Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 19 STÓRVIRKI! SAGA BISKUPS- STÓLANNA Fátt er jafngróið íslenskri sögu og biskupsstólarnir báðir. Saga þeirra er þjóðarsaga Íslendinga í nærfellt þúsund ár. Þeir voru höfuðstaðir trúarlífs landsmanna framan af öldum en einnig menningar og mennta og voru umsvifamiklir at- vinnurekendur til sjávar og sveita. Má segja að landinu hafi verið stjórnað þaðan um margra alda skeið og þar komu við sögu svip- miklir biskupar og aðrir kirkjuhöfð- ingjar. SAGA BISKUPSSTÓLANNA - bók sem allir Íslendingar verða að lesa! Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á glæsilegri íbúðagistingu í Króatíu í ágúst. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað við frábæran aðbúnað. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu farar- stjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Sértilboð til Króatíu 16. og 23. ágúst frá kr. 54.990 m.v. 2 Sértilboð – Laguna Bellevue **** Glæsileg gisting Verð kr. 54.990 m.v. 2 Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíóíbúð á Laguna Bellevue **** í viku. Sértilboð 23. ágúst. 16. ágúst er kr. 5.000 dýrara á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Hinn eini sanni Primus í ferðalagið! H im in n o g h a f/ S ÍA Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Tryggvabraut 1 • Akureyri • Sími 460 3636 Póstsendum um land allt Primus-ferðagasgrill Þyngd 2,5 kg Orka 3000 W Ending 10 klst. m.v. 2 kg kút Primus-hella 2089 m/kveikju Þyngd 726 g Primus-lugt 2152 án kveikju Þyngd 390 kg Ending 20 klst.m.v 2 kg kút Primus-lugt 2179 m/kveikju Þyngd 740 g Ending 40 klst. m.v. 2 kg kút Ljósið í myrkrinu, ylurinn í kuldanum og galdurinn við veisluna í útilegunni. 4.400 kr. 3.900 kr. 4.900 kr. 4.700 kr. Vörunr. 06964 Vörunr. 07057 Vörunr. 29776Vörunr. 06962 Landslagið í Palestínu ergrýtt. Alls staðar klettarog grjót. Þið hafið áreið-anlega séð fréttamyndiraf ungum mönnum í inti- fada að kasta grjóti, ha? Það er vegna þess að við eigum svo mikið af því. Þetta segir Palestínumaðurinn Walid þar sem við sitjum við glugga á franskri hraðlest. Flatar sveitir Frakklands þjóta hjá, akrar og engi. Ekkert grjót. Hvernig mótmælið þið eiginlega? spyr hann og Frakkinn í hópnum svarar að bragði: Nú, við brennum bíla. Þá er hlegið, þetta er um vetur, upp- þotin í úthverfum Parísar nýskeð og öllum þykir brandarinn fínn. En þið, á Íslandi, hvernig mótmæl- ið þið? Ég hika, hugsa mig um: Við segjum það bara, svara ég og fæ lítil viðbrögð, er að hugsa um Jón Sigurðsson og hina sem sögðu Vér mótmælum allir, og finnst það allt í einu hallærisleg aðferð. Ekkert symbólísk. Alltof natúralísk. En í Afganistan? spyr ég á móti og allir líta yfir í næsta gang. Þar situr við gluggann kollegi okkar Nazir frá Kabúl. Hann er í fyrsta sinn í út- löndum, í fyrsta sinn í lest, og hef- ur hægt um sig. Þeir mótmæla ekkert þar, hvíslar kona í hópnum. Það hefur verið stríð í landinu í 30 ár, svo komust Talíbanarnir til valda og svo réðust Bandaríkja- menn inn. Þeir hvorki kunna að mótmæla, né geta. Aumingja fólk- ið. Ég eyði afgangi lestarferðarinn- ar í að tala við Nazir, sem hefur sjaldan þurft að bjarga sér á ensku og krefjast samræðurnar því massífrar þolinmæði. En með útsjónarsemi, endurtekningum og snjöllu táknmáli kemur hann mér í skilning um ýmislegt. Aumingja strákurinn, hann talar bara pastú, segir Frakki nokkur daginn eftir og kemur upp um eig- in fordóma. Hann hefur greinilega ekkert nennt að gefa sig að Nazir. Við sem vorum í lestinni vitum betur. Og á tveimur vikum fleygir enskukunnáttu Nazirs svo fram að ýmsar