Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNINGAlþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 29. júlí kl. 12.00: Bine Bryndorf, orgel. 30. júlí kl. 20.00: Bine Bryndorf, organisti frá Kaupmannahöfn, leikur verk m.a. eftir Buxtehude, Couperin, Mozart og Holmboe. Tónleikarnir verða haldnir í Reykholtskirkju. Miðapantanir í síma 891 7677. Miðasala við innganginn. Nánari upplýsingar www.vortex.is/festival Opnunartónleikar föstudaginn 28. júlí kl. 20.00 Tónlist eftir W. A. Mozart. Meðal flytjenda er hljómsveitin Virtuosi di Praga. Stjórnandi Oldrich Vlcek. Miðdegistónleikar laugardaginn 29. júlí kl. 15.00 Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur íslensk og ítölsk lög og óperuaríur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur með á píanó. Tríó tónleikar laugardaginn 29. júlí kl. 20.00 Trio Polskie flytja verk eftir Beethoven, Brahms, Haydn og Shostakovich. Lokatónleikar sunnudaginn 30. júlí kl. 16.30 Virtuosi di Praga flytja m.a. verk eftir Respighi, Dvorak og Samuel Barber. Einnig verður flutt Adagio og Rondo eftir Schubert. 10 ára ehf v Sígild tónlist í sögulegu umhverfi 28.-30. júlí 2006 Stuðbandalagið frá Borgarnesi í kvöld Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill öll kvöld vikunnar. www.kringlukrain.is Sími 568 0878                                      !       "       #$  %      &  '      (!   )*+  ),-   .//   0  12     !   !           3 ), 44   5"6(  2 " 6 2 7   2      !       %!   Teiknisamkeppni Mr. Skallagrímsson - leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA Í SÍMA 437 1600 Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist LEIKHÚSTILBOÐ! Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði kr. 4.300 - 4.800 Fös. 28. júlí kl. 20 uppselt Lau. 29. júlí kl. 20 uppselt Sun. 30 júlí kl. 15 örfá sæti laus Sun. 30. júlí kl. 20 örfá sæti laus Fös. 4. ágúst kl. 20 Lau. 5. ágúst kl. 20 Sun. 6. ágúst kl. 15 Sun. 6. ágúst kl. 20 Lau. 19. ágúst kl. 20 Sun. 20. ágúst kl. 15 Sun. 20 ágúst kl. 20 Fös. 25. ágúst kl. 20 Sun. 27. ágúst kl. 15 Sun. 27. ágúst kl. 20 ÞAÐ ERU ekki landslagsmálverk sem blasa við í gættinni heldur fjórir ábúðarmiklir bankastjórar í formi portrettmálverka. Landslags- og fantasíukennd málverk og manna- myndir má svo sjá í bakgrunni og á hliðarveggjum þegar inn er stigið. Sýningargestir eru kannski vanari því að öndvegisverk á borð við Fjallamjólk taki á móti þeim á Kjar- valssýningum en hér kveður við nýj- an tón sem skýrist af því að portrett- myndirnar eru táknrænar fyrir upphaf samstarfs Kjarvals og Landsbankans árið 1923. Kjarvals- sýningin í vestursal Gerðarsafns á úrvali úr málverkasafni Landsbank- ans, sem á ríflega 70 verk eftir Kjar- val, er liður í 120 ára afmælisfögnuði bankans. Athygli vekur að ein portrett- myndanna fjögurra sker sig úr sem miklu meira „málverk“ en hinar, sem eru heldur stirðbusalegar. Kjarval hafði verið fenginn til að mála portrett af fjórum fyrstu stjór- um bankans og varð að styðjast við ljósmyndir af þeim sem látnir voru. Sá fjórði, Björn Kristjánsson, var hins vegar lifandi fyrirmynd og í myndinni birtist sú innlifun í við- fangsefnið sem einkennir verk Kjar- vals og heillað hefur þjóðina – hin „kjarvalska sýn“. Sýningin opinberar ýmsar hliðar þeirrar sýnar en yfirskriftin „Kraft- ur heillar þjóðar“ skírskotar til þeirrar köllunar sem listamaðurinn mun hafa verið gagntekinn af á námsárum sínum eins og fram kem- ur í bók Thors Vilhjálmssonar, Kjar- val, frá 1964. Þá vann hann, með slíkan kraft í sér, þrotlaust að því að „vinna upp Íslands tapaða tíma, ald- irnar myndlausu“ og ber, að sögn Thors, „ábyrgð á heilli þjóð, að hún verði til í