Morgunblaðið - 28.07.2006, Page 34

Morgunblaðið - 28.07.2006, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðni Guðnasonfæddist í Kirkju- lækjarkoti í Fljóts- hlíð 30. júlí 1918 og bjó þar allan sinn aldur. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingigerður Guð- jónsdóttir húsmóð- ir, f. 1. maí 1897 á Brekkum í Hvol- hreppi, d. 19. febr- úar 1984, og Guðni Markússon bóndi og smiður, f. í Kirkjulækjarkoti 23. júlí 1893, d. 4. mars 1973. Systkini hins látna eru: Magnús, f. 25. september 1919, d. 23. desember 1999; Markús Grét- ar, f. 9. febrúar 1921, d. 3. apríl 2001; Guðrún, f. 14. maí 1922; Guð- úar 1953, gift Ásgeiri Rafnssyni og börn þeirra eru: Guðni Rafn, Jó- hanna, Ásgeir Yngvi og Davíð. 4) Gunnar Rúnar, f. 30. mars 1959, kvæntur Önnu Júlíönu Þórólfs- dóttur, börn þeirra eru: Hreinn Logi, Ingvar Leví, Gunnar Jarl og Jónheiður. 5) Guðni Heiðar, f. 30. janúar 1963, kvæntur Sigrúnu Drífu Jónsdóttur, börn þeirra eru: Edgar Smári, Guðni Pétur og Bjarki Enok. Guðni og Jónheiður bjuggu all- an sinn búskap í Kirkjulækjarkoti. Guðni rak bifreiðayfirbygginga- verkstæði áratugum saman og framan af stundaði hann einnig búskap. Síðan rak hann eigið tré- smíðaverkstæði ásamt því að stunda húsasmíðar víða um sveitir. Guðni sat um árabil í stjórn Hvítasunnukirkjunnar í Kirkju- lækjarkoti. Útför Guðna verður gerð frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í Hátúni 2 í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Breiðabólstað í Fljótshlíð strax að athöfn lokinni. björg Jónína, f. 30. apríl 1924; Oddný, f. 12. apríl 1926; Mar- grét, f. 9. janúar 1930; Þuríður, f. 19. apríl 1936, d. 13. júlí 1999; og Guðný, f. 12. apríl 1937. Guðni kvæntist 20. júní 1942 eftirlifandi eiginkonu sinni, Jón- heiði Gunnarsdóttur frá Moshvoli í Hvol- hreppi, f. 20. nóvem- ber 1921. Börn þeirra eru: 1) G. Yngvi, f. 17. maí 1941, kvæntur Rebekku Jón- asdóttur, börn þeirra eru: Arnar, Guðný Heiða, Jónas og Jakob. 2) Már, f. 14. desember 1945, kvænt- ur Önnu Óskarsdóttur, börn þeirra eru: Róbert, Jón Birgir og Maríanna. 3) Rebekka, f. 16. febr- Það var eins og tíminn hefði stöðv- ast er ég gekk út af hjúkrunarheim- ilinu Lundi á Hellu en þar hafði pabbi minn Guðni Guðnason, alltaf kallaður Ninni, varið síðustu vikum ævi sinnar í frábærri umsjón einvala starfsliðs. Nú var stríðinu lokið og pabbi minn farinn í sína hinstu för. Ég leit upp í himininn og út yfir Rangá sem spegl- aði fagurgræna bakka sína. Sama kyrrðin og sami friðurinn og var yfir andláti föður míns var allt um kring, það var eins og náttúran beygði sig og lyti í lotningu fyrir hinum aldna höfðingja sem nú hafði kvatt þennan heim. Hann unni náttúrunni sem og öllu sköpunarverkinu, enda vildi hann hvergi vera annars staðar en í hinni gróðursælu Fljótshlíð er fóstr- aði hann allt frá upphafi. Ef farið var að heiman einhverja daga ókyrrðist hann fljótt og vildi heim. Verkin biðu, fólkið og kirkjan beið. Ungur hafði hann ákveðið að gefa hjarta sitt Jesú Kristi, eftir það varð ekki aftur snúið. Trúin var ekki áhugamál heldur upp- spretta alls, lífið sjálft, lífið var hon- um Kristur