Morgunblaðið - 28.07.2006, Page 29

Morgunblaðið - 28.07.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 29 daglega, þ.e. að strekkja sig áfram eins og stroku- hestur og horfa beint fram.“ Lögreglan á Blönduósi er og mun verða úti í umferðinni eins mikið og henni er mögulega unnt og segir Kristján það vera hlutverk lögreglu að hjálpa til við að sem flestir komist heilir á leið- arenda. Eins og kýr um vor Lögreglan á Selfossi er einnig í viðbragðsstöðu og boðar aukið umferðareftirlit framundan. Að sögn Jóns Lárussonar varðstjóra verður sérstak- lega fylgst með ölvunarakstri en fleira kemur til s.s. aksturshegðun um sýsluna sem ekki flokkast sem yfirveguð. „Um síðustu helgi þegar létti til og fólk fór á ferðina var engu líkara en að verið væri að hleypa kúm út að vori. Slysum fjölgaði þá og fólk þarf náttúrlega að sýna sömu aðgát í mikilli umferð þótt veðrið sé gott,“ segir hann. Hrað- akstur er eitt helsta áhyggjuefni lögreglunnar og jafnframt framúrakstur sem honum fylgir. „Þeg- ar umferðin er þétt er framúraksturinn mjög tví- sýnn á stundum. Persónulega finnst mér sumir ansi kaldir í framúrakstrinum, því það er ekki nóg að fara yfir á hina akreinina heldur þarf að áætla fjarlægðina í bílinn sem kemur á móti. Ef svo fer að viðkomandi nær ekki fram fyrir bílaröðina verður hann að geta skotið sér inn í hana en það gefst ekki oft kostur á því. Þetta er því áhyggju- efni og ljóst er að hin þétta umferð um þessar helgar býður alls ekki upp á neinn hraðakstur.“ Jón varar ennfremur alla við akstri eftir áfeng- isneyslu, hvort heldur sem um ræðir skutl á milli staða eftir „kvöldsopann“ eða akstur snemma dags eftir næturlangt fyllirí. „Mér finnst mjög al- gengt að menn haldi að það sé runnið af þeim eftir fjögurra tíma svefn.“ Aukinn þungi í fíkniefnalöggæslu Hjálmar V. Björgvinsson, aðalvarðstjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir aukið umferðareftirlit í gangi samkvæmt samkomulagi RLS og sam- gönguráðuneytisins. Samkvæmt því eru tæpar 90 milljónir króna lagðar í aukið lögreglueftirlit með ökuhraða, ölvunarakstri og fleiru. En þessu til viðbótar hefur ríkislögreglustjóri gert sérstaka áætlun um aukinn þunga í fíkniefnaeftirliti um verslunarmannahelgina. Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá RLS, segir að embættið muni gera ráð fyrir meiri viðbúnaði með betur þjálfuðum fíkniefnahundum lögreglu að loknu námskeiði hjá Rolf von Krog, sérfræðingi norsku tollgæslunnar í hundaþjálfun. Ríkislögreglustjóri muni þá ennfremur njóta að- stoðar hunda tollgæslunnar. „Auk þess verða fleiri sérþjálfaðir fíkniefnalögreglumenn á vegum RLS við störf sem munu ferðast hvert á land sem er ásamt fíkniefnaleitarhundum og umsjónar- mönnum,“ segir hann. „Það verða nýjar útfærslur í fíkniefnalöggæslunni um verslunarmannahelg- ina, sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að greina frá, en hins vegar má upplýsa að mikill þungi verður settur í löggæsluna.