Morgunblaðið - 28.07.2006, Page 21

Morgunblaðið - 28.07.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 21 DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ  Best er að strjúka grillsósu/ kryddlög/marineringu af mat sem er búinn að vera í marineringu og henda afganginum af sósunni. Aldrei má nota kryddlög sem kjöt er marinerað í sem sósu, þar sem bakteríur af hráu kjötinu kunna að lifa í leginum.  Ef notaðar eru sætar grillsósur er hætta á að þær brenni utan á matnum. Því er ágætt ráð að krydda kjöt bara með salti og pip- ar og pensla svo sætu marinering- unni á rétt áður en maturinn er fullgrillaður. Rétt er að hafa í huga að sojasósa, teriyakisósa og fleiri austurlenskar sósur eru mjög saltar og því er best að láta matinn ekki liggja lengi í þeim, og algjör óþarfi er að salta kjöt sem legið hefur í svo söltum kryddlegi.  Það er mjög þægilegt að mar- inera í plastpoka. Marineringin dreifist vel um matinn, það þarf minna af henni og lítil hætta er á að bragð af marineringunni dreifi sér um ísskápinn.  Best er að taka kjöt úr kæli nokkru áður en það er grillað þar sem það grillast þá jafnar. Ef það er ískalt er ákveðin hætta á að það brúnist og grillist að utan áður en hitinn nær almennilega í gegn.  Fulleldið í gegn allan kjúkling og annað fuglakjöt, svínakjöt og alla rétti úr hakki til að forðast mat- areitranir. Þetta er ekki nauðsyn- legt með rautt kjöt sem ekki hefur verið hakkað þar sem það kjöt er afar sjaldan sýkt. Ófrískar konur og viðkvæmt eða lasið fólk ætti þó að grilla allan mat alveg í gegn.  Gott er að pensla olíu á grillið áð- ur en byrjað er að grilla svo mat- urinn festist ekki við meðan grill- að er. Ef maturinn festist engu að síður er best að bíða smá því mat- urinn losnar yfirleitt þegar hann byrjar að eldast. Það er betra en að rífa matinn lausan af grindinni.  Þegar grillaður er fiskur er mik- ilvægt að byrja að grilla roðið þar sem það heldur fiskinum saman, grilla svo örstutta stund á opnu hliðinni. Gott getur verið að grilla fisk á bakka eða í sérstakri grind.  Grillið þarf að vera orðið vel heitt áður en kjötið er sett á það. Best er að snúa kjötinu oft og færa það til á grindinni svo að það grillist jafnt. Setjið ekki of mikið í einu á grillgrindina. Kjötið er ekkert endilega steikt í gegn þótt það sé farið að brenna að utan.  Hrátt kjöt má aldrei að snerta mat sem búið er að elda eða salat eða meðlæti sem ekki á að elda.  Best er að hafa hitann jafnan og ekki of háan, ágæt regla er að grilla við 180°C. Ef hitinn á grill- inu fer yfir 210°C eykst hættan á að maturinn brenni, grillist ójafnt og að óæskileg efnasambönd myndist í kjöti.  Ef valið stendur milli gas- eða ko- lagrills, er betra að velja gasgrill því á þeim er auðveldara að stjórna hitanum.  Látið grillteina úr tré alltaf liggja í vatni í a.m.k. hálftíma fyrir notk- un, þá er minni hætta á að kvikni í þeim. Góð ráð við grillið Morgunblaðið/Golli KANADÍSKA fyrirtækið Solestrom hefur hann- að bikiní fyrir konur sem hafa áhyggjur af því að þær fái húðkrabbamein ef þær eru of lengi í sólbaði. Í bikiníinu er búnaður sem mælir útfjólubláu geislunina og varar notandann við þegar hún er orðin of mikil og tímabært er að hætta sól- baðinu. Gert er ráð fyrir því að nýja bikiníið verði sett á markað í ágúst og kosti sem samsvarar 14.000 krónum. Talsmaður fyrirtækisins segir að búist sé við mikilli eftirspurn í löndum á borð við Ástralíu og Suður-Afríku þar sem húð- krabbamein sé algengt. Talsmaðurinn tók fram að óhætt væri að nota bikiníið í sjó og klórblönduðu vatni í sundlaug- um.  