Morgunblaðið - 28.07.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 28.07.2006, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VERSLUNARMANNAHELGIN er ein mesta umferðar- og skemmt- anahelgi ársins. Hún nálgast óðum og af því tilefni spyr ég okkur öll, for- eldra og ungmenni, hvaða minningu viljum við að börn og ungmenni eigi um útihátíð verslunarmannahelg- arinnar? Líkt og svo oft áður eru margir for- eldrar þessa dagana að kljást við þá ákvörðun hvort þau eigi að leyfa börnum sínum að fara með vinum sínum á útihátíð um versl- unarmannahelgina. Í langflestum tilvikum þarf lítið að velta þessu fyrir sér því unglingar eru upp til hópa fyr- irmyndarfólk og þeim eflaust treystandi til að fara á skipulagða útihá- tíð með vinum sínum. Hins vegar verður ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að eft- ir verslunarmannahelgar og eftir útihátíðir sem haldnar hafa verið þetta sumarið hafa komið upp umræð- ur í fjölmiðlum um unglingadrykkju og vandamál tengd henni. Við vitum einnig að við slíkar aðstæður fer ekki eingöngu fram áfengisneysla og um- ræðan tengist jafnframt neyslu eitur- lyfja í einhverjum mæli. Að mínu mati á reynsla margra undanfarinna ára að segja okkur það að börn yngri en 18 ára eigi ekkert er- indi án foreldra sinna eða nákominna fullorðinna á skipulagðar útihátíðir. Spurningin er því ekki aðeins sú hvort foreldrar treysta börnum sínum til að taka réttar ákvarðanir og hafna neyslu áfengis og vímuefna, heldur enn frekar hvort foreldrar vilja taka þá áhættu að börn þeirra eigi slæmar minningar eftir útihátíðir. Það er þekkt staðreynd að slíkar minningar geta mótað líf barna og ungmenna og haft áhrif á framtíð þeirra sem fullorð- inna manneskja. Að sjálfsögðu er það svo að skipu- leggjendur allra útihátíða um versl- unarmannahelgina vinna mikið starf við að gera umhverfi hátíðahaldanna sem öruggast þar sem unglingum og foreldrum er boðin sameiginleg þátt- taka. Hins vegar er það svo að hver og ein útihátíð hefur yfir sér sinn blæ og tilefni þeirra er misjafnt. Sem dæmi má nefna að reynslan sýnir að þeir tugir þúsunda ungmenna og foreldra sem sótt hafa unglingalandsmót UMFÍ, bindindismótin á Galtalæk, Kotmót hvítasunnumanna og fleiri slíkar hátíðir eiga ánægjulegar minningar frá þessum skemmt- unum, þar sem neysla áfengis og vímuefna er ekki liðin. Hins vegar er dæmi um einstaka útihátíð sem er auglýst undir merkjum áfeng- istegundar og hljóta það að vera sterk skilaboð um eðli þeirrar hátíðar. Í tilefni þessarar um- fjöllunar er ástæða til að þakka þeim fjölmörgu aðilum sem vinna flestir í sjálfboðaliðastarfi á útihátíðum fyrir þeirra framlag við að skapa góða og heilbrigða umgjörð um samveru fjöl- skyldna um þessa mestu ferðahelgi sumarsins. Það er mjög mikilvægt að foreldrar komi í auknum mæli til liðs við allt þetta góða fólk og stuðli saman að því að börn undir 18 ára aldri fari ekki eftirlitslaus og án foreldra sinna á útihátíðir, hvort sem er um versl- unarmannahelgi eða aðrar helgar sumarsins. Við foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar, þessi orð eru til áréttingar á því. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að forða börnunum okkar frá því að lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að segja já eða nei við neyslu áfengis og vímuefna. Reynsla liðinna ára segir okkur einfaldlega að ungmenni sem fara eftirlitslaus og án foreldra sinna á útihátiðir lenda mjög oft í slíkri að- stöðu. Reynslan segir einnig að í allt of mörgum tilfellum verður neiið þeg- ar á hólminn er komið að jái. Það hef- ur reynst mörgum fjötur um fót og vegferðin orðið á annan veg en til stóð áður en farið var að heiman. Á okkur foreldrum hvílir mjög mikil ábyrgð í þessu efni og við hljótum öll að vilja vernda