“ Unnið verður í samstarfi við lögregluna á hverjum stað en fíkniefnahundar á landsbyggð- inni eru nú þegar á Ísafirði, Eskifirði, Akureyri, Borgarnesi og í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Júlíus ða alla við að komast heilir á leiðarenda. tíðum á næstunni ndir mferð Látlaus barátta við náttúru-öflin hefur frá upphafibyggðar einkennt allarsamgöngur milli lands og Eyja, stærstu verstöðvar Íslands og ferðamannaparadísar. Um aldir hefur baráttan staðið við hafið og fjörur Landeyja, siglingaleiðin milli Þorlákshafnar og Eyja er einhver erfiðasta farþegasiglingaleið í heimi og oft bregður til átta í Eyj- um þannig að erfitt er að treysta á flug. Mikil tímamót eru möguleg framundan í bættum samgöngum milli lands og Eyja, en Vestmanna- eyjar eru einn af þremur fjölsótt- ustu ferðamannastöðum landsins með um 200 þúsund ferðamenn á ári. Með nútímatækni og möguleik- um, sem eitt virtasta sérfræðinga- fyrirtæki í Skandinavíu hefur tekið faglega út með innlendum og er- lendum sérfræðingum, þá er það nú ljóst endanlega með nýrri skýrslu Ægisdyra í Eyjum, sem kostuð er af ýmsum fyrirtækjum og bæjarsjóði Vestmannaeyja, að ekki verður undan vikist að bar- áttan við náttúruöflin á leiðinni milli lands og Eyja verður brátt að baki ef menn lúta rökum og hag- kvæmni. Með nýju skýrslunni frá norska ráðgjafafyrirtækinu Multi- consult er það rökstutt á sannfær- andi hátt og með til- tölulega nákvæmum kostnaðarútreikn- ingum að jarðgöng milli lands og Eyja séu framkvæmanleg án nokkurra vandkvæða og kosti um 18,5 millj- arða króna. Sverre Barlindhaug jarðvegs- verkfræðingur hefur stjórnað skýrslugerð- inni en íslensku sér- fræðingarnir Birgir Jónsson, dósent og jarðvegsverkfræðingur hjá Verkfræðideild Háskóla Ís- lands, og Ármann Höskuldsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands, hafa unnið að gerð skýrslunnar auk Sven Erik Kristiansen, verfræð- ings og verkefnisstjóra hjá NCC, öðru stærsta verktakafyrirtæki Norðurlanda á þessu sviði. Hlut- fallslega er dýrastur 400 m kafli við Kross í Landeyjum niður í gegnum sand að fastabergsfjallinu sem ligg- ur út í Eyjar, en áætlað er að sá kafli kosti liðlega 1500 millj. kr. Þá er 14,6 km kafli í hagstæðu bergi þar sem hver km kostar um 750 millj. kr. og síðustu 3 km til Eyja kosta um 950 millj. kr. hver vegna þess að bergið þarf meiri þéttinga við og styrkingu eins og þekkt er í jarðgangagerð undir sjó þar sem skil hafs og lands eru. Göng langhagkvæmust fyrir ríkissjóð Nauðsynlegt er að reikna raun- verulegan kostnað við samgöngur fram í tímann og oft hefur verið miðað við tveggja skipa tímabil í sambandi við Herjólf, þ.e.a.s. 30 ár. Herjólfur hefur verið gerður út í 50 ár og reynslan er ólygnust. Núver- andi Herjólfur sem er að komast á tíma kostar um 600 millj. kr. á ári, eða um 18 milljarða á 30 árum. Það er líka ljóst að nýr og stærri Herj- ólfur myndi kosta um 800 millj. kr. á ári eða um 24 milljarða á 30 árum. Þetta eru peningarnir sem eru í kerfinu í sjálfu sér og boltinn held- ur stöðugt áfram að rúlla með skipi og hafnaraðstöðu nema annað komi til. Siglingastofnun hefur unnið mjög faglega að úttekt á ferjuhöfn við Bakkafjöru. Með lágmarksskipi og hafnaraðstöðu gera þeir ráð fyr- ir tæpum 5 milljörðum í stofnkostn- að, sem er þá líklegra að verði 6–8 milljarðar ef af verður, en þar að auki má ætla að lágmarksrekstrar- kostnaður, afborganir, viðhald og fleira kosti a.m.k. 500 millj. kr. á ári eða um 15 milljarða króna á 30 ár- um. Þá kostar ferjuhöfn í Bakka- fjöru um 21–23 milljarða kr. á 30 árum og boltinn