi
ritstjórnar í efa
Forsvarsmenn Landsflugs leyfa
sér að draga í efa hlutleysi rit-
stjórnar Frétta og sudurland.is
varðandi flugrekstraraðila í Eyjum
og benda á að varla hafi komið
nokkur jákvæð frétt um Landsflug
þótt af mörgum slíkum hafi verið að
taka en ávallt hamrað á því ef
Landsflug stæði sig ekki að mati
ritstjórnarinnar. Í yfirlýsingu
Landsflugs er farið ýtarlega yfir at-
vik í tengslum við beiðni um sjúkra-
flug 14. febrúar og 30. júní og um-
fjöllun Frétta og sudurland.is um
þau atvik. Forsvarsmenn Lands-
flugs segja ritstjórnina hafa ítrekað
farið með rangt mál í fréttaflutningi
sínum og ekki hafa haft fyrir því að
afla upplýsinga eða svara frá
Landsflugi.
Í yfirlýsingu Landsflugs er og
bent á að Flugfélag Vestmannaeyja
hafi sinnt sjúkraflugi í Vestmanna-
eyjum áður en Landsflug hafi feng-
ið
þann samning um síðustu áramót.
„Við höfum það frá fyrstu hendi að
eðlilega biluðu vélar þess ágæta fé-
lags líka og stundum var sjúkra-
fluginu sinnt frá Reykjavík og m.a.
kom það fyrir að kalla þurfti út
þyrlu þar sem ófært var fyrir flug-
vél að lenda í Vestmannaeyjum þá.
Ég minnist þess ekki að hafa lesið
um þessi atvik í fjölmiðlum. Sem
sagt, svona hefur þessu alltaf verið
sinnt en fyrst núna þykir ástæða til
að blása málið upp í fjölmiðlum,“
skrifar Sigurbjörn Daði fyrir hönd
Landsflugs.
Þá segir að Landsflug kannist
ekki við loforð um fjölgun ferða yfir
sumartímann en hitt sé svo annað
mál að Landsflug hafi viljað vera
með eina af Dornier 328-vélum fé-
lagsins staðsetta hér á landi yfir
sumartímann en þar sem Vest-
mannaeyjabær hafi ekki séð sér
fært að styðja við það verkefni á
nokkurn máta hafi það ekki tekist. Í
framhaldinu hafi Landsflug verið
tilbúið með samning við Flugfélag
Íslands um leigu á Fokker kvölds
og morgna fimm daga vikunnar frá
16. maí til 31. ágúst en hafi viljað
hafa tryggingu fyrir því frá Vest-
mannaeyjabæ að félagið myndi ekki
tapa á því, að það færi í versta falli
út á sléttu. „Margir vita að yfir
sumartímann eykst farþegafjöldi
mikið á Vestmannaeyjar og Lands-
flug var tilbúið að fórna þeim
örugga hagnaði sem félagið hefur
yfir sumartímann á flugi til Vest-
mannaeyja til þess að koma á móts
við óskir Vestmannaeyinga. Þetta
tók Vestmannaeyjabær ekki í mál
og hefur síðan hótað því að skora á
alla eyjamenn að fljúga ekki með
Landsflugi. Dæmi nú hver fyrir
sig.“
Óskuðu eftir að kaupa félagið
Forsvarsmenn Landsflugs segja
að viðræður um þessa Fokkerleigu
hafi átt sér stað „korteri fyrir sveit-
arstjórnarkosningar“ og að það hafi
verið skrýtin tilviljun hvað þáver-
andi meirihluta hafi legið á að klára
málið fyrir kosningar. „Á sama tíma
kom Flugfélag Vestmannaeyja að
máli við okkur og óskaði eftir að
kaupa félagið en þess má geta að
framkvæmdastjóri þess félags var í
9. sæta á lista Sjálfstæðisflokksins í
Vestmannaeyjum sem síðan hlaut
meirihluta í kosningunum og nýr
bæjarstjóri, Elliði Vignisson, tók við
stjórnartaumunum. Flugfélagi
Vestmannaeyja tókst ekki að upp-
fylla kaupsamninginn og því var
honum rift. Síðan þá höfum við ekki
fengið starfsfrið en óskum hér með
eftir honum, öllum til heilla,“ segir í
yfirlýsingunni.
„Ómaklega vegið
að Landsflugi“
Morgunblaðið/Jim Smart
STJÓRN hjúkrunarráðs Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss (LSH) fagn-
ar því hversu mikill fjöldi nemenda
hefur innritast til náms í hjúkrunar-
fræði við Háskóla Íslands og Háskól-
ann á Akureyri næsta haust. Fjölgun
hjúkrunarfræðinga sé nauðsynleg til
að efla þá þjónustu sem veitt er á
heilbrigðisstofnunum landsins.
„Nú hafa um 230 nemendur skráð
sig til hjúkrunarfræðináms í háskól-
unum tveimur. Stjórn hjúkrunar-
ráðs LSH þakkar þann stuðning sem
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð-
herra hefur lýst yfir við að fjölga
þeim sem útskrifast úr hjúkrunar-
fræðinámi. Stjórnin skorar á Alþingi
og ríkisstjórn að sjá til þess að
hjúkrunarfræðideildir háskólanna
fái það fjármagn sem þeim er nauð-
synlegt til þess að aflétta fjöldatak-
mörkunum nemenda, sem enn eru
við lýði.“
Þá telur stjórn hjúkrunarráðs
LSH áríðandi að undirbúningur við
byggingu nýs spítala haldi áætlun.
Frestun á byggingaframkvæmdum
geti haft alvarlegar afleiðingar þar
sem húsnæðisskortur á LSH sé mik-
ill.
Mikill fjöldi skráir sig í
hjúkrunarfræði næsta haust
FRÉTTIR