Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                               !"# $%%&$          ' () *(#&         ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI                     +, -$ ./(01 "2 3"&+ "2 ,(/% ./(01 "2 -$(# ./(01 "2 4 %% -!/ ./(01 "2  56/7# "2 8 ./(01 "2 .3$,#$/ 6 #%$ "2  019$#5 6 #%$ "2 8 #6 #%$ :3 # "2  /&3 "2 ( $+   $(# "2 ; ,3 #,$+ &,/(3&0< ,/ 0<0/=40/> /? @?/"26 #%$ "2 A0/ "2    3 5 ./(01 "2 B4 ./ #$ "2 '+&3 #$+ ./(01 "2 C &/@$ "2 /D55$#5 <$>,!>$# "2 E$##30,!>$# "2     !" 3?,0/"F3 5 0>0/3 # -"2 ! #$   %  'G H> , -$>%2-&/>                           4/&D,$#5 "/? "D// -$>%2-&/> =  =   =  =  =   =  =  =  =  = =  = =  = = = = = = = = = I =  J I = J = I J I =J I = J I =J I = J I = J I = J = I =J = I =J I = J = = = = = = = = B&$3 /-$>%$1,$  5$# $36(> H 3(%  5K  01 3 2   2    2 2 2  2 2 2 = 2 2  2 2 = = 2 = = = = =                       =                         =  E$>%$1,$ H 972 %/2 B2 L , 050# /3$,$ @!3$ -$>%$1,     =    = =  = = = = = ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði um 1,2% í gær og var 5.259 stig í lok dags. Viðskipti í Kauphöllinni námu 4,5 milljörðum króna. Mest lækkun varð á bréfum FL Group, um 2,5% og bréf Bakka- varar Group og Straums-Burðaráss lækkuðu um 1,9%. Þá lækkuðu bréf Össurar um 1,8% og bréf Lands- bankans um 1%. Bréf Avion Group voru þau einu sem hækkuðu í gær og nam hækkunin 0,6%. Enn lækka hlutabréf ● WEN Jiabo, for- sætisráðherra Kína, hefur boðað að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að mikill hagvöxtur í landinu leiði til of- hitnunar í hag- kerfinu en á fyrri helmingi ársins mældis hagvöxtur 10,9%. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef BBC-fréttastofunnar en þar segir að lánastofnanir í Kína hafi áhyggjur af því að svo hár hagvöxtur geti haft í för með sér að verðbólga fari úr böndunum. Það geti aftur leitt til þess að tryggingar sem lánastofn- anir hafi fyrir lánveitingum sínum verði ekki nægjanlegar. Vextir voru hækkaðir í Kína í apríl sl. og segir í frétt BBC að frekari hækkanir séu hugsanlegar. Þá segir að stjórnvöld hafi í hyggju að setja takmarkanir á útlán lánastofnana og jafnframt að draga úr framkvæmdum. Kínverjar vilja fyrirbyggja ofhitnun Hagvöxtur Mælist nú 10,9% í Kína ● HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Microsoft hefur verið útnefnt besta fyrirtæki Bretlands af bresku sam- tökunum Superbrands. Ríkisútvarpið BBC varð í öðru sæti og flugfélagið British Airways í því þriðja. Frá þessu er í greint í fréttatilkynningu frá British Airways. Í tilkynningunni segir að við valið hafi um 650 merki komið til greina hjá hópi tólf hundruð sérfræðinga í atvinnulífinu. Tekið var tillit til gæða, áreiðanleika og aðgreiningar. Að því loknu hafi rannsóknarfyrirtækið You- Gov haft samband við tvö þúsund manna úrtak neytenda, sem voru beðnir að velja 500 bestu fyrirtækin úr hópi þeirra 650 sem sett höfðu verið á lista. British Airways þriðja besta fyrirtækið NORSKA stórfyrirtækið Aker Kværner, þar sem Kjell Inge Røkke hefur bæði tögl og haldir, skilaði 653 milljónum norskra króna í hagnað, sem jafngilda 7,5 milljörðum ís- lenskra króna, fyrir skatta á öðrum fjórðungi ársins á móti 143 milljón- um norskra króna á sama tímabili í fyrra. Þetta er umtalsvert meiri hagnaður en sérfræðingar höfðu spáð og hækkaði gengi bréfa Aker Kværner um 3% í kauphöllinni í Ósló eftir að uppgjörið var birt en gengið hefur tvöfaldast á síðustu tólf mán- uðum. Kjell Inge, sem hefur verið umsvifamikill í sjávarútvegi og lagði grunn að veldi sínu með útgerð í Alaska, er einn umtalaðasti kaup- sýslumaður Noregs. Hann hefur oft verið sleginn niður en jafnharðan risið tvíefldur upp aftur og er þannig nokkurs konar Íslandsbersi þeirra Norðmanna. Risafyrirtæki á norræna vísu Rekstrartekjur samsteypunnar á fjórðungnum námu um 162 milljörð- um íslenskra króna sem er liðlega 20 milljörðum meira en sérfræðingar höfðu reiknað með. