Morgunblaðið - 04.11.2006, Side 4

Morgunblaðið - 04.11.2006, Side 4
4 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HRAFN Jökulsson hóf þriðja skákmaraþon sitt í Kringlunni kl. 9 í gærmorgun. Ætlun hans er að tefla 250 skákir á 40 klukkustundum og lýkur skákmaraþon- inu væntanlega síðdegis í dag. Tilgangurinn er að safna fyrir starfi Hróksins á Grænlandi. Í gær atti Hrafn kappi við ýmsa þekkta einstaklinga. Meðal annarra Unni Birnu Vilhjálmsdóttur fegurðar- drottningu, Björn Inga Hrafnsson borgarráðsformann, Steingrím J. Sigfússon, formann VG, Árna Gunnars- son, forstjóra Flugfélags Íslands, og Einar S. Ein- arsson, fyrrverandi forseta Skáksambandsins. Hægt er að fylgjast með maraþoninu á heimasíðu Hróksins (www.hrokurinn.is) og einnig bloggar Hrafn á milli skáka (www.tulugaq.blog.is/blog/hj2006). Morgunblaðið/RAX Skákmaraþon í Kringlunni STJÓRN Snæfells, félags smábáta- eigenda á Snæfellsnesi, mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegs- ráðuneytisins um að heimila flott- rollsveiðar á grunnslóð við Snæfells- nes. Stjórnin segir að ákvörðun ráðuneytisins sé „innrás á viðkvæmt lífríki Breiðafjarðar. Með henni sýn- ir ráðuneytið lítilsvirðingu við þau sjónarmið sem sjómenn við Breiða- fjörð hafa haft þ.e. að Breiðafjörður sé griðland fyrir skaðræðisveiðafær- um sem engu eira líkt og flottroll.“ Þá er ráðuneytið átalið fyrir að hunsa tilmæli Hafrannsóknastofn- unar og heimila veiðarnar án alls eft- irlits um borð. „Nú ætla þeir að leyfa þeim að fara með flottroll að veiða síld ekki nema 1,3 sjómílur hér frá nesinu,“ sagði Alexander Kristinsson, for- maður Snæfells. Hann sagði að til þessa hefði mátt nota flottrollið fyrir utan 12 mílurnar og síldin hefði hörf- að undan stórvirkum veiðiskipum nær landi. Alexander sagði smábáta- sjómenn óttast mest þau áhrif sem flottrollin hefðu á viðkvæmt lífríki Breiðafjarðar. Mótmæla flottrolls- veiðum Svæði opnað við Snæfellsnes LÖGREGLAN í Reykjavík handtók bílaþjóf í gærkvöldi en hann reyndi að stinga lögregluna af þegar hún ætlaði að hafa hendur í hári hans. Þjófurinn lét sig hverfa inn í ný- byggingu í Borgartúni og með að- stoð leitarhunds fann lögreglan manninn sem hafði reynt að fela sig með því að hnipra sig saman í loft- ræstistokki í kjallara bygging- arinnar. Að sögn lögreglu hófst málið með þeim hætti að eigandi stolnu bif- reiðarinnar, sem er staddur erlend- is, lét vita að debetkort sem var í bílnum hefði verið notað. Í fram- haldinu kom í ljós að umræddri bif- reið hefði verið stolið fyrir nokkr- um dögum. Þjófurinn hafði því bæði tekið bifreiðina ófrjálsri hendi og notað debetkortið sem hann fann í henni, auk þess sem hann hafði skipt um númeraplötu á bif- reiðinni. Komst lögreglan svo á hæla þjófsins í gærkvöldi þegar hann lenti í árekstri við leigubifreið við Háteigsveg skömmu fyrir kl. 20. Bílaþjófur faldi sig í loftræstistokki TVÆR rjúpnaskyttur, sem leitað hafði verið frá því klukkan 16 í gær, fundust heilar á húfi í gær- kvöldi, að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Fundust mennirnir í Sauðadal, sem er milli Svínadals og Vatnsdals, klukkan 21.20. Sjö björgunarsveitarbílar voru kallaðir út til leitar á svæðinu. Mennirnir voru í slagtogi með tveimur öðrum rjúpnaskyttum en þeir ákváðu að skipta liði. Þeir ætl- uðu svo að hitta félaga sína aftur við bæinn Hrafnbjörg í Svínadal klukkan 16. Þeir skiluðu sér hins vegar ekki sökum þess að þeir týndu áttum í þokuslæðingi. Menn- irnir voru kaldir og hraktir en heil- ir á húfi að sögn lögreglu. Rjúpnaskyttur heilar á húfi LÖGREGLAN á Selfossi rannsakar nú innbrot í félagsheimilið á Flúð- um en þar var farið inn í fyrrakvöld eða fyrrinótt og stolið verðmætum. Þegar að var komið klukkan átta í gærmorgun voru þrjár fartölvur horfnar auk skjávarpa, mynd- bandsupptökuvélar og peninga. Ljóst er að farið hafði verið inn í húsið baka til og hlutirnir teknir. Í húsinu átti grunnskólinn á Flúðum nokkra þá muni sem voru teknir. Brotist inn á