Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 198. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Söng í símann
með tilþrifum
Stuart Murdoch forsprakki Belle &
Sebastian er kurteis en líflegur | 24
Tímarit og Atvinna í dag
Tímarit | Kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson
Systkini í nektarhlaupi Fyrsta sumarvinnan Atvinna | Opið
rými eða skrifstofa Munurinn á Dönum og Bretum
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
2006 –2007
Vetrarfrí
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
3
35
62
07
/2
00
6
Bæklingurinn
fylgir blaðinu
í dag!
LUNDAVEIÐIN í Vestmannaeyjum er það sem af
er svipuð og í fyrra, að sögn Magnúsar Bragason-
ar, lundaverkanda í Eyjum. Hann hamflettir og
reykir lunda fyrir lundaveiðimenn.
„Þetta fór frekar rólega af stað en er að glæð-
ast. Allt að lifna við og kominn mikill fugl á sjóinn
hér í kring, sem veit á gott,“ sagði Magnús. Fugl-
inn á sjónum bendir til að geldfuglinn sé mættur á
svæðið, en hann er uppistaðan í lundaveiðinni.
„Þeir í Ystakletti eru langduglegastir og komn-
ir með langmest. Það verður minna og minna um
að menn liggi lengi við í eyjunum við veiðar. Í
sumum stærri eyjunum hefur ekki verið mikill
mannskapur það sem af er,“ sagði Magnús. Varp
lundans virtist ganga vel í vor, að sögn Magnúsar.
„Menn voru hræddir fyrir þetta tímabil vegna
þess hvernig þetta endaði í fyrra. Nú virðist allt
vera eðlilegt og ekki það ástand sem menn ótt-
uðust.“
Fyrst eftir að pysjan kemur úr egginu ber lund-
inn í hana glærátu og hefur verið að gera það, að
sögn Magnúsar. „Það fer að reyna á sandsílið
þessa dagana og hann virðist vera að bera það
upp svo það virðist allt vera í lagi.“ Á myndinni er
Heimir Hallgrímsson, tannlæknir með meiru, á
lundaveiðum í Ystakletti.
Morgunblaðið/RAX
Mikið af lunda á sjónum veit á gott
TÓLF dagar
eru nú síðan
Ísraelsmenn
hófu stríðs-
aðgerðir sín-
ar í Líbanon
sem hafa
beint sjónum
heimsins að
þessu svæði í
æ ríkara
mæli. Ingi-
björg Þórð-
ardóttir, sem
starfar hjá
News 24,
BBC, er á leið á átakasvæðin í
Beirút með bíl frá Damaskus, en
flugvöllurinn í Beirút var
sprengdur upp þegar stríðs-
aðgerðirnar hófust. Ingibjörg mun
ásamt samstarfsfólki annast fyrir
BBC fréttaflutning frá Beirút og
Suður-Líbanon næstu daga.
„Ég býst við að þetta verði erf-
itt, að vinnusvæði sem við getum
unnið á verði takmarkað af örygg-
isástæðum,“ segir Ingibjörg í sam-
tali við Morgunblaðið, sem mun
birta á næstunni fréttir frá henni
af ástandinu á stríðssvæðinu.
Ingibjörg er alþjóðastjórnmála-
fræðingur og ritstjóri hjá News
24, BBC, og hefur m.a. mikið
kynnt sér málefni tengd Ísrael og
Líbanon. Hún kveður ástandið á
svæðinu mjög tvísýnt og ómögu-
legt að spá um hvað gerist, hvern-
ig þessum átökum muni lykta.
Þetta segir hún m.a. í ítarlegu við-
tali um þessi mál og fjölmörg önn-
ur í blaðinu í dag. | 10
Fer á átaka-
svæðin
fyrir BBC
Ingibjörg Þórð-
ardóttir á BBC
Ankara. AFP | Lögreglan í Tyrk-
landi handtók í fyrradag vopn-
aðan tilvonandi bankaræningja
sem hafði dulbúist sem kona með
því að klæðast síðum svörtum
kufli og andlitsblæju. Undir kufl-
inum bar hann hlaðna vélbyssu
sem hann ætlaði að nota til að
fremja vopnað rán.
Kauði hefði hins vegar átt að
huga að lengd kuflsins eða fóta-
búnaðinum því grunsemdir tóku
að vakna hjá einum öryggisverði
bankans þegar hann tók eftir því
að frekar stórir strigaskór komu
undan kuflinum, sem var helst til
stuttur. Lögreglan var kölluð til
og kom þá í ljós að þarna var á
ferðinni karlmaður vopnaður
AK-47-riffli sem var hlaðinn 30
skotum. Hann játaði að hafa ætl-
að að ræna bankann en lögregla
rannsakar nú hvort hann hafi
tekið þátt í bankaránum áður.
Klikkaði á skónum
Jerúsalem. Beirút. AFP. AP. | Ísraelski
herinn hefur hertekið þorp í suður-
hluta Líbanon en í gær hafði herinn
gert árásir á 150 skotmörk á einum
sólarhring. Þar á meðal var sprengju
sem vó hálft tonn varpað á vígi Hiz-
bollah, rétt við þorpið um hálfan kíló-
metra frá landamærunum.
Í gær eyðilagði herinn fjarskipta-
möstur á tveimur stöðum í landinu,
bæði sjónvarpsturna og sendistöðv-
ar fyrir farsímakerfi. Dagurinn í gær
var ellefti dagurinn sem Ísraelar
gera árásir á Líbanon. Þeir hafa sent
hermenn inn í landið undanfarna
daga til að gera skyndiárásir á vígi
Hizbollah en segjast ekki ætla að
gera stóra innrás í landið þrátt fyrir
að þeir hafi flutt mikinn herafla að
landamærunum við Líbanon.
Meira en 340 Líbanar hafa látið
lífið í átökunum, þar af 300 óbreyttir
borgarar, en 34 Ísraelar hafa fallið.
Hizbollah-liðar hafa skotið hundr-
uðum flugskeyta að bæjum í norður-
hluta Ísrael og hafa 16 óbreyttir ísr-
aelskir borgarar látið lífið þar.
Víða um heim hefur fólk mótmælt
átökunum í Mið-Austurlöndum und-
anfarna daga, meðal annars í evr-
ópskum borgum. Þannig voru skipu-
lagðar göngur í borgum og bæjum í
Bretlandi í gær til að mótmæla hern-
aðaraðgerðum Ísraela og meira en
tíu þúsund manns gengu um götur
Sydney í Ástralíu í mótmælaskyni í
gær.
Ísraelsher hertekur
þorp í Suður-Líbanon
Reuters
Líbani stendur við rústir blokkar, sem áður var heimili hans, í Beirút í gær.