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að útlitið næstu mánuði gott. Aker Kværner er risa- fyrirtæki á norræna vísu með fjöl- mörg dótturfélög sem starfa á ólík- um sviðum iðnaðar; í olíu- og gasiðnaði, lyfjaframleiðslu og líf- tækni, orkuiðnaði, byggingarstarf- semi og pappírsiðnaði. Hjá sam- steypunni starfa meira en 20 þúsund manns í á fjórða tug landa og mark- aðsverðmæti félagsins er um 380 milljarðar íslenskra króna. Kjell Inge í góðum mál- um með Aker Kværner HAGNAÐUR Landsbankans fyrir skatta á fyrri hluta ársins nam 25 milljörðum króna samanborið við 13,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2005. Hagnaður eftir skatta var 20,4 milljarðar. Hagnaður bankans á öðrum árs- fjórðungi nam ríflega 6,1 milljarði samanborið við 5,1 milljarð á sama tímabili árið 2005. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri, segir í samtali við Morgunblaðið að þrennt standi upp úr varðandi upp- gjörið. Í fyrsta lagi að grunntekju- stofnar eru að skila góðum arði. Í annan stað hefur fjölbreytni tekju- stofnanna aukist og nema nú tekjur af erlendri starfsemi bankans 45% af heildartekjum. „Þá hafa fréttir af afkomu bankans og sambankaláni sem við tókum í vikunni valdið því að vaxtaálag á skuldabréf okkar á millibankamarkaði hefur lækkað um 0,05 prósentustig.“ Arðsemi eigin fjár 40% Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri, segir að framan af ári hafi gætt ákveðins óróa á þeim mörk- uðum sem bankinn sæki fjármagn til en aðstæður hafi farið batnandi og viðhorf fjárfesta til fjárfestinga í skuldabréfum bankans sé orðið mun jákvæðara. Grunntekjur samstæðunnar, þ.e. vaxtamunur og þjónustutekjur, námu 36,4 milljörðum króna og juk- ust um 19,4 milljarða króna en rekstrargjöld jukust um 8,9 millj- arða króna samanborið við fyrri hluta ársins 2005. Tekjur af erlendri starfsemi námu 20,6 milljörðum króna eða 45% af heildartekjum samanborið við 4 milljarða króna og 16% á fyrstu sex mánuðum ársins 2005. Verðbólguáhrif Heildareignir bankans námu 1.811 milljörðum króna í lok júní 2006 og jukust um 406 milljarða króna á árinu. Uppgjör Landsbank- ans var langt yfir væntingum grein- ingardeilda hinna bankanna. Í morgunkorni Glitnis segir að hagn- aður til hluthafa bankans hafi verið þremur milljörðum meiri en búist var við og að spáskekkjan skýrist að mestu leyti af vanmati á verðbóta- tekjum bankans. Hreinar vaxta- tekjur námu 13,7 milljörðum króna, en spáð hafði verið um 10,8 millarða hagnað og jukust þær um 53% frá fyrsta ársfjórðungi ársins. Eigin- fjárhlutfall (CAD) var 15,1% í lok júní 2006. Eiginfjárþáttur A var 12,9%. Afkoma Landsbank- ans yfir væntingum 25 milljarða króna hagnaður á fyrri helmingi ársins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hlutfall erlendra tekna Landsbankans nam 45% fyrri helming ársins. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is BAKKAVÖR Group hagnaðist um 2,8 milljarða króna eftir skatt á fyrstu sex mánuðum ársins og er það 67% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er mesti hagnaður í sögu félagsins. Hagnaður á öðrum árs- fjórðungi nam tveimur milljörðum króna sem er 83% aukning miðað við annan ársfjórðung í fyrra þegar hagnaður nam 1,1 milljarði króna. Meðalspá greiningardeilda bank- anna gerði ráð fyrir tæplega 1,9 milljarða króna hagnaði hjá félaginu á öðrum ársfjórðungi. KB banki spáði 2,1 milljarða króna hagnaði, Landsbankinn spáði 1,8 milljarða króna hagnaði og Glitnir spáði 1,7 milljarða króna hagnaði. Sala félagsins á fyrri helmingi árs- ins nam 78,3 milljörðum króna og jókst um 59% miðað við sama tímabil í fyrra en á öðrum ársfjórðungi nam salan 42 milljörðum króna og var aukningin 147% miðað við annan ársfjórðung í fyrra. Rekstrarhagnaður nam 7,2 millj- örðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 123% frá sama tímabili í fyrra. Á öðrum ársfjórð- ungi var rekstrarhagnaður 4,6 millj- arðar króna og var aukningin á fjórð- ungnum 85% miðað við annan ársfjórðung í fyrra. Hagnaður fyrir skatta og fjár- magnsliði (EBITDA) nam 9,6 millj- örðum króna á fyrstu sex mánuðun- um og jókst um 123% milli tímabila. Þá nam hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði 5,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi, sem er 82% aukning frá sama tímabili í fyrra. Eiginfjárhlutfall félagsins í lok júní var 15,3% samanborið við 12,4% í árslok 2005. Arðsemi eigin fjár var 25,2% á fyrstu sex mánuðum ársins saman- borið við 25,5% á sama tímabili í fyrra. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar Group, segir í tilkynn- ingu að afkoma félagsins í Bretlandi staðfesti leiðandi stöðu þess á mark- aðinum sem hafi verið styrkt enn frekar með kaupum á Laurens Pat- isseries og New Primebake. Afkoma félagsins á meginlandi Evrópu hafi batnað verulega á tímabilinu og reiknað sé með að starfsemin þar muni styrkjast og vaxa í náinni fram- tíð. Bakkavör skilar methagnaði Hagnaður jókst um 67% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Methagnaður Bakkavör Group skilar enn og aftur methagnaði SAMKVÆMT tölum frá Fast- eignamati ríkisins hækkaði vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu um 0,6% í júní, var 309 stig. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,6%, um 5,9% síðustu sex mán- uði og hækkunin undanfarið ár nem- ur 13,1%. Vísitala íbúðaverðs á höf- uðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir að íbúðaverð haldi áfram að hækka þrátt fyrir metár í íbúða- byggingum, hækkun vaxta, skertan aðgang að lánsfé og rýrnun kaup- máttar. Þar segir einnig að sam- kvæmt Verðsjá FMR sé fermetra- verð á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu komið í 223 þúsund krónur en í júní 2004 hafi meðalverð á fermetra verið 142 þús- und krónur. Því hafi 100 fermetra íbúð hækkað um 8,1 milljón, eða um 675 þúsund krónur á mánuði. „Þetta eru ríflega tvöföld meðal mánaðarlaun fyrir skatta á hinum ís- lenska vinnumarkaði,“ segir í Morg- unkorninu. „Þessi ávinningur er langt um- fram það sem íbúðareigendur hafa þurft að borga í fjármagnskostnað á þessum tíma af íbúðarlánum og í fórnarkostnað af því eigin fé sem þeir hafa bundið í húsnæðinu. Hagur þeirra hefur því vænkast talsvert á tímabilinu og er þarna ein af stóru orsökum hratt vaxandi neyslu heim- ilanna á síðustu árum.“ Hækkun íbúðaverðs- vísitölu 0,6%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.