Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 27
UMRÆÐAN
ÞAÐ er afar óþægilegt að þurfa að
fara aftur í gegnum vopnaleit þegar
maður kemur á áfangastað. Þegar ég
beið eftir flugi til Ís-
lands á Arlanda-
flugvelli föstudaginn 7.
júlí síðastliðinn sá ég að
leitað var á öllum far-
þegum sem gengu frá
borði Íslensku flugvél-
arinnar. Ég spurði
sænsku öryggisverðina
hvers vegna væri leitað
á þessum farþegum og
svarið var „Svíar hafa
gert úttekt á íslenskri
öryggisgæslu í Leifs-
stöð og komust að þeirri
niðurstöðu að örygg-
isgæslan væri undir lág-
markskröfum Svía“.
Þetta er ekkert nýtt
og er sama svar sem ég
fékk seinast þegar Sví-
ar voru með sérstaka
vopnaleit á Íslensku ko-
mufarþegunum. Seinast
þegar ég spurði um
þessi mál heima á Ís-
landi, þegar aðgerðir
Svíanna voru í fullum
gangi, var svarið að leit-
artæki og aðferðir Ís-
lendinga við leit á far-
þegum frá Ameríku til
Leifsstöðvar hefðu ekki
uppfyllt lágmarks-
kröfur EU og að það
væru á leiðinni ný leit-
artæki til landsins og
þetta kæmist í lag bráð-
lega.
Þegar ég fór til baka til Stokkhólms
mánudaginn 10. júlí spurði ég eftir yf-
irmanni öryggisleitarinnar í Leifsstöð,
hvers vegna væri leitað á mér við kom-
una til Stokkhólms/Arlanda. Fyrst
svaraði hann því til að Svíar væru
hættir sérstakri vopnaleit á farþegum
frá Íslandi. Hann svaraði einnig að það
væri vegna þess að EU samþykkti
ekki vopnaleit og öryggismál Banda-
ríkjamanna, og í raun er þetta bara
stjórnmálalegur ágreiningur.
Það var leitað á mér við komuna til
Arlanda. Hvers vegna þurfti örygg-
isvörðurinn að ljúga að mér? Þessi lygi
gerir gerir mig ennþá tortryggnari á
sannleiksgildi þeirra upplýsinga, sem
eru bornar á borð fyrir almenning.
Hin óbeinu skilaboð til flugfarþega
sem fljúga með íslenskum flugfélögum
er þessi: „Það er hættulegt að fljúga
með íslenskum flugfélögum“. Það er
hættulegra en ef þú tekur þér far með
t.d. SAS. Öryggiskennd flugfarþega er
að miklu leyti hugarástand „tilfinning,
trú og traust“ og það þýðir ekkert að
segja að allt sé í lagi ef flugfarþeginn
getur ekki treyst og trúað því sem sagt
er. Flugfarþeginn getur ekki sann-
reynt hvort öryggið sé í lagi eða ekki
og neyðist til að trúa þeim upplýs-
ingum sem bornar eru fram. Allt leyni-
makk er bara til að grafa undan því
trausti sem Íslendingar hafa á íslensk-
um flugfélögum. Öryggismál eru því
aðallega huglæg fyrir flugfarþegann.
Hugsanir eins og þessar komu upp
þegar ég fór aftur í gegnum vopnaleit-
ina: Var sprengja í flugvélinni sem ég
kom með, eða kannski hættulegur
flugræningi eða hryðjuverkamenn?
Var líf mitt kannski í hættu? Þetta
hlýtur að vera mjög alvarlegt þar sem
nauðsynlegt er að taka þennan
„hættulega“ mann úr umferð, svo
hann stofni ekki lífi fjölda fólks í
hættu? Íslenskar flug-
vélar virðast vera nýleg-
ar og ég er minna óróleg-
ur yfir ástandi þeirra en
ástandi íslenskra flug-
öryggismála.
Aukavopnaleit er
skilaboð um að flug-
öryggismál á Íslandi séu
ekki í lagi og þar með
auknar líkur á að alvöru
hryðjuverkarmenn noti
Ísland sem aðgangsdyr
að Evrópu.
