Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 45 MENNING Í nafni fagurfræðinnar hafaheimspekingar í aldanna rás reynt að leggja fram kerfisbundinn mælikvarða á fegurð (og ljótleika). Fagurfræði hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar í seinni tíð. Aug- ljósasta ástæðan er uppgangur af- stæðishyggju almennt og þá í mál- efnum lista sérstaklega. Að sögn afstæðissinna er enginn einn list- rænn dómur eða fagurfræðilegt mat réttara eða betra en annað. Fegurð er á hinn bóginn háð við- takandanum eingöngu og því af- stæð frá einum einstaklingi til ann- ars, eða þá einu samfélagi til annars.    Einfalda svarið við slíkri afstæð-ishyggju er að benda á að hvað sem öðru líður er það stað- reynd að við fellum dóma um list- rænt gildi hluta og færum oftar en ekki rök fyrir þeim (leggjum þeim til grundvallar fagurfræðilega mælikvarða). Við reynum að sann- færa aðra um réttmæti skoðana okkar og föllumst ekki bar- áttulaust á að aðrir séu ósammála okkur. Það sem meira er, við fáum aðra oft til að fallast á málflutning okkar, þ.e.a.s. ef okkur hefur sjálf- um ekki snúist hugur vegna ein- hvers sem aðrir höfðu til málanna að leggja. Það er eins og okkur takist stundum að opna augu fólks fyrir eiginleikum sem skipta máli í listum. Og nær undantekning- arlaust er afstæðissinninn sama marki brenndur. Það er alltaf hægt að nappa yfirlýstan afstæðissinna við að fella álíka dóma um tónlist, náttúruna eða eldhúsinnréttingar.    Ég segi að þetta sé einfaldasvarið við afstæðishyggju. Í fyrsta lagi af því að afstæðissinn- inn gæti einfaldlega yppt öxlum og viðurkennt að hann falli iðulega í sömu gryfju og aðrir. En ekki síður vegna þess að eftir stendur nokkuð erfið spurning. Ef fegurð er ekki háð viðtakandanum þá liggur bein- ast við að álykta að hún að sé bund- in hlutnum sem athugunin beinist að. Fegurð er með öðrum orðum hlutlæg. Þetta er aftur á móti illút- skýranlegt í ljósi þess að sami hlut- urinn getur valdið mismunandi hughrifum hjá mismunandi fólki. Auk þess virðist sú hugsun að feg- urð sé óháð viðtakandanum nokk- uð langsótt ef í því felst sú hug- mynd að heimurinn sé stútfullur af listrænu gildi jafnvel frá einhvers konar yfirskilvitlegu eða einsk- ismanns sjónarhorni.    Bandaríski heimspekingurinnJohn McDowell hefur gert til- raun til að bjarga hlutlægni feg- urðarinnar. Hann fellur þó ekki í þá gildru að segja að fegurð sé óháð athugandanum en biður les- endur sína að ímynda sér að eins sé farið með listrænt gildi og liti. Veruleiki lita er bæði háður athug- andanum og ákveðnum eig- inleikum hlutanna. Meðan litir eru ekki til sem litir án aðkomu okkar og upplifunar getur upplifunin heldur ekki átt sér stað ef ekki væri fyrir ákveðna eðliseiginleika efnisheimsins. Með samlíkingu sinni siglir McDowell sem sagt milli hjákátlegrar hluthyggju um fegurð og allsherjar afstæðis- hyggju. Litir geta virst mismunandi eftir sjónarhorni athugandans. Svipað má segja um listir (þó orðið „sjón- arhorn“ megi e.t.v. ekki taka of bókstaflega). Sjónarhorn okkar er breytilegt eftir því listræna upp- eldi og þeirri þjálfun sem við höf- um fengið, sem útskýrir aftur breytileikann í dómum okkar, ekki síst frá einu menningarsamfélagi til annars. Ef listrænir dómar okkar helgast að hluta til af því „sjónarhorni“ sem við höfum á tiltekið verk ætt- um við að getað þjálfað hjá okkur (og öðrum) næmi fyrir mismunandi eiginleikum og þannig komið auga á fegurð sem var okkur áður dulin, jafnvel uppgötva ákveðnar rang- hugmyndir sem við höfðum. Þetta þarf ekki að þýða að við séum að „búa til“ eitthvað sem ekki er til staðar í listaverkinu, að við séum að flétta inn í hlutheiminn afstæð og huglæg gildi; frekar að við séum að opna augun fyrir einhverju sem er til staðar og gerast móttækileg.    Ef þetta stenst er það verkefniað leggja fram kerfisbundinn mælikvarða á ágæti lista e.t.v. ekki eins vonlaust og afstæðissinninn lætur í veðri vaka. Kannski er fag- urfræðinni viðbjargandi. Er fagurfræðinni viðbjargandi? ’Þetta þarf ekki að þýðaað við séum að „búa til“ eitthvað sem ekki er til staðar í listaverkinu, að við séum að flétta inn í hlutheiminn afstæð og huglæg gildi; frekar að við séum að opna augun fyrir einhverju sem er til staðar og gerast mót- tækileg.‘ Af hverju er Ópið eftir Edward Munc svona heillandi? floki@mbl.is AF LISTUM Flóki Guðmundsson Kr. 1100 fyrir fullorðna Ferjugjald, vaffla og kaffi/kakó Kr. 600 fyrir börn Ferjugjald, vaffla og safi Nánari upplýsingar www.videy.com 533 5055 Vöfflur og Viðey Uppgötvaðu Viðey Kaffisala kl. 13 – 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.