heldur áfram að því loknu. Ef jarðgöng milli lands og Eyja, samskonar og í Hvalfirði, kosta hins vegar um 20–22 millj- arða króna í framkvæmd eins og ítrekað hefur verið sýnt fram á, þá eiga þau að geta af- skrifast á tveggja skipa tímabilinu (30 árum) og það í sjálfu sér þýðir stórsparn- að fyrir ríkissjóð. Þá er eftir að reikna tekjurnar af umferð um Eyjagöngin, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands reiknaði með því í út- tekt fyrir Ægisdyr, félag áhugamanna í Vestmannaeyjum um jarðgöng, að miðað við núverandi umferð með Herjólfi og gjaldtöku upp á 2500 kr. fyrir bíl um göngin þá yrðu tekjurnar um 600 millj. kr. á ári, eða 18 milljarðar á 30 árum, afskriftartímanum. Af þessum 600 millj. kr. á ári er eðlilegt að draga frá 200 millj. kr. sem reiknað er með að rekstur jarðganganna kosti á ári, þannig á þá standa eftir 400 millj. kr. í hreinar tekjur á ári í 30 ár eða alls 12 milljarðar króna sem lækka þannig kostnað við göngin sem því nemur á 30 ára tímabilinu. Þegar þetta er krufið til mergjar fer ekkert á milli mála að gerð jarð- ganga er ekki aðeins langsamlega skilvirkasti kosturinn í bættum samgöngum milli lands og Eyja, heldur líka sá ódýrasti og hagstæð- asti fyrir ríkissjóð hvernig sem á það er litið. Rökin verða að ráða en ekki geðþóttaákvarðanir Þegar menn byggja hús fyrir sjálfa sig geta þeir valið stund og stað, stærð og gæluhugmyndir, en þegar samgönguyfirvöld eiga að byggja til framtíðar í samgöngu- málum á Íslandi geta þau ekki boð- ið upp á að velja sér eitt gæluverk- efni af fleiri mögulegum valkostum nema rök liggi á bak við. Því miður, og það hörmum við, þá valdi núver- andi samgönguráðherra í þessu verkefni að láta aðeins kanna til hlítar einn möguleikann af þremur, því hvorki hefur verið lokið eðli- legri úttekt og rannsóknum á gerð jarðganga, þótt unnt sé að ljúka því á fáum mánuðum, né hefur nokkuð verið gert til að kanna þróun og möguleika í gerð nýs skips milli lands og Þorlákshafnar. Rannsókn- um er unnt að ljúka nægilega til ákvarðanatöku fyrir nokkra tugi milljóna, aðeins nokkra tugi millj- óna í 20 milljarða verkefni a.m.k., hvaða leið sem verður valin. Að sjálfsögðu ættu allir þessir val- kostir að liggja fyrir nú þegar og ekki seinna en næsta vor úr því sem komið er þegar rannsóknir á ferjuhöfn í Bakkafjöru liggja fyrir. Á hversdagsmáli heita þessi vinnu- brögð og sleifarlag fram að þessu fúsk. Ef ekki verður lokið rannsóknum á gerð jarðganga milli lands og Eyja sem næsta átaki í endurnýjun og uppbyggingu, ekki síst eftir til- komu skýrslu Multiconsult, þá yrði um slík bolabrögð að ræða og van- hugsun af hálfu samgönguyfirvalda að til ævarandi skammar yrði fyrir þá sem bera ábyrgð á því, fyrir utan þá lítilsvirðingu sem íbúum stærstu verstöðvar Íslands sl. 100 ár yrði sýnd. Rökin byggjast á rannsóknum. Við tökum þeim en ekki tilgátum. Hættum að berjast við náttúruöflin Mikilvægi jarðganga milli lands og Eyja er margslungið og gefa þau margfalt meiri möguleika fyrir Eyjar, Suðurland og landið allt heldur en áframhaldandi skipasigl- ingar í eilífri baráttu við brim og sanda. Eyjamenn þekkja mæta vel baráttuna við hafið. Hún hefur kostað líf 500 sjómanna á sl. 100 ár- um. Þess vegna ættu menn að virða viljann til þess að minnka barátt- una við náttúruöflin með nýrri tækni, nýjum sóknarfærum. Meðal mikilvægra atriða sem má nefna í stuttu máli eru:. 