Ég sé fyrir mér þrjár
ástæður fyrir þessari
endurteknu vopnaleit á
íslenskum farþegum, þ.e.
hreinlega lélega örygg-
isgæslu, stjórnmálalegar
eða viðskipalegar ástæð-
ur.
Sem flugfarþegi á ég
fulla og óskerta heimt-
ingu á að fá svar við eft-
irfarandi spurningum.
Spurningar er varða
flugöryggi mega ekki
vera eitthvert leynimakk
eins og þjóðin fékk á til-
finninguna eftir flug-
slysið í Skerjarfirði.
1. Er ástæða vopna-
leitar við komu farþega
til áfangastaða Evrópu
léleg öryggisgæsla í
Leifsstöð, sem ekki
stenst lágmarkskröfur
EU?
2. Eru öll löndin innan EU samstiga
um sérstaka vopnaleit á farþegum frá
Íslandi?
3. Er einhver munur á vopnaleit á
farþegum frá Ameríku og frá Íslandi?
4. Er það satt og rétt, eins og örygg-
isvörðurinn í Leifsstöð sagði, að Ísland
væri leiksoppur í stjórnmálalegum
átökum milli EU og Bandaríkjanna?
5. Hver ber ábyrgð á íslenskum
flugöryggismálum og hver verður
dreginn til ábyrgðar fyrir ófullnægj-
andi ástand flugöryggismála?
6. Er aukin vopnaleit á áfangastað
liður í viðskipastríði milli Íslands og
Skandinavíu, þar sem reynt er að
grafa undan trausti almennings á ís-
lensku flugöryggi?
Skandinavískir fjölmiðlar hamast á
Ryanair og fleiri lágfargjaldaflug-
félögum um ófullnægjandi öryggismál,
sem er liður í að grafa undan trausti al-
mennings á útlendum lágflugfar-
gjaldafélögum sérstaklega. Öryggi í
háloftunum er fólgið í hverjir stjórna
flugvélinni og hvaða farþegar eru um
borð frekar en tæknilegs ástands flug-
vélanna. Sem flugfarþegi verð ég að
geta treyst því að fyllsta öryggis sé
gætt hvað varðar samfarþega mína.
Þessu get ég ekki treyst þegar ég
fer aftur í gegnum vopnaleit við komu
á áfangastað.
Umræða um flugöryggismál óskast
og svar við spurningunum frá þeim
sem bera ábyrgðina.
Flugöryggismál
í Leifsstöð
Steinþór Ólafsson fjallar um
flugöryggismál
Steinþór Ólafsson
’Sem flug-farþegi verð ég
að geta treyst
því að fyllsta ör-
yggis sé gætt
hvað varðar sam-
farþega mína.
Þessu get ég
ekki treyst þegar
ég fer aftur í
gegnum vopna-
leit við komu á
áfangastað.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
ferðaskrifstofu í Stokkhólmi.
ÉG HEF fylgst úr fjarlægð með
umfjöllun um afdrif mannvirkja í
varnarstöð varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli, nú þegar dregur að brott-
för þess. Þar eru marg-
ar hugmyndir á lofti og
virðist nánast að allt eigi
að flytja þangað til að
skapa störf. Það er rétt
að þar eru mörg mann-
virki en ekki er allt sem
sýnist. Í fyrsta lagi eiga
öll mannvirkin það sam-
eiginlegt að hafa 110
volta og 60 riða raf-
magn. Þessu þyrfti að
breyta áður en starf-
semi gæti hafist í þeim.
Þá hafa heitavatns-
lagnir í mörgum húsum
verið til vandræða
vegna tæringar. Stóri vatnstankurinn,
875, er ekki hannaður með tilliti til
jarðskjálfta og þarf hann fljótlega á
verulegu viðhaldi að halda vegna tær-
ingar. En lítum nú á þau mannvirki á
svæðinu sem hýstu ýmiss konar starf-
semi.
Um miðjan mars síðastliðinn var
verkefni um niðurrif og hreinsun á
svokölluðu Patterson-svæði, ásamt
niðurrifi nokkuð margra bygginga
innan aðalgirðingar, tilbúið til útboðs.