og endurspeglaði það líf hans allt til hinstu stundar. Trjá- og garðrækt var hans helsta áhugamál, af alúð sinnti hann trjánum sínum og þyrfti að grisja var þess gætt að ekk- ert færi til spillis og hagar smiðs- hendurnar nýttu allt sem hægt var að nýta. Á fögrum sumardögum mátti gjarnan sjá hann ganga á eftir sláttu- vélinni í einhverjum hinna fjögurra skrúðgarða er hann og konan sem hann elskaði meira en allt annað, hún mamma, höfðu af hugvitsemi skipu- lagt og haldið við á þeim 64 árum sem þau áttu samleið. En það var ekki bara náttúran og fólk sem naut al- úðar hans, dýr löðuðust að honum eins og býflugur að ilmandi nýút- sprunginni rós. Væri hundur í Kirkjulækjarkoti mátti gjarnan sjá hann skokka á eftir pabba eða liggja við fætur hans í spónahrúgu á tré- smíðaverkstæðinu. Að ekki sé talað um hrafninn sem stundum sat á öxl hans er hann var útivið. Útlendingum er komu til að fá afgreiðslu á bens- ínstöð Skeljungs, er hann rak lengst allra manna er slíkt starf hafa haft með höndum, þótti hið mesta undur á sjá hrafninn á öxl pabba og gripu fljótt til myndavélanna. Var maður- inn galdramaður, dýratemjari eða himneskur? Sennilega var pabbi minn sitt lítið af hverju. Í það minnsta finnst mér, er ég horfi til baka á árin sem ég fékk að eiga með pabba mínum, nánast töfrum líkast að ekki skuli vera ein einasta minning er flokkast gæti undir að vera slæm. Inn í hjarta mitt streymir ylur og þakklæti, þakklæti fyrir að hafa átt föður sem á öllum stundum veitti himneskan kærleika, sannan kær- leika sem vonaði þótt strákurinn mis- stigi sig, breiddi yfir og hlúði að er sársaukinn varð óbærilegur og týndi sonurinn leitaði heim, kærleika sem trúði á sanna endurlausn fyrir alla menn, líka strák sem stundum fetaði dimma stigu, kærleika sem umbar allt, líka mistök og strákapör. Vegna þessa kærleika hefur mér, og svo mörgum öðrum, auðnast að fela líf mitt Frelsaranum er heldur í hönd mína og þó að ég gangi í gegnum dimman dal, óttast ég ekkert illt, því Drottinn, hann er hjá mér. Hinn sami Drottinn og pabbi minn fylgdi og kenndi mér um. Allt frá því að ég man eftir mér kom hann á hverju kvöldi í herbergi okkar bræðranna, las úr góðri bók ásamt því að lesa kafla úr Ritningunni. Er við urðum læsir tók- um við einnig þátt og skiptum lestr- inum á milli okkar, svo var beðið og hinum himneska föður falin forsjá ástvina og vina ásamt því að þakka varðveislu, fæði og klæði. Þakkir gjörðar í öllum hlutum. Hann var fyr- irmynd í orði, í hegðun, í kærleika, í trú, í hreinleika. Búinn öllum þeim bestu kostum sem prýða mega hvern mann, ekki aðeins vegna þess að allir verði góðir þegar þeir kveðja, þannig var hann að sönnu, heill í gegn. Í hjarta mínu er gimsteinn, minningin um pabba minn, þennan gimstein mun enginn geta tekið frá mér og þó að sársauki saknaðar nísti mig um stund mun þakklætið á endanum verða sársaukanum yfirsterkara og minningin um ástríkan og umhyggju- saman föður fylgja mér um ókomna tíð og verða sem endalaus uppspretta gleði og fagnaðar. Ég kvaddi fagurgræna bakka Rangár og settist inn í bílinn minn og hélt af stað heim, heim til konunnar minnar