Morgunblaðið - 28.07.2006, Síða 12

Morgunblaðið - 28.07.2006, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                               !"# $%%&$          ' () *(#&         ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI                     +, -$ ./(01 "2 3"&+ "2 ,(/% ./(01 "2 -$(# ./(01 "2 4 %% -!/ ./(01 "2  56/7# "2 8 ./(01 "2 .3$,#$/ 6 #%$ "2  019$#5 6 #%$ "2 8 #6 #%$ :3 # "2  /&3 "2 ( $+   $(# "2 ; ,3 #,$+ &,/(3&0< ,/ 0<0/=40/> /? @?/"26 #%$ "2 A0/ "2    3 5 ./(01 "2 B4 ./ #$ "2 '+&3 #$+ ./(01 "2 C &/@$ "2 /D55$#5 <$>,!>$# "2 E$##30,!>$# "2     !" 3?,0/"F3 5 0>0/3 # -"2 ! #$   %  'G H> , -$>%2-&/>                           4/&D,$#5 "/? "D// -$>%2-&/> =  =   =  =  =   =  =  =  =  = =  = =  = = = = = = = = = I =  J I = J = I J I =J I = J I =J I = J I = J I = J = I =J = I =J I = J = = = = = = = = B&$3 /-$>%$1,$  5$# $36(> H 3(%  5K  01 3 2   2    2 2 2  2 2 2 = 2 2  2 2 = = 2 = = = = =                       =                         =  E$>%$1,$ H 972 %/2 B2 L , 050# /3$,$ @!3$ -$>%$1,     =    = =  = = = = = ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði um 1,2% í gær og var 5.259 stig í lok dags. Viðskipti í Kauphöllinni námu 4,5 milljörðum króna. Mest lækkun varð á bréfum FL Group, um 2,5% og bréf Bakka- varar Group og Straums-Burðaráss lækkuðu um 1,9%. Þá lækkuðu bréf Össurar um 1,8% og bréf Lands- bankans um 1%. Bréf Avion Group voru þau einu sem hækkuðu í gær og nam hækkunin 0,6%. Enn lækka hlutabréf ● WEN Jiabo, for- sætisráðherra Kína, hefur boðað að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að mikill hagvöxtur í landinu leiði til of- hitnunar í hag- kerfinu en á fyrri helmingi ársins mældis hagvöxtur 10,9%. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef BBC-fréttastofunnar en þar segir að lánastofnanir í Kína hafi áhyggjur af því að svo hár hagvöxtur geti haft í för með sér að verðbólga fari úr böndunum. Það geti aftur leitt til þess að tryggingar sem lánastofn- anir hafi fyrir lánveitingum sínum verði ekki nægjanlegar. Vextir voru hækkaðir í Kína í apríl sl. og segir í frétt BBC að frekari hækkanir séu hugsanlegar. Þá segir að stjórnvöld hafi í hyggju að setja takmarkanir á útlán lánastofnana og jafnframt að draga úr framkvæmdum. Kínverjar vilja fyrirbyggja ofhitnun Hagvöxtur Mælist nú 10,9% í Kína ● HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Microsoft hefur verið útnefnt besta fyrirtæki Bretlands af bresku sam- tökunum Superbrands. Ríkisútvarpið BBC varð í öðru sæti og flugfélagið British Airways í því þriðja. Frá þessu er í greint í fréttatilkynningu frá British Airways. Í tilkynningunni segir að við valið hafi um 650 merki komið til greina hjá hópi tólf hundruð sérfræðinga í atvinnulífinu. Tekið var tillit til gæða, áreiðanleika og aðgreiningar. Að því loknu hafi rannsóknarfyrirtækið You- Gov haft samband við tvö þúsund manna úrtak neytenda, sem voru beðnir að velja 500 bestu fyrirtækin úr hópi þeirra 650 sem sett höfðu verið á lista. British Airways þriðja besta fyrirtækið NORSKA stórfyrirtækið Aker Kværner, þar sem Kjell Inge Røkke hefur bæði tögl og haldir, skilaði 653 milljónum norskra króna í hagnað, sem jafngilda 7,5 milljörðum ís- lenskra króna, fyrir skatta á öðrum fjórðungi ársins á móti 143 milljón- um norskra króna á sama tímabili í fyrra. Þetta er umtalsvert meiri hagnaður en sérfræðingar höfðu spáð og hækkaði gengi bréfa Aker Kværner um 3% í kauphöllinni í Ósló eftir að uppgjörið