börnin okkar. Ég vil að lokum leggja ríka áherslu á að hér verður samfélagið allt að taka höndum sam- an; foreldrar, ungmenni, fé- lagasamtök og opinberir aðilar til þess að gera verslunarmannahelgina sem ánægjulegasta fyrir okkur öll, með heilbrigðri samveru og skemmtun. Verndum börnin okkar Magnús Stefánsson hvetur for- eldra til aðgátar ’Ég vil að lokum leggjaríka áherslu á að hér verður samfélagið allt að taka höndum saman; for- eldrar, ungmenni, fé- lagasamtök og opinberir aðilar til þess að gera verslunarmannahelgina sem ánægjulegasta fyrir okkur öll, með heilbrigðri samveru og skemmtun. ‘ Magnús Stefánsson Höfundur er félagsmálaráðherra. HÁSKÓLINN á Bifröst hefur vaxið og dafnað undanfarin ár. Frá aldamótum hefur nemendafjöldi við skólann rúmlega sexfaldast, tvær nýjar háskóladeildir, lagadeild og fé- lagsvísinda- og hagfræðideild, hafa bæst við, en fyrir var skólinn með viðskiptadeild auk þess sem kennsla hefur hafist á meist- arastigi í öllum deild- um. Umhverfis skólann í Norðurárdal í Borg- arfirði hefur risið 800 manna háskólaþorp. Skólinn hefur haft það að markmiði að vera stöðugt í þróun, nemendum sínum og íslensku samfélagi til hagsbóta. Liður í þeirri viðleitni var umfangs- mikið þróunarstarf sem unnið var síðasta vetur með þátttöku um þrjátíu manna hóps starfsmanna og nemenda, svo og að- ila utan skólans, og miðaði að því að greina hvað þyrfti að gera til að koma Bifröst í fremstu röð evr- ópskra háskóla á komandi árum. Lagt var upp með að hugsa fram- faraskrefin ekki innan þess þrönga stakks sem skólanum er sniðinn fjár- hagslega, heldur meta í framhaldinu hvaða skref væri raunhæft að taka með tilliti til hans. Háskólar ganga út á tvennt: þekk- ingarsköpun (rannsóknir) og þekk- ingarmiðlun (kennslu). Þetta tvennt þarf að hanga saman. Efling rann- sókna við skólann var lykilþáttur í niðurstöðum vinnuhópsins, en það sem upp úr stóð í þessari vinnu og tengdist kennsluþættinum var að leggja aukna áherslu á sérstöðu skól- ans sem lítils og persónulegs skóla með áherslu á einstaklingsmiðað nám. (Þó skólinn hafi stækkað gríð- arlega undanfarin ár er hann ennþá agnarsmár í alþjóðlegu tilliti, með um 750 nemendur næsta vetur). Einnig að stóraukin áhersla yrði lögð á sköpun og skapandi hugsun í kennslufræði skólans og að skólinn ætti í þessum efnum að tileinka sér að nokkru leyti starfsaðferðir lista- skóla, þar sem leitast er við að þroska nemand- ann sem sérfræðing (listamann) og mann- eskju. Sífellt meiri þörf er fyrir skapandi hugs- un í atvinnulífi og rann- sóknum og þróun ís- lensks samfélags til framtíðar byggist upp á því að einstaklingar geti nýtt sér strangt akademískt nám til að efla það með nýsköpun og frumkvæði. Nú er það svo að þessar hugmyndir falla ákaflega vel að starfi og kennslu- fræði skólans eins og hún hefur verið ástunduð nánast alla tíð frá stofnun hans 1918. Bifröst auk forvera skól- ans í Reykjavík hefur alltaf verið „foringjaskóli“ eins og stofnandinn og fyrsti skólameistari, Jónas Jóns- son frá Hriflu, kallaði það og mennt- að stjórnendur og leiðtoga fyrir at- vinnulíf og samfélag. Það hefur alla tíð þýtt áherslu á þroska ein- staklingsins í samfélagi manna, til hliðar við hið hefðbundna námsefni skólans. Nú er það vissulega svo að nám sem er hugsað og uppbyggt á þann hátt sem gerist á Bifröst kostar fjár- muni og þá jafnvel mikla. Hluta af þeim kostnaði ber samfélagið í formi framlaga ríkisins með hverjum nem- anda, enda nýtur íslenskt samfélag klárlega þess virðisauka sem öflugur háskóli skilar út í þjóðlífið, en hluta af tilkostnaðinum ber nemandinn sjálfur í formi skólagjalda. Í framhaldi af þróunarvinnu síð- asta vetrar var ákveðið í stjórn há- skólans, í samráði við fulltrúa nem- enda í háskólaráði, að stíga fyrstu