og drengjanna sem Guð hef- ur gefið okkur. Þar mun ég finna huggun um stund. Drottinn, gefðu mér að veita þeim eitthvað af því sem pabbi kenndi mér. Ég brosti gegnum tárin og þerraði mér um vanga. Þangað til við hittumst hinum megin, pabbi minn. Þinn elskandi sonur, G. Heiðar. Elsku hjartans afi minn. Þú sagðir svo oft við mig „elsku hjartað mitt. Það var svo gott. Það er skrýtið að vera svona langt í burtu núna að skrifa minningargrein um þig. Þið amma voruð saman svo stór hluti af mínu lífi að ég hugsaði oft að án ykk- ar gæti ég ekki lifað, en samt heldur lífið áfram og maður verður að gera sitt besta. Þú verður mér hvatning til að lifa því lífi sem þú lifðir. Alltaf var Jesús númer eitt, tvö og þrjú í þínu lífi, þú hélst kyndlinum hátt á lofti um nafn Drottins. Og mín þrá er að fá að feta þar í þín fótspor. Þú varst svo mörgum hvatn- ing og allir sem nutu gestrisni ykkar ömmu fengu að heyra orð Drottins. Það var andleg næring um leið og þeir nutu alls þess sem amma lagði á borð. Nú verðum við að gæta ömmu fyrir þig, afi minn, og við munum gera það. Sterk mynd er í huga mín- um af þér í bláa vinnugallanum þín- um, labbandi út á verkstæðið þitt, í sjoppuna og heim, fram og til baka, alltaf eitthvað að gera. Ég held ég þekki fáa menn sem eru eins iðnir og þú varst, ef þú varst ekki að smíða þá varstu í görðunum, enda litu garð- arnir út eins og skrúðgarðar, svo vel gerðir þú alla hluti. Ég sagði við þig þegar ég var að kveðja þig daginn áð- ur en ég fór út að við myndum sjást aftur þegar ég kæmi heim og sú til- finning var svo sterk að þá veit ég að ég fæ að sjá þig á himnum hjá Jesú, og ég hlakka til. Við erum innilega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur, elsku afi minn, þó við hefðum viljað hafa þig enn lengur, þá fékkstu samt langa og góða ævi. Sárt munum við sakna þín en huggun okkar verður sú að við fáum að sjá þig aftur og að þú ert núna heima hjá Drottni sem þú elsk- aðir svo mikið. Elsku hjartans afi minn, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, það var svo mikið og fyrst og fremst með því að vera sá afi sem þú varst. Kær kveðja frá Kristjáni og Yngva og Fannari, afastrákunum þínum. Þín sonardóttir Guðný Heiða. Ég horfði á afa með forvitnum aug- um er ég sá hann fyrst, aðeins nokk- urra daga gamall. Allt frá þeirri stundu hefur afi sýnt mér alla þá ást- úð og umhyggju sem hugsa má að veröldin hafi upp á að bjóða. Í gegn- um árin hefur afi kennt mér og sagt mér margt. Meðal annars kenndi hann mér ýmislegt um trúna á Jesú og hvað er gagnlegt og hvað ekki. Ég vildi hafa þig lengur, afi minn, það er svo sárt að þú skulir þurfa að fara, þú áttir eftir að segja mér svo margt. Ég kveð afa minn með þessum stuttu orðum og mun ávallt geyma minningu hans í hjarta mínu, þar til ég hitti hann næst á himnum. Guðni Pétur Guðnason (Heiðarsson). Afi, ég elska þig. Ég elska þig á mismunandi hátt, alveg sama hvern- ig þú ert. Alveg eins og blómið blómstrar og hvílir, hvíl þú í friði og ferðist þú í kringum draumalandið á himninum. Ég sakna þín mikið, afi minn. Bless, elsku afi. Bjarki Enok Guðnason (Heiðarsson) afastrákur. Elsku