Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
F
erðalög um landið eru
aldrei yndislegri en á
sumrin. Þá skiptir
ekki öllu máli þótt sól-
in láti ekki sjá sig
nema endrum og sinnum. Það er
bara svo gaman að halda af stað út í
buskann, ráða næturstaðnum og
sitja með nestið einhvers staðar úti
í móa.
Allir, sem leggja í slíkar ferðir,
vita að það er ekki með öllu hættu-
laust að ferðast um þjóðvegi lands-
ins. Vissulega er full ástæða til að
fagna bundnu slitlagi á öllum helstu
vegum, en þessir sömu vegir eru
flestir með eina akrein í hvora átt
og öllum liggur svo lifandi býsn á að
framúrakstur er regla en ekki und-
antekning.
Þar sem það er svo augljóst að
framúrakstur skapar hættu má
furðu sæta hversu lítið er hugað að
því að draga þó úr þeirri hættu eins
og unnt er. Mér varð hugsað til
þessa þegar ég ók einu sinni sem
oftar yfir Hellisheiðina. Þar er veg-
urinn á köflum tvíbreiður og allir
sem vilja geta þeyst vinstra megin
fram úr þeim sem fara sér hægar á
hægri akrein. En fyrir þá sem ekki
þekkja leiðina eins og lófann á sér
er ómögulegt að vita fyrirfram hve-
nær vegurinn breikkar, hvað þá að
gefnar séu upplýsingar um hve
langur tvíbreiði kaflinn er, eða að
fólk sé varað við í tíma áður en
hann verður einbreiður á ný.
Í hlíðum Sierra Nevada-fjalla, á
leiðinni frá Kaliforníu til Nevada, er
vegurinn um margt svipaður veg-
inum yfir Hellisheiðina. Hann er að
vísu ansi hlykkjóttur á köflum, svo
framúrakstur er stórhættulegur og
beinlínis bannaður kílómetrum
saman. Hins vegar ganga ökumenn
ekkert að því gruflandi hver staðan
er. Skilti við veginn upplýsa þá um
hve langt er að næsta tvíbreiða
kafla, þar sem þeir geta auðveld-
lega ekið framúr flutningabílnum
fyrir framan, eða stóra jeppanum
með risavaxna fellihýsið.
Svo kemur að tvíbreiða kaflanum
og þá þurfa þeir sem ætla framúr
ekki að aka eins og fjandinn sé á
hælunum á þeim í þeirri von að þeir
nái að troðast framúr áður en veg-
urinn þrengist skyndilega á ný, því
nú taka við skilti sem jafnt og þétt
upplýsa hversu langur spotti er eft-
ir af tvíbreiða veginum. Allt gengur
þetta því átakalaust fyrir sig.
Mér datt í hug, á Hellisheiðinni
um daginn, að upplýsingar af þess-
um toga myndu minnka hættuna
þar um allan helming. Ég veit alla
vega að ég væri rórri fyrir aftan
flutningabílinn og risavaxna jepp-
ann með enn stærra fellihýsið, ef
skilti við veginn segðu mér að nú
væru aðeins 5, 3 eða 2 kílómetrar í
næsta tvíbreiða kafla. Og svo sann-
arlega yrði ég líka rórri á þeim tví-
breiða kafla ef ég vissi fyrirfram
hversu langur hann væri, í stað
þess að vera skyndilega í þeirri
stöðu að nánast aka niður skiltið
með pílunni sem bendir mér á að nú
sé vegurinn að þrengjast, einmitt
þar sem hann þrengist! Væri alla
vega ekki ráð að setja upp góðar
merkingar og sjá hvernig til tekst?
Þurfum við virkilega að tvöfalda all-
ar þyngstu umferðarbrautirnar, án
þess einu sinni að reyna þetta? Er
ekki að renna upp tími aðhalds í
ríkisrekstri, þar sem meira vit er í
því að kaupa nokkur skilti en mal-
bika heilu heiðarnar?
En svo að allt öðru: Um daginn
sá ég að Gísli Marteinn Baldursson
borgarfulltrúi og formaður Um-
hverfisráðs vill gæða Miklatúnið
nýju lífi. „Ætlunin er að Miklatúnið
gangi í endurnýjun lífdaga og verði
að þeim stað sem fjöldi fólks hefur
óskað sér í mörg ár. Það er á besta
stað í borginni og er hægt að nýta
miklu betur. Túnið ætti að vera vin
fyrir borgarbúa sem þar gætu notið
lífsins með fjölskyldunni,“ sagði
Gísli Marteinn hér í Morg-
unblaðinu. Og hann bætir um betur
með vangaveltum um hvort setja
megi Miklubrautina í stokk og
bendir réttilega á að túnið yrði enn
betur í sveit sett með bættu að-
gengi, auk þess sem fólk væri þá
laust við ónæðið af umferðinni um
brautina.