sögur úr bernsku hans lifna við – og þá kemur í ljós að hann er, meðvitað eða alveg ósjálfrátt, mótmælandi að upplagi. Þegar faðir hans féll í borgara- stríði andmælti Nazir örlögum fjölskyldunnar með því að byrja að vinna fyrir sér og sínum sjö ára gamall. Þá seldi hann skó úti á götu og kallaði, veikri röddu: Skór, skór. Stundum var skóbirgðunum stolið, en hann mætti samt aftur næsta dag. Hann fór í besta falli tvisvar í viku í skólann á unglings- árunum, því hann þurfti að vinna. Þá sjaldan hann mætti, þuldi hann heilu og hálfu versin úr Kóranin- um blaðalaust, hafði eftir ljóð sem skólasystkini hans höfðu með herkjum lært heima en hann hafði aldrei séð, og gerði svo mikið grín að skólakerfinu með frammistöðu sinni að hann var færður upp um þrjá bekki. Nazir andmælti ofríki Talíbana í garð kvenna með því að rækta með sér mikla og djúpa virðingu fyrir konum, sem hann heldur enn í heiðri. Hann gróf undan harð- stjórn þeirra með sínum hætti, þegar hann fékk aðgang að eldhúsi í höfuðstöðvum þeirra í Kabúl, eld- aði þar afganga af mat þeirra og brauðfæddi móður sína og systur. Hann mótmælti innrás Banda- ríkjamanna í heimaland sitt með því að læra nógu mikla ensku til þess að spyrja þá erfiðra spurn- inga um raunverulegar ástæður innrásarinnar í Afganistan. Og hann mótmælir óttanum, undirokuninni og lífsháskanum sem þjóð hans hefur búið við um árabil, með því að halda úti sögu- og brandaraþætti fyrir börn í afg- önsku útvarpi. „Það deyr aldrei neinn í þáttunum, segir hann mér því kenning hans er þessi: Ef börn heyra sögur um dauða fara þau ósjálfrátt að óttast um sína nán- ustu, geta ekki sofið því þau eru hrædd um að einhver hafi drepið mömmu, myrt pabba, þau kíkja reglulega í svefnherbergi hússins til þess að ganga úr skugga um að allir séu óhultir, þau eru aldrei ró- leg. Ég átta mig á því að Nazir er að lýsa sinnig eigin bernsku – eftir að faðir hans féll í stríðsátökum var hann stöðugt hræddur um mömmu sína, um systur sína, og nú vill hann auka öðrum bjartsýni. Og Nazir er ljóðskáld, hann mótmælir efnislegri fátækt með andríki, hann þylur löng og út- hugsuð ljóð á menningarhátíð í Frakklandi en er ekki með neinar bækur. Aumingja strákurinn, kann hann kannski ekki að draga til stafs, segir enn ein vanhugsandi konan, og veit ekki að Nazir er um það bil að ljúka háskólaprófi í blaðamennsku. Hvíti léreftsbún- ingurinn og sokkalausir fætur hans í sandölunum – í franska frostinu – villa greinilega sýn. En bókaleysið kemur ekki til af kunn- áttuleysi, Nazir bendir á höfuðið á sér. „Hérna geymi ég allt, segir hann og er öruggari upplesari en allir hinir til samans. Og hann mótmælir líka hégóma og monti bókastaflaskáldanna með því að útskýra: „Ég á bágt með að gefa út bækur. Í dag skrifa ég ljóð sem ég er ánægður með. Svo fer ég að sofa. Á morgun skrifa ég annað ljóð, sem er betra en hitt, og þá get ég ekki hugsað mér að nota hið fyrra meira. Mér fer stöð- ugt fram. Þess vegna tekur því ekki að prenta. Hin skáldin horfa á hann og hrista höfuðið yfir þessari heimspeki. Aumingja strákurinn. Og Nazir mótmælir titlatogi, snobbi og sjálfhverfu fólks í sam- skiptum og viðskiptum með því að rétta fram – síðasta daginn – nafn- spjald sitt, fallega prentað. Þar stendur hvorki ljóðskáld, blaða- maður, ráðgjafi, hvers kyns fulltrúi né fræðingur, þar stendur einfaldlega: þinn vinur Nazir. Svipmynd frá Afganistan Sigurbjörg Þrastardóttir Aumingja strákurinn sith@mbl.is Ljósmynd/sith Nazir frá Kabúl í fyrsta sinn í útlöndum, í fyrsta sinn í lest, og hefur hægt um sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.