Ninni minn. Nú veit ég að þú ert kominn heim til Guðs, eins og þú varst svo viss um að þú gerðir, og nú líður þér vel, kominn í hóp með for- eldrum okkar og systkinum sem á undan eru farin. Heim í Kirkjulækjarkot áttir þú ekki afturkvæmt af sjúkrahúsunum. Þú fæddist í Kirkjulækjarkoti og vildir hvergi annars staðar búa, þangað komstu með hana Jónu þína og bjóst ykkur fallegt heimili í ná- lægð pabba og mömmu og þar óluð þið upp ykkar fimm börn. Í Kotinu áttir þú heima í tæp 88 ár og er varla hægt að segja að þér hafi orðið mis- dægurt á þessari löngu ævi eða þar til þú veiktist eftir áramótin. Þessi góða heilsa var mikil blessun og mikið að þakka. Hann Ninni bróðir minn var svo duglegur og hress, hann var með fulla starfsorku þar til á þessu ári, er fór að bera á veikindum hans. Honum féll aldrei verk úr hendi, hann var smiður góður og eru ófá handtökin hans bæði heima og heiman og bar heimilið þeirra þess sannarlega merki. Ég held að í hvert sinn sem ég kom í sveitina hafi ég séð eitthvað nýtt sem hann hafði gert, ef það var ekki inni, þá var það í garðinum, en hann var mikill áhugamaður um garð- og trjárækt. Ég hef svo mikið að þakka, að hafa átt hann Ninna minn fyrir bróður. Á ég eftir að sakna hans mikið. Kotið verður aldrei það sama á eftir, enginn Ninni, það er mikill missir að honum. Hann var hvers manns hugljúfi og hans góða skap einkenndi allt hans líf. Það var gaman að heimsækja Ninna og Jónu og minnast gömlu góðu áranna í sveitinni því Ninni hafði frá svo mörgu að segja, hafði góða kímnigáfu og gott minni. Ninni minn, ég kveð þig með trega, elsku bróðir, í þeirri vissu að sjá þig aftur. Vil ég þakka þér allt sem þú hefur gefið mér og mínum börnum af kærleika þínum. Ég veit að þín er sárt saknað af öllum sem þig þekktu og áttu þig að, en sárastur er missir hennar Jónu eiginkonu þinnar og barna ykkar, sem sjá á eftir elskuleg- um eiginmanni, föður, afa og langafa. Guð blessi minningu þína, elsku bróðir minn. Hafðu þökk fyrir allt. Þín systir, Margrét. Með virðingu kveð ég minn kæra mág og félaga Guðna (Ninna). Ég hef átt því láni að fagna að kynnast hon- um allnáið sem félaga og vini. Okkar samskipti hafa alla tíð verið með miklum ágætum, það var gott að leita til hans ef eitthvað vantaði, hann var ávallt boðinn og búinn að veita að- stoð. Ninni var gæddur góðum gáfum og mjög hæfileikaríkur maður, glaðvær og spaugsamur. Það var mjög gott að tala við hann, það var beinlínis mann- bætandi að fá tækifæri til að kynnast honum. Ninni var hinn mesti hagleiksmað- ur, stundaði um langt árabil húsa- smíðar, yfirbyggingar á jeppum o.fl. svo dæmi séu nefnd. Tómstundagamanið var skógrækt, það eru orðnar æði margar plönturn- ar sem hafa vaxið upp af fræjum sem hann sáði. Stór og fallegur garður við húsið ber þess augljósan vott. Það var alltaf mjög gestkvæmt hjá þeim Jónu og Ninna, miklar og góðar veitingar og ekki má gleyma þeirri hlýju sem þau hjón sýndu gestum sínum. Ninni var alla tíð léttur í spori og afkastamikill í vinnu og nú hin seinni ár var ekki að sjá að aldraður maður væri á ferð, léttur í spori, fullur af áhuga