Fjárveiting upp á 2 milljónir dala var
til verksins. Þetta verk var dregið til
baka eftir tilkynningu um brottför. Í
nokkrum þessara húsa er asbest, eins
og fram kemur í útboðsgögnum. Öll
eiga þessi hús ekkert annað skilið en
að verða rifin og svo á við um fleiri hús
í þessum flokki. Það eru aðeins fá hús
sem væri athugandi að halda, s.s.
vöruhús 868 og 869 sem eru ný-
uppgerð og e.t.v. frystigeymsla 872.
Hús á svokölluðu Seaweed-svæði ætti
öll að rífa. Skrifstofubyggingar 740,
752, og 790, hótel 786, gamla flugstöð
782 og 810, gamla símstöð 839, bygg-
ingar 732–734 og 736 eru allt gamlar
vandræðabyggingar.
Lítum nú á fjölskylduhúsnæði.
Fyrst má telja svokölluð SP-hús 602–
607, 614–618 og 627–630 ásamt úti-
geymslum. Þessi hús er nýbúið að
taka í gegn, en eins og svo oft á vell-
inum var ráðist í að gera við húsnæði
sem hefði átt að rífa og byggja nýtt í
staðinn. Það var af þeim sökum að oft
var mun auðveldara að fá fjármagn til
viðgerða en til nýbygginga. Þessi hús
standa alltof nálægt
flugbraut og of hljóð-
bært er milli íbúða þrátt
fyrir endurbætur.
Næst má telja bygg-
ingar 914–925 og 1.101–
1.114. Hér þurfa bygg-
ingar 914–925 gagngera
endurnýjun að innan og
nýjar svalir. Byggingar
1.101–1.114 þurfa ný
þök innan fárra ára og
einangrun að utan.
Þessar byggingar
standa alltof þétt og
mikill skortur er á bíla-
stæðum, sem erfitt er að
bæta úr. Byggingar 926–931, 950–953,
960–963 og 669–672 hafa allar verið
endurnýjaðar að innan á síðustu 10 ár-
um en munu þurfa nýtt einangr-
unarkerfi að utan. Loks má telja bygg-
ingar 673–675 og 1.215–1.234. Þetta
eru nýjustu íbúðarhúsin, byggð 1990–
1993, en líklega þarf að skipta um
flesta glugga á þeim á næstu árum. Þá
er þörf á einangrun þessara húsa og
1.100 húsanna vegna mistaka við ein-
angrun þeirra í upphafi. Nokkuð er
um einstaklingshúsnæði á svæðinu,
mest byggt á árunum 1953–1960, sem
hefur verið endurnýjað. En sem áður
reyndist auðsóttara að fá fé til breyt-
inga en nýbygginga og bera þær
margar þess merki.
Flugskýli 831 er nýlega endurbyggt
og í góðu standi. Skýli 780 og 781 eru
sérhæfð hús og matsatriði hvort þau
nýtist en stóra flugskýlið 885 er alltof
dýrt í rekstri. Önnur hús á svoköll-
uðum Apron eru léleg. Úti í svoköll-
uðum West End eru 13 flugskýli, fyrir
eina orustuþotu hvert. Í hvert skýli
fóru um 2.500 rúmmetrar af steypu.
Þau ætti að fjarlægja, því án viðhalds
verða þau að rústum, sem munu
standa í fjölda ára. Ótaldir á svæðinu
eru tveir skólar, sundlaug og íþrótta-
hús, kirkja, leikskóli og annað sérhæft
húsnæði. Auk þess er fjöldi húsa um
allt svæðið, sem eru til einskis nýt.
Þegar litið yfir upptalninguna að of-
an má hugsa sér að margt af húsnæði
varnarliðsins megi nýta. Satt er það
en hér verður að taka mið af kostn-
aðinum sem því fylgir. Einnig verður
að huga að því hver eigi að gæta
mannvirkjanna eftir að varnarliðið fer.
Ekki er langt síðan Rockville-svæðið á
Miðnesheiði var lagt í rúst, í tvígang,
fyrst þegar varnarliðið flutti út og síð-
an Byrgið. Sveitarfélögin fóru þá fram
á að rústirnar yrðu fjarlægðar. Það
gæti orðið erfitt að fara fram á slíkt
þegar eigandinn er farinn úr landi.