var birt en gengið hefur tvöfaldast á síðustu tólf mán- uðum. Kjell Inge, sem hefur verið umsvifamikill í sjávarútvegi og lagði grunn að veldi sínu með útgerð í Alaska, er einn umtalaðasti kaup- sýslumaður Noregs. Hann hefur oft verið sleginn niður en jafnharðan risið tvíefldur upp aftur og er þannig nokkurs konar Íslandsbersi þeirra Norðmanna. Risafyrirtæki á norræna vísu Rekstrartekjur samsteypunnar á fjórðungnum námu um 162 milljörð- um íslenskra króna sem er liðlega 20 milljörðum meira en sérfræðingar höfðu reiknað með. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að útlitið næstu mánuði gott. Aker Kværner er risa- fyrirtæki á norræna vísu með fjöl- mörg dótturfélög sem starfa á ólík- um sviðum iðnaðar; í olíu- og gasiðnaði, lyfjaframleiðslu og líf- tækni, orkuiðnaði, byggingarstarf- semi og pappírsiðnaði. Hjá sam- steypunni starfa meira en 20 þúsund manns í á fjórða tug landa og mark- aðsverðmæti félagsins er um 380 milljarðar íslenskra króna. Kjell Inge í góðum mál- um með Aker Kværner HAGNAÐUR Landsbankans fyrir skatta á fyrri hluta ársins nam 25 milljörðum króna samanborið við 13,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2005. Hagnaður eftir skatta var 20,4 milljarðar. Hagnaður bankans á öðrum árs- fjórðungi nam ríflega 6,1 milljarði samanborið við 5,1 milljarð á sama tímabili árið 2005. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri, segir í samtali við Morgunblaðið að þrennt standi upp úr varðandi upp- gjörið. Í fyrsta lagi að grunntekju- stofnar eru að skila góðum arði. Í annan stað hefur fjölbreytni tekju- stofnanna aukist og nema nú tekjur af erlendri starfsemi bankans 45% af heildartekjum. „Þá hafa fréttir af afkomu bankans og sambankaláni sem við tókum í vikunni valdið því að vaxtaálag á skuldabréf okkar á millibankamarkaði hefur lækkað um 0,05 prósentustig.“ Arðsemi eigin fjár 40% Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri, segir að framan af ári hafi gætt ákveðins óróa á þeim mörk- uðum sem bankinn sæki fjármagn til en aðstæður hafi farið batnandi og viðhorf fjárfesta til fjárfestinga í skuldabréfum bankans sé orðið mun jákvæðara. Grunntekjur samstæðunnar, þ.e. vaxtamunur og þjónustutekjur, námu 36,4 milljörðum króna og juk- ust um 19,4 milljarða króna en rekstrargjöld jukust um 8,9 millj- arða króna samanborið við fyrri hluta ársins 2005. Tekjur af erlendri starfsemi námu 20,6 milljörðum króna eða 45% af heildartekjum samanborið við 4 milljarða króna og 16% á fyrstu sex mánuðum ársins 2005. Verðbólguáhrif Heildareignir bankans námu 1.811 milljörðum króna í lok júní 2006 og jukust um 406 milljarða króna á árinu. Uppgjör Landsbank- ans var langt yfir væntingum grein- ingardeilda hinna bankanna. Í morgunkorni Glitnis segir að hagn- aður til hluthafa bankans hafi verið þremur milljörðum meiri en búist var við og að spáskekkjan skýrist að mestu leyti af vanmati á verðbóta- tekjum bankans. Hreinar vaxta- tekjur námu 13,7 milljörðum króna, en spáð hafði verið um 10,8 millarða hagnað og jukust þær um 53% frá fyrsta ársfjórðungi ársins. Eigin- fjárhlutfall (CAD) var 15,1% í lok júní 2006. Eiginfjárþáttur A var 12,9%. Afkoma Landsbank- ans yfir væntingum 25 milljarða króna hagnaður á fyrri helmingi ársins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hlutfall erlendra tekna Landsbankans nam 45% fyrri helming ársins. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is BAKKAVÖR Group hagnaðist um 2,8 milljarða króna eftir skatt á fyrstu sex mánuðum ársins og er það 67% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er mesti hagnaður í sögu félagsins. Hagnaður á öðrum árs- fjórðungi nam tveimur milljörðum króna sem er 83% aukning miðað við annan ársfjórðung í fyrra þegar hagnaður nam 1,1 milljarði króna. Meðalspá greiningardeilda bank- anna gerði ráð fyrir tæplega 1,9 milljarða króna hagnaði hjá félaginu á öðrum ársfjórðungi. KB banki spáði 2,1 milljarða króna hagnaði, Landsbankinn spáði 1,8 milljarða króna hagnaði og Glitnir spáði 1,7 milljarða króna hagnaði. Sala félagsins á fyrri helmingi árs- ins nam 78,3 milljörðum króna og jókst um 59% miðað við sama tímabil í fyrra en á öðrum ársfjórðungi nam salan 42 milljörðum króna og var aukningin 147% miðað við annan ársfjórðung í fyrra. Rekstrarhagnaður nam 7,2 millj- örðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 123% frá sama tímabili í fyrra. Á öðrum ársfjórð- ungi var rekstrarhagnaður 4,6 millj- arðar króna og var aukningin á fjórð- ungnum 85% miðað við annan ársfjórðung í fyrra. Hagnaður fyrir skatta og fjár- magnsliði (EBITDA) nam 9,6 millj- örðum króna á fyrstu sex mánuðun- um og jókst um 123% milli tímabila. Þá nam hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði 5,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi, sem er 82% aukning frá sama tímabili í fyrra. Eiginfjárhlutfall félagsins í lok júní var 15,3% samanborið við 12,4% í árslok 2005. Arðsemi eigin fjár var 25,2% á fyrstu sex mánuðum ársins saman- borið við 25,5% á sama tímabili í fyrra. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar Group, segir í tilkynn- ingu að afkoma félagsins í Bretlandi staðfesti leiðandi stöðu þess á mark- aðinum sem hafi verið styrkt enn frekar með kaupum á Laurens Pat- isseries og New Primebake. Afkoma félagsins á meginlandi Evrópu hafi batnað verulega á tímabilinu og reiknað sé með að starfsemin þar muni styrkjast og vaxa í náinni fram- tíð. Bakkavör skilar methagnaði Hagnaður jókst um 67% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Methagnaður Bakkavör Group skilar enn og aftur methagnaði SAMKVÆMT tölum frá Fast- eignamati ríkisins hækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,6% í júní, var 309 stig. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,6%, um 5,9% síðustu sex mán- uði og hækkunin undanfarið ár nem- ur 13,1%. Vísitala íbúðaverðs á höf- uðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir að íbúðaverð haldi áfram að hækka þrátt fyrir metár í íbúða- byggingum, hækkun vaxta, skertan aðgang að lánsfé og rýrnun kaup- máttar. Þar segir einnig að sam- kvæmt Verðsjá FMR sé fermetra- verð á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu komið í 223 þúsund krónur en í júní 2004 hafi meðalverð á fermetra verið 142 þús- und krónur. Því hafi 100 fermetra íbúð hækkað um 8,1 milljón, eða um 675 þúsund krónur á mánuði. „Þetta eru ríflega tvöföld meðal mánaðarlaun fyrir skatta á hinum ís- lenska vinnumarkaði,“ segir í Morg- unkorninu. „Þessi ávinningur er langt um- fram það sem íbúðareigendur hafa þurft að borga í fjármagnskostnað á þessum tíma af íbúðarlánum og í fórnarkostnað af því eigin fé sem þeir hafa bundið í húsnæðinu. Hagur þeirra hefur því vænkast talsvert á tímabilinu og er þarna ein af stóru orsökum hratt vaxandi neyslu heim- ilanna á síðustu árum.“ Hækkun íbúðaverðs- vísitölu 0,6%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.