Flúðum FRYSTITOGARINN Kleifaberg frá Ólafsfirði fékk heillegt tund- urdufl í trollið þar sem skipið var að veiðum á Þverálshorni, um 40 sjómílur norður af Straumnesi. Skipverjar höfðu samband við Vaktstöð siglinga upp úr klukkan fjögur á föstudagsmorgun og til- kynntu að þeir hefðu fengið tund- urdufl. Togarinn hélt þegar til Ísa- fjarðar og tveir sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar komu vestur um hádegisbil. Þá beið Kleifabergið átekta í mynni Skut- ulsfjarðar. Björgunarskip Slysavarnafélags- ins Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar F. Friðriksson flutti sprengjusér- fræðingana um borð í togarann. Samkvæmt upplýsingum Landhelg- isgæslunnar gekk vel að gera tund- urduflið óvirkt. Að því loknu fékk Kleifabergið að koma til hafnar. Tundurduflið var síðan flutt upp á Breiðadalsheiði þar sem sprengi- efninu var eytt. Trausti Kristinsson, skipstjóri á Kleifabergi ÓF, sagði að skipverj- um hefði ekki verið mjög brugðið við þennan óvænta meðafla. „Þeir hafa séð svona áður. Þetta kemur með nokkurra ára millibili.“ Fékk tundurdufl í trollið Tundurduflinu eytt á Ísafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Duflið gert óvirkt Sprengjusérfræðingar gæslunnar komu á vettvang. TVÖ nýleg dæmi eru um atvik þar sem saklaust fólk hefur verið fengið til þess að taka þátt í pen- ingaþvætti þegar það taldi sig vera að sinna ný- fengnu starfi fyrir erlent fyrirtæki í gegnum net- ið. Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til að vara fólk sérstaklega við atvinnutilboðum við mark- aðsverkefni og sölumennsku í gegnum netið. Um er að ræða þekkta aðferð þar sem reynt er að nota saklaust fólk til að koma illa fengnu fé undan, og geta viðkomandi einstaklingar lent í verulegum óþægindum vegna málsins, auk þess sem þeir geta orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Í til- kynningu frá ríkislögreglustjóra segir að ef fólk taki þátt í viðskiptum af þessu tagi þegar því megi vera ljóst að þarna liggi sviksemi að baki kunni það að baka sér refsiábyrgð fyrir liðveislu í auðgunarbroti, eða fyrir að hafa tekið þátt í að þvætta peninga. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra kemur fram að atvinnutilboðin bjóðist víða í Evrópu um þessar mundir, en í raun sé um tilraun til fjár- svika að ræða með aðstoð þeirra sem sækja um starf. Boðin eru störf við markaðsverkefni eða sölumennsku á netinu, og notuð nöfn fyrirtækja sem þekkt eru víða um heim. Þeir sem setja sig í samband við hina fölsku vinnuveitendur fá gjarnan þær upplýsingar að í boði sé föst þóknun, frá 15 evrum á tímann og allt að 2.000 evrur á viku, auk 5–8% þóknunar af sölu. Beðnir að áframsenda fé Þegar atvinnutilboðinu hefur verið tekið er nýi starfsmaðurinn beðinn um að tilgreina banka- reikning svo hægt sé að opna fyrir viðskiptin. Í kjölfarið er, án frekari skýringa, lagt inn nokkurt fé á reikninginn, og getur upphæðin numið nokkrum tugum þúsunda króna. Starfsmaðurinn er beðinn að senda upphæðina áfram, oftast tveimur eða fleiri, að frádreginni 5% þóknun. Gefnar eru lágmarksupplýsingar um viðtakanda, og peningarnir eru sendir með órekjanlegum bankafærslum. Skömmu eftir að viðskiptin hafa átt sér stað hefur svo bankinn sem sendi peningana nýja starfsmanninum samband, og krefst endur- greiðslu þeirrar fjárhæðar sem lögð var inn á reikninginn. Þá hefur komið í ljós að peningarnir voru afrakstur auðgunarbrots. Varað við peningaþvætti Fólk sem telur sig vera að sækja um starf sem fara á fram í gegnum netið gæti í raun verið að taka þátt í peningaþvætti með því að koma illa fengnu fé undan Í HNOTSKURN »Svindlið hefst með því að fólk sækir umstarf við markaðsverkefni og sölustörf í gegnum netið, gjarnan hjá því sem virðist vera þekkt fyrirtæki í Evrópu. »Fólkið fær svo upphæð inn á reikningsinn sem það er beðið um að millifæra áfram. »Þegar það er gert kemur í ljós að pen-ingarnir voru afrakstur auðgunarbrots.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.