En segjum sem svo að það tækist
að verja byggingar fyrir þjófnaði og
skemmdarvörgum, hver og hvernig
ætti þá að nýta þær? Einnig hefur
varnarliðið sagt upp samningi um raf-
orkukaup og reynt að segja upp samn-
ingi um heitavatnskaup og er því auð-
séð að ekki er áhugi á að varðveita
mannvirkin af þeirra hálfu. Án upphit-
unar skemmast mannvirki fljótt.
Allar byggingar á svæðinu, nema í
kringum flugið eru á kolvitlausum
stað fyrir mannabústaði. Það er bæj-
arfélag stutt frá en þetta yrði aldrei
sérstakt bæjarfélag, heldur hverfi sem
lægi afskekkt og utan garðs. Því á að
gera þá kröfu að varnarliðið fjarlægi
allar byggingar á svæðinu og gangi frá
landinu snyrtilega. Þá fengjum við
vinnu og tekjur af því í stað þess að
sitja uppi með kostnað af því að gera
upp og halda við óhentugu húsnæði og
kostnað af að fjarlægja strax það sem
er handónýtt. Síðan þegar okkur vant-
ar húsnæði á að byggja húsnæði sem
hentar og þar sem það hentar.
Hugleiðingar við
brottför varnarliðsins
Vilhjálmur Guðmundsson
fjallar um mannvirki í varn-
arstöðinni á Keflavíkurflugvelli ’Þá fengjum við vinnu ogtekjur af því í stað þess
að sitja uppi með kostnað
af því að gera upp og
halda við óhentugu hús-
næði.‘
Vilhjálmur
Guðmundsson
Höfundur er verkfræðingur.
Herjólfsstígur 16
Grímsnesi
Verð: 19.700.000
Stærð: 91,5
Fjöldi herbergja: 4
Byggingarár: 2006
Nýtt glæsilegt heilsárshús við Herjólfsstíg 16 í landi Ásgarðs í Grímsnes- og Grafningshreppi. Húsið
stendur ofarlega, þannig að útsýnið er mjög gott. Grunnflötur hússins er 91,5 fm. Það er á steyptum
grunni með steyptri botnplötu. Húsið skiptist í þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu, gang,
anddyri og geymslu. Húsið er tilbúið til innréttinga án gólfefnis. Nánari upplýsingar veitir Anton í síma
699-4431. Einnig eru til sölu hjá sama aðila 9 lóðir á svæðinu.
Anton
Sölufulltrúi
699 4431
anton@remax.is
Rúnar S.
Gíslason hdl.
lögg. fasteignasali
STJARNAN
Opið hús 30. júlí frá kl.14-18
Í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er hér með auglýst að álagningu
opinberra gjalda, þ.m.t. tryggingagjalds og ákvörðun vaxtabóta og barnabóta, á árinu 2006 er
lokið á menn, sem skattskyldir eru samkvæmt framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr.
90/2003.
Álagning gjalda á lögaðila mun liggja fyrir síðar og verður auglýst sérstaklega.
Álagningarskrár með gjöldum manna verða lagðar fram í öllum skattumdæmum föstudaginn
28. júlí 2006. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðs-
manni skattstjóra eða öðrum þeim stöðum í hverju sveitarfélagi sem sérstaklega hafa verið
auglýstir dagana 28. júlí til 11. ágúst 2006 að báðum dögum meðtöldum.
Álagningarseðlar er sýna álögð opinber gjöld 2006 þ.m.t. tryggingagjald, vaxtabætur og
barnabætur hafa verið póstlagðir og/eða birtir á þjónustusíðu viðkomandi á vef ríkisskattstjóra.
Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda á menn, sem tilkynnt hefur verið um með álagning-
arseðli 2006, þurfa að hafa borist skattstjóra eigi síðar en mánudaginn 28. ágúst 2006.
28. JÚLÍ 2006
Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson.
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.
Auglýsing um álagningu opinberra
gjalda á menn árið 2006