1. Baráttunni við brim og beljandi storma linnir. 2. Menn geta ferðast þegar þeim sýnist milli lands og Eyja. 3. Í dag þurfa menn að panta með vikna fyrirvara fyrir bíla og á álagstímum er allt í steik. 4. Umferð út í Eyjar myndi stór- aukast og skapa drifkraft og möguleika á margan hátt auk byltingar í ferðaþjónustu. 5. Suðurlandsundirlendi, Rangár- vallasýsla og Vestur-Skafta- fellssýsla myndu í fyrsta skipti í sögunni fá höfn og þar að auki stórskipahöfn, því Bakkafjöru- höfn hefur enga raunhæfa möguleika á að verða annað en þjónustuhöfn fyrir Vestmanna- eyjar. 6. Göng milli lands og Eyja gefa nýja möguleika í stystu leið milli miðsvæðis Evrópu og Ís- lands. 7. Fasteignaverð myndi hækka í Eyjum til hagsbóta fyrir heima- menn. 8. Vatnsleiðslan færi um göngin til aukins öryggis og hagræðis. 9. Rafmagnsleiðslurnar milli lands og Eyja færu um göngin, sömu- leiðis til aukins öryggis og hag- ræðis. 10. Fjarskiptastrengir sem eru lykill í fjarskiptum Íslands við Evrópu og Ameríku færu um göngin. 11. Ferðatími milli höfuðborgar- svæðisins og Eyja yrði um tveir tímar í stað um 4–5 tíma með Herjólfi nú, á landi og sjó. 12. Allt bendir til að 18 km jarð- göng milli lands og Eyja séu stórkostlegur viðskiptamögu- leiki. 13. Rangárvallasýsla, Vestur- Skaftafellssýsla og Eyjar yrðu sama atvinnusvæðið, sama skólasvæðið, sama heilsugæslu- svæðið, sama menningarsvæðið. 14. Á næstu 10 árum má reikna með að Sprengisandsleið verði byggð varanlega upp, Kjalveg- ur og tenging milli Sprengi- sands og Austurlands. Gámar með flutningaskipi frá Evrópu til Eyja gætu verið komnir til Akureyrar 5 klst. síðar. 15. Jarðgöng myndu auðvelda landsmönnum öllum að sækja Vestmannaeyjar heim og njóta sérstöðu þeirra. 16. Jarðgöng eru einfaldlega krafa nútímans svo fremi að kostnað- ur sé innan skynsamlegra marka. 17. Eyjar hafa um aldarskeið verið móðurskip skipaflotans fyrir Suðurlandi. Göngin myndu auka öryggi sjómanna þegar slys verða. 18. Nú liggur fyrir ný úttekt á rannsóknum, unnin af viður- kenndum aðilum, og þeir sem hafa ráðið ferðinni sem ráð- gjafar samgönguráðherra hafa því miður skotið talsvert yfir markið. 19. Jarðgöng milli lands og Eyja eru lykillinn að framtíð Eyj- anna, lykill landsmanna að einni af mestu náttúruperlum lands- ins. Lykillinn að styttri ferða- og flutningaleiðum milli lands- hluta. 20. Jarðgöng milli lands og Eyja eru bæði langskilvirkasti kost- urinn og sá ódýrasti fyrir ríkis- sjóð, þau eru viðskipti þegar annað er kvöð. Skilvirkasti kosturinn og ódýrasti upp á 20 milljarða Eftir Árna Johnsen ’Því miður, og þaðhörmum við, þá valdi nú- verandi samgönguráð- herra í þessu verkefni að láta aðeins kanna til hlít- ar einn möguleikann af þremur, því [ekki] hefur verið lokið eðlilegri út- tekt og rannsóknum á gerð jarðganga …‘ Árni Johnsen Höfundur er stjórnmála-, blaða- og tónlistarmaður. Morgunblaðið/RAX Myndin er tekin yfir Krossi í Landeyjum og út til Eyja í fyrradag, en í þessari stefnu og legu er jarðgangaleiðin, 18 km löng, og kostar samkvæmt ítarlegustu útekt sem gerð hefur verið 18,5 milljarða króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.