HÖNNUN Bikiní sem varar við krabba- meinshættu ÁArnarstapa á Snæ-fellsnesi er óvenju-legur en fallegurveitingastaður Arn- arbær, sem byggður er í stíl gömlu torfbæjanna. Bærinn er með tvær burstir, reistur árið 1985 og tekur 55 manns í sæti. Arnarstapi er með mestu náttúruperlum Íslands, og fer þeim sífjölgandi ferðamönn- unum sem þangað koma. Fjöl- breyttir gistimöguleikar eru líka á Arnarstapa, enda boðið upp á uppábúinn rúm, svefn- pokapláss, skálagistingu og tjaldstæði. Ferðaþjónustan Snjófell sér síðan um að koma ferðamönn- um á Snæfellsjökul og hefur til þess snjósleða og snjótroð- ara og tekur ferðin að sögn Tryggva Konráðssonar um einn klukkutíma. Í þjóðlegu og vinalegu um- hverfi Arnarbæjar, sem rek- inn er af sömu aðilum og Arn- arstapi, er lögð áhersla á léttan matseðil, m.a. fiskrétti sem njóta mikilla vinsælda meðal gesta. Einu sinni á sumri er síðan boðið upp á fiskihlaðborð og var það gert nú síðast um miðjan júl- ímánuð. Að sögn Guðrúnar Tryggvadóttir, eins eigenda staðarins, var fullt hús er gestakokkurinn, Bjartmar Pálmason frá Hótel Holti, töfraði fram dýrindisrétti úr fiskmeti. Bjartmar gaf lesendum Morgunblaðsins upp eftirfar- andi uppskrift að fiskrétti. Skötuselsrúlla með humri (fyrir 3) 1 skötuselshali 3–5 humrar 1 msk. smjör 3–4 hvítlauksgeirar 3 timjangreinar lauksulta: 5 rauðlaukar 20 g af smjöri ½ dl rauðvín ½ dl balsamedik 1 msk. púðursykur 3 timjangreinar Skötuselurinn er skorinn langsum og flattur út. Humrunum komið fyrir á flakinu og rúllað upp, það vafið í plastfilmu og látið sjóða í 5–10 mínútur áður en það er tekið úr plastinu og steikt í stutta stund á pönnu með hvítlauk, timjan og smjöri. Saltað og piprað eftir smekk. Við gerð lauksultunnar er laukurinn skorinn í smáar ræmur og léttsteikur upp úr smjöri, þá er balsamediki og rauðvíni bætt á pönnuna og látið sjóða niður þar til vökv- inn er orðinn að léttum gljáa. Púðursykrinum því næst bætt saman við ásamt timjan. Saltað og piprað eftir smekk og látið malla á lág- um hita þar til laukurinn er tilbúinn. Borið fram með kart- öflumús, snöggsteiktu græn- meti „juillian“ og djúp- steiktum blaðlauk.  SOÐNINGIN | Snæfellsnes Skötuselur og humar Morgunblaðið/Alfons Á Arnarstapa er veitingastaðurinn Arnarbær sem byggður er í stíl gömlu torfbæjana. Bjartmar Pálmason kokkur á Hótel Holti töfraði fram dýrindis fiskrétti. Morgunblaðið/Alfons Skötuselsrúlla með humri. Aukahlutapakki fylgir með í júlí á meðan birgðir endast. Upphækkun, heilsársdekk og 16” álfelgur. Júlípakki: 180.000 kr. STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 lítra - 158 hestöfl, fjórhjóladrif, hiti í speglum, hraðastillir (PLUS), hiti í sætum (PLUS), hiti í framrúðu (PLUS), sjálfvirk loftkæling (PLUS), kastarar í stuðara (PLUS), sóllúga (LUX), aðgerðastýri (LUX) og leðurinnrétting (LUX). Jepplingur á verði fólksbíls. 2.590.000 kr. www.subaru.is Forester2.590.000,- Forester PLUS2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,- Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Akureyri 461-2960 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Subaru Forester er mun öflugri en margir stærri jeppar en samt lipur og léttur í akstri líkt og fólksbíll. Forester var valinn dráttarbíll ársins í Hollandi og hentar því vel fyrir fellihýsi og tjaldvagna. Í Rússlandi var hann valinn jepplingur ársins og bíllinn með minnstu bilanatíðnina í Þýskalandi. Á Íslandi er hann ódýrasti sjálfskipti jepplingurinn á markaðnum í dag. Umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.