Ég er alveg sammála borg-
arfulltrúanum um ágæti túnsins og
„endurnýjun lífdaga“ hljómar af-
skaplega vel. En eitt vil ég biðja
hann um að gera líka og það er að
taka upp hið gamla og stórgóða
heiti Klambratún að nýju. Sjálf
nota ég það alltaf og held raunar að
fjölmörgum Reykvíkingum sé það
tamt. Og það vísar til sögu borg-
arinnar. Í þeirri ágætu bók Páls
Líndals, Reykjavík, Sögustaður við
Sund, segir að mest af því landi
sem til garðsins var lagt hafi verið
erfðafestulandið Norðurmýr-
arblettur 4. Þar voru gerðar tölu-
verðar mógrafir, einkum í eldsneyt-
isskortinum á árum heims-
styrjaldarinnar fyrri. Árið 1925
varð erfðafestuhafi Maggi Júl.
Magnús læknir og bæjarfulltrúi og
hann rak þarna býlið Klömbrur.
Maggi var yfirlæknir við holds-
veikraspítalann í Laugarnesi frá
1934 og var mikill áhugamaður um
búskap. Hann var formaður Fjár-
eigendafélags Reykjavíkur og
starfaði fyrir Skógræktarfélag Ís-
lands. Hann var sonarsonur Hall-
dórs Kr. Friðrikssonar yfirkennara
við Lærða skólann og alþing-
ismanns
Og svo má bæta því við, að Skóla-
garðar Reykjavíkur hófu starfsemi
sína á Klambratúni árið 1948.
Fjölskyldurnar, sem njóta lífsins
saman á túninu í framtíðinni, gangi
áætlanir Gísla Marteins eftir, fá
kannski tilfinningu fyrir liðinni tíð
ef Klambratúnsheitið fær að lifa.
Heitið Miklatún er eitthvað svo
uppfullt af undarlegum komplexum
og líkist því einna helst að það hafi
verið fengið að láni frá komm-
únistum austar í álfunni, þótt sann-
leikurinn sé víst einfaldari, því það
ku draga nafn af Miklubrautinni.
Mér er slétt sama þótt Miklabraut-
in haldi sínu heiti, en Klambratúnið
vil ég fá aftur.
Kappakstur
og Klömbrur
Þurfum við virkilega að tvöfalda
allar þyngstu umferðarbrautirnar,
án þess einu sinni að reyna þetta?
Er ekki að renna upp tími aðhalds í
ríkisrekstri, þar sem meira vit er í því
að kaupa nokkur skilti en malbika
heilu heiðarnar?
rsv@mbl.is
VIÐHORF
Ragnhildur Sverrisdóttir
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Í MORGUNBLAÐINU 12. júlí, er
sagt frá því að aldrei hafi jafnmargir
ferðamenn komið til landsins eins og
á mánudag, þegar þrjú skemmti-
ferðaskip voru í Reykjavík, og að
þessi mikli fjöldi hafi skapað þörf
fyrir um 80 rútur, sem erfitt var að
uppfylla. Í fréttum RÚV þennan
sama morgun var viðtal við ferða-
málastjóra þar sem hann talaði m.a.
um að í náinni framtíð myndi vanta
rútubílstjóra. Í hvorugu tilfellinu var
minnst einu orði á leiðsögumenn! Endurspeglar þetta
viðhorfið til leiðsögumanna yfirleitt? Vonandi ekki. Og
vonandi gera landsmenn sér grein fyrir því hversu mik-
ilvægt það er að vel sé tekið á móti ferðamönnum sem
koma til landsins og að þeim sé sagt satt og rétt frá landi
og þjóð. Til þessa höfum við sérmenntaða leiðsögumenn.