skrefin að aukinni einstaklingsmiðun skólans og bættri þjónustu. Stjórn Skólafélagsins, samtaka nemenda á Bifröst, hefur síðan lýst yfir stuðn- ingi við þá ákvörðun með yfirlýsingu sem birt var nýlega. Til að mæta auknum kostnaði þessu samfara var tekin ákvörðun um að hækka skóla- gjöld næsta vetrar hóflega, eða um ca. 7–8% umfram verðbólgu. Nokkur umræða hefur verið um þessa hækk- un í fjölmiðlum undanfarna daga og virðist sem einhverjir fjölmiðlar hafi leitað uppi nemendur sem eru ósáttir við þessar hækkanir. Það er hins- vegar ljóst að ríkur og almennur vilji er í stjórn skólans og meðal starfs- manna og nemenda hans til að gera góðan skóla enn betri, nemendum til hagsbóta og samfélaginu til heilla. Þegar rætt er um skólagjöld er því stundum haldið fram að þau skerði jafnrétti til náms. Það er gróf ein- földun. Stærsti kostnaðarliður nem- enda við háskólanám er sá fórn- arkostnaður sem felst í því að vera utan vinnumarkaðar þau ár sem námið tekur. Ef við beitum afar gróf- um reikniaðferðum og gerum ráð fyrir að árstekjur einstaklings séu á bilinu 2,5–5 milljónir króna og við- komandi fari í þriggja ára nám til grunngráðu er fórnarkostnaðurinn við námið 7,5–15 milljónir króna. Það er því ljóst að það er efnahagsleg hindrun í vegi þess að fara í há- skólanám hvort sem um er að ræða skólagjöld eður ei. En það er líka efnahagslegur hvati til þess að fara í háskólanám. Hvatinn er sú launa- hækkun sem námið skilar viðkom- andi einstaklingi að námi loknu. Því hærri framtíðartekjur sem vænta má, því meiri hvati. Samkvæmt þeim könnunum sem við á Bifröst höfum framkvæmt um launalegan ábata útskrifaðra nem- enda af náminu er hann að meðaltali að ná yfir – bara með tekjuaukning- unni í kjölfar námsins – öll skólagjöld þriggja ára grunnnáms á einu starfs- ári að námi loknu. Hófleg skóla- gjaldahækkun mun ekki breyta neinu þar um. Einnig eiga duglegir nemendur þess kost að ljúka BA- eða BS-prófi á Bifröst með heilsársnámi á rúmlega tveimur árum og mætti þ.a.l. færa rök fyrir því að nám á Bif- röst væri þegar upp er staðið ódýr- ara en annað sambærilegt há- skólanám á Íslandi, þrátt fyrir skólagjöldin. Háskólinn á Bifröst á sér bráðum níutíu ára sögu. Ólíkt mörgum skól- um sem lögðu upp á svipuðum tíma hefur hann lifað af með því að ganga í gegnum breytingar og bregðast við kröfum tímans. Megi svo verða um langa framtíð. Bifröst og skólagjöld Magnús Árni Magnússon skrif- ar um bætta þjónustu Við- skiptaháskólans ’Til að mæta auknumkostnaði því samfara var tekin ákvörðun um að hækka skólagjöld næsta vetrar hóflega, eða um ca. 7–8% umfram verð- bólgu.‘ Magnús Árni Magn- ússon Höfundur er aðstoðarrektor Við- skiptaháskólans á Bifröst. ÁRIÐ 1948 var Ísraelsríki stofn- að í Palestínu. Það gerðist í mikilli samúðarbylgju Vesturlanda sem höfðu furðu lostin átt- að sig á óhugnaði hel- fararinnar eftir lok seinni heimsstyrj- aldar. Þjóðarmorðing- inn Hitler hafði geng- ið hart fram í að útrýma gyðingum en var stöðvaður áður en honum tókst að ljúka ætlunarverki sínu. Umrót stríðsins hafði rifið þá gyðinga í Evr- ópu sem eftir lifðu upp með rótum og fæstum var í hug að snúa aft- ur til fyrri heimkynna. Samkvæmt goðsögn í fornu þjóðsagna- safni, svokallaðri bibl- íu, hafði goðsagnavera sem nefnist guð gert sér lítið fyrir og gefið flökkuþjóðinni gyðingum land í Pal- estínu til eignar og ábúðar að eilífu. Þar með var málið klappað og klárt í augum kristinna manna á Vest- urlöndum sem sneru sér að því strax eftir styrjöldina að útvega landflótta gyðingum samastað í þessu útvalda landi. Þetta féll í góð- an jarðveg a.m.k. í Evrópu og Bandaríkjunum og íslenska þjóðin fylgdist eins og aðrir áhugasöm með „heimkomu gyðinga til Palestínu“. Engum datt í hug að spyrja fólkið sem þarna átti