myndlist“. Krafturinn sem titill sýning- arinnar vísar til tengist því hug- myndum um almenna framþróun í þjóðlífinu. Í ávarpi Björgólfs Guð- mundssonar í skilmerkilegri sýning- arskrá segir m.a. að Landsbankinn hafi einnig borið kraft heillar þjóðar í sjálfum sér, í 120 ár. Túlka má orð hans sem vísun í framfaraandann sem ríkt hefur í þjóðlífinu á þessu tímabili og þátt Landsbankans í breytingum á atvinnuháttum og efnahag sem átt hafa sér stað sam- fara stjórnarfarslegu sjálfstæði. Ekki má gleyma þætti bankans í stuðningi við Kjarval en sýningin minnir á mikilvægt samband lista- manna og vildarmanna þeirra. Jafn- framt staðfestir sýningin að bankinn sækir sér menningargildi í verk Kjarvals – eða „menningar- auðmagn“ eins og það er stundum kallað. Hugmyndir um Kjarval eru sam- ofnar sjálfsmynd þjóðarinnar á þess- um miklu breytingatímum. Einn stuðningsmanna hans í upphafi síð- ustu aldar, Guðmundur Magnússon prentari, skrifaði, eins og fram kem- ur í bók Thors, að á fyrstu sýningu Kjarvals 1908 komi „þeir kraftar ís- lenzku þjóðarinnar í ljós, sem styðja góðu framtíðarvonirnar hennar, og sem sýna það og sanna að hún á rétt til þess að eiga framtíð, engu síður en aðrar sannar menningarþjóðir“. Sýningin í Gerðarsafni felur ekki aðeins í sér tækifæri til að skoða mörg úrvalsverk eftir þennan sér- stæða og mikilvæga listamann í ís- lenskri listasögu – „meistarann“ sjálfan, heldur er þar einnig að finna áminningu um breytta tíma og um brautryðjendastarf kynslóðanna sem á undan hafa gengið og lagt hafa grunninn að því góða lífi sem okkur býðst í dag. Eftirmynd í raun- stærð af hinu þekkta verki Saltfisk- stökkun frá 1924–45 (sem er á vegg í Landsbankanum í Austurstræti) er gott dæmi um það. Teiknuð portrett af íslensku alþýðufólki og verk á borð við Bænin má aldrei bresta þig frá 1934 lýsa sérstöku sambandi Kjarvals við náttúruöfl og dulvitund kynslóðanna sem byggt hafa landið þar sem búa ýmsar óræðar verur. Verkin minna ennfremur á að taka ekki hlutunum sem gefnum og að trú á „framfarir“ eigi sér takmörk þegar kemur að náttúru landsins. Það var einkum þangað sem Kjarval sótti kraftinn. Menningarauðmagn MYNDLIST Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Sýningin stendur til 30. júlí. Safnið er op- ið alla daga nema mánudaga frá kl. 11.00–17.00. „Kraftur heillar þjóðar“ Afmælissýning Landsbankans Anna Jóa „Sýningin í Gerðarsafni felur ekki aðeins í sér tækifæri til að skoða mörg úrvalsverk eftir þennan sérstæða og mikilvæga listamann í íslenskri lista- sögu – „meistarann“ sjálfan, heldur er þar einnig að finna áminningu um breytta tíma og um brautryðjendastarf kynslóðanna sem á undan hafa gengið og sem lagt hafa grunninn að því góða lífi sem okkur býðst í dag,“ segir í umsögn gagnrýnanda. Myndin er af verkinu Sýn og veruleiki (Af- mælisblóm til Jóns) frá árinu 1957. Í KVÖLD kl. 19 mun Anne Törmä, myndlistarmaður frá Lahti í Fin- landi, opna sýningun THE DAY í Galleríi Boxi við Kaupvangstræti 10 á Akureyri. Anne er gestalistamaður hjá Gilfélaginu á Akureyri í júlí- mánuði og mun hún sýna textaverk og teikningar sem hún hefur unnið að seinustu vikur. Anne er ekki alls ókunnug á Ak- ureyri því þetta mun vera í þriðja skipti sem hún leggur leið sína til bæjarins. Árið 2003 var hún skipti- nemi í Myndlistaskólanum á Ak- ureyri og árið eftir hélt hún sýningu í Ketilhúsinu undir nafninu Ak- ureyri – Lahti ásamt fleirum ungum myndlistarmönnum. Árið 2004 út- skrifaðist hún síðan úr The Institute of Fine Arts in Lahti. Lahti og Akureyri mætast í Boxi Anne við eitt verka á sýningunni. Hún er gestalistamaður hjá Gilfélaginu. SMS FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.