Nær allt milli himins og jarðar
Faglærðir leiðsögumenn, sem komið hafa til starfa und-
anfarna áratugi, hafa hlotið menntun sína í Leiðsögu-
skólanum. Þar fer fram vandað nám þar sem farið er yfir
flest allt sem viðkemur landinu og sögu þess frá upphafi
til dagsins í dag. Jarðfræði er t.d. stór hluti námsins
enda þarf leiðsögumaður að geta ,,lesið landið“ og sagt
ferðamönnunum frá því sem fyrir augu ber á auðskilj-
anlegan hátt, á tungumáli gestanna. Þeir þurfa líka að
kunna að segja frá fuglum landsins, plöntum og jarð-
vegseyðingu, landbúnaði og búfénaði, við upphaf byggð-
ar og stöðuna í dag, frá helstu hetjum Íslendingasagn-
anna og hvað var að gerast í hverri sögu eftir því sem
ekið er um landshlutana. Einnig frá þjóðsögum, nútíma-
bókmenntum og höfundum, öðrum listgreinum og lista-
mönnum, þjóðháttum og hátíðum, söfnum og kirkjum,
stjórnmálum, fiskveiðum, hvalveiðum – og þá að svara
viðkvæmum spurningum þar um á hlutlausan hátt, heita
vatninu í jörðinni og notkun þess, raforkuframleiðslu,
virkjunum, vetnisbílum. Þeir þurfa líka að vera vel að sér
um ástandið í heimsmálunum, þekkja löndin sem ferða-
mennirnir koma frá og mismunandi siði þjóða, t.d. til að
vita hvernig þarf að koma fram við fólk frá mismunandi
löndum, sem getur komið í mjög góðar þarfir þegar
halda þarf góðum móral í rútu með 30 farþegum frá ólík-
um löndum! Ekki má svo gleyma því að leiðsögumenn
þurfa að geta veitt fyrstu hjálp, jafnt í byggð sem
óbyggðum, og jafnvel takast á við dauðsfall.
Vandað nám og
yfirgripsmikil þekking
Leiðsögunámið er krefjandi, mjög erfitt segja sumir, en
afar skemmtilegt og inntökupróf þarf til að komast í
skólann. Nemendur skólans koma úr öllum starfs-
greinum, margir með langan starfsferil og reynslu að
baki – og doktorar eru ekki sjaldséðir. Þegar út á vinnu-
markaðinn er komið byrja allir nýir leiðsögumenn á lág-
marksvinnutaxta, sama hver bakgrunnurinn er, og vinna
sig svo hægt og bítandi upp í efri taxa – sem eru afar
langt í frá að vera háir. Mjög fáir leiðsögumenn fá starf
við fagið árið um kring, sem gerir það að verkum að þeir
þurfa að stunda aðra vinnu og starfa svo kannski sem
leiðsögumenn í sumarfríinu frá þeirri vinnu. En þrátt
fyrir allt þykir flestum starfið það skemmtilegt og gef-
andi að þeir halda áfram, sumar eftir sumar. Leið-
sögumönnum þykir þó sárt að starfið fæst ekki lögvernd-
að. Á meðan getur nær hver sem er – meira að segja
útlendingar sem hafa kannski komið einu sinni áður til
landsins – gefið sig út fyrir að vera leiðsögumaður. Sár-
ast er þó að sjá, í umræðu um framtíð Íslands sem ferða-
mannalands, að þessa mikilvæga starfs sé í engu getið.
BRYNDÍS
KRISTJÁNSDÓTTIR,
leiðsögumaður.
Leiðsögumenn og
ferðamannalandið Ísland
Frá Bryndísi Kristjánsdóttur:
Bryndís
Kristjánsdóttir
ÞAÐ þarf enginn að velkjast í vafa
um hvað við Íslendingar eigum
marga bíla sem hafa þörf fyrir mis-
læg gatnamót og rammbyggða
vegi. Ekki heldur hvað þeir eru
mikið þarfaþing ef maður þarf að
komast leiðar sinnar sem er lengra
en spönn frá rassi. Bora þarf göng
fyrir hann í gegn um holt og hæðir
því að nú til dags þarf stöðugt að
stytta sér leið þótt ekki sé farið
lengra en út í búð að kaupa eitt-
hvað með afslætti.
Ást okkar á bílum er eðlileg, að
mati viti borinna manna, og eiga
þeir allt gott skilið vegna þess að
þeir eru ómissandi. Við getum ekki
án bílsins verið af því að við þurf-
um að komast leiðar okkar hratt og
örugglega. Undir þetta get ég tekið
heilshugar og legg glaður mitt af
mörkum til að bílunum okkar geti
liðið vel í umferðinni í bæ og sveit.
En það er fleira en bílar sem við
elskum.