fyrir hinum ýmsu málefnum og alltaf að vinna. Trúmaður var hann mikill og ein- lægur í því eins og í öllu sem hann gerði. Nú þegar leiðir skilur stendur maður eftir dálítið ósjálfbjarga en minningin um dugmikinn og ráða- góðan félaga hjálpar til að yfirstíga erfiðleikana. Við þau þáttaskil sem nú hafa orðið er litið til baka með þakklæti fyrir gjöfula samfylgd um leið og ég votta eiginkonu, börnum og öðrum ástvin- um mína dýpstu samúð á erfiðri stundu. Páll Hjartarson. Trúfesti, eljusemi og dugnaður kemur fyrst í hugann. Ninni, elstur bræðranna í Kotinu, síkvikur og ið- inn, er nú farinn. Eins lengi og ég man eftir mér hefur Ninni verið hluti af tilveru minni. Líkt og með bræður hans sem farnir eru á undan honum var eins og hann yrði alltaf til staðar í Kotinu. Sá staður verður aldrei eins eftir fráfall hans. Þegar litið er í safn minninganna koma fram margar fallegar myndir frá liðnum tíma. Á árunum fyrir og í kringum 1970 ráku þeir bræðurnir verkstæði í Kirkjulækjarkoti ásamt föður sínum. Þar var hvorutveggja um að ræða bílayfirbyggingar og trésmíðar. Var það blómlegur rekstur, þekktur um land allt fyrir vönduð vinnubrögð og fallega hönnun. Vinnusemi einkenndi Ninna. Liggja eftir hann mörg handtökin víða um sveitir, íbúðarhús, fjós og hlöður, enda góður smiður. Ninni ásamt bræðrum sínum og föður hóf hið viðamikla starf hvíta- sunnumanna í Kirkjulækjarkoti á ár- unum kringum 1950. Starfið hefur vaxið og er í dag landsþekkt, m.a. fyrir hin árlegu Kot- mót sem haldin eru síðsumars ár hvert. Í áraraðir hefur Ninni sett og slitið Kotmótum. Var mál hans vandað og blessunarorð hans hlýjuðu. Vandi fylgir vegsemd hverri og því verður vandasamt að fylla það skarð. Í Ninna er farin trúarhetja sem aldrei efaðist í afstöðu sinni til Guðs síns. Afstaða hans var skýr og klár. Fagnaðarerindið um Jesú Krist var ástæða til að lifa lífinu ánægður og sáttur. Ninni hefur fullnað skeiðið. Staðið í brúnni og ekki vikið sér und- an veðrum. Trúin óbifanleg og trú- festin til eftirbreytni. Nú er Fljótshlíðin fátækari, og reyndar tilveran öll. Þá er gott að eiga góðar minningar. Ekki síst þeim er sárast syrgja. Guð blessi minningu góðs frænda míns. Eftirlifandi vinum og ættingjum GUÐNI GUÐNASON Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ástkærrar móður okkar, tengda- móður og ömmu, ÁSTU BJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Hjallalundi 14, Akureyri. Fyrir okkar hönd, bræðra hennar og annarra aðstandenda, Sigríður Dalmannsdóttir, Drífa Björk Dalmannsdóttir Radiskovic, Zoran Radiskovic, Alexandar Radiskovic, Sara Radiskovic, Davíð Radiskovic. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA BJÖRG TH. INGIMUNDARDÓTTIR frá Patreksfirði, sem lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 27. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 31. júlí kl. 11.00. Þóra F. Ólafsdóttir, Sigvaldi Sigurjónsson, Kristbjörg Ólafsdóttir, Halldór Valdín Gíslason, Þórarinn Kr. Ólafsson, Arnheiður Ásdís Kolbeins, Guðjón B. Ólafsson, Finnbjörg Skaftadóttir, G. Sigurrós Ólafsdóttir, Guðmundur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.