heima, svokallaða Palestínumenn, álits. Óhappaverk – í góðri trú Mönnum yfirsást hið augljósa. Auðvitað áttu allir gyðingar að flytj- ast til Bandaríkjanna. Þar falla þeir eins og flís við rass ríkjandi þjóð- skipulags og skera sig hvergi úr. Flutningur þeirra til Palestínu hef- ur orðið ávísun á stöðugan ófrið og yfirgang gagnvart heimamönnum svæðisins. Í Palestínu eiga gyðingar jafnmikla samleið með íbúum heimshlutans og olía með vatni. Stundum hefur heyrst í Íslendingum sem tala með stolti um þátt landsmanna í stofnun Ísraelsríkis. Væntanlega voru þess- ir menn í góðri trú og töldu sig vera að vinna gott verk. Í ljósi sög- unnar og þess ófrið- arbáls sem þá var kveikt og síðan hefur logað skærast allra ófriðarbála í heiminum er óvíst að það taki því fyrir okkur að vera mjög stoltir. Það hefur sýnt sig að stofnun Ísr- aelsríkis voru mestu mistök 20. aldar. Menn töldu sig vera að styðja stríðshrjáða lítilmagna til að hefja nýtt líf í þeirra fyrri heim- kynnum (svo). Það var vissulega fal- leg hugsun. Niðurstaðan er Ísrael, – illskeytt hernaðarveldi, búið kjarn- orkuvopnum, sem hefur rænt fyrri íbúa landi sínu, hneppt þá í fanga- búðir, hertekið, ofsótt og kvalið all- ar götur síðan og reyndar löngu fyr- ir daga Ísraelsríkis. Sú fallega hugsun hefur því fengið nokkuð svipleg endalok. Við stofnun Ísraels unnu menn óhappaverk, – í góðri trú en af lítilli þekkingu. Hugur þeirra var allur bundinn við að rétta hlut gyðinga en þeir gleymdu því gjörsamlega að þar með voru þeir að beita Palestínumenn miklum órétti. Palestínumenn sem þarna höfðu búið frá upphafi vega, löngu áður en nokkur maður hafði heyrt gyðinga nefnda. Það er dálítið sérstakt nú að heyra menn býsnast yfir að leiðtog- ar Palestínumanna séu hryðju- verkamenn þegar haft er í huga að þrír forsætisráðherrar Ísraels, þeir Menachem Begin, Yitzhak Shamir og Yitzhak Rabin voru allir hryðju- verkaleiðtogar á sínum tíma. Mun vera leitun að því lýðræðisríki sem getur státað af fleiri hryðjuverka- foringjum á leiðtogastóli landsins. BNA er lykillinn Nú er staðan sú að Ísrael hefur með hervaldi á skömmum tíma lagt í rústir nágrannaríki sitt, Líbanon, og drepið fjölda óbreyttra borgara. Her Ísraels hefur einnig ráðist á Palestínumenn einu sinni enn og rústað þeim leifum sem eftir voru af mannlegu samfélagi í ríki þeirra. Þetta gera þeir með stuðningi Bandaríkjanna. Myndi heyrast í Bandaríkjamönnum ef einhver væri þess megnugur að veita Ísraels- mönnum slíka meðferð og léti verða af því? Staðreyndin er sú að ekkert mun breytast til batnaðar á þessum slóð- um nema gagnger stefnubreyting verði í BNA á verndarstefnu þeirra gagnvart Ísrael. Hið eina sem nú- verandi forseti BNA leggur til mála er að tönnlast á því að Ísraelsmenn hafi rétt á því að verja sig. Hefur einhver heyrt hann minnast á að Palestínumenn hafi rétt á að verja sig gagnvart hinu stanslausa ofbeldi Ísraelsmanna? Eina vonin er sú að í BNA komist til valda forseti sem hefur kjark og dug til að setja Ísr- aelsmönnum stólinn fyrir dyrnar, fái þá til að skila aftur öllu landi sem þeir hafa tekið ránshendi og skipti landinu réttlátlega milli þjóð- anna. Þá og fyrr ekki verður hugs- anlega friður í Austurlöndum nær. Val bandarísku þjóðarinnar á ráða- mönnum sínum að undanförnu gef- ur þó ekki tilefni til mikillar bjart- sýni. Mestu mistök 20. aldar Jón M. Ívarsson fjallar um mál- efni Ísraels og Palestínu Jón M. Ívarsson ’Við stofnun Ísr-aels unnu menn óhappaverk, – í góðri trú . . . ‘ Höfundur er sagnfræðingur. Sagt var: Þetta er eitt af erfiðustu verkum sem samið hefur verið. RÉTT VÆRI: Þetta er eitt af erfiðustu verkum sem samin hafa verið. Eða: Þetta er eitt hið erfiðasta verk sem samið hefur verið. Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.