Fróðir menn hafa sagt mér að
við elskum börnin okkar. Sumir
elska þau víst álíka mikið og tor-
færutröllið sitt. En við hugsum
ekki eins vel um þau og bílaflotann,
segja þessir ágætu menn, og benda
á það máli sínu til stuðnings að ný-
leg lög um fjárstuðning til handa
foreldrum langveikra og fatlaðra
barna séu ekki mannsæmandi og ef
peningarnir, sem færu í þennan
málaflokk, yrðu notaðir til að
byggja brú næði hún varla lengra
en út í miðja á og þá yrði fjör í
ánni þegar umferð yrði hleypt á
hana með ráðherra í broddi fylk-
ingar með skærin í annarri hend-
inni og íslenska fánann í hinni og
opinbera starfsmenn í halarófu á
eftir sér.
Hálfkák er engum til sæmdar.
Lögin um fjárstuðning til handa
langveikum börnum eru meingölluð
og hugsunin, sem að baki þeim
liggur, er í meginatriðum röng.
Það verður að breyta lögunum á
þann veg að allir geti vel við unað.
Til þess kjósum við fulltrúa okk-
ar á þing að gera vel.
Margnefnd lög bera þess merki
að menn hafi ætlað sér að gera
betur en vel og þá fer oft verr en
illa.
BENEDIKT AXELSSON
Torfufell 1, Reykjavík.
Að gera betur en vel
Frá Benedikt Axelssyni:
ÞEGAR þessi grein er skrifuð eru yfir 200 óbreyttir
borgarar búnir að deyja fyrir hendi Ísraelshers í
árásum síðastliðinna daga, þeirra á meðal sægur af
börnum, sennilega því sem nemur tveimur til þremur
bekkjum í grunnskóla. Mörg þeirra ekki einu sinni á
grunnskólaaldri. Ég get gert mér í hugarlund að
meirihluti íslensku þjóðarinnar finni til vanmáttar og
reiði þegar fréttirnar sýna myndir af hörmungunum
og segja frá því að sú handfylli af mönnum sem hefur
tekið sér það bessaleyfi að lýsa yfir stríði gegn hver
öðrum, gerist bara forhertari og forheimskari í brjál-
æðislegum yfirlýsingum sínum. Ennþá verra er að
vita að það mesta sem maður gæti gert í málinu fast-
ur hér úti á ballarhafi væri að skrifa í blöðin og
varpa hugleiðingum sínum fram á opinberum vett-
vangi, til þess eins að sefa samviskuna og vona
kannski að einhver taki við boðskapnum og sé hjart-
anlega sammála; einhver sem hefur valdi að beita og
hlustað er á úti í heimi.
En þeir eru ekki margir hér á landi sem passa við
þá lýsingu og greinilega enginn sem sver sig ekki í
ætt við tinkarlinn, ljónið eða fuglahræðuna og hefur
nægilega stórt hjarta til að finna til samúðar með
þjáðum börnum, nægilegt hugrekki til að þora að
benda á óréttlætið og gera það sem þarf til að því
linni, eða, og þið afsakið mig, nógu stóran heila til
þess að skilja samhengið milli þess að vera í valda-
stöðu og axla ábyrgð. Það lítur hreinlega út fyrir það
að innan hinna lýðræðislegu skipuðu ráðuneyta hins
íslenska lýðveldis sveimi allt það fólk sem á grunn-
skóladögum sínum hélt kjafti þegar einhver minni
máttar var lagður í einelti og af einskærri hræðslu
þóttist ekkert vita þegar það var spurt.
Fullorðnu fólki ætti hins vegar að vera ljóst að slík
hegðun er ekki til fyrirmyndar og að þegar fólk gefur
kost á sér sem fulltrúi þjóðar sinnar í augum al-
heimsins dugar ekki að skýla sér bak við hugleysi og
hræðslu. Nú er fautinn í bekknum ekki bara stelandi
nestispeningum heldur bókstaflega myrðandi fjölda
fólks og þá ber kjörnum leiðtogum að kveðja sér
hljóðs og tala meiningu sína svo allir taki eftir. Ef ís-
lenskt stjórnmálafólk fer ekki að taka sig saman í
andlitinu og vinna að því að stöðva berserksgang Ísr-
aelshers og hvers þess sem dirfist að myrða lítil
börn, dreg ég þá ályktun að það tilheyri þeim minni-
hluta þjóðarinnar sem kýs frekar að líta undan en
verja lítilmagnann. Og ef það þorir ekki að standa á
sínu, ætti það allavega að sjá sóma sinn í því að leyfa
öðrum að koma í sinn stað. Einhverjum sem hefur
hjarta, kjark og heila.
FINNUR GUÐMUNDARSON
OLGUSON,
Skeiðarvogi 135, Reykjavík.
Að búa í Oz
Frá Finni Guðmundarsyni Olgusyni: